Morgunblaðið - 16.08.1973, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.08.1973, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ — FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 1973 Vika á Vestfjöröum; * „Aframhald háskóla að búa í Bolungarvík“ Rætt vid Veronicu og sr. Gunnar Björnsson Frú Veronica og sr. Gunnar Björnsson. Fyrir u.þ.b. ári fluttust ung prestshjón til Bolungurvíkur, Veronica og sr. Gunnar Björnsson, sem þar er nú sett ur prestur. Sr. Gunnar út- skrifaúist úr guðfrajðideild Háskóians skömmu áður en hann fiuttist vestur og er nú með yngstu starfandi prest- um í landinu. Frú Veronica kona hans er ensk og starf- aði í Hafnarfirði áður en þau fluttust vestur. Þau hjón hafa tekið mikinn þátt í félagslifi Bolvíkinga eftir að þau fiuttust þangað. Sr. Gunnar hefur kennt í tón listarskólanum, barna- og mið skólanum og er formað- ur skólanefndar, en frú- in, sem áður söng í söngsveit inni Fílharmoníu hefur sung- ið með kirkjukórnum. Sr. Gunnar er mikill tónlistar- maður og lék í sinfóníuhljóm- sveitinni með Birni R. Ein- arssyni föður sinum í mörg ár, áður en hann fiuttist frá Reykjavík. Sellóleikur i smfóníu- hljómsveitinni er skemmtileg- asta starf sem ég get hugs- að mér, að prestsstarfmu und anskildu," sagði sr. Gunnar við blaðamann frá Morgun- blaðinu, sem leit við hjá þeim hjónum einn sumardag í Bol- ungarvík fyrir skömmu. Tón listaiiifinu í Bolungarvik er áreiðanlega mikili fengur 1 að fá þau hjónin í bæitnn, enda hefur sr. Gunnar fengið fé- laga sína úr sinfóniuhljóm- sveitinni til að koma vestur og spila með sér í kvartett. Þá hefur hann einnig kennt liti'ls háttar við tónlistarskól- ann á Isafirði. Sr. Gunnar var úti í garði að mála, þegar okkur bar að og frúin var í frystihúsinu að vinna. Hún sagðist gera það við og við og ekkert sjá at- hugavert við það að prestsfrú ynni í fiski. Þegar frúin var komin heim og við höfðum komið okkur fyrir þægiiega í stofunni í prestsbústaðnum yfir teboila, spurðum við sr. Gunnar hvernig það væri fyr ir ungan prest úr Reykjavík að taka við starfi í dreifbýl- inu. — Það er mjög gott að vera hér I Bolungarvík og lærdóms ríkt fyrir Reykvíkinga að lifa í návígi við útgerð og fisk- vinnsiu, þau störf, sem eru undirstaða þessa þjóðfélags. Ég geng hér inn í safnaðar- starf, sem hefur verið unnið af mikilli rækt af fyrirrenn- ara mínum sr. Þorbergi Kristjánssyni, og það er þakkarvert fyrirr mig að flytja inn i söfnuð, þar sem svo mikið og gott starf hef- ur verið unnið. Þá hefur frú Sigríður Norðquist organisti stjómað hér góðum kirkju- kór, sem gott er að vinna með. Frúin bætti því við, að hún kynni aíar vel við sig í Bol- ungarvík og þar væri gott fyrir börnin þeirra tvö að al- ast upp, Ingi'björgu, sem nú er 5 ára og Björn Ólaf, sem er 3 ára. Frú Veronica tal- ar mjög góða isflenzku, en hún er frá Blackpool I Eng- iandi, en er pólsk í föðurætt- ina. Við spurðum sr. Gunnar, hvort hann hygðist taka upp nýjungar í sáfnað- arstarfi eða messuhaldi. Hann kvaðst ekki gera ráð fyrir því, a.m.k. ekki í bráð, enda væri kirkjusókn góð og jöfn. Messað er í Bolungar- vík á hverjum sunnudegi að vetri til, annan suinnudaginn er almenn guðsþjónusta, en hinn er fjölskylduguðsþjón- usta, þar sem börnin koma með foreldra sina í kirkjuna. „Það er mjög ánægjulegt að hafa góða kirkjusókn, það gerir sáningarstarf orðs- ins auðveldara og það er orð ið eitt, sem getur bjargað fólk inu i heiminum. En við meg- um ekki leggja allt upp úr kirkjusókn. Fólk leitar mik- ið til mín persónulega og við höfum helgisíund vikulega í sjúkraskýlinu og það er mjög ánægjulegt að geta orðið fólki að liði þannig á per- sónulegan hátt.“ En hvað firnnst ungum presti um prestskosningar? — ,Mér finnst tími til kom- inn, segir sr. Gunnar að reyna annað fyrirkomulag og er fylgjandi því, sem stungið er upp á í frumvarpi því, sem lagt var fram á Alþingi í fyrra. Gallinn við núverandi fyrirkomulag er sá, að það gefur mörgu fólki, sem kannski er ekki hið trú- rækna fólk í , söfnuðin- um, tækifæri til að beita sér fyrir frambjóðendum og skapa kosningaspennu, sem er frambjóðandanum oftast ekki að skapi. — Það erindi, sem presti er falið að flytja er hið mik- ilvægasta í Ufinu, markmiðið með prestsstarfinu er að leiða menn til trúar á Jesúm Krist. Eina ráðið til að ná árangri í því starfi er að lesa Guðs orð og biðja drottin að standa með sér í sáningar- starfinu. Fyrirkomulag kosn- inga er miklu minna atriði, sagði sr. Gunnar. Þar með lukum við samtal inu og kvöddum þau hjón, og hugsuðum um orð sr. Gunn- ars þegar við ókum úr Bol- ungarvík: „Það er áframhald andi háskóli að búa á stað eins og þessum, þar sem býr bráðduglegt, sístarf-andi og vel gefið fólk.“ — GHH. Volga '73 dökkgrænn að lit. Einkabíll. Ekinn 26 þús. km., til sölu og sýnis að Bjarkargötu 10. Geymsluhúsnœði Gott upphitað 115 ferm. geymsluhúsnæði á jarð- hæð í Austurborginni til leigu. Góð aðkeyrsla. Uppl. í síma 20416 eftir kl. 17.00. UTSALA 3 DAGAR ✓ EFTIR Seljum frd deginum í dug eitthvuð mugn of góðum 1/D (íkn _ skóm ú uðeins: l\l\i JJUi Einnig úrvul uf ferðuskóm og skóluskóm ú kr. 995.- 1,595,- og 1,750.- Skóverzlun Þórður Péturssonur Kirkjustræti 8, við Austurvöll — Sími 14181

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.