Morgunblaðið - 16.08.1973, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ — FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 1973
JBargimWaMt*
Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen,
Eyjólfur Konráð Jónsson,
Styrmir Gunnarsson.
Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson.
Fréttastjóri Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10-100.
Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22-4-80.
Áskriftargjlad 300,00 kr. á mánuði innanlands.
I lausasölu 18,00 kr. eintakið.
¥ málefnasamningi núver-
andi stjórnarflokka, sem
birtur var við valdatöku
stjórnarinnar um miðjan júlí
1971 voru gefin ákveðin fyr-
irheit um kjarabætur til
handa láglaunafólki. Þessi
fyrirheit voru m.a. fólgin í
styttingu vinnuviku og l,eng-
ingu orlofs. Auk þeirra
kjarabóta kvaðst vinstri
stjórnin mundu beita sér
fyrir því, að kaupmáttur
láglaunafólks yrði aukinn um
20% á tveimur árum.
Hinar miklu kjarabætur,
sem vinstri stjórnin taldi
þegar í upphafi stjórnarferils
síns, að unnt yrði að tryggja,
fólu að sjálfsögðu í sér mjög
jákvæðan dóm núverandi
stjórnarflokka um viðskilnað
fyrrverandi stjórnarflokka.
Auðvitað hafa þessi fyrir-
heit ekki verið gefin að óat-
huguðu máli, stjórnarflokk-
arnir hafa væntanlega kann-
að ástand þjóðarbúsins, þeg-
ar unnið var að gerð mál-
efnasamningsins og komizt
að þeirri niðurstöðu, að þeir
tækju við svo góðu búi úr
hendi Viðreisnarstjórnarinn-
ar, að svigrúm væri af þeim
sökum til svo mikilla kjara-
bóta.
Það er því ljóst, að það er
sök vinstri stjórnarinnar
sjálfrar, að því marki, sem
hún setti um kjarabætur hef-
ur ekki verið náð. Vinnuvik-
an hefur að vísu verið stytt
og orlof lengt, en stjórnin
hefur haldið þannig á mál-
um, að þrátt fyrir góðærið
mikla, sem nú ríkir, hefur
kaupmáttur vikukaupstaxta
verkafólks ekki aukizt nema
um 7%. Það er auðvitað
langt frá því marki, sem
vinstri stjórnin setti.
Þessi misheppnaða tilraun
vinstri stjórnarinnar til þess
að ná settu marki um kaup-
máttaraukningu vekur að
sjálfsögðu upp þá spurningu,
hvað valdi. Eins og að framan
greinir var það dómur stjórn-
arinnar sjálfrar, að hún
hefði tekið við svo góðu búi,
að verulegt svigrúm væri til
kjarabóta. Viðskilnaður Við-
reisnarstjórnarinnar getur
því ekki skýrt mistök ríkis-
stjórnarinnar í þessu efni.
Þá má spyrja, hvort aðstæð-
ur í efnahags- og atvinnumál-
um hafi verið svo erfiðar á
þeim tveimur árum, sem
stjórnin hefur setið, að þar
sé að finna skýringuna á
þessum mistökum. Allir vita,
að svo er ekki. Þvert á móti
hefur vinstri stjórnin átt því
láni að fagna, að í hennar
stjórnartíð hefur árferði ver-
ið einstaklega gott til sjáv-
ar og sveita. Verðlag á sjáv-
arafurðum hefur hækkað
ótrúlega ört eins og allir vita
og aflamagn slíkt, að mikil
fólksekla er í flestum ver-
stöðvum. Skýringin getur því
ekki verið önnur en sú, að
óðaverðbólgan, sem hefur
geysað í tíð vinstri stjórnar-
innar, hafi í raun étið upp
mestan hluta þess ávaxtar,
sem góðærið hefði átt að
færa okkur. Nær 19% verð-
bólga á sama tíma og hún er
að meðaltali um 8% í helztu
nágranna- og viðskiptalönd-
um hlýtur að segja til sín,
enda er hún nær tvöfalt meiri
en hún var að meðaltali á
stjórnarárum Viðreisnarinn-
ar og þótti núverandi stjórn-
arflokkum nóg um þá verð-
bólgu.
Verkalýðssamtökin í land-
inu hljóta að líta þá stað-
reynd mjög alvarlegum aug-
um, að ekki hefur tekizt að
auka kaupmátt launa lág-
launafólks nema um 7% á
tveggja ára tímabili við þær
einstaklega góðu aðstæður,
sem ríkt hafa á þessu tíma-
bili. Þess vegna hlýtur það
óhjákvæmilega að vera krafa
þeirra á hendur ríkisvaldinu,
að þannig verði á stjórn efna-
hagsmála haldið, að svo
alvarleg mistök verði ekki
gerð á nýjan leik.
Framundan eru nýir kjara-
samningar. Það var mat nú-
verandi ríkisstjórnar, að við
lok Viðreisnartímabilsins
hefði verið mikrð svigrúm til
kjarabóta. Þá var þjóðarbúið
að byrja að rétta við eftir
áföll áranna 1967—1969.
Erfitt er að trúa því, að
stjórnarflokkarnir telji að-
stæður verri nú að loknu
tveggja ára tímabili vinstri
stjórnar í því einstaka góð-
æri, sem ríkir.
Við íslendingar höfum
langa reynslu af því, að í
efnahags- og atvinnumálum
okkar skiptast á skin og
skúrir. Sjávaraflinn og verð-
lag sjávarafurða erlendis
skiptir sköpum í þeim efn-
um. Við þekkjum afleiðingar
áfallanna og þess vegna
skiptir höfuðmáli, að góðærið
nýtist sem bezt til þess að
bæta kjör almennings í land-
inu og þá ekki sízt þeirra,
sem lægst eru launaðir. Það
er með eindæmum lélegur
árangur, að ekki skuli hafa
tekizt að auka kaupmáttinn
nema um 7% á þessum tveim-
ur árum og náttúrlega alger
svik á þeim loforðum, sem
„stjórn hinna vinnandi stétta“
gaf í upphafi stjórnarferils
síns, þegar hún lofaði 20%
aukningu kaupmáttar. Verka-
fólk getur ekki unað svo lé-
legum árangri, þegar öll skil-
yrði eru til þess að kjörin
batni mjög verulega.
AÐEINS 7% - EKKI 20%
EFTA ekki
lagt niður
á næstunni
— segir Bengt Rabbeus,
framkvæmdastjóri þess
Elnar Benediktsson wndiherra, Þórhallur Ásjfeirsson ráðuneytisstjóri og Bengt Rabbeus
framkvæmdastjóri EFTA.
HÉRLENDIS dvelst nú Svi-
inn Bengt Rabbeus fram-
kvæmdastjóri Fríverzlunar-
samtaka Evrópu, EFTA, og
hefur hann rætt við islenzka
ráðamenn um íslenzk efna-
hagsmál ng málefni samtak-
anna. Rabbeus hefur verið
framkvæmdastjóri samtak-
anna í eitt og hálft ár, en
gegndi áður starfi aðstoðar-
framkvæmdastjóra. Þar áður
starfaði hann í sænsku utan-
ríkisþjónustunni og var m. a.
sendiherra Svía í Alsír á ár-
unum 1963—66.
Rabbeus hélt fund með
fréttamönnum í gær ásamt
Þórhalli Ásgeirssyni ráðuneyt
isstjóra í viðskiptaráðuneyt-
inu og Einari Benediktssyni
sendiherra íslands hjá EFTA.
Hann var m. a. spurður um
helztu framtíðarverkefni sam
takanna. Rabbeus sagði, að
aðstæður hefðu. breytzt í Evr-
ópu og væri staða samtakanna
önnur nú, eftir að England,
Danmörk og Irland væru
gengim i Efnahagsbandalag
Evrópu og öll hin meðlima-
ríki EFTA að Finnlandi und-
anskildu gert viðskiptasamn-
inga við bandalagið. Höfuð-
verkefni samtakanna yrði nú
samræming á útfærslu þeirra
samninga sem ríki EFTA hafa
gert hvert fyrir sig við EBE,
og lausn þeirra vandamála á
sameiginlegum grundvelli,
cem þeir samningar kunna
að hafa í för með sér.
EFTA ríkin hafi samræmt
stefnu gagnvart EBE áður
en þau gengu hvert um
sig til tvíhliða samninga við
bandalagið og yrði EFTA
áfram samræmingaraðili fyr-
ir ríkin gagnvart EBE. Um
samninga Islands við EBE
sagði Rabbeus, að þar sem
að formi til semdi hvert
EFTA riki fyrir sig við
bandalagið hefðu samtökin
ekki lagagrundvöll til að
grípa beinlínis inn í slíka
samningagerð eða beita sér
sem heild gegn EBE, en hins
vegar hefðu fyrirvarar þeir,
sem íslandi voru settir vegna
landhelgisrnálsins verið rædd
ir hjá EFTA.
Annað höfuðverkefni EFTA
taldi Rabbeus vera að við-
halda og annast framkvæmd
á því tollasamkomulagi, sem
fyrir er miHi EFTA-ríkj-
anna, enda væri sú totl-
frjálsa verzliun, sem komið
hefói verið á mjög mikilvæg
fyrir aðiMarrikin. Einnig
væri mikilvægt verkefná fyr-
ir EFTA, að vinna að afnámi
amnarra vi ðski pt at álmama en
tolla og hefðu EFTA-ríkin
gert með 9ér ýmsa samninga
tæknilegs eðlis um vöru-
staðla, — prófun og mat,
sem orðið hefðu öðrum til eft-
irbreytni.
öil þessí mál hafa verið til
umræðu í viðræðum Rabbeus
ar við íslenzka ráðherra og
embættismenn. Auk þess hef-
ur verið rastt um tolla á
nokkrum sjávarafurðum, sem
nú falla ekki undir samkomu-
lag Islands við EFTA, en
íslendiingar hafa farið fram
á að yrðu felldir niður í
EFTA-ríkjunum. Hér er um
að ræða nýjan fisk, saltfisk og
fHeiri ffekafurðir, en tollar á
þeim hafa verið óverutegir,
þótt ístendingar vi'lji af grund
vallarástæðum fá þá niður-
fellda. Þetta mál hefur verið í
athuigun hjá EFTA, en maett
andstöðu einstakra rikja og
var málið lít iiitega rætt við
Rabbeus, þóti ekki hafi verið
um beinar samminigaviðræður
að ræða.
Rabbeus lagði áherzlu á
hvern hag Norðurlöndin hefðu
haft af þátttöku í EFTA, þvi
innan þess hefði loks tekizt að
koma á tollfrjálsri verzlun
milli landanna. Hann var
spurðmr hve lengi hann héldi
að EFTA mundi verða starf-
amdii og svaraði hann því til,
að samtökin myndu örugg-
lega starfa til ársins 1977,
þegar samningar ríkja samtak
aruna við Efnahagsbandlag
Evrópu verða að fullu komnir
til framkvæmda. Um það sem
síðar kynni að gerast vildi
hann engu spá, það byggðist
mjöig á því, hver yrði þróun
mála i Evrópu, þótt hann teldi
persónutega að samtökin
mundu ekki leysaist upp í ná-
inni framitíð 1. júlí 1977
yrðu 350 milljónir manina á
einu fríverzliunarsvæði í Evr-
ópu ag kvað Rabbeus ekki
ástæðu til að óttast, að »ú
heild girti siig toUmúrum.