Morgunblaðið - 18.10.1973, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 18.10.1973, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 1973 23 Minning: Helgi Guðmundsson, pípulagningameistari Fæddur 16. febrúar 1902 Dáinn 1. október 1973. Þegar sú fregn barst mér, að vinur minn og lærifaðir, Helgi Guðmundsson, væri dáinn, snart hún mig sem reiðarslag, hann var gæddur eldheitum lífsþrótti til síðasta augnabliks, svo skjótt kom það kallið. Það er svo margt sem kemur fram i hugann þegar slíkur maður hverfur af sjónarsviðinu. Fyrir stuttu hafði ég notið einnar af fjölmörgum gleðistundum með honum og hans yndislegu konu og á ég margar góðar minningar frá slíkum stundum. Einnig frá þeim árum, er ég fyrst var nemandi hans og síðar starfsmaður, sem var um fjölda mörg ár, eða þar til ég hóf minn eigin atvinnurekstur. En þegar til þess kom gat ég ætíð sótt til hans góð ráð og leið- Steingrímur Stefáns- son, fv. fasteignasali Steingrímur var fæddur 5. maí 1895, að Hofsstöðum f Gufudals- sveit f Barðastrandarsýslu, en þar bjuggu þá foreldrar hans, Stefán Gíslason og Marfa Jóhannsdóttir. Marfa var dóttir Jóhanns vefara Guðmundssonar og konu hans Guðrúnar Pálínu Einarsdóttur, Einarssonar. Einar faðir hennar var bróðursonur Þóru í Skógum, móður Matthíasar skálds Jochumssonar og þeirra systkina. Stefán og María áttu mörg börn, og var Steingrímur með þeim elztu. Um aldamótin bjó þjóðin enn að mestu við óbreytta búnaðarháttu frá því, sem verið hafði í þúsund ár. Reynt var að nýta sem bezt gögn og gæði landsins, en verk- tækni var enn skammt á veg komin og varð því að treysta á mannafla. Heimilin urðu að vera mannmörg til að unnt væri að hagnýta þau hlunnindi, sem jörðin hafði upp á að bjóða. A stórbúunum var fjöldi vinnufóks og veitti ekki af, þar sem marg- vísleg hlunnindi voru. Annars staðar voru hlunnindi fá og búin smá og fátt um vinnuhjú. Margt var þó handtakið, sem gera þurfti, og á sveitaheimilunum vöndust börnin því ung að árum að taka þátt í störfum heimilanna, utan húss og innan. Það var mikil og holl æfing, bæði fyrir huga og hönd. Forn íslenzk verkmenning stóð með miklum blóma, enda lífs- nauðsyn, eins og högum Islend- inga var háttað, að standa á eigin fótum. Dugleg börn gátu ótrúlega fljótt farið að rétta hjálparhönd og gerast þátttakendur í heimilis- störfunum. Það efldi sjálfstraust þeirra að firina, að þau lögðu lið hagnýtum störfum. A uppvaxtarárum Steingríms var uppfræðsla barna enn að mestu fólgin i þvi, sem heimilin gátu látið I té af þvi tagi. Bóklegri fræðslu voru oftast harla þröng takmörk sett. Börnin lærðu þó lestur, líklega slzt lakar en börn nútímans, þótt ólíku sé saman að jafna um kennsluaðferðir og skólagöngu. Um þetta atriði bera glögg merki, umsagnir prestanna í sóknarmannatölum. Það er eigi svo sjaldan, að þeir telji sjö og átta ára börn fulllæs, þó að heimilin væru ein um tilsögnina. Síðar lærðu þau að draga til stafs, ofboð lítið I einskonar tölum. Bíblfusögur og lærdómskver lærðu þau einnig viðast undir leiðsögn heimafólks, er þeim óx fiskur um hrygg. Víða var þó um þetta leyti hafin eða að hefjast farkennsla I sveitum, þótt eigi væri sú skóla- ganga löng á nútíma mælikvarða Börnin fengu kennslu I 3—4 vikur á vetri I einn eða tvo vetur. Slfkrar kennslu mun Steingrím- ur hafa notið, en alltaf mun hann hafa saknað þess að eiga ekki kost meiri skólamenntunar. En það eru fleiri leiðir til menntunar en seta á skólabekkjum, enda tókst honum að afla sér allgóðrar menntunar á mörgum sviðum. Hann var athugull og las sér til um áhugamál sin. Hann hafði alla tíð mikinn áhuga á lögum og varð allvel lögfróður. Steingrímur var mikill Ijóð- unnandi og kunni mikið af ljóð- um, en sérstakar mætur hafði hann þó á ljóðum frænda sins, þjóðskáldsins Matthíasar Jochumssonar. Þegar Steingrímur hleypti heimdraganum hélt hann fyrst til Isaf jarðar, þar sem hann stundaði í nokkur ár verzlunarstörf og síðar fasteignaviðskipti. Nokkru eftir 1920 fluttist hann til Reykjavíkur, þar sem hann var búsettur til dauðadags. Stundaði hann þar ýmiss konar kaupsýslu- störf, lengst af fasteignasölu. Árið 1926 kvæntist hann Þuríði Eggertsdóttur, sem enn er á lífi. Atfstod vltf unglinga l framhaldsskðlum Mímir mun setja á stofn nokkrar hjálpardeildir i næstu viku. Velja nemendur sjálfir greinar sínar. Kennt verður í ENSKU, DÖNSKU, STÆRÐFRÆÐI, EÐLISFRÆÐI, STAFSETNINGU og „íslenzkri málfræði". Verður fylgzt náið með hverjum einstökum nemendanna. Aðeins tveir innritungardagar, I dag, fimmtudag, og á morgun, föstudag 1 9. okt. sími 10004 og 11 109 (kl. 1—7 e.h.) Málaskólinn Mímir, Brautarholti 4. beiningar. Helgi var einstaklega hreinskilinn maður og aldrei var en hefir nokkur siðustu árin dvalið á Elliheimilinu Grund. Þau eignuðust sex börn, sem upp kom- ust, þrjár dætur, Huldu, Eddu og Maríu og þrjá syni, Gunnar, Stefán og Ragnar, einn son misstu þau kornungan. Auk þess eignað- ist Steingrlmur tvær dætur. Síðari hluta ævinnar átti Stein- grímur við ýmiss konar veikindi að strlða og veiktist m.a. af berkl- um. Dvaldi hann þá löngum á hælum og sjúkrahúsum. Aldrei lét hann þó veikindin buga sig. Var hann ætið léttur I skapi og glaðsinna. Fyrir rúmu ári andaðist Stefán sonur hans á bezta aldri og var honum það mikið áfall, enda þótt hann léti ekki mikið á þvl bera. Þá var einnig farinn að búa um sig með honum sjúkdómur sá, er að lokum leiddi hann til bana. Steingrímur andaðist á Land- spitalanum 4. september 1973. Sk. J. Er ég heyrði þá harmafregn, að vinur minn Halldór Hallfreðsson, væri allur, átti ég erfitt með að trúa. En nú er það staðreynd, að hann er ekki lengur maðal vor — en minningin lifir. Lífið er stutt og hverfur skjótt. Sú staðreynd verður ekki umflúin. Líf sjó- mannsins er háð svo mörgu. Við- horfin I hverju strái eru ekki allt- af eins. Ég hef áttþess kost að kynnast allmikið mönnum, sem starfa á sjónum. Það er þroskandi að hafa kynnzt þeim. Einn þeirra var Halldór Hallfreðsson. Ég fann strax hlýleikann frá hans hendi og konu hans. Minningin um Hall- dór mun lifa með þjóðinni vegna starfs hans. Hann féll I starfi I þágu þjóðarinnar, og því er þjóð- inni skylt að minnast hans. I starfi sínu horfir sjómaðurinn 24 þjóðir 24 þjóðir hafa boðað þátttöku sína i heimsmeistaramóti skíða- íþróttarinnar, er háð verður i Falun I Svíþjóð dagana 16.—24. febrúar n.k. Finnland, Noregur og Sovétríkin munu senda flesta þátttakendur, um 40 talsins. ég I vafa um að hans ráð væru holl og gefin af heilum huga. Hann var stórbrotinn persónu- leiki gæddur rikri réttlætistil- finningp og veit ég, að ég mæli hér einnig fyrir munn allra þeirra mörgu rnanna, sem hjá honum lærðu og unnu, hann miðlaði okk- ur af þekkingu sinni langt fram yfir það er starfið varðaði. Helgi var fæddur að Stóra- Laugardal i Tálknafirði og ólst upp á Ytri-Sveinseyri hjá foreldr- um slnum Guðmundi Hallssyni og Margréti Einarsdóttur, I stórum hópi systkina. Lífskjörin voru hörð eins og þá gerðist, og vann hann bæði til sjós og lands. Snemma hafði hann mjög mikinn áhuga á bókmenntum og listum og var mikið sjálfmentaður mað- ur. Hann naut þess alla tið að vera I návist náttúru landsins þegar hann hafði fri frá önnum. Eftirlifandi kona hans er Marta Jónsdóttir og börn þeirra eru: Sigrún, kennari við Háskólann, gift Eric Hallbeck. Sigurður Stefán, lífeðlisfræðingur, kennari við Háskólann, kvæntur Guðrúnu Matthíasdóttur. Margrét, stúdent frá Verzlunarskóla Islands, gift Hafþór Sigurðssyni skólastjóra, Húnavöllum. Nú munt þú ekki framar kæri vinur minn greiða götu skyldra sem vandalausra með hollráðum og drengskap, ekki lengur hlynna að fjölskyldu þinni — svo ljúft, sem það hefði verið þér að fá að vera lengur á meðal þeirra. En örlögin verða ekki umflúin. Elsku Marta mín, þér og börn- um þínum sendi ég mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Ingibjartur Þorsteinsson. oft yfir hafið. Nú horfum við vin- ir Halldórs yfir hafið, er hann er horfinn okkur yfir það haf, sem allir fara fyrr eða síðar. Starf er öllum ætlað, og I starfinu fær hver þroska, þann þroska, sem okkur er ætlaður, en er við erum öll, bíður okkar bjart svið drottins náð. Kæra Júlíana, þú hefur misst mest, en ástarfaðir himinhæða gefi þér og drengnum þinum styrk. Þá get ég ekki minnzt Hall- dórs Hallfreðssonar án þess að votta öllum skipsfélögum hans samúð mína og hluttekningu svo og aðstandendum öllum. Þá þakka ég að eiga minninguna um þann góða dreng, sem Halldór var. Merkið stendur þótt maður Seint gengur rithöfundum að fá sitt Hvað er að gerast I hinni svokölluðu söluskattsnefnd? Við þessari spurningu heiðar- legra rithöfunda fæst ekkert svar. Já, hvað er að gerast? Sumir telja sig vita það. Aðra grunar að ekki sé allt með felldu. Eftir þvl sem mér hefur skil- izt er þarna háð hörð barátta — barátta milli þeirra nefnd- armanna sem vilja gera rétt og fara að lögum, og hinna sem svífast einskis til að klófesta réttmæt viðbótarritlaun starfs- bræðra sinna sjálfum sér og skjólstæðingum sínum til handa. 1 þessa nefnd hefði aldrei átt að velja rithöfunda, a.m.k. ekki rithöfunda sem lof- syngja sjálfa sig og sína klíku á kostnað annarra. Framkoma þeirra I nefndinni er niðurlæg- ing bæði fyrir þá sjálfa og stjórnmálastefnuna sem þeir tilheyra eða tileinka sér I eiginhagsmuna skyni. Ef for- dæmi þeirra er vinstristefnan I reynd, gef ég jafnlítið fyrir hana og bókmenntafrömuðina sem hún fóstrar. Ég fyrir mitt leyti tel ekki samboðið sjálfsvirðingu rithöf- undar að hafa fégræðgi og eigingirni að leiðarljósi. Ef nefndin getur ekki komizt að sanngjarnri niðurstöðu, er betra að fjárhæðin renni aftur til Alþingis en að hún lendi I vösum samvizkulausra svika- hrappa. Gréta Sigfúsdóttir. falli. Það er sú minning, sem mér geymist. — Taki guðleg náð þig I sinn faðm. Sigurður Stefánsson frá Stakkahlfð. NAUÐUNGARUPPBOÐ sem auglýst var í 41., 43. og 46. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1 973 á Lækjarhvammi við Fifuhvammsveg, eign Magnúsar Ingjaldssonar, fer fram á eigninni sjálfri þriðjudaginn 23. október 1 973 kl. 11. Bæjarfógetinn i Kópavogi. Halldór Hallfreðsson vélstjóri - Minning Keramikhúsid h/f Við höfum flutt fyrirtækið frá Keflavík til Hafnar- fjarðar og opnum n.k. föstudag kl. 2 e.h. Opið alla virka daga kl. 2 — 5.30 og kl. 8 — 10 e.h. laugardaga kl. 2—5 e.h. Við seljum hrávöru, keramikliti, gierjunga, pensia og hreinsiáhöld. Tökum í brennslu. KERAMIKHÚSIÐ H/F, sími 51301 Reykjavíkurvegi 68, Hafnarfirdi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.