Morgunblaðið - 23.09.1973, Blaðsíða 17
MORGUNBLADIÐ — SUNNUDAGU'R 23. SEPTEMBER 1973 1 7
Jóhann Hjálmarsson STIKUR
Lióðlist í ríki tækninnar
MARGT bendir till þess að þýskar
bókmenntir lifi nú sína endurreisn.
Þýskir rithöfundar vekja mikla at-
hyg'li víða um heim. Nóbelsverðlaun
Heinrichs Bölls voru staðfesting á
grósku þýskra bókmennta, en landi
Bölls Gunter Grass hefði líka verið
vel að þeim kominn. Ljóðskáldið Paul
Celan var talinn í hópi markverðustu
skálda álfunnar, en hann framdi
sjálfsmorð fyrir nokkrum árum. Hans
Magrnus Enzensberger, Helrnut Heis-
senbúttel, Gúnter Kunert og Reiner
Kunze eru nöfn, sem koma i hug-
ann, þegar þýsk nútimaljóðlist er á
dagskrá; tveir hinir fyrrnefndu frá
Vestur-Þýskalandi, hinir siðarnefndu
Austur-Þjóðverjar.
Af greinargóðum ritgerðum Matt-
híasar Johannessens ura þýsk ijóð-
skáld í Lesbók Morgunblaðsins sl. vet
ur mátti ráða að þýsk nútímaljóðlist
einkenndist yfirleiitt af torrœðu tákn
máli og flóknum myndum. 1 tengsl-
um við ritgerðir sínar birtá Matthías
þýðingar á verkum margra þýskra
skálda, sem sönnuðu þá kenningu.
Meðal þýskra rithöfunda á alþjóð-
legu rithöfundamóti í Mölle í Svíþjóð
nýlega var skáldið Gúnter Radtke (f.
1925). Hann las upp úr verkum siíin-
um á bókmenntakynniinigu, sem hald
in var í tiilefni mótsins. Það vakti at-
hygli mína að ljóð Radtkes voru ein-
föld og ljós. Hann orti á daglegu máli
og gamansemi var ekki svo ómerkur
þáttur ljóðanna, en hún er sjaldgæf
í þýskri nútómaljóðiist.
Ég spurði Gúnter Radtke hverju
þetta sætti. Hann sagði að tvær
fyrstu ljóðabækur sínar Fluchtl nien
(1966) og Die Kreidestlmmen sind
verbraucht (1967) hefðu verið trúar
hinni innhverfu of torræðu stefnu
þýskrar Ijóðlistar, skáldskapur
sinn hefði tekið miklu n breytingum
með Davon kommst du nieht los
(1972). Ljóð min hafa orðíð opnari,
sagði Radtke. Ég leitast við að tala
á einfaidan og eðlilegan hátt. í ljóð-
um m'ínum vil ég höfða til fjöldans,
eignast nýja lesendur.
Ég spurði Radtke að þvi hvort líkja
mætti þessari stefnu hans við þá
viðleitnl, sem nú er áberandi á Norð-
urlöndum, þ. e. a. s. reyna að gera
ljóðið auðskilið, hluta af daglegu lífi
fólks. 1 Þýskalandi á ljóðið erfiðara
uppdráttar en á Norðurlöndum, svar-
aði Radtke. Tengslin við náttúruna
eru ekki jafn sterk í Þýskalandi og á
Norðurlöndum. Við höfum stórborg-
ir og iðnað, sem skyggir á allt. Fólk
vill að allt hafi upplýsingagildi og af
þeim sökum Mtur það á ljóðið sem
leik.
Gúnter Radtke kvaðst leita að með-
alvegi til þess að koma til móts við
kröfu fólks um upplýsingu. Ég spurði
hann hvort ljóðið hefði vissu hlut-
verki að gegna vegna stóriðnaðarins.
Ekkert er hægt að gera tii að koma
í veg fyrir eyðingu náttúrunnar,
sagði Radtke. Það er orðið of seint
að bjarga henni. Iðnaðurinn er orð-
inn svö risavaxinn og þróun efna-
hagsmála veldur þvi að hann fer sí-
fellt vaxandi. En maðurinn á ekki að
Giinter Radtke
beygja sig fyrir þessari þróun. Skáld
ið getur hjálpað fólki til að skilja að
það á ekki að verða þrælar iðnaðar-
ins. í ljóðum sínum kvaðst Gúnter
Radtke deila á fólk fyrir að lúta tækn
inni, fagna henni án þess að gera sér
gre'n fyrir hvert stefnir.
Spumingu um það hvort þýskir
rithöfundar vseru jafn póliitiskir og
norrænir, svaraði Gúnter Radtke ját-
andi. Hann sagði að flestir þýskir rit-
höfundar væru sósíalistar. En mín
ljóð eru ekki pólitisk, bætti hann við,
ég leitast við.að spegla innri vanda-
mál.
Gúnter Radtke sagði að áhrif frá
Nelly Sachs væru áberandi i þýskri
ljóðlist. Eftir strið var Gottfried
Benn mikið iesinn, eða til 1950, en
þá tók Bertolt Brecht við. Allir voru
undiir áhrifum frá Paul Celan. Ljóð
hans urðu sifellt styttri, nálguðust
algera þögn. í þessu var fólgin mikil
hætta fyrir ljóðlistina. Enginn var
ósnortinn af þessari aðferð Celans.
En tilgangur ljóðsins er ekki að hlaða
vegg milli skáldsins og lesandans.
Málið er skáldinu tæki til að gera
sig skiljanlegt. Þögnin hefur aðeiins
misskilning í för með sér.
Hinni klossisku spumingu um
áhrif íslenskra fornbókmennta í
Þýskaiandi svaraði Gúnter Radtke á
þá leið að fáir læsu þær. En eitt sinn
hefðu þær verið mikið lesnar. Norr-
ænar bökmenntir eru okkur fram-
andi, sagði Gúnter Radtke. Sama er
að seigja um þýskar bókmenntir á
Norðurtöndum. Ég held að Norður-
landamenn hafi ekki enn fyrirgefið
Þjóðverjum stríðið, sagði Gönter
Radtke að lokum.
Sú ályktun hans hefur kannski við
einhver rök að styðjast. En vonandi
eru þeir Norðurlandamenn fáir, sem
haldnir eru tortryggni i garð þýskra
rithöfiunda vegna nasismans. Flestir
þýskir rithöfundar voru honum and-
vígir og urðu að þola ofsóknir af
þeim sökum. 1 ríki Hitlers var hið
írjálsa orð bannvara, á sama hátt og
arftakar Ulbriehts í Austur-Þýsfca-
landi ástunda ritskoðun og beita rit-
höfunda sína persónulegum þving-
unum.
saigðí um 200 mílurnar. Þarna
bla.sir uppgjöf ráðamanna Fram-
só’knarflokksins fyrir kommún-
istum enn einu sinni við.
Stefnan í Kanada
En látum Þórarin Þörarins-
son enn tala. í grein sinni 2.
sept. fjallar hann um ræðu Jack
Davis, sjávarútvegsráðherra Kan
ada, þar sem hann lýsti þeirri
stefnu stjórnarinnar, að Kanada
mundi á Hafréttarráðstefnunni
fylgja þeim rikjum, sem beittu
sér fyrir 200 mólna óskertri fisk
veiðillögsögu. Siðan segir:
„Ihaldsflokkurinn lét sér þessa
yfirlýsingu Davis vel líka, en
treysti hennii ekki fullkomlega,
þar sem sá orðrómur gekk, að
ríkisstjórnin öll væri ekki á
samia máli, og væri þó einkum
utanríkisráðherrann íhaldssam-
ari í þessum málúm en sjávar-
útvegsráðherrann. Það væri ekki
heldur nóg að styðja 200 milurn-
ar á Hafréttarráðstefnunni, held-
ur yrði Kanada að lýsa yfir skýrt
og skorinort, að það ætlaði að
helga sér 200 mílna fiskveiðilög-
sögu. íhaldsflokkurinn flutti þvi
þinigsályktunartillögu, þar sem
þvi var yfir lýst, að Kanada
mundi helga sér 200 míina fisk-
veiðilögsögu og yrði það túlkað
þanniig, að Kanada muni bíða
átekta og sjá framvinduna á Haf
réttarráðstefnunni, en geti þó
helgað sér 200 milna efnahags-
lögsögu, ef ráðstefnan dregst á
langinn. Þá þýðir þetta örugg-
lega, að Kanada muni tileinka
sér 200 mílna efnahagslögsögu,
ef ráðstefnan fer út um þúfur.
Niðurstaðan varð sú, að tillaga
íhaldsflokksinis var samþykkt
samhljóða af þinginu og er hún
því yfirlýst stefna Kanada nú.“
Þórarinn Þórarinsson gerir sér
þannig fulla grein fyrir því, að
Kanadamenn muni helga sér 200
milna fiskveiði’lögsögu, ef Haf-
réttarráðstefnan dregst á lanig-
inn og að þelr hafi til þess fullan
rétt. En engu að síður segir hann
nú, að hann sé andvígur því, að
Islendingar fylgi sömu stefnu.
Hanin fagnar yfirlýsingu Sjálf-
stæðisflokksins 'hinn 2. septem-
ber í blaði sínu, en tjáir sig and-
vígan henni 19. sama mánaðar.
Það er sannarlega ekki að
furða, þótt landsmenn, og þar á
meðal flokksmenn Þórarins Þór-
arinssonar, standi agndofa
frammi fyrir öllum þeim yfirlýs-
ingum, sem gefnar eru þvert
hver á aðra af æðstu ráðamönn-
um, formanni utanríkismála-
nefndar, forsætiisráðherra og ut-
anríkisráðherra, svo að ekki sé
talað um stöðugar yfirlýsingar
s j á var ú tvegsráðh errans.
Meðferð
utanríkismála
Þótt stundum sé hart deilt um
ýmsa þætti innanlandsmálanna
kemur það ekki svo mjög að
sök. Menn eru deilunum vanir
og kippa sér ekki upp við þær.
Hins vegar er allt öðru máli að
gegna, þegar um utanríkismál
er að ræða. Allar lýðræðisþjóðir
leitast við að gæta utanríkismála
simua með hagsmuni þjóðarheild
arinnar fyrir augum, og um þau
er fjallað af meiri varkámi en
önnur málefni. Fyrir smáþjóð
eins og okkur Islendinga er það
auðvitað lífsnauðsyn, að með ut-
anríkismál sé farið bæði af gætni
og festu. En því miður fyrir-
finnst hvorugt í meðferð is-
lenzkra utanríkismála um þess-
ar mundir. Um þau blaðra ráð-
herramiir og formaður utanrikis-
málanefndar hverja vitleysuna á
fætur annarri, og festan er ekki
meiri en svo, að þeir snældusnú-
ast hver um sig, eftir því sem
vindurinn blæs þessa vikuna eða
hina, og er þá varla von til þess
að þeir geti nokkurn tímann kom
izt að sameiiginlegri niðurstöðu.
Þetta ástand er nú orðið svo al-
varlegt, að ekki verður við unað.
Þess vegna hljóta ábyrg öfl í
Framsóknarflokknum að láta
rækilega til sin taka næstu vik-
ur og knýja flokksforustuna til
ábyrgari afstöðu varðandi utan-
ríkismálin.
Það hefur aldrei staðið á nú-
verandi stjórnarandstöðuflokk-
um að hafa heilbrigt samstarf
við Framsöknarmenn um stefnu
mörkun í utanríkis- og vamar-
málum. Þær dyr eru áreiðanlega
enn opnar, ef ráðamenn Fram-
sóknarflokksins vilja hagnýta
slíkt samstarf og stjaka komm-
únistum til hliðar i utanríkismál
unum.
Fyrst er þá að leggja áherzlu
á að ná samstöðu um stefnu-
mörkun í landhelgismálinu strax
í upphafi þings. Sú stefna getur
ekki verið nema á einn veg, að
við íslendingar færum efnahags-
lögsögu okkar út í 200 mílur.
Auðvitað má um það deila, hve-
nær þetta skuli gert, en Sjál'f-
stæðisflokkurinn hefur áreiðan-
lega valið skynsamleg timamörk.
En ef Framsóknarflokkurinn set
ur þau fyrir sig, hlýtur að mega
ræða það atriðið, þótt auðvitað
komi ekki til álita að fresta út-
færslunni mun lengur en sjálf-
stæðismenn hafa gert tillögur
um.
Sterk rök
Rökin, sem fyrir því eru að
færa landhelgina út á næsta ári,
hafa mjög verið tíunduð hér i
blaðinu. En Þórarinn Þórarins-
son hefur Mka rökstutt það mál
rækilega. Hann bendir á, að Kan
adamenn ætli að fara eins að við
útfærslu sinnar landhelgi og
Sjálfstæðisflokkurimm hefur lagt
till að við gerurn. Hann telur ein-
sýnt, að % hlutar þjóðanna á
Hafréttarráðstsefnunni muni
styðja 200 miilna fiskveiðitak-
mörk. Og honum er ljóst, að þeg
ar á næsta ári verður gefin út
stefnuyfirlýsinig um 200 sjó-
mílma lögsögu, sem er nægur
grundvöllur fyrir okkur til að
byggja útfærslu ökkar á alveg
eins og Kanadamenn.
Þórarni Þórarinssyni er það
iika ljóst, að það „gæti haft já-
kvæð áhrif á þróunina" ef við
Islendingar setjum fljótlega lög
um 200 mílna efnahagslögsögu,
þótt þau komi ekki strax til fram
kvæmda.
En þegar allt þetta liggur fyr-
ir, hefði svo sannarlega mátt
vænta þess, að full samstaða næð
ist miflli sjálfstæðismanna og
framsóknarmanna, sem auðvit-
að hefði leitt til þess að Alþýðu-
flokkurinn og Samtök frjáls-
lyndra og vinstri manna fylgdu
með. Og þegar þar væri komið,
væru kommúnistar einangraðir,
og þá mundu þeir auðvitað gef-
ast upp og slást í hópinn. Þar
með væri mynduð algjör sam-
staða um aðgerðir í landhelgis-
málum og útfærslu í 200 mílur.
Afstaðan til
varnarliðsins
Og alveg á sama hátt og auð-
velt ætti að reynast að sameina
lýðræðisöflin um stefnumörkun
í landhelgismálinu og útíærsluna
í 200 sjómílur er hægur leikur að
sameina þau 1 öryggis- og vam-
armáiunum. Lýðræðisflokkamir
allir styðja aðild að Atlantshafs-
bandalaginu og meginþorri lýð-
ræðissinna gerir sér fulla grein
fyrir nauðsyn þess að varnir séu
á Islandi.
Allir eru Líka sammála um
það, að eðlilegt sé að fylgjast
með framvindunni á hverjum
tíma og endurskoðun varnar-
samningsins geti því farið fram
hvenær sem er. Hún stendur nú
yfir, og áreiðanlega eru stjórnar-
andstöðuflokkarniir fúsir til
fylista samráðs við framsóknar-
menn og Samtök frjálslyndra og
vinstri manna um aðild að þeirri
endurskoðun, auðvitað að þvi
áskiildu, að kommúnistar komi
þar hvergi nærri. Þeir hafa hvort
eð eir lýst yfir andstöðu við aðild
okkar að Atlainitshafsbandal'aginu
og eiga þvi ekkert eriindi í neina
samningagerð víð bandalagið eða
um varnir Landsins yfirfeitt, sem
þeir viLja hvort sem er engar
hafa.
Bréfritari fær ekki betur séð
en eina von Framsóknarflokks-
ins til að ná tökum á meðferð ut-
anríkismálanna sé sú, sem hér
er á bent, að taka upp náið sam
starf við stjórnarandstöðuna. Og
svo mikið er nú í húfi fyrir heill
þjóðarinnar. í bráð og lengd, að
enginn efi er á því, að stjórnar-
andstæðingar vilja leggja sitt af
mörkum til að bjarga því, sem
bjargað verður.