Morgunblaðið - 16.08.1973, Síða 12

Morgunblaðið - 16.08.1973, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ — FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 1973 Þormóður rammi á Siglufirði: Þórður Vigfússon, framkvæmdastjóri. í baksýn eru rústirnar af Rauðku, þar sem brátt mun risa fiskvinnslnhús. Burðarás útgerðar og fiskvinnslu Umsvif fyrirtækisins skoðuð undir leiðsögn Þórðar Vigfússonar, framkvæmdastjóra Fyrirtældnu Þormóður Rammi er ætiað það hlutverk i framtíðinni að vera burðar- ás útgerðar og fisk- vinnsiu á Siglufirði. Nú þegar er fyrirtækið orðið stærsti framkvæmdaaðilinn á staðnum. Það. var stofnað ár- ið 1971 af Síldarverksmlðju Rikisins og Sigluf jarðarbæ, og er áætlað að innan tiðar verði hlutafé þess 40 milljónir króna. Þar af á ríkið 70%, bæjarfélagið 20%, og áætlað er að gefa einstaklingum kost á að kaupa 10% hlutabréfa. Fram kvæmdastjóri Þormóðs Ramma er ungur hagverkfra-ðingur, Þórður Vigfússon, sem flutt- ist til Siglufjarðar í nóvem- ber s. 1. strax að námi loknu í Þýzkalandi. Blaðamaður Morgunblaðsins hitti Þörð að máli á Siglufirði fyrir skömmu. Þetta var snemma morguns, og við ókum um Siglufjarðareyrina til þess að skoða umsvif fyrirtækisins og rabba saman. Við ókum fyrst niður á Hafnarbryggjuna, en skammt vestur af henni á hið nýja fiskvininsl'uhús Þormóðs Ramma að rísa. Þar er nú uninið að því að fjarlægja leif- amar af Rauðku, gömlu sild- arverksmiðjunni, sem um lang an aldur var stolit bæjarbúa. Á grunni hennar ris svo á næstu árum glæsilegt fisk- viinnsluhús, sem án efa verð ur stolt hins nýja tíma á Siglufirði. „Hér verða mikil verðmæti að litlu“, sagði Þórður. „Verð- mætt, sem einu siinni voru, en nú er forsenda þeirra verð- mæta horfin, og þá er ekki um annað að velja en að láta þau víkja. Nú á næstu dögum verður svo hafizt handa um að byggja upp nýja fiskvinns'lu- húsið, og koma a. m. k. 50 manns til með að vinna við bygginguna. Ef nægfflega vel verður að því srtaðið frá öil- um aðilum, ætti að verða unnt að taka það í notkun árið 1975“ Þormóður rammi gerir út einn 100 tonna bát og skut- togarann Dagnýju, sem fyrir- tækið er með á leigú, en togarinn var keyptur notaður frá Þýzkaiandi fyrir nokkr- um árum. Nýlega var svo hleypt af stokkunum hinum nýja skuttogara fyrirtækis- ins, Stálvik, sem er fyrsti skut tx>garinn, sem smíðaður er hér á landi. Verður hann að öll- um líkindum kominn á veiðar seinni hlutann i sumar, að sögn Þórðar, en Stálvík er væntanleg tffl Siglufjarðar í byrjun ágúst. Þá er ótalinn þriðji togarimn, en það er skuttogari, sem fyrirtækið er að láta smíða á Spáni. Hann verður væntanlega fullsmíð- aður í febrúar. Nú rekur fyrirtæhið gamalt frystihús, sem áður var rek- ið af síldarverksmiðjum Rík- isins. Þangað lögðum við leið okkar næst og skoðuðum húsa kyninin. Allt var í fúfflum gamgi. Verið var að vinna þoirsk, sem komið hafði á iand þá um moi’guninin. Það vekur fljótlega athygli, að mjög er þröngt um mannskapinn og lágt til lofts, enda mun hús- næðlð hafa verið byggt með allt annað í huga en að þar yrði rekið frystihús. Þarna voru geymslur frá SR ‘46, en eftir að síldin hvarf var kom- ið þarna fyrir aðstöðu til fisk- vinnslu, sem þó hefur liklega ekki átt að standa tffl lang- frama. „Það hefur þó gengið í rúm 20 ár“, sagði Þórður. „Það má segja að það gangi af gömlum vana, fyrir góða meðferð og með góðum vfflja.“ Hluti frystihússins er byggð ur inn i feiknastóra skemmu, sem nú stendur að mestu auð. Fiskvinnslusalurinn er rétt eins og kassii á miðju gólf- inu þegar horft er á hann úr skemmunini. Þair vantar ekki plássið. Hérna var sildarmjöl- ið geymt á sínum tíma, og seinna var hér geymd skreið. Sagðá Þórður, að þetta væri ein bezta skreiðar- geymsla á landinu, en nú er skreiðarframleiðsla engin á Siglufirði. Niðri á neðri hæð hússins er svo frystiklefinn. Þar er afflt fryst með yfir 20 ára gömlum vélum, — sem ganga af gömlum vana eins og Þórð- ur sagði. * Við yfirgefum frystihúsið, og löbbum í rólegheiitunum niður á bryggju. Á leiðinni röbbum við um flest millli himins og jarðar, og ég spyr Þórð m. a. að því hvers vegna hann hafi flutzt tffl Siglufjiarð- ar. „Ég sá hér fyrir mér skemmtfflegt verkefni, þ. e. a. s. að vfflina að uppbyggingu þessa nýja fyrirtækis. Ég hafði reyndajr aldrei komið hingað áður, en hafði ekkert á móti þvi að flytjast út á land. Ég hafði verið i nokk- ur ár við nám í Vestur-Berlín, og var satt að segja orðinn hálf þreyttur á stórborginni. Það er afskaplega þægiilegt að koma l 2 þúsund manna bæ úr hringiðu tveggja miffljón manna stórborgar. Siglufjarðarbær hefur líka upp á flest að bjóða, sem hægt er að hugsa sér i svona litl- um bæ. Satt að segja varð ég hissa á því hversu vel er bú- ið að íbúunum hér félagslega." — Hefurðu getað notað menntun þlna sem hagverk- fræðingur hér á þann hátt sem þú bjóst við? Ég hef getað nýtt kunnáttu mína úr náminu á þann hátt, að hún hefur gert mér kleift að starfa á breiðari grund- veffli. Hims vegar hefur þessi beini aðferðalærdómur ekki komið mér að notum enn sem komið er. Hér á landi, bæði í þessu fyrirtækd og í öðrum nýjum fyrirtækjum, byggist SIGLUFJÖRÐUR afflt svo mikið á „redd- ingum“. Forsendumar í rekstr inum eru svo oft veikar og tímabundnair, að þær eru e. t. v. horfnar efir stuttan tima, og því erfitt að byggja á þeim.“ Á leiðinni heim að hóteli beinist talið að Siglufirði for- tiðarinnar, sffldarbænum mikla og Siglufirði nútimans, með örri uppbyggingu at- vinnulífsins. Ég spyr Þórð hvort hann geti hugsað sér að setjast hér að fyrir fulilt og allt. „Það er ekkert, sem mælir gegn þvi. Ég og fjölskylda mín kunnum mjög vel við okkur hér. Og þótrt hér hafi verið mi'kið niðurlægingartima bil undanfarin ár, þá sjást þess nú hvarvetna merki, að bærinn er að risa upp að nýju. Bæjarbúar eru mjög einhuga um það, að hér verði að byggja upp nýtt atvinnu- lif, sem sé stöðugra á allan hátt en það sem fyrir var. Ég hef trú á þvi að innan fárra ára verði Siglufjarðarbær bú- inn að rétta úr kútnum, og hér verði þá komið blómlegt athafnalíf og fólki fari þá jafnframt fjölgandi." — Gísli Baldur. Unnið að flskvinnsiu í gamia frystihúsinu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.