Morgunblaðið - 11.08.1973, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 11.08.1973, Blaðsíða 5
MORGÖN'BLAÐIÐ — LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 1973 Gisli Guðmundsson: Ferðaspjall ÍSLENDINGAR eru stundum einkeniniiega jafinvægislausir, jafnvel gálausir, í framferði og afstöðu sinni til ýmissa mála, sem eru ofarlega á baugi frá degi tii dags, þar sannast á okkur orðtakið gamla: „Ýmist í ökkla eða eym.“ Raunar þarf þetta ekki að koma einum eða neinum á övart, þvi að þetta stafar einfaldlega af okkar mikla i'eynsluleysi á flestum svið- um samfara staðfastri trú ótrúlega margra á orðtak Óla norska: „Ég getur allt á sjó- ar og land.“ Raunarlegt dæmi um þetta gálausa framfei'ði eru ferðamálin okkar, þar sem umhugsunarverð eftir- köst eru að koma í ljós. Á ferðamálaráðstefnu sem haldin var á Hótel Borg fyrxr einum 7—8 árum, var flutt er indi um framtíð ferðamála á íslandi. Það var ein af þess- um snöggsoðnu dagskrárfyll ingum, lítið sagt á laglegan hátt í 15 mín. Að erindinu loknu gerði ég nokkrar fyrir- spurnir ti‘l ræðumanns, þar á meðal um hvers konar fólk við ættum að reyna að laða að okkur. Sýnilega fannst hon- um fávitalega spurt og úr and litunum við stjórnarborðið mátti lesa svipaðar hugsanir. Ekki man ég lengur svar hans orðrétt en það var á þá leið, að vitanlega yrði þetta allt sómafólk og stjómarborðiö kinkaði kollii með ánægjusvip. Ég hafði ekki brjóst í mér að ergja þá frekar með því að spyrja um hver ætti að standa í þvi að skilja þá góðu sauði frá hafrahjörðinni. Á Ilöfn í Hornafirði, ári síðar, vakti ég máls á því, að e. t. v. væru flugfélögin okk- ar einum of athafnasöm í áróðri sínum um Island, og að ef hann bæri verulegan ár- angur yrðum við kannski van búnir að mæta honum hér heima auk þess sem hann gæti krafizt meiri fjárfesti-ng ar og mannafla en talizt gæti réttlætanlegt vegna okkar stuttu vertiðar. Fulltrúd ann- ars flugfélagsins varð. fyrir svörum og talaði við mig eins og þolinmóður kennari við tornæman nemanda, fullviss- aði miig um, að þetta væri allt í öruggum höndum og að ég skyldi engar áhyggjur hafa. Þar með var það útrætt og farið að tala um veigameira mál, mig minnir hi-na þurru miðvikudaga. Ég mun hafa vakið máls á þessu varasama atriði á fleiri ráðstefnum en tðkst aldrei að ná neinum hljómgrunni hjá þeim er sátu þær. Þeir horfðu fjálgum aug- um á skýrslur ferðamálaráðs, sem sýndu stöðuga tölulega aukningu á aðstreymi ferða- manna fi'á ári tii árs og var það ekki aðalatriðið. En Paradísarvi’stin varð þó lítið lengri en hjá Adam garm inum. Ferðamannaeplið varð tormeltara en flesta grunaði, hinir stóru lostætu bitar reynd ust verk- og vindaukandi. Það kom i ljós, að gestafjöldinn dreifði-st mjög misjafnt á landið og varð fámennum sveitum meiri búsifjar en blessun. Svo sem við var að búast reyndust sauðirnir tölu- vert misjáfnir og töluvert að farami-klir á stundum. Svo kom alveg spánýtt hugtak tii sögunnar, náttúrnvernd, og það vax'ð á skömmum tíma að hinum eina og sanna fagn- aðarboðskap, sem allir urðu að aðhyllast skilyrðislaust eða að teljast óalandi og óferj- andi. Atvinnupostularnir tóku þessum fagnaðarboðskap tveim höndum, voru enda farn ir að þreytast dálitið á stagl- inu um hinn spillta æskulýð, og því minni kynni þeirra af málinu því fjálgari og há- stemmdari voru þeir í orðum. Skyndilega urðu blessaðir „túristamir" að óþurftarlýð, aðeins hi-ngað komnir til að fordjarfa okkar fagra, ó- snortna land og gera það óbyggilegt komandi kynslóð- um. Og bændumir okkar, sem um aldir hafa þó verið heidur purkunarlitlir i nytjum og um gengni við landið sitt (sbr. ofbeit, eyðingu skóga, fordjöf- un fagurs mýrlendis), geyst- ust fram og sögðu þennan rumpulýð jafnvel verri en ótætis minkirm. Ekki laust við að manni fyndist elgurinn kominn upp fyrir augu, mál að lofa heilbrigðri skynsemi og rólegri yfirvegun að kom- ast að. Hvað svo sem hægt er að segja um andvaraleysi i ferða málum okkar á liðnum ára- tugum er það staðreynd, að Island er orðið ferðamanna- land og að það hefur upp á mairgt og mikið að bjóða sem ferðamenn sækjast eftdr og eiga ekki kost á að sjá í öðr- um löndum. Þessai'i þróvm verðu-r ekkii snúið við og því verður að setja henni sky-n- samlegar skorður og hafa vald á hen-ni. Til slíkra nytja starfa er himum sjálfumglöðu hneykslunarpostulum ekki treystandi, þvi að á stundum finnst manmi þeir ekki einu sinni v-i-ta, að þeir vita ekkert. Því skora ég eindregið á okkar nýja samgönguráð- lxerra, Björn Jónsson, sem ég án persónulegra kynna t-reysti til nýtra verka, að hafa skel- egga forgöngu um að koma skynsamlegri skipan á þessi mál í fullri samstöðu og sam vinnu við ábyrga aðila, og leggja þannig traustan grund- völl að heillavænlegri þróun þeirra á komandi áratuguni. í næsta spjalli mun ég ræða um hinar ört vaxandi ferðir um hálendi Islands og reyna að lægja svolítið moldviðrið, sem þyrlað hefur verið upp um þær að undanförnu. Okkar landsfræga ágústútsala hefst mánudaginn 13. ÁGÚST LAUGAVEGI 89 Peysur dömu-herra 590,- * Skyrtur 490.- * Bolir dömu-herra 390.- Terylene buxur 890.- * Gallabuxur 490.- -k Stakir ullarjakkar 2900.- Stakir loðfóðraðir jakkar 1500.- -)< Föt 3900.- Terylene-bútar — íslenzk alullarteppi 890.- Hljómplötur frá kr. 290.- Aldrei meira úrval allt á útsöluverði -K Þetta er útsala ársins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.