Morgunblaðið - 18.10.1973, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 1973
Þorvaldur Garðar Kristjánsson o.fl.;
Sjónvarp komi á af-
skekkta sveitabæi
Tvær þingsályktunartillögur
hafa verið fluttar á Alþingi, sem
báðar miða að því, að endurvarps-
stöðvum fyrir sjónvarp verði
komið upp, svo að sjönvarpssend-
ingar náist frá sveitabæjum, sem
nú njóta óhæfra eða engra sjón-
varpsskilyrða. Var önnur tillag-
1 UMRÆÐUM í efri deild í gær
um að framlengja gildistfma nú-
gildandi laga um bann gegn veið-
um með botnvörpu og flotvörpu
til áramóta beindu þeir Jón Ama-
son (S) og Jón Ármann Héðins-
son (A) fyrirspurnum til ráð-
herra um, hvort fyrirhugað væri
að efla eftirlit með fiskveiðum
nálægt landi, svo sem á Faxaflóa,
þar sem skip Landhelgisgæslunn-
ar yrðu nú að einbeita sér að því
að verja fiskveiðilögsöguna
lengra frá landi. Lúðvík Jóseps-
son, sjávarútvegsráðherra sagði,
að um það hefði verið rætt að ráða
an, sem flutt er af Þorvaldi Garð-
ari Kristjánssyni og fleiri sjálf-
stæðismönnum, einnig flutt á sfð-
asta þingi, en fékkst ekki af-
greidd þá. Nú hafa Steingrímur
Hermannsson (F) og nokkrir
samflokksmenn hans einnig flutt
tillögu um sama efni.
nokkra sérstaka eftirlitsmenn til
þessa eftirlits en ekki hefðu verið
teknar ákvarðanir f málinu.
Fyrst kom til umræðu í efri
deild frumvarp til laga um hús-
byggingar á vegum Viðlagasjóðs
eða Vestmannaeyjakaupstaðar,
og er þar um að ræða staðfestingu
á bráðabirgðalögum, sem sett
voru um þetta efni 4. mai í vor.
Björn Jónsson, félagsmálaráð-
herra mælti fyrir frumvarpinu,
en var því síðan vísað til 2. um-
ræðu og félagsmálanefndar.
Þá var á dagskrá frumvarpið
Framhald á bls. 18
Tillaga sjálfstæðismannanna er
svohljóðandi:
„Alþingi ályktar að fela ríkis-
stjórninni að hlutast til um, að
Ríkisútvarpið komi upp endur-
varpsstöðvum fyrir þá sveitabæi,
sem nú njóta ónothæfra eða engra
sjónvarpsskilyrða. Ríkisstjórnin
afli sérstaks fjármagns í þessu
skyni, og stefnt verði að því að
ljúka framkvæmd þessari innan
tveggja ára.“
í greinargerð með tillögunni
kemur fram, að samkvæmt
yfirliti, sem Landssíminn hefur
gert, voru í febrúar s.I. 472 sveita-
bæir á landinu, sem nutu ónot-
hæfra eða engra sjónvarpsskil-
yrða, en þessum bæjum mun hafa
fækkað eitthvað síðan. Sam-
kvæmt yfirlitinu mun þurfa um
150 endurvarpsstöðvar til að
koma þessum bæjum í sjónvarps-
samband. Þegar könnunin var
gerð, var talið, að hver endur-
varpsstöð mundi kosta 1 milljón
króna. Sú upphæð mun eitthvað
hafa hækkað vegna verðbólg-
unnar. Ennfremur segir í greinar-
gerðinni:
„Öþarft er að fara orðum um
mikilvægi sjónvarpsins og menn-
ingarlegt hlutverk þess í þjóðlíf-
Framhald á bls. 18.
mwnci
Lúðvfk Jón Árnason Jón Ármann
Gæsla slök á mið-
unum uppi við land
Ný þingmál
Heyköggla-
verksmiðjur
Endurflutt er af ríkisstjórninni
frumvarp um heykögglaverk-
smiðjur ríkisins, en frumvarp
þetta hlaut ekki afgreiðslu á
síðasta þingi.
Framhaldsskóla-
nemendur við
framleiðslustörf
ÞRlR ÞINGMENN Alþýðu-
flokksins, Stefán Gunnlaugs-
son, Eggert G. Þorsteinsson og
Jón Armann Héðinsson flytja
þingsályktunartillögu um, að
ríkisstjórnin láti athuga hvort
unnt reynist að haga árlegum
kennslutíma í framhalds-
skólum í verstöðvum á Suð-
vesturlandi og annars staðar
þar sem þess er þörf, þannig, að
elztu nemendurnir geti. fengið
sig lausa frá skólanámi í marz
og apríl til að sinna fram-
leiðslustörfum.
Framhaldsnám
h júkrunarkvenn a
Fyrirspurn frá Þórarni Þór-
arinssyni (F) til menntamála-
ráðherra um, hvaða ráðstafanir
hafi verið fyrirhugaðar til að
tryggja hjúkrunarkonum
framhaldsnám við Háskóla
Islands.k
BILAMÁL RÁÐ-
HERRA
Á fundi neðri deildar Álþingis f
gær kom til fyrstu umræðu frum-
varp, sem Bjarni Guðnason (utan
fl.) flytur um breytingu á toll-
skrá, og felur breytingin það I
sér, að niður verði felld heimild
til að undanþiggja ráðherra og
sendiráðsstarfsmenn því að
greiðatolla af bílum sfnum.
I framsöguræðu sinni sagðist
Bjarni ekki gera ráð fyrir, að til-
lagan hefði nein úrslitaáhrif á
fjárreiður rikissjóðs, þótt sam-
þykkt yrði. Til að hagga því fjalli
þyrfti sjálfsagt stærri keppi.
Taldi þingmaðurinn það ósiðlegt,
að ráðherrarnir skömmtuðu sér
sjálfir þessi kostakjör í bílakaup-
um. Þá væru og sendiráðsstarfs-
menn fyrirleitt svo vel launaðir,
að óþarft væri að ginna menn til
þeirra starfa með því að láta þá fá
ódýra bíla.
Þar sem allir ráðherramir
hefðu nú keypt sér bíl (hér var
kallað inn í og sagt, að Bjami færi
með rangt mál, en hann skeytti
þvi engu og hélt bara áfram),
gætu ráðherrarnir stutt frum-
varpið, því að með því stuðluðu
þeir að því, að íhaldsmennirnir
gætu ekki fengið sér bíl líka, þeg-
ar þeir tækju við.
Fleiri tóku ekki til máls, og var
frumvarpinu vísað til 2. umræðu
og f járhags- og viðskiptanefndar.
Elín Pálmadóttir, borgarfulltrúi:
ELLIÐAÁRNAR —,
PERLA REYKJAVIKUR
Skipulagi
Elliðaársvæðis-
ins lokið í vor
Á fundi borgarstjórnar
Reykjavfkur fyrir skömmu
urðu nokkrar umræður um
framtfð EUiðaársvæðisins. I
ræðu EHnar Pálmadóttur (S)
kom fram, að mikið hefur verið
unnið til undirbúnings og
könnunar á gerð útivistar-
svæðis við árnar, þar sem
tryggt verði, að sérkenni
þeirra haldist og sá blær, sem
þær gefa borginni. Elfn rakti
einnig framtfðaráætlanir um
samfelldan fólkvang frá Elliða-
ám upp f Biáfjöll, sem tengdist
hinum stóra fólkvangi, sem
fyrirhugaður er á Reykjanesi.
Guðmundur G. Þórarinsson
(F) hóf þessar umræður með
framsöguorðum um tillögu
framsóknarmanna, sem gerði
ráð fyrir, að efnt yrði til sam-
keppni um skipulag Elliðaár-
svæðisins. Guðmundur rakti
þær hættur, sem stórar borgir
hefðu f för með sér fyrir um-
hverfið og hversu þess vegna
þyrfti að fara varlega með
EHiðaárnar og umhverfi þeirra.
Guðmundur ræddi einnig
nokkuð um uppfyllinguna í
Elliðavoginum, sem hann kvað
vera skipulagslausa og ekki
hægt að finna nema lauslega
uppdrætti að henni á skrif-
stofum borgarinnar.
Elfn Pálmadóttir (S) Ég
kveð mér hljóðs hér til þess að
gera nokkra grein fyrir þeim
störfum sem náttúruverndar-
nefnd Reykjavíkur hefur unnið
í sambandi við friðun Elliða-
ánna og umhverfi þeirra.
N áttúruverndarnef nd
Reykjavikur hefur að undan-
förnu unnið að því að fá út-
víkkuð og stækkuð útivistar-
svæði á höfuðborgarsvæðinu. I
upphafi þessa kjörtímabils var
hafizt handa um að reyna að ná
samkomulagi um fólkvang
þvert yfir Reykjanesskaga, og
voru haldnir nokkrir fundir
með sveitastjórnarmönnum og
náttúruverndarmönnum, sem
þarna eiga hlut að máli.
Þegar sýnt var, að hug-
myndin um stóra fólkvanginn
mundi taka nokkurn tfma, var
tekinn fyrir 1. áfangi, Bláfjalla-
fólkvangur svonefndur, og
hafði Náttúruverndamefnd
Reykjavíkur forgöngu um að ná
samkomulagi við þau sveitar-
félög, sem þar áttu land. Sá
hluti fólkvangsins er nú
kominn f gagnið og tekinn í
notkun sem útivistar-og skiða-
svæði. En unnið er að því að
undirbúa hann betur, m.a. með
lögn raflína þangað.
Bláfjallafólkvangur liggur,
sem kunnugt er, að Heiðmörk,
hinu fagra útivistarsvæði
borgarbúa, en milli merkur-
innar og borgarhverfanna, sem
teygja sig upp með Elliðaánum
báðum megin, Árbæjarhverfis
og Breiðholtshverfis, Iiggja
Rauðhólamir, aðgreind.ir frá af
votlendi og á, sem flæðiryfir að
vetrinum og er þá ófær vegfar-
endum. Náttúruverndarnefnd
Reykjavíkur hefur lagt kapp á
að fá Rauðhólana alla friðaða
sem fólkvang, svo þeir nýttust
sem útivistarsvæði. En
samningur þess aðila, sem enn
tekur efni úr hólunum, rennur
út um áramótin. Hefur náttúru-
verndarráð nú' skv. beiðni frá
náttúruvemdamefnd Reykja-
víkur, gengið lögformlega i að
lýsa Rauðhólana fólkvang með
auglýsingu f Lögbirtingablaði,
og verða þeir væntanlega
orðnir lýstur fólkvangur á
þessu ári.
Sá galli er þó á, að útivistar-
svæði þessi eru ekki aðgengi-
leg, nema komið sé á bflum úr
borginni. En haftið er ekki
stórt, sem hindrar eðlilega um-
ferð gangandi, ríðandi eða
hjólandi manna frá Elliðaár-
svæðinu. Þvf liggur nú fyrir
tillaga frá mér um það, að
þróunarstofnun og borgarverk-
fræðingi verði falið að finna
þarna gönguvegarstæði og
leggja göngubraut með brú yfir
ána, þannig að útivistarfólk
geti komizt gangandi eða á
hesti og reiðhjóli utan akvega
beint í Rauðhólana.
Verði svo, má auðveldlega
komast fótgangandi á grænum
blettum eða auðum svæðum
alla leið frá Laugardalssvæðinu
og græna svæðinu með Miklu-
brautinni eða þá úr Hljóm-
skálagarðinum og yfir öskju-
hlíðina, sem náttúruverndar-
nefnd fékk staðfest skipulag á
til útivistar og inn Fossvoginn
og upp með Elliðaánum yfir í
Rauðhólasvæðið. Ibúar hins
stóra Breiðholtshverfis komast
nú þegar gangandi yfir á þessa
leið á stokk Vatnsveitunnar,
sem lagður var yfir árnar með
samþykki náttúruverndar-
nefndar, er lagði áherzlu á, að
þar væri göngubrú um leið.
Arbæjarhverfi og þeim nýju
hverfum, sem væntanlega
verða ofan við, opnar slík
braut, greiða leið til útivistar-
svæðanna.
Ahugi fer nú mjög vaxandi á
útivist og sífellt læra fleiri
borgarbúar að meta það að fá
tækifæri til að komast út úr
þéttbýlinu og frá bílabrautum
og geta verið einir með
náttúrunni.
Sífellt stækkar sá hópur
borgarbúa, sem leggur í göngu-
ferðir út fyrir borgina um
helgar og hestamönnum
fjölgar, sem vilja nota helgar-
fríin til að ríða út, t.d. fer úti-
leguhópur upp með Elliða-
ánum. Það er því nauðsynlegt
að fólk eigi greiða leið, utan
bílabrauta út úr borginni og
yfir á útivistarsvæðin.
Ég sé, að fyrir þessum fundi
liggur einnig tillaga frá borgar-
fulltrúum Framsóknar-
flokksins, um að efnt verði til
stórrar samkeppni um skipulag
hluta þess svæðis, sem ég hef
lýst hér að framan. Margt af
því, sem í þeirri tillögu greinir,
er hins vegar þegar í vinnslu
hjá borginni. En Vilhjálmur
Sigtryggsson hefur að undan-
förnu unnið að tillögum um
skipulag í Elliðaárdal frá
Elliðaárbrúm að neðri stíflu.
Og er þess að vænta, að Ioka-
tillögur um það verði tilbúnar
eigi síðar en í marz á næsta ári.
Það er gömul hefð, að Raf-
magnsveitan hefur haft umsjón
með Elliðaánum. Og 1951 hóf
hún að gróðursetja plöntur við
árnar í samvinnu við Skóg-
ræktarfélag Reykjavíkur.
Vilhjálmur annaðist skipulag
þess starfs, og hefur hann nú
verið beðinn að vinna að skipu-
lagi neðan brúa í samvinnu við
Reyni Vilhjálmsson, skrúgarða-
arkitekt. Við þá vinnu verður
tekið tillit til jarðfræði, skóg-
ræktar, gangstígi, brúa,
örnefna, og bygginga á
svæðinu. Sérstökum erfið-
leikum mun valda við skipulag
svæðisins, hvernig það verður
bezt samræmt framhaldi lax-
veiða í Elliðaánum.
I tillögum sínum setur Vil-
hjálmur m.a. fram hugmyndir
um gerð göngustiga og að skógi
verði plantað meðfram ánum,
en þó í hæfilegri fjarlægð frá
þeim, svo að unnt verði að njófa
ánna sjálfra. Ég tel, að þegar
taka þarf jafn veigamiklar
ákvarðanir og hér er um að
ræða, þ.e. framtíð Elliðaánna
og dalsins perlu Reykja-
víkur verði að viðhafa mikla
gætnf og ekki hrapa að neinu.
Égleyfi mér því að leggja til að
bæði minni tillögu um göngu-
stig I Rauðhólana og tillögu
framsóknarmanna verði vísað
til borgarráðs til athugunar og
frekari úrvinnslu.
Guðmundur G. Þórarinsson
(F): tók aftur til máls og lagði
til, að tillögunum yrði einnig
vfsað til náttúruverndarnefnd-
ar og skipulagsnefndar.
Tillögunum var siðan báðum
vísað samhljóða til borgarráðs.