Morgunblaðið - 22.09.1973, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ — LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 1973
1974 árgerðin
frá Volvo og Saab
Eins og áður leggja sænsku
bnaframleiðendurnir megin
áherzlu á sterka bfla og trausta.
öryggisbúnaður bílanna frá
Saab og Volvo er einhver sá
bezti sem völ er á. Hvorugur
þessara framleiðenda hefur
gert miklar áberandi breyt-
ingar, en ýmislegt hefur þó
verið bætt ogstyrkt.
Volvo höggdeyfarnir hafa
enn verið styrktir og eiga nú að
þola árekstur á allt að 5
km/klst. hraða án þess að bíll-
inn skemmist. Ökumannssætið
er nú með hitara, eins og fram
kom hjá Saab i fyrra. Upp-
hitunin er tengd hitastillí,
þannig að, þegar sætið er
kaldara en 14 gráður fer hita-
kerfið af stað og hitar upp í 26
gráður. Upphitunin frá 0 til 26
gráður tekur um 3 minútur.
Benzíngeymirinn hefur verið
fluttur framar og er komið
fyrir undir gólfplötunni.
Þannig er minni hætta á, að
geymirinn skaddist við aftan-
ákeyrslu. Rúmmál geymisins
hefur verið aukið um tvo lítra, í
60 lítra.
1 mælaborði er auk venju-
legra viðvörunarljósa, Ijós, sem
kviknar ef bilun verður á stöðu-
Ijósum, aðalljósum og bremsu-
eða bakkljósum. Stýrisstöngin
er einnig endurbætt og enn
öruggari en áður. Volvo 144 de
luxe er eins og áður með 90
hestafla (SAE) standard-vél,
en fáanlegur tveggja blönd-
unga, 118 hestöfl (SAE) . Þá er
Volvo 142 Grand Luxe með 135
hestafla (SAE) vél.
Volvo 144 de luxe kostar
rúml. kr. 700 þúsund. Umboðið
EFSTA MVNDIN: Saab 99 EMS, sem er
sérgerð af Saab 99, hefur tveggja lítra vél
með rafstýrðri innspýtingu. Krafturinn er
110 hestöfl (DIN). TEIKNINGIN: Þver-
hefur Veltir hf, Suðurlands-
braut 16.
1974 gerðirnar af Saab 99L
hafa hina sænsku 2-lítra vél,
sem með blöndungi er 95 hest-
öfl (DIN). En með rafmagns
bensín-innspýtingu er hún 110
hestöfl (DIN). Bíllinn er fáan-
legur bæði tveggja og fjögurra
dyra. Hnakkapúðar eru inn-
byggðir í bök framsætanna.
Stýrishjólið er nýtt og mjúkt.
Þægilegt er að halda um það og
miðja stýrishjólsins tekur sér-
lega mjúklega við höggi. Mæla-
borðið er þannig hannað, að
endurskin út frá því er í lág-
marki. Öllum stjórntækjum er
þannig fyrir komið, að
ökumaður nær auðveldlega til
þeirra þó að hann sé með ör-
yggisbeltin spennt. höggdeyf-
arnir bera nafn sitt með réttu
og taka við höggi allt að 8
km/klst. hraða án þess að
skemmdir verði. Þessir högg-
deyfar eru upphaflega hannað-
ir til að koma I veg fyrir smá-
skemmdir við að leggja bíln-
um.
Framsætin eru ný og þrýsta
betur að líkamanum en áður.
Hita- og loftræstikerfið er
einnig nýtt og býður upp á
meiri loftstraum á hliðar- og
afturglugga til að minnka
móðumyndun.
Saab 99 kostar 2ja dyra L
gerðin, kr. 703 þúsund tilbúinn
á götuna. Haldið er áfram fram-
leiðslu á minni gerð Saabbil-
anna, Saab 96 eins og áður og
kosta þeir nú rúml. kr. 550 þús-
und.
Saab-umboðið hefur Sveinn
Björnsson og Co, Skeifunni 11.
skurður af helzlu hreytingunum á 140
gerðunum hjá Volvo. NEÐSTA MYNDIN:
Volvo 140. Litlar sýnilegar breytingar að
innan.
FJORÐA STARFSAR KOR-
SKÓLA PÓLYFÓNKÓRSINS
Kórskóli Pólýfónkórsins byrjar
fjórða starfsár sitt um næstu
mánaðamót. A fimmta hundrað
nemendur hafa stundað nám í
kórskólanum, siðan hann hóf
göngu sína fyrir þremur árum.
Margir af fyrri nemendum kór-
skólans syngja nú i Pólyfón-
kórnum og taka virkan þátt f
starfi hans.
Segja má, að kórskólinn hafi
bætt úr brýnni þörf, því að
almenningur á lítinn kost á söng-
eða tónlistarkennslu, nema þá
dýrrar einkakennslu. Fjölda fólks
iangar til að syngja og iðka tónlist
en hefur fá tækifæri til þess eða
kemur sér ekki að því sökum
óframfærni, jafnvel þótt það sé
gætt góðum hæfileikum. Þessu
fólki veitir kórskólinn gott tæki-
færi til að reyna getu sína og
leggja grundvöll að söngnámi og
hollri tónlistariðkun. Rétt beiting
raddarinnar er öllum mikilsverð,
bæði f tali og söng. Kennslan fer
fram í smáhópum, og eru engar
kröfur gerðar til fyrirfram
kunnáttu. Hins vegar verður
starfræktur framhaldsflokkur
fyrir þá, sem stundað hafa nám I
kórskólanum áður eða hafa
nokkra reynslu og kunnáttu fyrir.
Meðal kennara kórskólans eru
Rut Magnússon, Einar Sturluson,
Lena Rist og Ingólfur Guðbrands-
son, söngstjóri Pólýfónkórsins.
Kennsla fer fram í Vogaskóla á
mánudagskvöldum, og verður
kennt 2 stundir í senn, raddbeit-
ing, söngur, heyrnarþjálfun, tón-
heyrn og taktæfingar og nótna-
lestur. Námskeið það, sem nú
hefst, stendur til jóla, og hafa
margir þegar látið innrita sig.
Starfsemi Pólýfónkórsins er
einnig að hefjast, og er f ráði að
taka eitt af stórverkum J.S. Bachs
til flutnings í vetur með kórnum,
hljómsveit og einsöngvurum.
Allir, sem hafa hug á að taka þátt
f starfsemi kórsins í vetur, eru
beðnir að hafa samband við stjórn
kórsins eða söngstjóra hið allra
fyrsta.
Eins og kunnugt er, fór Pólý-
fónkórinn i mikla söngför til Sví-
þjóðar og Danmerkur í sumar,
þar sem hann hélt opinbera tón-
leika og hlaut mikið lof þekktra
gagnrýnenda í stærstu dagblöðum
Norðurlanda. 1 þeirri för var
fyrsta hljómplata kórsins hljóðrit-
uð, hjá sænska útvarpinu í Stokk-
hólmi. Á henni kemur út úrval
þeirrar efnisskrár, sem flutt var f
söngförinni, bæði íslenzk og
erlend tónlist, og kemur hún á
markað hjá hinu þekkta hljóm-
plötufyrirtæki R.C.A. bæði hér
heima og erlendis í næsta mánuði.
Munu hinir mörgu aðdáendur
kórsins hugsa gott til að fá þetta
sýnishorn af söng kórsins til jóla-
gjafa.