Morgunblaðið - 18.10.1973, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 18.10.1973, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. OKTOBER 1973 25 Inncð^^^nlMiffinu xjötoiupá Jeane Dixon Spáin er fyrir daginn f dag Hrúturinn 21. marz —19. aprfl Þér verður stundum á að segja það ( fljótfærni, sem þú sérð eftir, um leið og þú hefur sleppt orðinu. Montið og frekt fólk á eftir að ergja þig í dag, en þú skalt sýna því f tvo heimana, svo að það geri sér Ijóst, hver það er, sem raunverulega hefur töglin og hagldirnar. Nautið 20. aprfl — 20. maf Þér mun berast ýmislegt til eyra í dag, og mun sumt af því stangast á við annað, sem þú hefur áður haldið rétt vera. Taktu hlutunum með ró, og láttu ekki áþig fá, þótt einhver, sem þú hefur áður treyst, verði ber að lygi. Tvfburarnir 21. maí — 20. júní Fátt verður til þess að koma þér úr jafnvægi f dag. Taktu til endurskoðunar einhverja sleggjudóma, sem þér hefur orðið á að fella. Reyndu að fá fólkið kringum þig til að gera eitthvað að gagni, en til þess þarftu að beita lagni. Krabbinn 21. júnf — 22. júlf Haltu þig við efnið, og láttu ekki hugfallast, þótt ekki gangi þér eins vel og þú hafðir búizt við. Huggaðu þig við það, að ekki er öllum sama um velferð þína. Gættu þess að komast ekki I hugaræsing eða lend f illdeilum. Ljónið 23. júlí — 22. ágúst Þær breytingar, sem verða kunna f dag, eru þér áreiðanlega til hagsbóta, þannig að þú skalt taka þeim fegins hendi. Þú ert talsvert á milli tannanna á fólki um þessar mundir, og ættir að skoða hug þinn — ef verða mætti til þess, að þú bættir ráð þitt. Mærin 22. ágúst — 22. september Hugsaðu þig tvisvar um, áður en þú tekur mikilvæga ákvörðun f dag. Láttu framkvæmdirnar bfða — séfstaklega þær, sem snerta fjár- málin. Notaðu tfmann til að safna upplýsingum, sem þú þarft nauðsynlega að hafa við höndina f öllum þeim önnum, sem fram- undan eru hjá þér._______________________________ Vogin 23. september — 22. október Þú ert stundum nokkuð lengi að taka ákvarðanir, og vill það stundum spilla fyrir þvl, að þú getir fullnýtt þá möguleika, sem þú hefðir annars f hendi þér. Ef þú heldur vel á spöðunum, eru Ifkur á, að þér takist að koma ýmsu þörfu til leiðar f dag. Drekinn 23. október — 21. nóvember Viðhorf þln verða stöðugt jákvæðari, og ef þessum sökum er trúlegt, að mörg vandamál leysist Tilviljun kann að ráða heppilegri þróun mála f dag, en gættu þess að taka engar ákvarðanir nema að vel athugaðu máli. 1 m Bogmaðurinn 23. nóvember — 21. desember ÞaS mun vefjast fyrlr þér í dag, hvort rétt sé, að þú takir ábyrgð, frumkvæði og ákvarðanir. Þú skalt gæta þess, að fólk I nánasta umhverfi þlnu notfæri sér ekki dsérhlffni þlna og góðmennsku. Mundu, að það er ekki vlst, að þú gerir þvl neinn greiða með slfku. w. Steingeitin 22. desember — 19. janúar Þú ert bókstaflega með sjálfa(n) þig á heiianum i dag, og það er kannski eins gott. þvi að enginn annar hefur áhuga á fyrirbærinu. Samt væri ágælt fyrir þig að reyna að koma einhverju I verk, svo að þérvinnst tfmi til að njótah vfldar seinni hlutadags. |i Vatnsberinn 20. janúar — 18. febrúar Haltu friðinn og reyndu að miðla málum, þar sem kann að vera þörf. Persónuleg áhugamál þln eru undir mjög jákvæðum áhrifum I dag, og ættir þú að gefa þér góðan tfma til að sinna þeim. Láttu ekki utanaðkomandi áhrif spilla sálarró þinni. Fiskarnir 19. febrúar — 20. marz Framavonir þlnar byggjast á því, að þér takist að bæta sjálfa(n) þig, og það verður ekki gert nema með sjálfsgagnrýni og einlægum vilja. Vertu ekki að eltast við það álit, sem þú heldur að aðrir hafi á þér, en reyndu að vera f sátt við sjálfa(n) þig. LESItl _—-— Mí eru oxuttm»a- ~ “ir-j ■■ internallonat Scout jeppi. Sjálfskipting, vél V—8. Uppl. hjá Þórarni Jónssyni og Jakob Hólm. * Jll JÓN LOFTSSON HE Hringbraut 121 10-600 DnoLEcn • w í badherbergid Baðtjöld í úrvali, stangir og hringir f. bað- tjöld. Baðmottur tilbúnar og í metratali. Mottur ofan í baðker, baðburstar baðvogir. J. borláksson & Norffmann h/f ^VILJIRÐU ÞAÐ GOTT er i Reykjavík... vera frjáls, slappa af í næði, eða þá hitta kunningja — í setustofu, veitingasal eða á batnum — þá er að leita til Hótel Esju. Þangað er auðvelt að komast án þess að aka erfiðar umferðargötur, og biðstöð strætisvagna er rétt við hótelið. undlaugarnar og Iþróttahöllin í Laugardal, verzlanir og skemmtistaðir af ýmsu tagi næsta nágrenni. Næsta heimsókn staðinn verður skemmtileg tilbreyting og góð hvíld. VELKOMIN Á HÓTEL ESJU #HOTE ÐURLANDSBRAUT 2 -SIMI 82200

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.