Morgunblaðið - 30.08.1973, Side 21

Morgunblaðið - 30.08.1973, Side 21
MORGUNEBLAÐIÐ — FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 1973 21 Mckormik kryddkynning í dag k\. 2-6 Dröfn Farestveit kynnir. Verið velkomin. Úrvalið er meira en yður grunar. MATARDEILDIN AÐALSTRÆTI 9 Til leigu er stórt og vandað einbýlishús ásamt bílskúr í Garðahreppi. Leigutími eru 8 mánuðir. Tilboð sendist afgr. Mbl., merkt: „Fyrirframgreiðsla - 4532". Klæbaskápar Eigum nú aftur hina vinsælu klæðaskápa í einstaklingsherbergi. Efni: eik, teak, álmur. Hæð: 1,70 cm. Breidd: 1,10 cm. Dýpt: 60 cm. Vinsamlegast endur- nýið eldri pantanir. Húsgagnaverzlun Axels Eyjólfssonar hf., Skipholti 7, Símar 10117 - 18742. Auóveld stjórn Sunbeam eykur öryggi í umferó ÞAÐ ER LEIKANDI LETT AÐ STJÓRNA SUNBEAM Rofar 8 helztu tækja, sem þér notið meðan á akstri stendur, eru í aðeins 14 cm fjarlægð frá hönd yðar á stýrinu. Ekkert fálm eftir fjarlægum tökkum. Þér hafið þá við höndina í Sunbeam. Augun getið þér því haft á umferðinni. Það eykur öryggið. Sunbeam. Örugg og kraftmikil fjölskyldubifreið. Bjóðum góða greiðsluskilmála. Sunbeam Allt á sama stað Laugavegi 118 - Simi 22240 EGILL, VILHJALMSSON HE MWBÆJAR- mmmm MCKORMIC LEMON PEPPER KOMIN AFTUR. MAT ARDEILDIN AÐALSTRÆTI 9 HVÍTLAUKURINN KOMINN AFTUR. MAT ARDEILDIN ADALSTRÆTI 9 MHffiÆJMt- MHRKAÐURIl NU FAUM VIÐ LUÐU, OG SILUNG«» Góðfiski getum við kallað allan ís- lenzkan fisk, sé hann veiddur á réttum tíma, vel verkaður og fersk- ur, eða rétt geymdur. Vissar fisktegundir þykja þó flest- um öðrum betri. Með þeim viljum við smjör, því þegar reynir á bragð- gæðin, er það smjörið sem gildir. Draumurinn um soðinn lax með bræddu smjöri ögrar pyngju okkar á hverju sumri, því hvað er annað eins lostæti og nýr lax með íslenzku smjöri? Matgleðin nýtur sín einnig þegar soðinn eða steiktur silungur er á borðum. Og enn er það smjörið sem gildir. Til að steikja silung dugar heldur ekkert nema íslenzkt smjör og séu silungur eða rauð- spretta grilluð, er fiskurinn fyrst smurður vel með íslenzku smjöri og síðan grillaður heill í örfáar mínútur á hvora hlið. Soðin lúða er herramannsmatur. Sjálfsagt er að sjóða fiskinn í eins litlu vatni og hægt er, ef ekki er löguð súpa. Svolítið hvítvín útí vatnið, eða í stað vatns, spillir ekki. Sumir örlátir matmenn segja að fiskar hafi synt nógu lengi í vatni og séu þeir settfr í pott, eigi að vera vín í honum, en ekki vatn. En ís- lenzkt smjör má ekki gleyma að bera með, það væri synd. Gott er líka að steikja þýkkan lúðubita í ofni. Við smyrjum bitann vel með smjöri og pökkum inn í álpappír, en setjum ekkert vatn við. Nú er lúðu-, lax- og silungstíminn og smjörið er á góðu verði. Notfærum okkur gæði lands og sjávar. Annar eins herramannsmat- ur og þessi býðst ekki víða annars staðar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.