Morgunblaðið - 30.08.1973, Blaðsíða 16
10 MORGÖISrBLAÐIÐ — FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 1973
JMragmtKrfa&ifc
Cltgefandi hf. Árvakur, Reykjavík,
Framkvasmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen,
Eyjólfur Konráð Jónsson,
Styrmir Gunnarsson.
Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson,
Fréttastjóri Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10-100.
Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22-4-80.
Askriftargjlad 300,00 kr. á mánuði innanlands.
1 lausasölu 18,00 kr. eintakið.
AT ú þegar senn er ár liðið
frá útfaerslu fiskveiðitak-
markanna, verðum við að
horfast í augu við þá ömur-
legu staðreynd, að þau mark-
mið, sem að var stefnt, hafa
ekki náðst. Tilgangurinn með
útfærslunni var tvíþættur,
annars vegar að auka friðun-
arráðstafanir og hins vegar
að auka hlutdeild okkar í
heildaraflanum á íslandsmið-
um.
Um fyrra atriðið er það að
segja, að gegndarlaus rán-
yrkja er stunduð bæði af
hálfu Breta og Þjóðverja.
Þeir veiða nú eftirlitslaust á
miðunum og eiga ekki á
hættu að varðskipin athugi
veiðarfærin. Sannanir liggja
fyrir um það, að þeir hafi
klætt vörpur sínar og drepið
allt kvikt. Og heilu og hálfu
skipsfarmarnir, sem landað
er erlendis úr brezkum tog-
urum, er smáfiskur. Líklega
hefur rányrkjan því aldrei
verið meiri en einmitt nú.
Um afla togaranna er það
að segja, að afli íslenzku tog-
aranna hefur rýrnað miklu
meir en hinna brezku. Fyrstu
8 mánuðina eftir útfærsluna,
þ.e.a.s. frá 1. september 1972
til 30. apríl 1973 nam afli ís-
lenzku togaranna 26.600
tonnum, en á sama tímabili
ári áður var hann 40.000 tonn
og hafði því minnkað um
réttan þriðjung.
Á tímabilinu 1. september
1972 til 30. apríl 1973 fisk-
uðu brezku togararnir 101.
500 tonn. En á sama tímabili
árið áður 113.700 tonn og
hafði afli þeirra því minnk-
að um tæp 12%. Hlutdeild Is-
lendinga í togaraaflanum var
því minni eftir útfærsluna en
áður. Þess er rétt að gæta,
að togaraverkfall var hér á
þessu tímabili, en hins vegar
bættust við tveir nýir togar-
ar, Ögri og Vigri.
Ef litið er á heildaraflann
á sama tímabili og að fram-
an greinir, þá var bolfisk-
afli íslendinga 1. september
1972 til 30. apríl 1973, 244.
000 tonn, en á sama tímabili
árið áður 264.000 tonn. Afla-
rýrnunin var því tæp 10%
eða örlítið minni en aflarým-
un Breta. En þá er þess að
gæta, að tveir stórir togarar
höfðu bætzt í flotann, 5 litl-
ir skuttogarar og margir
bátar. Niðurstaðan er því sú,
því miður, að Bretum virð-
ist hafa tekizt að halda fylli-
lega þeim hlut, sem þeir
höfðu í heildaraflanum.
Þegar togveiðarnar eru
skoðaðar sérstaklega kemur í
ljós, að afli íslenzku togar-
anna hefur farið sífellt
versnandi. Þannig var með-
alveiði á togtíma íslenzku
síðutogaranna árið 1971 998
kg árið 1972 871 kg og árið
1973, þ.e.a.s. frá áramótum
til júlíloka, 827 kg á hvern
togtíma. Aflarýrnunin á
þessu tímabili er því um
17%.
Fregnir hafa einnig af því
borizt, að hagur brezku tog-
aranna, sem sækja á íslands-
mið, sé mjög góður, enda er
verð aflans gífurlega hátt,
að nokkru leyti vegna þess,
að íslenzku togurunum er
meinað að landa í brezkum
höfnum.
Flestir trúðu því áreiðan-
lega, og þ. á m. Morgunblað-
ið, að Bretum mundi reynast
erfitt að fiska undir her-
skipavemd og brátt gefast
upp á þeim veiðum. Því mið-
ur hefur raunin ekki orðið sú,
og það er engum til góðs að
reyna að blekkja sjálfan sig.
Við verðum að horfast í augu
við staðreyndirnar.
Sumir reyna að vísu að
hugga sig með því, að ekkert
sé að marka það, sem segir í
skýrslum um veiðar Breta.
Það er einnig haldlaust, því
að þeir yrðu bæði að falsa
veiðiskýrslur og markaðs-
skýrslur, ef svo ætti að vera.
En einmitt vegna markaðs-
kerfisins, þar sem fiskurinn
er boðinn upp, liggja fyrir
ömggar upplýsingar um afla-
magnið, og raunar líka sölu-
verðið, sem hefur verið svo
gífurlega hátt, að fyrir einum
mánuði seldi togarinn For-
ester rúm 150 tonn fyrir
hvorki meira né minna en 8
milljónir króna.
Þessar staðreyndir skyggja
því miður mjög á gleðina nú
þegar við minnumst árs af-
mælis útfærslu landhelginn-
ar.
ÞVÍ MIÐUR MISTEKIZT
8 dauðasyndir
KONRAD Lorenz hefur ný-
leg-a sent á niarkaðinn bók
um þau vandamá) nútimans,
sem ógna mest framtíð mann
kynsins. Bókin ber heitið „8
dauðasyndir siðmenningarinn-
ar“, 112 bls., Pieper Verlag
Múnchen. Þessar 8 dauðasynd
ir eru „syndir mannkynsins
gegn sjálfu sér og náttúr-
unni“, sem hann telur að
mtmi gera jörðina óbyggilega
og jafnvel tortíma mannkyn-
inu.
Konrad Lorenz er löngu
heimskunnur visindamaður
og rithöfundur. Hann er dýra
fraeðingur að mennt og helzti
frumherji atferlisfræðinnar.
Hann er nú prófessor við
Max Plank stofnunina í Vest-
ur-Þýzkalandi.
Hann hefur samið nokkrar
bækur við hæfi leikmanna um
heim dýranna, sem leiftra af
iífsþrótti og frásagnargleði.
Senniiega eru þekktastar bók
hans um hundinn og „Ággress
ion, das sogenannte Böse“,
sem fjallar um árásarhneigð-
ina.
„Árásarhneigð" er raunar
mjög viUamdi þýðing á al-
þjóðaorðinu aggression. Aggr-
ession felur í sér framsækni,
sem getur beinzt inn á ýmsar
brautir, þ. á m. gegn öðrum
einstaklingum. Lorenz sýnir
fram á, að árásarhneigðin er
meðfæddur eiginleiki manns-
ins og gegnir á margan hátt
jákvæðu hlutverki.
Lorenz játar fúslega, að hin
nýútgefna bók hans sé ekki
vísindalega unnin. Hann
kveðst fylgja þeirri reglu, sem
mæiir svo um, að vísinda-
menn skuli aðeins skrifa og
segja það sem þeir eru hand
vissir um og geti lagt fram
vlsindalega, með einni und-
antekningu: þegar vara þarf
við aðsteðjandi háska.
„Þessi bók heyrir til und-
antekningunni," segir hann í
samtali við Newsweek 6.
ágúst. Hann gefur þar ör-
stutta skýringu á dauðasynd
unum átta. Hér á eftir fylg-
ir þessi grein þýdd og end-
ursögð.
Offjölgun. „Þegar allt er
saman dregið, verður ljóst að
offjölgun mannkynsins er
grundvallarmeinsemdin". Lor-
enz uggir ekki sérlega um
fæðuöflunina, heldur hitt, að
lifsrýmið (Lebensraum) þverr
stöðugt.
Atferlisfræðingar hafa upp-
götvað hvemig náttúrlegar
umgengnisvenjur og siðaregl
ur dýranna lenda i handaskol
um ef þröngt er búið. Árás-
arhneigð þeirra keyrir úr
hófi og ófremdarástand mynd
ast.
Svipuðu máli virðist gegna
um mannskepnuna og má til
þess rekja að nokkru leyti
andfélagslega hegðun í stór-
borgum.
Andfélagsleg hegðun er nú
þegar gífurlegt vandamál i
mörgum löndum, en Lorenz
telur að offjölgunin muni
leiða til neyðarástands.
Mengain. „Okkur stafar svo
augljós hætta af menguninni
að valdhafamir verða að láta
til skarar skríða sem allra
fyrst.
Innst inni held ég, að nú
náligist sú stund, að mann-
fólkið sjái svart á hvítu, að
það hefur brennt allar brýr
að baki sér.“
Hömlulaus hagvöxtur. Lor-
enz álítur að þau iðnríki, sem
aðhyllast taumlausan hag-
vöxt, horfi visvitandi fram-
hjá afleiðingum þessarar
stefnu. Hann kveður algert
hrun fyrirsjáanlegt ef ekkí
verði söðlað um.
Hann svárar stuttur i
spuna hinni sígildu viðbáru,
að slökun á hagvextinum
leiði til atvinnuleysis: „Það
verður atvinnuleysi hvort
sem er, sannaðu til.“
Sljóleiki andans. Hin vel
heppnaða barátta tæknivís-
indanna og iyfjafræðinnar
fyrir veröld án sársauka,
erfiðis og fyrirhafnar hefur
slævt tilfinningar okkar og
skynjun i svo rikum mæli,
að hæfileikinn til innilegrar
gleði, hreystilegs átaks og
sannrar hrifningar er allur í
molum.
„Björtustu stundir lifsins
eiga sér oftast forsögu barn-
ings og þrauta,“ segir Lor-
enz.
Konrad Ixrenz.
Baldur Hermannsson — Fólk og vísindi
Siðferðileg ringulreið. Lor-
enz varar við sivaxandi virð-
ingarleysi fyrir grónum hátt
um og menningarlegum verð
mætum.
Losaraleg fjölskyldutengsl
er eitt af óheUlavænlegustu
fyrirbrigðum nútima þjóðfé-
iags. Þetta bitnar harðast á
ungviðinu, sem fyrir vikið get
ur ekki lengur dregið dám af
fjölskyldu sinni og átt þar
traustan, siðferðilegan bak-
hjarl.
„Það er háskaleg firra, að
varpa fyrir róða grónum sið-
venjum, þótt nytsemd þeirra
liggi ekki í augum uppi.
Iðulega verður hið eiginlega
hlutverk siðvenjunnar í þjóð-
félaginu þá fyrst ljóst, þegar
búið er að afnema hana, en
þá er það Iika um seinan."
Úrkynjun. Lorenz víkur að
þeirri gamalkunnu staðreynd,
að þeir æxlast örast sem sízt
skyldi. Hann bendir á, að
þetta leiði smám saman til
úrkynjunar mannfólksins.
Hann telur að sú forheimsk
un sálarinnar sem einkennir
hiina hortugu hjörð byltingar-
sinnaðra ungmenna, eigi sér
meðal annars erfðafræðilegar
forsendur.
Áróður. Lorenz ber saman
þá stjórn mannshugans á
Vesturlöndum, sem gerist fyr
ir tilstilli augiýsinga, skoð-
anakannana og fjölmiðla, við
samsvarandi aðfarir í komm-
úni'stalöndunum. Niðurstaða
hans er sú, að bæði kerfin
fljóti að sama feigðarósi:
frumkvæðið er sogið úr ein-
staklingnum og honum breytt
í þægt, stýrilátt tannhjól í
félagsvélinni.
„Viðgangur nasistanna á
sinum tíma var talandi tákn
um að unga fólkið vildi láta
skipa sér fyrir verkum. Þess
ir nytsömu sakleysingjar,
sem nú skríða í einfeldni að
íljum hlnnar marxísku
kreddu, eru nákvæmlega
sama manngerð og sú, sem
féH í móðurætt fyrir nasism-
anum.“
Kjarnavopn. Lorenz telur
kjarnavopnin svörtustu synd
mannkynsins, en jafraframt
þá, sem hsagast megi varast.
Hann kveðst frekar bjartsýnn
á að þetta vandamál verði
bráðlega leyst á skynsamleg-
an hátt.
Margra úrlauisna er völ, en
hann minnir á að i raun réttri
er málið harla einfalt: „Allt
sem þarf, er að stöðva fram-
leiðslu kjarnavopnanna og
forðast að beita þeim.
En sakir hinnar voðalegu
heimsku mannfólksins mun
hvort tveggja svo sem reyn-
ast nógU örðugt viðfangs.“
Þessi bjartsýnisvottur nær
ekki tii hinna dauðasyndanna,
en Lorenz áréttar að bók hans
sé engin dómsdagsprédikun.
„Ég myndi ekki hreyfa
þessum málum, ef ég héldi
að orrustan væri töpuð. Þá
myndi ég heldur skrifa um
gæsirnar mínar og láta mann
skepnuna afskiptalausa."