Morgunblaðið - 18.10.1973, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 18.10.1973, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. OKTOBER 1973 31 Landgrunnsmæling- um lýkur á árinu Á fjárlögum ríkisstjórnarinnar fyrir árið 1974 eru Rannsókna- ráði rfkisins ætlaðar 18.9 milljón- ir kr. Af þessum 18.9 milljónum eiga 10 milljónir að renna til landgrunnsrannsókna við ts- land, en þær hafa nú staðið yfir f tvö ár. Á þessu ári þurfti að veita Rannsóknaráðinu nokkra um- framf járveitingu til þess, að hægt væri að ljúka mælingum á land- grunninu, en þær hafa verið gerðar um borð í flutningaskip- inu Isborgu. Steingrímur Hermannsson framkvæmdastjóri Rannsókna- ráðs ríkisins sagði í samtali við Morgunblaðið i gær, að frummæl- ingum á landgrunninu væri nú að ljúka, en aðalúrvinnsla mæling- anna færi fram á næsta ári. Land- grunnsmælingarnar væru gerðar í samvinnu við Bandarikjamenn og væru aðallega fólgnar í segul- mælingum og skjálftamælingum. Skjálftamælingarnar eru fram- kvæmdar með því að sprengja litlar sprengjur í sjónum, siðan eru bylgjurnar, sem koma frá sprengjunni, mældar um borð í skipinu. Þá eru einnig gerðar botnrannsóknir. Flutningaskipið Isborg hefur verið leigt til þessara starfa af landgrunnsnefnd. Um borð í skipinu hafa verið vfsindamenn frá Sjómælingum, Orkustofnun, Hafrannsóknastofnuninni og Raunvísindastofnuninni. I sumar þurfti að veita Rann- sóknaráðinu nokkra umframfjár- veitingu til þess, að hægt væri að ljúka rannsóknum þeim, sem fram fóru um borð í ísborg á þessu ári. Islenzka ríkið veitti til þess 2.6 milljónir og Bandarikja- stjórn veitti fé á móti. Niðurstöður vegna landgrunns- mælinganna liggja vart fyrir, fyrr en næsta haust. Bandaríkjamenn böl- sýnir í Gallupkönnun Þakkar aðstoð Hilmar Sigurbjartsson, ungi maðurinn, sem lenti í því slysi s.l. sumar að missa bæði hönd og fót kom að máli við Mbl. eigi alls fyrir löngu og bað um kveðju til allra, sem styrkt hafa hann í veik- indunum og sérstakar þakkir til starfsfólks Borgarspítalans. Princeton, New Jersey, 15. október-AP. BANDARlKJAMENN hafa löngum verið sagðir menn barnlega bjartsýnir og trúaðir á Arsfundur FJORÐI ársfundur Hafnasam- bands sveitarfélaga verður hald- inn að Hótel Sögu, föstudaginn 19. okt. nk. og mun samgönguráð- herra, Björn Jónsson, flytja ávarp við setningu fundarins. Auk venjulegra ársfundar- starfa verður á fundinum fjallað um samræmingu á eyðublöðum hafna og framkvæmdaáætlanir um hafnargerðir. Þá verða lögð fram á fundinum ýmis gögn varð- andi þýðingu hafnanna og hlut- verk þeirra. Til starfa í Arabaríki EKKI er hægt að segja, að þetta sé beinlínis friðsamlegasti staðurinn, sem þú ferð til, sagði Mbl. í gær I símtali við Bjarna Gfslason fjarskiptasérfræðing, en hann ætlaði að leggja af stað í dag til Arabaríkisins Lybíu, þar sem hinn vígreifi Kadaffi ræður ríkjum. Þar mun Bjarni starfa um eins árs skeið, ef ekki koma til óvænt atvik, sem breyta þeirri áætlun. Fer Bjarni til Lybíu á vegum Alþjóðaflugmálastofn- unarinnar ICAO og verður í höfuðborginni Tripoli. Þetta er búið að eiga sér nokkurn aðdraganda sagði Bjarni, og nú verður ekki aftur snúið, enda er það ekki ofar- lega f mér, þó að ástandið þarna suður frá sé eins og raun ber vitni. — Eg fer til Lybíu á veg- um IACAO og mun starfa þar sem ráðunautur á sviði flug- fjarskipta, en sem slíkur sér- fræðingur fór ég fyrir allmörg- um árum austur til Thailands. Héðan fer ég fyrst til Kaup- mannahafnar og síðan til Tripoli um Rómaborg. Ég von- ast til að vera kominn til starfa syðra innan fárra daga. Bjarni Gíslason hefur mjög haldgóða þekkingu á sviði flug- fjarskipta. Hann var um 17 ára skeið stöðvarstjóri í fjarskipta stöðinni í Gufunesi. Nú síðari árin hefur hann starfað hjá ís- lenzku flugfélögunum á sviði fjarskiptaþjónustunnar. Kona Bjarna er frú Guðný Gestsdótt- ir. Hún mun að minnsta kosti ekki fara suður til Lybiu — fyrr en ég hefi kannað allar aðstæður þar, sagði Bjarni að lokum. Sýnir á Mokka RlKHARÐUR Hjálmarsson opn- aði málverkasýningu á Mokka fyrir skömmu. A Mokka sýnir hann 18 olíupastell myndir, sem allar eru málaðar á þessu ári. Hann hefur lengi fengist við að mála, en lítinn tíma haft til þess fyrr en nú. Sýningin verður opin til 4. nóvember. 16 myndanna eru til sölu og er verð þeirra 4—10 þúsund kr. ágæti sfns lands og sinna lffs- hátta. Sá tfmi virðist liðin tfð. Ný skoðanakönnun Gallupstofnunar- innar hefur leitt f ljós, að Bandarfkjamenn eru að verða svartsýnni og svartsýnni. Á siðasta áratug hefur hlutfall þeirra Bandaríkjamanna, sem eru ánægðir með þær framtíðar- horfur, sem blasa við þeim og fjölskyldum þeirra, minnkað um 11%, þ.e. fallið úr 64% Í53%. Samkvæmt niðurstöðum könn unarinnar eru eftirtaldir þættir stærstir f þessari auknu svart- sýni: I fyrsta lagi aukn- ar áhyggjur almennings af stöðu heiðarleika banda- rfsku þjóðarinnar, í öðru lagi minnkandi traust manna á hinum hefðbundnu stofnunum landsins, í þriðja lagi minna traust á stjórn ríkisins, og í fjórða lagi áhyggjur út af lausn ýmissa þjóðfélagsvandamála (og þar er hækkandi verðlag stærsti liðurinn). Samkvæmt könnuninni telja 67% bandarísku þjóðarinnar að 'svartsýnin stafi beint af Water- gate-hneykslinu og eftirleik þess. Brú yfir Álftafjörð? Mikill áhugi er nú fyrir því á Snæfellsnesi, að Álftafjörður verði brúaður, og í því skyni hefir undanfarið farið fram rannsókn á jarðvegi og brúar- stæði og mun hún nú langt komin. Vegurinn yfir Álftaf jörð hef- ir oft verið erfiður á vetrum, eins er hætt við skriðuföllum í miklum rigningum og varan- legur vegur hefur ekki verið lagður f kringum f jörðinn. Sjúkrahúsið á Stykkishólmi er nú i ágætu ástandi bæði hvað umönnun sjúklinga og allan tækjaútbúnað snertir. Tekur það í vaxandi mæli á móti sjúkl- ingum úr Dalasýslu, og hefur það komið fyrir, að ekki hefur reynzt kleift að koma sjúkl- ingum til Stykkishólms vegna erfiðs vegar kringum Alfta- fjörð. Brú á Alftafjörð tryggir að þessu leyti öruggari ferðir með sjúklinga, og er það eitt út af fyrir sig þungt á metunum. Þá má líka geta þess, að vegur- inn styttist mjög, og samgöngur við Skógaströnd og Dali verða allt aðrar og betri, en vegur um Skógaströnd og Dali er jafnan greiðfær allt árið. Vonandi verður þess ekki langt að biða, að þessi framkvæmt hefjist. Fréttaritari. Efri myndin: Brúarstæði yfir Álftafjörð. Neðri myndin: V egalengdin fyrir Álftafjörð styttist mikið. Heildaraflinn orðinn 151 þús. lestum meiri Heildarafli landsmanna var orðinn 812.663 lestir f lok septem- ber, en á sama tfma f fyrra var heildaraflinn 661.391 lest. Heildaraflinn er því 151.272 lestum meiri fyrstu nfu mánuði þessa árs en fyrstu níu mánuðina í fyrra. Munar hér mest um loðnuaflann, sem að þessu sinni varð 436.841 lest á móti 277.655 lestum 1972. I frétt frá Fiskifélagi Islands segir, að þorskafli báta sé nú 251.724 lestir, en hafi verið í fyrra 292.789 lestir, eða 41.065 lestum meiri. Aftur á móti er nú afli togara 72.482 lestir, en var í fyrra á sama tima 52.486 lestir eða 19.996 lestum minni. Hér munar að sjálfsögðu mest um skuttog- arana, en segja má, að þeim fari nú dagfjölgandi. Síldaraflinn i ár var 30. sept- ember orðinn 30.677 lestir, en var í fyrra 26.378 lestir. Langmestur hluti sildarinnar er fenginn í Norðursjó. Rækjuaflinn er nú orðinn 4.298 lestir, en var í fyrra 3.602 lestir, og er hér um tölu- verða aukingu að ræða. Aftur á móti minnkar hörpudisks- og humarafli. Hörpudisksaflinn fór úr 3.962 lestum f 2.188 lestir og humaraflinn úr 3.896 lestum i 2.875- lestir. Annar afli, eins og spærlingur, makríll og kolmunni, er nú 11.578 lestir, en var i fyrra 623 lestir. Samkvæmt þessum tölum ætlar þetta ár að verða sjávarút- veginum mjög gjöfult, hvað tonnaf jöldann snertir, en Is- lendingar hafa ekki veitt yfir 800 þús. lestir af fiski síðan á síldar- árunum. Kynningarfimdur AA-manna A.A.-félagar i Reykjavik halda opinn kynningarfund í Austur- bæjarbfói laugardaginn 20. okt. nk. kl. 14, og mun á þeim fundi verða leitazt við að gefa sem sannasta mynd af starf- semi samtakanna og þeim aðferð- um, sem A.A.-menn beita til að losna úr viðjum ofdrykkjunnar. I dreifibréfi frá samstarfsnefnd A.A.-samtakanna á Islandi um þennan fund segir m.a.: „Markmið A.A.-manna er að- eins eitt: Að lifa lifinu án áfengis og hjálpa öðrum, sem vilja losna úr vítahring ofdrykkjunnar, til að gera slíkt hið sama. Við A.A.- menn teljum okkur eiga þakklæt- isskuld að gjalda fyrir þann árangur, sem við höfum náð og gjörbreytt hefur lífi okkar f lestra til hins betra. Við lítum svo á, að þá skuld fáum við bezt goldið með því að stuðla að aukinni vitneskju og bættum skilningi á starfsemi okkar og aðferðum, ekki sízt vegna þess, að ennþá gætir óæski- legs misskilnings meðal almenn- ings um eðli A.A.-samtakanna. Þegar ofdrykkjumaður óskar eftir hjálp, viljum við, að A.A sé til taks, og í því máli ber hver og einn okkar sína ábyrgð. En til þess, að svo megi verða, þarf of- drykkjumaðurinn. og fjölskylda hans að vita hvar við erum og hvernig við erum. Þess vegna biðjum við yður að sitja með okkur fundinn í Austur- bæjarbíói." Samstarfsnefndin hefur á þessu ári látið prenta lítinn bækl- ing um stöðu og starf A.A.-sam- takanna i samfélaginu. Einnig hefur nefndin látið gera lista með 12 spurningum, sem hver og einn á að svara fyrir sjálfan sig til að gera sér grein fyrir þvi, hvort hann á við áfengisvandamál að stríða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.