Morgunblaðið - 23.09.1973, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLADIÐ — SUNNUDAGUR 23. SEPTEMBER 1973
velvakandi
Velvakand; svarar í s;ma
miOC rrá mánudegi til
föstudags ki. 14—15.
^ Þegar fonnaðurinn fór
til Chile
„Skeggi,“ skrifar:
„Svokallaður formaður AJ-
þýðubandalagsdms, Ragnar Am-
alds, ræðst með offorsi á þrjá
fréttamenn hljóðvarps og sjón
varps fyrir að hafa skýrt frá
atburðum í Chile á sama hátt
og öll virtustu blöð heimsins í
hinum lýðfrjálsu löndum, en
ekki á sama hátt og t.d. í ríkds-
útvarpinu í Austur-Berlán og
Moskvu. Árásin er gerð í höf-
uðmálgagni heiðarleikans og
siigurtákn: sannleikans, Þjóðvilj
anium.
Formanninum svonefnda var
boðið í ferðalag til Chile í fyrra.
Þegar hann kom til baka, lét
hann birta eftir sér bamaleigan
samsetning í Þjóðviljanum.
Hann var ekki til annars en að
brosa að, því að hann hefði
gleypt gagnrýnilaust við öliu,
eins og hver annar saklaus og
bláeygður kommúnistadrengur
á ferðalagi í alræðisrlki. Mikill
munur var á ferðaroliu Ragn-
ars og ferðabókum Magnúsar
Kjartanssonar, því að bæði er
Magnús miklu skarpari og rit-
færari, auk þess sem saman-
burður leiðir í ljós alilverulegan
Félag matreiðslumanna
Almennur félagsfundur verður haldinn þriðjudag-
inn 25. þ.m. að Óðinsgötu 7 kl. 3:30.
FUNDAREFNI:
Sumarhúsin.
Önnur mál.
STJÓRNIN.
Til sölu
Mercedes Benz 250, árg. 1969, í góðu ásigkomulagi.
Verður til sýnis að Lágmúla 9 mánudag og þriðju-
dag.
BRÆÐURNIR ORMSSON HF,
Lágmúla 9.
greindarmun. Sameiginiegt báð
um er þó blind ofsatrú á bolsi-
vismann, sem réttlætir allt, og
kemur það í ljós í skrifum
þeirra beggja. Chile-þvæla Ragn
ars i Þjóðviljanum á sínum
tima var full af missögnum,
misskiinimgl og hvers konar
einkennilegheitum, sem ekki er
að furða, þegar ókunnugur mað
ur í ókunnu landi lætur komm-
únista matreiða sannleikann of-
an í siig og fer síðan sjálfur að
laga hann handa löndum sinum
í sjálfum Þjóðviljanium.
Um áramótin spurði blað
nokkurt ýmsa menn að því,
hvað þeim væri minnisstæðast
frá l'iðnu ári, og meðal þeirra
var Ragnar „formaður“. Hann
mundi helzt eftir Chileför sinni,
sem honum hafði orðið mikið
um, og í því sambandi fór hann
með mærðarfulM hræsni að
kvarta undan því, hve frétta-
flutniingur hér á landi væri
vafasamur. Ferðalagið hefði
helzt kenmt sér að taka vara á
almennum fréttum, og einkum
þó útleggiingum þeirra.
Þetta þótti þeim, sem lesið
höfðu Chile-férðasöguna i Þjóð
viljanum, koma úr hörðustu átt.
Það var ekki nög með, að þar
væri mjög vafasamur sanmleik
ur á borð borinn, heldur var
beinlínis gripið til ómerkilegra
falisana. Til dæmis var birt yfir
litsmynd eða tafLa úr „Spiegel".
I hinu þýzka tímariti hafðd ver
ið raðað upp hlið við hl'ið öllu,
sem telja mætti jákvætt við
stjóm Allendes, og hinu, er telj
ast yrðd neikvætt. Neikvæða
hliðin var yfirgnæfaindi. En
hvað gerði Ragnar „formaður"
og Þjóðvilji'nn? Neikvæða hllð
in var kldppt í burtu og aðeins
sú jákvæða sýnd!
Svo ætlar þessd maður, og
það I þessu blaði, að ráðast á
opinbera starfsmenn rikisút-
ROSENGREIVS VIÐURKENNDAR 1 I ! m l
ELDTRAUSTAR
— fyrir kyndiklefa — hvar sem eldvörn þarf i \ i' i
— Standard stærðir i 1
— Sérstærðir 3 ■ ■
SÆNSK GÆÐAVARA i
VIOURKENNING MUNAMALASTOFNUNAR RlKISINS. .
E. TH. MATHIESEN H.F.
SUÐURGÖTU 23 HAFNARFIRÐI — SÍMI 50152 Éfi
ililiiill
, Ú
T
' y.
:
■
f
'z < -/-
11 i
i
■
0(
HjMi
•s
wm .
1 ■ i i /£- wmm
lllil
I
...........
varpsims fyrir óheiðarlegan
fréttaflutniinig og fréttaskýring-
ar!
Verði þeim að góðu.
Skeggi.“
0 Fyrsta greinin brotin
Vagfarandi benti Velvakanda
á, að aðfairanótt föstudags (lík-
lega) hefði grein verið brotin
af reyndtré í Bæjarfógetagarðin-
um, alveg við homið á Kirkju-
stræti og Aðalstræti. Þar með
hefur fyrsta skemmdarverkið
verið umnið á þessum fallega
stað, síðan lokið var við að lag
færa hann. Vonandd fé trén að
vera í friðd, að ebki sé talað um
legsteimana.
Þegar Velvakandi og vegfar-
ahdi vom að tala þama samam
á föstudaginn, fannst þeim, að
verkið hlyti að hafa venið unnið
nóttina áður. En er að viita,
nema það hafi verið igert fyrr
um daginn — i björtu og manna
umferð? Þeir, sem oft eiiga leið
'um bæinin, verða stund um vitni
að leiðinda atvikum, sem veg-
farendur þykjast ekki sjá og
viilja greiiniiega alls ekki skipta
sér af . Pörupilitar og skemmd-
arvairgar komast upp með alls
konar uppivöðsluhátt og
skemmdarverk, af þvi að eng
imin hefur f.ramtak í sér til að
stöðva þá. Menn vita af reynsl-
unni, að fyrir afskiptasemina
fá þeir ekki annað en áreitnd og
ljótan muininsöfnuð, meðan aðr
ir líta undan.
0 Fylliríisakstur sovézku
sendiráðsstarfs-
mannanna
„Embættismaður“, s'krifar:
„Er nú ebki komið nóg aí
því, að drukknir starfsmenn so-
vézka sendiráðsins séu að
stofna lífi íslendinga I hættu
með akstri sdnum ? Getur
tenigdaswnur sjálfs Grettskós,
hdnn nýi ambasisador, vlrkilega
ekki bremsað þetta fylHird af?
Hafa menin gleymt þvi, að eitt
fyrsta verk sovézkra sendi-ráðs
starfsmanna hér, þegar sendi-
ráðdð var stofinað á sinum tíma,
var að aka yfir mann og drepa
hann? Hvað finnst mönnum um
akstur og bilveltu hinna for-
druikknu diplómata skammt frá
Reykjavík nú fyrir skemmstu
og neitun tryg.giingafélaigsins að
afhenda lögregiunni skýrsluna?
Hafa sendiráðsstarfsmeinndrniir
ekki Skemmt nógu rnarga bíla
umhverfis byiggingar sínar,
samanber heljarakstur dipló-
matsins í Vesturbænum fyriir
nokkrum mánuðum, þegor hann
að dobum ætlaði að múta veg-
farendum til að þegja með 70
þúsund krónum í seðium? Ætla
þessir hundrað sovézku sendi-
ráðsmenn að hafa sama siðinn
i bílakstrl og landar þedrra í
fliugumferð hér yfir Islandl og
við Itandið, þegar sovézku flug-
vélamar koma skyndilega æð-
andi, án þes að gera vart vdð
sig, einar allra, inn á alþjóðleg-
ar flugleiðir? Vita menn, að
hvað eftir annað hefur legið við
stórslysum vegna þessa athæf-
is? Samrt munu flugstjórarndr
vera ófullir. Ætlar utanríkisráð
herra að hleypa fleiri njósnur-
um frá Sovét inn I iamdlð í
skjóM diplómataréttiinda, sem
sovézkir senddráðsstarfsmenn
hér hafa einiir af öiium diplómöt
um misnotað, auk hinna tékkn-
esbu, svo sem sannað hefur ver
ið?
Embættismaður."
0 Fyrirspurn
„Embættdsmaður“ sá, sem
sendi bréfið hér að ofan, lætur
eftirfarandi fyrirspum fylgja:
„Hvers vegna er það látið ó-
áitalið af yfirmönmum Hannesar
Jónssonar, blaðafulltrúa, að
hann kalli sig „embættismamn"
og tali um konitór sdnn sern
,,embættið“ og „embætti mitt"?
Svar óskast hið fyrsta.1*