Morgunblaðið - 18.10.1973, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 18.10.1973, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 1973 7 Bridge Eftirfarandi spil er frá leiknum milli Irlands og Finnlands á Evrópumótinu 1973. Norður. S. A -4 H. A-10-7-3 T. G-9 L. G-10-6-5-4 Vestur. S. 10-9-6-2 H. K-G-8-4 T. D-10-7 L. 9-3 Austur. S. G-8-5-3 H. 9-6-5-2 T. A-K-5-3-2 L. — Suður. S. K-D-7 H. D T. 8-6-4 L. A-K-D-8-7-2 Við annað borðið sátu finnsku spilararnir f N—S og sögðu þann- ig: Suður: Norður: 11 1 hj. 21 3 gr. Austur lét út tígul 5 og A—V fengu 5 slagi og spilið varð einn niður. Irsku spilarnir við hitt borðið sögðu þannig: Suður: Norður: 11 1 hj. 21 31 3 gr. pass Hér voru írsku spilararnir heppnir, því að vestur fann ekki bezta útspilið og lét út spaða 9. Sagnhafi fékk 10 slagi og Irland græddi 480 á spilinu og fékk fyrir það 10 stig. ,Y .. A FRÉTTIR Aðalritari Hjálpræðishersins, K.A. Solhaug og kona hans eru hér á landi um þessar mundir. Hann talar á samkomum Hjálp- ræðishersins n.k. föstudag, laugardag og sunnudag. Solhaug ofursti starfaði hér á íslandi á stríðsárunum og hefur komið hingað nokkrum sinnum síðan. PENNAVINIR Ingemar Ekström, V al lavágen 89, 13641 Handen, Sverige. Hann er sextán ára. Áhugamál hans eru fiskveiðar og knatt- spyrna, og hann óskar eftir að skrifast á við strák á sínum aldri með sömu áhugamál. Hann skrif- ar á ensku og sænsku. Bandarfkin Mrs. Gladys L. Napier, 384, Colebourne Road, Rochester, New York, U.S.A. Hún er liðlega fertug húsmóðir og óskar eftir bréfaskiptum við konu á sfnum aldri, helzt móður. Bangladesh Taimur Hussain, 314, Dhanmandi R/A, Road No: 26, Dacca — 5, Bangladesh. Óskar eftir bréfaskiptum við islenzka táninga. Er í gagnfræða- skóla. Ahugamál hans eru: Tón- hst, bókalestur, frímerkjasöfnun og bréfaskriftir. Smávarningur Bifreið nam staðar við gang- stéttarbrún, og ökumaðurinn fleygði tómum sígarettupakka út á gangstéttina. Kona, sem þarna var á gangi nam staðar, tók pakk- ann upp og spurði ökumanninn: — Afsakið, vanhagar yður ekki um þetta? — Nei, var svarið. — Ekki okkur hin heldur, sagði konan og þeytti pakkanum inn um bílgluggann aftur. DAGBÓK BAKWWA.. Þýtur í skóginum — Eftir Kenneth Grahame 2. kafli — Þjóðvegurinn Eftir allt ferska loftið og tilbreytinguna, svaf froskur eins og steinn, og þar var gersamlega ómögu- legt að vekja hann næsta morgun. Moldvarpan og rottan fóru.því einar á stjá og á meðan rottan sinnti hestinum, kveikti eld og þvoði upp diskaog bolla frá kvöldverðinum og tók til morgunverð, labbaði moldvarpan til næsta þorps, sem var góður spölur, til að sækja mjólk, egg og ýmsar nauðsynjar, sem froskur hafði auðvitað gleymt. Morgunverkunum var öllum lokið og bæði moldvarpan og rottan voru uppgefnar og höfðu lagzt fyrir til að hvíla sig, þegar froskur birtist, útsofinn og hress. Hann fór strax að hafa orð á því, hve þetta væri miklu auðveldara og fyrirhafnarminna líf. Það væri einhver munur á því og öllum áhyggjunum og þreytuverkjunum, sem fylgdu húsverkunum. FRAMHALDSSAGAN Ferðalagið gekk vel þann daginn. Þau fóru yfir holt og hæðir, eftir mjóum götum og um kvöldið völdu þau sér náttstað uppi á heiði. En í þetta sinn sáu gestirnir tveir um það, að froskur tæki að sér sinn hluta af verkunum. Af því leiddi, að froskur talaði ekki eins mikið um það næsta morgun, hve fyrirh-afnarlítið líf ferðalagsins væri. Hann gerði meira að segja tilraun til að skríða aftur upp í bólið sitt, en var dreginn fram úr aftur með valdi. Eins og fyrr lá leið þeirra eftir mjóum götum og akvegum og það var ekki fyrr en síðari hluta dagsins, sem þau komust út á þjóðveginn, og það var fyrst þá, sem þau tóku eftir honum. Þar beið þeirra ógæfan, sem dundi yfir, áður en nokkurn varöi, Ogæfa, sem hafði örlagaríkar afleiðingar hvað varðaði þetta ferðalag og engu að siður örlagaríkar afleiðingar varðandi alla framtíð frosks. Þau óku léttilega eftir þjóðveginum, moldvarpan vappaði við hliðina á hestinum og spjallaði við hann, því hesturinn hafði kvartað undan því, að hann væri hafður útundan og enginn tæki nokkurt tillit til hans. Froskur og vatnsrottan gengu á eftir vagnin- um og spjölluðu saman. Eða öllu heldur: froskur talaði og rottan sagði með vissu millibili: ,,Já, ein- mitt, og hvað sagðir þú þá?“ en hún var að hugsa um allt annað. Þá heyrðist skyndilega að baki þeirra undarlegur dynur, sem gat jafnvel minnt á býflugna- Sportveiði maðurinn Hér sérð þú andlitsmynd ánægðs sportveiðimanns, sem var rétt „að fá 'ann". Fljótt á litið virðist hann eins á myndunum átta, en í raun eru aðeins tvær mynd anna nákvæmlega eins. Getur þú fundið þær? THAN<5, CHUCK...I JltfTHOPE THATOL' 5N00P UPTHERE P0E$N'T $N0RE TD0 L0UP... 9-2.9 1) Góða nótt, Kata. Sofðu 2) Takk, Kalli. Ég vona bara 3)---------------------- vel. að Snati kallinn hrjóti ekki of hátt þama uppi. 4) Aður en þú ferð að sofa, gamli vin, hvernig væri þá að slökkva á tunglinu?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.