Morgunblaðið - 06.09.1973, Qupperneq 17
MORGLTNBLAÐIÐ — FIMMTUÐAGU’R 6. SEPTEMBER 1973
17
Vika á Vestfjördum:
Margt aðkomufólk,
en lítið húsnæði
Rætt við Gunnar Pálsson, sveitarstjóra á Suður-
eyri og Þorbjörn Gissurarson í frystihúsinu
Suðure.yTÍ við Súgandafjörð
mun nú stærsta kauptún í
Vestur-ísafjarðarsýslu, en þar
bjugfgu 1. des. sl. 518 manns.
Af þessum íbúafjölda eru börn
undir sex ára aldri 91 talsins,
en börn 7-14 ára eru 84. Þess
ar uppl. kuniu m. a. fram í
samtali sem i>lm. Mbi. átti
við Gunnar Pálsson sveitar-
stjóra á Suðureyri nýlegra.
Gunnar sagði, að til jafnaðar
væru 40-50 manns annars stað
ar að af landinu í vinnu á
Suðureyri og færi sú tala að
vetrinum í um 100 manns.
Kvað hann það bagalegt fyrir
hreppinn, að þetta fólk skyldi
ekki setjast þar að og greiða
sin gjöld til hreppsins, sem
veitir því þjónustu jafnt sem
öðrum.
— Við höfum undanfarin
ár orðið að byggja mikið á
aðkomufólki við fiskvinnsluna
hér á Suðureyri, en húsnæðis
. vandræðin hér eru mjög mikil
og standa okkur fyrir þrifum.
Aðkomufólki er hoiað niður
út um allt i þorpinu, hvar
sem smuga finnst.
27 HEILSUSPILLANDI
IbCðir.
Hér hefur verið það langt
hlé á ibúðabyggingum, að
þetta veldur okkur miklum
vandræðum nú. Húsnæði hér
er yfirleitt orðið gamalt og
margt af því illa farið. Sam-
kvæmt ósk Húsnæðismálastofn
unarinnar var gerð könnun
á þvi hve mikið húsnæði hér
væri talið heilsuspillandi og
kom í ljós að 27 íbúðir eða
um þriðjungur alls ibúðarhús
næðis hér, er i þannig ástandi.
Ætlazt er til, að þessu hús-
næði verði útrýmt og á sveit
arfélagið að bera helming
kostnaðar við það, en ríkið
hinn helminginn. Þetta yrði
þvi mjög dýrt fyrir okkar
sveitarfélag og er okkur raun
ar ofviðe.
BLOKK I BYGGINGU.
Nú eru 5 einbýlishús i
byggingu i þorpinu og auk
þeirra er hreppurinn nú að
fara út i byggingu 12 ibúða
biokkar, og er fyrirhugað að
ljúka við botnplötuna I haust.
Við höfum sótt um að fá að
byggja 25 íbúðir í leiguhús-
næði i samræmi við lög um
það efni frá síðasta þingi og
höfum hugsað okkur að
byggja þær í tveimur blokk-
um til viðbótar þeirri sem nú
er í byggingu. En það háir
okkur mikið hér í sambandi
við byggingar, að erfitt er að
fá faglært vinnuafl til starfa.
Iðnaðarmenin fást aðeins að
sunnan, ef geysihá laun eru í
boði og ferðir og uppihald
trttt.
NYR BRIMBRJÓTUR.
— Hverjir eru aðrar helztu
framkvæmdir á vegum hrepps
ins?
— Verið er að vinna að
hafskipabryggj una og byggja
nýjan grjótgarð framan við
hana. Þessu verki á að ljúka
i haust og er gert ráð fyrir
að það kosti um 7 milljónir
króna, sem ríkið greiðir að
þrem fjórðu hlutum. Öll fjár-
hagsáætlun hreppsins hljóðar
upp á 14 milljónir króna.
Hér er fyrir gamall brim-
brjótur, sem nú er farinn að
láta mikið á sjá og við höfum
lengi barizt fyrir að í þessar
framkvæmdir yrði ráðizt.
Hafnarmálin hjá okkur hafa
verið óviðunandi, héðan eru
gerðir út 5 stórir bátar og 15
smábátar og aðstaða er ekki
fyrir hendi fyrir þá alla, þeg
ar þeir eru inni og þarf að
ráða þar bót á.
ÖNNUR VERKEFNI.
Við byrjuðum í fyrra á því
að skipta um dreifiikerfi fyrir
Gunnar Páisson sveitarstjóri á Suðureyri.
Úr vinnslusal Fiskiðjunnar Freyju.
iWHi
'
Þorbjöi-n Gissurarson hjá Fiskiðjunni Freyju.
'i
vatn og skolp og eru götumar
hjá okkur núna tilbúnar und
ir varanlegt slitlag, sem vænt
anlega kemur næsta sumar.
Við viljum helzt að lagt verði
á attt þorpið, en alla vega
800 metra frá brimbrjötnum
og inn fyrir kauptúnið.
Lengi hefur verið fyrirhug-
að að byrja á stækkun bama
skólans og byggja stofur fyrir
verklega kennslu, handiavinnu
og eðlisfræðistofur. íþrótta-
aðstaða hefur engin verið í
þorpinu en nú er verið að
vinna í uppfyllingu fyrir
iþróttavöll, sem við vonum
að verði tilbúinn í ágúst.
Þá er hreppurinn að byggja
stórt áhaldahús fyrir tæki
hreppsins, brunabíl og snjó-
bíl. Við höfum haft hér snjó-
bíl til öryggis i samgöngu-
leysinu að vetrinum, þvi hér
er mikið snjóavíti. Hann hef-
ur verið notaður til sjúkra-
flut.ninga en einnig hafa verið
farnar fastar ferðir á honum
á flugvöUinn við Isafjörð tvisv
ar i viku. Landleiðin er vana-
lega lokuð hingað að öðru
leyti 4-5 mánuði á ári og gef
ur auga leið, hve bagalegt
það er fyrir íbúana. Við fáum
því allar okkar nauðsynjar
með skipum og erum ekki of
ánægð hér með þjónustu
Skipaútgerðar rík'sins því
ferðir eru strjálar og vöru-
skortur hefur orðið.
FISKIÐ.IAN FREYIA.
Síðast liðið haust tók til
starfa á Suðureyri nýtt frysti
hús Fiskiðjunnar Freyju. Hús
ið er nýtt og hið glæsilegasta
í öllu tilli'ti, þar eru rúm-
góðar vistarverur fyrir starfs
fólk, stór matsalur og húsið
allt byggt samkvæmt ýtrustu
hreinlætiiskröfum. Fram-
kvæmdastjórar fyrirtækis-
ins eru Páll Friðbjöms-
son og Þorbjöm Gissurarson.
Þorbjörn er húsasmíðameist-
ari og sá um byggingu nýja
frystihússins áður en hann tók
að sér að stjórna því.
Þorbjöm sagði blaðamanni,
að eigendur frystihússins
væru flestir einstaklingar, en
emnig hefði hreppurinn og
kaupfélagið lagt fram hlutafé.
í nýja hús'.nu fer næstum öll
starfsemd frystihússins fram,
en i eldri áfastri byggingu er
grófari vinnsla, heilfrysting
og saltfiskverkun. Á efri hæð
eldra hússins eru f jórar starfs
mannaíbúðir, sem ætlaðar eru
fyrir aðkomufólk, og kvað Þor
björn vera mikl-a nauðsyn á
að hafa slika aðstöðu fyrir
utanbæjarfólk.
í frystihúsinu vinna um 120
manns og auk þess rekur
Fiskiðjan fjóra stóra báta. Hjá
Fiskiðjunni leggja fleiri bát-
ar upp. I sumar hefur frysti-
húsið einnig tekið fsk af
öðrum aðlum, m. a. af hin-
um nýju skuttogurum Súð-
víkinga og Isfirðinga. Sam-
hliða frystihúsnu rekur
Freyja beinavinnslu og vél-
smiðju. I fyrra var frystihús-
ið í u. þ. b. 12. sæti að fram
leiðslumagni yfir landið og
framleiddi þá 5400 tonn af
freðfiski að verðmæti 115 millj
ónir króna.