Morgunblaðið - 23.09.1973, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.09.1973, Blaðsíða 16
16 MORGUiNBLAJDÍÐ — SUNNUDAGUR 23. SEPTBMBER 1973 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10-100. Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22-4-80. Áskriftargjald 360,00 kr. á mánuðí innanlands. 1 lausasölu 22,00 kr. eintakið. jPf Þjóðviljinn væri gefinn út annars staðar en á ís- landi, mundi engum lifandi manni detta í hug að eyða orðum að honum í alvarleg- um stjórnmálaumræðum. Menn mundu aðeins hugsa sem svo, að þessi daglega tímaskekkja væri aðeins stundarfyrirbrigði, sem eng- inn þyrfti að taka alvarlega frekar en önnur hasarblöð. En íslenzkir blaðalesendur eru ýmsu vanir, enda láta þeir sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Þeir geta ekki ein- göngu litið á Þjqðviljann sem skoplega tímaskekkju, sem enginn þarf að hafa áhyggjur af, því að hann er aðalmálgagn tveggja umsvifa mestu ráðherra ríkisstjórnar- innar. Að vísu lýsir það þess- um fulltrúum kommúnista i ríkisstjórninni að blaðið skuli fremur draga dám af þeim en þeir af því, og verður að skoða störf þeirra og gerðir allar í því ljósi. Og ekki sízt þann tvískinnung sem er ein- kenni allrar stjórnmálabar- áttu þeirra, en hún einkenn- ist öðru fremur af henti- stefnu og hráskinnsleik, eins og kunnugt er. Allt birtist þetta með furðulegum — eða öllu heldur átakanlegum — hætti í tímaskekkjunni. Dæmi: Tryggingamálaráðherra er allsvaldanda ljós heimsins í ráðuneyti sínu, þangað til allt í einu er farið að þvæla um vinnusvik í Tryggingastofn- un ríkisins í þrætudálkum málgagns hans — og þá slökknar skyndilega á heims- ljósinu og Magnús Kjartans- son verður gjörsamlega valda laus og nánast eins og ó- málga barn og öllum um að kenna nema honum, þó að hver heilvita maður sjái í hendi sér, að ráðherrann þarf ekki annað en taka upp símtólið til að kippa í lag því sem aflaga fer. Á sama tíma sem þusað er um þessi og þvílík mál í tímaskekkjunni í alls konar smádálka- og sorgarramma- greinum er allsvaldanda ljós- ið láta skína annars staðar í blaðinu eins og heimssólin sjálf, Kim II Sung í N-Kóreu. Sj ávarútvegsmálaráðherr a er að áliti kommúnista mátt- urinn og dýrðin í landhelgis- málum, þangað til allt í einu að hann er gjörsamlega valdalaus og hefur ekki bol- magn til að hafa áhrif á hin smávægilegustu atriði. Þann- ig er hann sú leiðarstjarna, sem siglt er eftir í lífshags- munamálum þjóðarinnar, að dómi kommúnista, en svo allt í einu og án þess minnst vari er hann orðinn eins konar kompásskekkja, sem ekki verður við ráðið. Þegar gagn- rýnin var sem háværust á aðbúnað og starfsaðstöðu landhelgisgæzlunnar og varð- skipsmanna, tók Þjóðviljinn að venju að þusa í sorgar- rönununum, eins og sjávar- útvegsmálaráðherra kæmi ekki lengur við sögu í land- helgismálinu og leiðarstjarn- an væri allt í einu horfin inn í alltumlykjandi myrkrið. Þá er við aðra að sakast en Lúð- vík Jósepsson, þennan bless- aðan sakleysingja sem engu ræður. Viðskiptaráðherra er for- ystusauður í öllu er lýtur að verzlun og viðskiptum í landinu og lýsandi forsjón í bankamálum, eins og emb- ætti hans segir til um. En svo allt í einu ætlar Seðla- bankinn að byggja hús, sem minnir dálítið á öfugan höf- uðstól bankamálaráðherrans, og þá upphefjast hinir ámát- legustu kveinstafir í þvælu- dálkum Þjóðviljans (gjarnan merktir ú. þ.) og engu líkara en hin almáttka forsjón pen- ingavaldsins í landinu sé gjörsamlega áhrifalaus og geti engu komið til leiðar hvað sem í húfi er. Og banka- málaráðherrann situr eins og áll í öfugum höfuðstól pólitísks siðgæðis og talar 1 sjónvarp við fólkið í land- inu, eins og það hafi aldrei komizt í snertingu við neitt, sem heitir heilbrigð skynsemi. Þetta eru aðeins þrjú lítil dæmi um tvískinnung og hentistefnu mannanna, sem ómerkilegasta blaðið nú um stundir dregur dám af. Ekki þyrfti að eyða orðum að því nema af þeirri ástæðu sem fyrr getur, að það er aðal- málgagn tveggja ráðherra í lykilstöðum í Stjórnarráðinu og annað aðalmálgagn ríkis- stjórnarinnar. Nú eru þessir ráðherrar kommúnista farnir að tala í nafni þjóðarinnar, enda hafa þeir svínbeygt meðráðherra sína — nema þá helzt Björn Jómsson (og kannski Magnús Torfa) — og svo kemur það fullkom- lega heim og sarnan við hug- myndir kommúnista um lýð- ræði, að 15% kjósenda sé þjóðin öll (ef þessi 15% eru kommúnistaf). Er hörmulegt til þess að vita að tveir lýð- ræðisflokkar, Framsóknar- flokkurinn og Hannibalistar, skuli bera ábyrgð á að komm únistar geti herleitt þjóðiaa með þeim hætti sem raun ber vitni. Af þesisari herleiðiugu statfar nú öryggi okkar hætta. Sökum þess að ekki er hægt að taka Þjóðviljann sem skopblað eru fréttafals- anir hans alvarlegt mein í íslenzku þjóðlífi. Síðustu af- rekin á því sviði eru fals- anirnar um ályktanir þings ungra sjálfstæðismanna, sem haldið var með miklum ágæt- um á Egilsstöðum nýlega. Þegar formaður SUS óskar eftir að falsanirnar séu leið- réttar í málgagni kommún- ista, neita forráðamenn blaðs ins að taka það í mál. Sízt af öllu skal hafa það í Þjóð- viljanum, sem sannara reyn- ist. Það er því ástæða til að menn kynni sér ályktanirn- ar sem samþykktar voru, en þær hafa birzt hér í blaðinu. En það lýsir kannski tíma- skekkjunni betur en margt annað að á sama tíma og ekki er rúm fyrir réttar upplýs- ingar í pólitísku moldviðri blaðsins hafa blaðamenn þess (með athlægið ú. þ. í broddi fylkingar) ekki við að sanna, að njósnatækin úr Kleifar- vatni séu ekki rússnesk — vegna þess að þau eru með rússneskum áletrunum! Úlf- urinn undir rússnesku sauð- argærunni leynir sér ekki. Annað athlægi, á. b., hefur vafalaust haft þessar upp- lýsingar í kraftbirtingargrein ú. þ. úr APN eða Novosti, sovézku upplýsingaþjónust- unni, sem hann þekkir nán- ar og betur en ýmsir aðrir. TIMASKEKKJAN j Reykjavíkurbréf i ---~---Laugardagur 22. sept.-—- Varðskip í höfn. I álögum í bráðskemmtilegri skáldsögu Jóns Dam, sem nýlega er komin út, segir frá því, er úrvalskýr Stapajóns var í álögilm. Þar er furðuhlutum lýst af slikri snilli, að lesandinn verður að gæta sín vel að byrja ekki að trúa því úti- lokaða. Eða er það kannski hugsan- legt, þegar öllu er á botninn hvolft, að álög séu tii. Og hvar er þá þess fyrirbæris að leita? Ekki er þvi að neita, að furðu- hlutir hafa verið að gerast i ís- lenzku þjóðlífi síðustu vikurnar, þar sem iíkast þvi hefur verið, að mönnum væri ekki sjálfrátt. Landslýður hefur staðið agndofa gagnvart ýmsum þeim yfirlýsing um, sem birtar hafa verið á ábyrgð ráðherra Framsóknar- flokksins. Og menn hafa svo sannarlega undrazt, hvernig greindir og lífsreyndir menn, eims ag þeir óneitanlega eru, hafa getað hmkizt út í hvert fenið öðru verra. Eru þeir kannski í álögum, þegar ailt kemur til alls! 1 skáldsögu Jóns Dan er álaga valdurinn erlendur, portúgölsk prinsessa. í>að skyldi þó aldrei vera, að hugur framsóknarráð- herranna sé herleiddur af er- lendu afli, að þeir séu undir svo sterkum áhrifum umboðsmanna þessa afls innan rikisstjórnarinn ar, að þeir viti ekkl sitt rjúkandi ráð. Svo mikið er a. m. k. víst, að innan Framsóknarflokksims sjálfs hafa nú hinir beztu menn þar í sveit þungar áhyggjur og vaxandi af framvindu mála — og ístöðuleysi ráðhermnna hvenær sem kommúnistar vilja koma fram áformum sánum. Síðasta dæmið um þetta er sú staðreynd, að það skyldi vera Björn Jóns- son, en ekki ráðherrar Framsókn arflokksins, sem neitaði þeirri freklegu kröfu kommúnista, að tveir ráðherrar yrðu sendir með utanrikisráðherra á þing Sam- einuðu þjóðanna til að gæta hans þar. Ráðherranefndin að störfum Þegar það upplýstist haustið 1971, að Einar Ágústsson, utan- ríkisráðherm, hefði látið bjóða sér það, að tveir ráðherrar, þeir Magnús Kjartansson og Magnús Torfi Ólafsson, væru settir hon- um til höfuðs í utanríkismálun- um, varð að vonum uppi mikil ólga. Utanríkisráðherra mannaði sig þá upp í að gefa um það opin bera yfirlýsingu, að hann mundi einm fara með varnarmálin t>ví miður hefur ístöðuleysi hans ver ið með þeim hætti, að við þessa yfirlýsingu heíur hann ekki stað ið. Ráðherranefndin hefur marg sinnis fundað um öryggis- og vamarmál. Og Magnús Kjartans- son heldur svo fast um hönd ráðherrans, að hann fær sig ekki hrært. Allt frá því að Island gerðist aðili að Atlajntshafsbandalaginu 1949, hefur verið náin samvinna milli lýðræðisflokkanna um ör- yggis- og utanrikismál. Og jafn- vel á tímum fyrri vinstri stjórn- arinnar var kommúnistum hald- ið utan við varnarmálin og sam skipti okkar við Atiantshafs- bandalagið, sem líka er eðliiegt, þar sem þeir telja, að við eigum að hverfa úr bandalagimu og haga aðgerðum sínum á þann veg, sem líklegastur er tid að spilla fyrir samvinnu okkar við aðrar lýðræðisþjóði r. Nú hefur þeim hins vegar tekizt að koma ár sinni þamnig fyrir borð, að þeir virðast ráða nokkum veginn því sem þeir villja ráða. Þetta er öm- urleg staðreynd, en staðreynd engu að síður. Þórarinn og 200 mílurnar Þegar Sjálfstæðisflokkurinn markaði þá stefnu, að okkur bæri að setja löggjöf um 200 sjómílina fiskveiðitakmörk, sem tækju gildi eigi síðar en fyrir árslok 1974, snerust kommúnist- ar einis og kunnugt er gegn þess ari stefmu og hafa síðan haft allt á hornum sér, þegar um 200 miilurnar er rætt. HEins vegar lýsti Tíminn stuðningi við þessa stefnu í ritstjórnargrein, sem Þórarinn Þórarinsson skrifaði og birtist 2. september. En þar seg- ir hann, að það sé „sérstök ástæða til að fagna því, að Sjálf- stæðisflokkurimn skuli nú lýsa stuðningi við 200 mílurnar.“ Og i viðtali, sem Timinn á við Þórarin Þórarinsson, er hann kom heim af fundum undirbún- ingsnefndar Hafréttarráðstefn- unnar, segir hann m. a.: „Ef nægileg samstaða næst með ríkjunum, sem vilja 200 mílna efnahagslögsögu verður sókn þeirra ekki stöðvuð. Þau hafa líka valdið í sínum hönd um. Þau þurfa ekki annað en að segja, að þau muni taika sér 200 milna efnahagslögsögu, ef ráð- stefnan fer út um þúfur, vegna andstöðu vissra stórvelda og fýlgifiska þeirra. Þá verða 200 míiumar alþjóðalög hvort eð er. En mjög ánægjulegt var að fá þær fréttir að heiman, að ýmsir forystumenn höfðu skorað á rík- isstjómina að fylgja fast fram 200 mílunum, enda þótt ríkis- stjórniin væri búin að láta flytja tillögu um þetta í hafsbotns- nefndinni. Mjög er athugandi, hvort Island á ekki að fylgja þessu eftir með þvi að setja fljót lega lög um 200 mdlna efnahags- lögsögu, enda þótt þau kæmu ekki strax til framkvæmda. Slikt gæti haft jákvæð áhrif á þróun- ina.“ Þegar formaður utanríkismála nefndar, sem jafnframt er aðal- ritstjóri Tímans, gefur slíkar yf- irlýsingar, er eðlllegt að menn telji, að Framsóknarflokkurinn styðji þá stefnu, sem Sjálfstæð- Isflökkurinn hefúr markað. 'Það kom því mjög á óvart, er Þórar- iinn Þórarinsson lýsir því yfir í útvarpsþætti sl. miðvikudag, að hann sé andvigur stefnu Sjálf- stæðisflokksins. Maðurinn, sem sjálfur hefur fágnað þessari stefnuyfiirlýsingu lýsir siig nú andvígan henni — og þá væntan lega að Framsóknarfiokkurinn sé það. Ekkí fer hjá því, að menn velti fyrir sér, hvað gerzt hafi þær 3 vikur, sem liðnar eru síð- an Þórarinn Þórarinsson gaf framangreindar yfirlýsingar sín ar. Jú, algjör upplausn hefur rikt innan rúkisstjórnarinnar að því er varðar alla stefnumörkun í utanríkismálum og þá ekki sizt landhelgismálinu. Kommúnistar hafa snúizt öndverðir gegn til- lögunum um 200 milur, og nú ætlar Þórarinn Þórarinsson sér að biíðka þá með því að éta ofan 1 siig al'lt það, sem hann áður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.