Morgunblaðið - 22.09.1973, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ — LAUGARDAGUR 22: SEPTEMBER 1973
Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen,
Eyjólfur Konráð Jónsson,
Styrmir Gunnarssoo.
Ritstjórnarfulltrúi Þorbjöm Guðmundsson.
Fréttastjóri Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10-100.
Auglýsingar Aðaistræti 6, sími 22-4-80.
Áskriftargjald 360,00 kr. á mánuði innanlands.
I lausasölu 22,00 kr. eintakið.
Fins og greint hefur verið
frá hér í blaðinu, gerðist
það á ríkisstjórnarfundi sl.
þriðjudag, að ráðherrar Al-
þýðubandalagsins kröfðust
þess, að sérstakir eftirlits-
menn yrðu sendir með Ein-
ari Ágústssyni, utanríkisráð-
herra, á Allsherjarþing Sam-
einuðu þjóðanna í New York.
Tillaga þeirra Magnúsar
Kjartanssonar og Lúðvíks
Jósepssonar var á þá leið, að
tveir ráðherrar yrðu sendir
með utanríkisráðherranum.
Fram að þessu hefur utan-
ríkisráðherra að sjálfsögðu
sótt þingið einn ráðherr-
anna.
I»að vakti athygli, að hvorki
forsætisráðherra né utanrík-
isráðherra kom í veg fyrir,
að tillaga þessi væri sam-
þykkt á ríkisstjórnarfundi,
heldur var það Bjöm Jóns-
son, ráðherra frjálslyndra og
vinstri manna, sem barði í
borðið og sagði, að slíkt kæmi
alls ekki til mála.
Kommúnistar hafa að und-
anförnu stöðugt verið að
færa sig upp á skaftið í yf-
irgangi sínum gagnvart for-
sætisráðherranum og utan-
ríkisráðherranum. Þeim hef-
ur venjulega tekizt að koma
sínu fram og niðurlægja sam-
ráðherra sína. Ljóst er, að
nú hafa þeir talið, að þeir
væru búnir að koma ár sinni
svo vel fyrir borð, að for-
sætisráðherra og utanríkis-
ráðherra mundu beygja sig
fyrir þessari síðustu kröfu,
eins og líka kom á daginn.
Hins vegar áttuðu kommún-
istar sig ekki á því, að Björn
Jónsson mundi sjá, hvert
þeir stefndu. En Björn var
um langt skeið samflokks-
maður þeirra Magnúsar
Kjartanssonar og Lúðvíks
Jósepssonar og þekkir klæki
þeirra allra manna bezt. Þeir
reyndu heldur ekki svo lítið
til að eyðileggja Björn og
raunar líka Hannibal Valdi-
marsson, þegar þeir störfuðu
með kommúnistum.
Tilgangur Magnúsar og
Lúðvíks var tvíþættur, ann-
ars vegar að niðurlægja ut-
anríkisráðherra og Fram-
sóknarflokkinn, en hins veg-
ar að „passa“ utanríkisráð-
herrann, þannig að hann
„talaði ekki af sér“, hvorki í
ræðustól né einkaviðræðum
við þá ráðamenn, sem hann
kynni að hitta að máli. Ut-
anríkisráðherra fær yfirleitt
aldrei að taia einslega við út-
lenda ráðamenn, honum við
hlið situr annað hvort Lúð-
vík Jósepsson eða Magnús
Kjartansson, og svo er
menntamálaráðherrann hafð-
ur eins og nokkurs konar
punt með. Þannig vasr það auð
vitað beinlínis hjákátlegt, að
ráðherramir þrír skyldu
fara til Þýzkalands . vegna
samningaumleitana í land-
helgismálinu, enda afrekaði
ríkisstjórnin þá að gera land-
ið stjórnlaust í bókstaflegum
skilningi, því að enginn ráð-
herra var nærri stjórnarráð-
inu, 5 voru erlendis og 2 aust-
ur á landi.
Vissulega ber að fagna
því, að þessari síðustu aðför
að ráðherrum Framsóknar-
flokksins var afstýrt. En hins
vegar hljóta menn um allt
land að spyrja: Hvenær renn
ur það upp fyrir ráðamönn-
um Framsóknarflokksins,
hvernig þeir eru að leika
flokkinn? Gera þeir sér enga
grein fyrir því, að kommún-
istar hafa þá að leiksoppi í
einu máli af öðru? Halda
þeir, að hinn almenni flokks-
máður í Framsóknarflokkn-
um sjái ekki hvert stefnir?
Það sér landslýður allur,
þótt frekja og ofríki komm-
únista komi að vísu ekki
nema tiltölulega sjaldan fram
opinberlega, miðað við allt
það ofríki, sem þeir beita —
og komast upp með vegna
undanlátssemi framsóknar-
ráðherranna.
Þannig starfar t.d. herfor-
ingjanefndin svonefnda, ráð-
herranefndin í utanríkismál-
um, þó að utanríkisráðherrA
hafi gefið úm það opinber-
lega yfirlýsingar, að hann
hygðist einn fjalla um þau
mál. Magnús Kjartansson
kemur með nafna sinn,
menntamálaráðherrann, á
fund utanríkisráðherra, þeg-
ar honum sýnist, og þar eru
þessi mál öll rædd.
Menn geta rétt ímyndað
sér, hver þremenninganna hef
ur frumkvæði á þeim fund-
um og hver ræður ferðinni,
þegar hliðsjón er höfð af
þeim atvikum, sem upp á
yfirborðið hafa komið, þar
sem þeir Magnús og Lúðvík
hafa farið sínu fram, hvað
sem skoðunum meðráðherr-
anna hefur liðið. Magnús tók
sér meira að segja fyrir hend
ur að niðurlægja forsætis-
ráðherrann beint, er hann
tók til við að skipa raforku-
málum kjördæmis forsætis-
ráðherrans að eigin vild og
þvert gegn vilja æðsta manns
ríkisstjórnarinnar.
Ekki veit Morgunblaðið,
hvað kommúnistar taka sér
næst fyrir hendur í herferð-
inni gegn framsóknarráð-
herrunum, en víst er það, að
ekki sitja þeir aðgerðalaus-
ir héðan í frá fremur en
hingað til. Það er mál til
komið, að staðið sé gegn
þeim.
FREKJA LUÐVIKS 0G
MAGNÚSAR
KOSNINGA-
BARÁTTAN
í SVÍÞJÓÐ
EFTIR ANDRES KUNG
„NÚ EÐA aldrei“ var slagorð
margra við kosningarnar í ár.
Skoðanakannanir höfðu und-
anfarið ár sýnt að borgara-
flokkarnir ættu stöðugan
stuðning meirihluta kjósenda.
Aldrei voru eins góðar likur
á að stöðva hálfrar aldar
gamla einokun jafnaðar-
manna á stjórn ríkisins.
Nú gat stjómarandstaðan
tekið og haldið forustunni í
kosningabaráttunni. Þeim
heppnaðist að gera hið mikla
atvinnuleysi og hina háu
skfctta að aðalatriðum kosn-
ingan-na. Ríkisstjómin varð
að berjast úr varnarstöðu. Á
síðustu tveimur árum hefur
atvinnuleysi verið meira en
nokkru sinni frá síðari heims
styrjöld. Æ fleira fólk kvart-
ar yfir skattabyrðinni. Verð-
hækkanir hafa étið upp launa
hækkanir, og einnig hefur
þar haft áhrif skattpíning
meðaltekjufólks. Sænskur
verkamaður borgar í dag að
meðaltali 35% af launum sín
um í beinan tekjuskatt, en
vinni hann sér Lnn hundrað
kall til viðbótar þarf hann að
greiða 60% skatt af þeirri
tek j uaUkningu. Meðalverka-
maður greiðir meir en 60%
af öllum tekjum sínum í
skatta ef miðað er við alla
óbeina skatta og gjöld.
Það versta sem komið get
ur fyrir jafnaðarmannastjórn
er atvinnuleysi, og þess get
um við líka minnzt í sambandi
við íslenzku kosningarnar
1971 og efnahagsvandann ár-
ið eftir. Stærsti stjómarand-
stöðuflokkurí.nn í Svíþjóð,
Miðflokkurinn ögraði jafnað-
armönnum með því að lofa að
skapa 100.00 nýjar atvinnu-
stöður á einu ári.
Ríkisstjóm jafnaðarmanna
með Olof Palme, forsætisráð-
herra í broddi fylkingar neydd
ist alla kosningabaráttuna til
Palme — forystumaður
sósíalista.
að verja sig gegn þeim ásök-
unum stjórnarandstöðunnar
að hún hefði vanrækt atvinnu
lífið. Þanniig varð eitt af hin-
um gömlu slagorðum jafnað-
armanna, „atvinnuöryggi", að
púðri fyrir stórskotalið stjóm
arandstöðunnar. Ríkisstjórn-
in reyndi að verja sig með því
að atvinnuleysi væri líka mik
ið í öðrum löndum, að at-
vitnnuleysið stafaði að nokkru
leyti af því að fleiri konur
leituðu út á vinnumarkaðinn,
og að bjartara væri nú yfir
framtíðinni eftir því sem efna
hagsástandið færi batnandi.
Stjórnarandstaðan fór létt
með að skjóta röksemda-
færslu ríkisstjórnarinnar
sundur og saman. Víst er það
rétt að gróska var i atvinnu-
lífinu, en það hjálpaði ekki
þeim 100.000 sem ekki tókst
að fá neina vinnu. Vissulega
var það gott að ríkisstjómin
lofaði að leggja meiri áúerzlu
á að berjast við atvinnuleysið
í framtíðinni, en til hvaða
nýrra aðgerða ætlaði Palme
að grípa nú þegar hin gamla
stefna jafnaðarmanna í at-
vinnumálum dugði ekki til
lengur? Ef ríkisstjórnin ætl-
aði að berjast meir gegn at-
vinnuleysinu í framtíðinni,
fól það þá ekki i sér að menn
hefðu ekkí gert allt sem í
þeirra valdi stóð á undaníörn
um árum? Slikum spuming-
um var svarað með þögninni
af hálfu ríkisstjórnarinnar.
Palme varð aðeins að vona að
hinar gömlu birgðir trausts
hjá kjósendum til velferðar-
rikisins væru ekki alveg upp-
urnar þrátt fyrir mistökin á
síðustu árum.
Ríkísstjórnin reyndi að
kenna áhrifum erlendis frá
um „glötuðu árin tvö“, —■
1971—72 — í sænsku efna-
hagslífi. Stjómarandstaðan
svaraði með því að vitna til
helztu efnahagssérfræðinga
verkalýðshreyfingarinnar.
Þeir sendu frá sér skýrslu
vorið 1973 þar sem þeir segja
að þessi efnahagsvandamál
væru í aðalatriðum heimatil-
búin, og þar með sök jafnað-
armannastjómarinnar. Hinn
pólitíski armur verkalýðs-
hreyfingarinnar, þ. e. Jafnað-
armannaflokkurinn, fékk
þannig bylmdngshögg af
stéttararmi hennar, þ.e. verka
lýðshreyfin.gunni með lands-
samtökin LO í fararbroddi.
LO studdi einnig kröfu stjóm
arandstöðunnar um að rikis-
stjórnin ætti að láta gera áætl
un um atvinnumálastefnu til
langs tíma.
í örvæntingu sinni lét rik-
isstjórnin leiðast út í að halda
þvl fram að atvinnuleysið staf
aði af „hinu Lnnflutta vinnu-
afli“. Mörgum þótti það dap-
urlegt að hinn mikil alþjóða-
sinni, Palme, skyldi grdpa til
frumstæðrar útlendingagrýiu
I flokkspólitískum tiilgangi.
Palme var sakaður um að
tala um hina innfluttu verka
menn sem verzlunarvöru, „inn
flutt vinnuafl" fremur en
manneskjur. „Innflytjenda-
grýlan“ var um tíma mitkið
rædd í kosninigabaráttunni
unz Palme sá að sér og hætti
að kenna henni um atvinnu-
leysið.
Stjórnarandstaðan einbeitti
sér að því í kosningabaráttu
sinni, að sýna fram á mistök
stjórnarinnar á síðasta kjör-
tímabili, frá 1970. Stjómin
hafði lofað fullri atvinnu, en
í staðinn fékk þjóðin mesta
atvinnuleysi frá stríðslokum;
stjómin hafði lofað hraðri
efnahagsþróun, en þjóðarbú-
skapurinn og einkaneyzlan
stóðu í stað.
Rikisstjórnin varði siig eins
og áður Segir með því að
halda þvi fram að vandamál
in væru ekki af hennar völd-
um, með þvi að lofa að stefn-
ain yrði „enn betri“ í framtið-
inni og alla vega betri en
borgaraflokkarnir gætu boð-
ið upp á ef þeir kæmust til
valda. Hún fól einstaklingum,
fyrirtækjum og héruðum að
taka Sig á í athafnasemi. Borg
ararflokkarnir kröfðust hins
vegar nýs andrúmslofts þar
sem betur væri hlúð að fyrir-
tækjunum. Ekki var talið
æskilegt að auka almennt
haignaðarmöguleika fyrir-
tækja. Mörg þeirra höfðu þeg
ar góðan hagnað. Því var tal
in hætta á að verðbólgan yk-
ist enn meir ef meiri áherzla
yrði lögð á vöxt þjóðarbúskap
arins í heild, heldur en vöxt
á takmörkuðum sviðum.
Hin borgaralega stjórnar-
andstaða samanstendur af
þremur flokkum: Hægra
flokknum (Moderata saml-
inigspartiet, -—- sem næstum
samsvarar Sjálfstæðisflokkn-
um en hefur þrengri félags-
iegan grundvöll), hinum
frjálslynda Þjóðarfiokki sem
vinnur með Miðflokknum (en
hann minnir um margt á
Framsóknarfiokkinn á ís-
landi). Jaf naðarmenn hafa
alla tíð notfært sér þessa þri-
skiptingu stjórnarandstöðunn
ar, og nefnt hana klofna og
kraftlausa, óhæfa til að
mynda starfhæfa samsteypu-
stjórn. Og sem andstöðu við
þetta hafa þeir bent á að jafn
aðarmenn hafi reynslu aif
stjórnarstörfum allt frá 1932.
Ástandið breyttist er Þjóðar
flokkurinn oig Miðflokkurinn
komu sér samain um sameigin
lega stefnuáætlun í lok sjö-
unda áratugarins. Þeir hófu
náið samstarf í þinginu í því
augnamiði að skapa traust-
vekjandi valkost gegn jafnað-
armönnum. Og enn var stjórn
imni gerður klofningsáróður-
inn erfiður er Hægri flokkur-
inn lýsti sig samþykkan sam-
komulagi hinna andstöðu-
flokkanna tveggja sem grund
vallar fyriir stjómarsamstarf:.
Leiðtogar andstöðuflokkanna
hófu samræmdan málflutning,
gaignrýndu næstum aldrei
hverjir aðra og lýstu þvi ótví-
rætt yfir að þeir stefndu að
Framhald á bls. 20