Morgunblaðið - 18.10.1973, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 1973
17
Fjöldi fóstureyðinga á fæðingardeild
Landspítalans í júlí- sept. 1970-1973
Dagana eftir margumræddan
sjdnvarpsþátt 25. sept. sl., birt-
ist í dagblöðunum Vfsi og Þjóð-
viljanum viðtal við prófessor
Pétur H. J. Jakobsson, þar sem
hann mótmælir skoðun minni
um aukna ásókn í fóstureyðing-
ar á fæðingardeild Landspítal-
ans, sem afleiðingu þeirrar
kynningar, er tillögur fóstur-
eyðingarnefndar fengu f fjöl-
miðlum á miðju sumri. Að sjálf-
sögðu hafa menn rétt til mis-
munandi skoðana, þegar kemur
til skýringar á ákveðnu fyrir-
bæri. Sii mikla fjölgun fóstur-
eyðinga, er varð í júlí-sept. í ár,
er aftur á móti augljós stað-
reynd, sem ekki er hægt að
neita. Satt að segja hélt ég, að
tilkynning landlæknis, sem les-
in var í ríkisútvarpinu 27. sept.,
hafi tekið af öll tvímæli í þessu
efni. Fréttamenn Vfsis virðast
hins vegar ekki una þessum
málalokum. I því dagblaði birt-
ist 2. október feitletruð fjrir-
sögn úr lesendabréfi, svohljóð-
andi: „Ljúga læknamir?" Eg
get ómögulega sætt mig við að
vera borinn slfkum sökum, og
tel þvf nauðsynlegt að skýra
þetta mál nánar. Til þess að
sannprófa réttmæti staðhæf-
ingar minnar, hef ég gert könn-
un á fjölda fóstureyðinga síð-
justu árin og haft sem heimild-
ir upplýsingar landlæknisem-
bættisins og aðgerðabók
fæðingardeildar Landspftalans.
Fjöldi fóstureyðinga á fœðingardeild-
inni júlí-september 1970-1973. Pástur
eyðingar vegna rauðra hunda ekki meðt.
A síðustu þremur árum hefur
gætt nokkuð faraldurs af rauðum
hundum. Þessi tilfelli hafa orðið
flest á yfirstandandi ári. Þess
vegna er eðlil., að þau séu ekki
talin með i þessum samanburði.
Séu þannig, eins og línuritið sýn-
ir, bornir saman mánuðirnir júlí-
sept. síðustu þrjú árin, verður
meðaltal þessa þriggja mánaða
tfmabils 33 fóstureyðingar. Borið
saman við 62 aðgerðir á sömu
mánuðum í ár, er um að ræða
nánast tvöföldun. Ef við athugum
á sama hátt fyrri helming yfir-
standandi árs og reiknum ekki
með fóstureyðingar vegna rauðra
hunda, reynast á þessum 6 mán-
uðum 63 aðgerðir eða aðeins einni
fleiri en þær 62, sem urðu á helm-
ingi skemmri tíma á næsta árs-
fjórðungi (júlí-sept. 1973).
Þegar ath. er heildarfjöldi
fóstureyðinga á síðustu árum, sést
að dreifingin á ársfjórðunga er
nokkuð jöfn. Hins vegar geta ver-
ið talsverðar sveiflur á milli mán-
aða. Þannig var ágústmánuður
síðastliðinn algjört met I þeim
mánuði lágu á fæðingardeildinni
30 konur til fóstureyðinga, en að-
eins 12 í sama mánuði árið áður.
Vilji einhverjir blaðamenn
þrátt fyrir allt ekki trúa fram-
burði mínum, væri vænleg leið að
ræða við einhverja af þeim lækn-
um, eða annað starfslið, sem séð
hefur um framkvæmd þessara að-
gerða undanfama mánuði. Þetta
fólk getur væntanlega borið vitni
um, 'hvort orðið hefur veruleg
fjölgun á fóstureyðingum á um-
ræddu tímabili.
Eg vil ekki trúa þvi, að islenzk
blaðamennska sé komin á það
stig, að metnar séu meira til fjár
fréttnæmar fyrirsagnir en sann-
leiksgildi þess, sem sagt er og
látið sig litlu skipta, þótt einstakl-
ingar eða jafnvel heilar stéttir
séu þannig rændar ærunni án til-
efnis.
Um skýringuna á þessari aukn-
ingu má að sjálfsögðu deila, og
kemur þar trúlega til greina fleiri
en ein ástæða. Eins og flestum
mun kunnugt, er mikill meiri-
hluti fóstureyðinga heimilaður
með tveggja lækna vottorði. Er
þar oftast um að ræða heimilis-,
héraðs- eða geðlækni, sem sækir
fyrir konuna, em með umsókn
sinni staðfestir viðk. Iæknir,
að hann sé samþykkur aðgerð.
Þetta eru tiltölulega fáir menn,
sem hafa mikil samskipti við
deildina, ekki aðeins vegna þess-
ara, heldur einnig ýmissa annarra
sjúklinga. Ég þekki flesta þessa
starfsbræður og er mæta vel
kunnugt um skoðanir þeirra og
afstöðu til fóstureyðinga. Á
undanförnum mánuðum hef ég
einnig haft tækifæri til að ræða
við margar af þeim konum, sem
lagðar hafa verið inn til fóstur-
eyðinga. Ég tel mig þess vegna
hafa talsvert góðan möguleika til
þess að gera mér grein fyrir
þeirri afstöðubreytingu, sem
orðið hefur að undanförnu hjá
þessum aðilum.
Yfirlæknir fæðingardeildarinn-
ar hefur mestu ráðið um fram-
kvæmd fóstureyðingalaganna frá
1935. Hann hefur fengið það erf-
iða hlutverk að meta ástæður
þeirra kvenna, sem sækja um
fóstureyðingu og synja J)eim um-
sóknum, þar sem ekki eru taldar
frambærilegar ástæður eða konan
of langt gengin með. Ut á við
hefur hann þess vegna fengið á
sig orð fyrir allt annað en frjáls-
lyndi I þessu efni. Dettur nokkr-
um í hug að það hafi ekki áhrif,
þegar þessi aðili er kynntur í fjöl-
miðlum sem formaður þeirrar
nefndar, sem samhljóða leggur til
við Alþingi að lögleiddar verði
frjálsar fóstureyðingar á Islandi.
Ég vil að lokum taka það fram,
að ég tel að þessar umræður um
f jölgun fóstureyðinga á fæðingar-
deild Lan’dspítalans á síðasta árs-
fjórðungi og skýringar mínar á
þessu fyrirbæri, hafi verið gerðar
að óeðlil. þýðingarmiklu atriði.
Sem röksemd með eða á móti
frjálsum fóstureyðingum á Is-
landi, skiptirþetta litlu máli. Með
þessum umræðum hefur athygl-
inni verið beint frá aðal vanda-
málinu. Við þurfum ekki að fara í
neinar grafgötur með það, að lög-
leiðing frjálsra fóstureyðinga
mun hér eins og alls staðar annars
staðar, leiða til mikillar f jölgunar
á þessum aðgerðum.
Guðmundur Jóhannesson, læknir.
Gústaf
Nielsson:
Er
stefnan
ábyrg?
Loksins hefur erlendum,
blaðamönnum í New York tekizt
að toga það út úr Einari Ágústs-
syni, sem engum hefur heppnazt
hér á landi, hver sé raunveruleg
stefna hansi í varnar' og öryggis-
málum þjóðarinnar. Skýtur þessi
stefnuyfirlýsing ráðherrans
svolítið skökku við, þar sem það
hefur verið ákaflega örðugt fyrir
landsmenn að fá ótvíræða
stefnuyfirlýsingu frá forustu-
mönnum Framsóknarflokksins
um áratuga skeið. Sú vartfðin, að
Framsóknarflokkurinn vildi fara
„hina leiðina“, en fáir þekktu þá
leið. Svo sá dagsins ljós sú
alþekkta „Já, já — Nei, nei“—
stefna flokksins og það allra
nýjasta er, „það verður að gerá
eitthvað" stefnan, sem Ólafur
Jóhannesson formaður flokksins
markaði nú ekki alls fyrir löngu. i
Ef til vill markar þessi ótvfræða
stefnuyfirlýsing Einars Agústs-
sonar tímamót f sögu Fram-
sóknarflokksins. Fólk getur nú í
fyrsta sinn átt von á skýrari
stefnu eri oft áður. En hvað sagði
Einar svo við erlendu blaða-
mennina i New York. Hann
sagði.,, Varnarliðið skal f ara brott
af Islandi á kjörtímabilinu." Stutt
og laggott, enda fékk hanp lof
fyrir stutt svör og aðgengileg. En
er svarið að sama skapi ábyrgt og
það er stutt? Nei, því miður.
Einar hefur nú endanlega gefizt
upp í baráttunni við vinstri öflin.
Einar Agústsson er eini fslenzki
stjórnmálamaðurinn, og raunar
eini stjórnmálamaðurinn i öllum
heiminum, sem lagt hefur f það að
lýsa yfir varnar og öryggisleysi
sinnar eigin þjóðar, að íslenzkum
kommúnistum undanskildum.
Hvernig ber svo að skilgreina
það, er menn allt í einu, öllum að
óvörum, sýna svona óábyrga
afstöðu? Skýringin er vafalaust
margþætt og flókin og væri án efa
verðugt rannsóknarefni sálar
og félagsfræðinga. Þó langar mig
til að kasta hér fram nokkrum
tilgátum til umhugsunar fyrir
fólk. I fyrsta lagi gæti hér verið
um að ræða almenna van-
þekkingu á utanríkismálum og
meðferð þeirra í öðru lagi er
hugsanlegt, að maðurinn sé
truflaður við störf sín, vegna
stjórnarsamstarfs við
kommúnista.
I þriðja lagi gæti það hugsazt, að
maðurinn héldi að hann væri að
fara eftir vilja almennings, en
væri svo er hann lélegur stjórn-
málamaður. I fjórða og sfðasta
lagi gæti hér verið um að ræða
úrkynjun vinstri flokka á íslandi,
sem birtist fyrst og fremst í
óábyrgðri afstöðu tilmikilvægraog
vandmeðfarinna mála og flokka-
dráttum. Urkynjun er stórt orð,
svo mér er skylt að færa skýr rök
fyrir síðustu tilgátu minni.
Fyrst verður að kanna tilkomu
þessara vinstri flokka og frum-
þætti. Athyglisvert er, að tveir af
núverandi stjórnarflokkum eru
klofningsflokkar, þ.e., S.F.V. og
Alþýðubandalagið. Það segir
okkur einfaldlega að þeir menn,
sem þar ráða ferðinni, búa ekki
yfir þeim sjálfsagða félagsþroska
að geta starfað með öðrum i flokki
þó svo að skoðanir og viðhorf séu
ólík í sumum málum. Hér er um
ótvirætt veikleikamerki að ræða,
sem sýnir aðeins það, að allirvilja
vera „kóngar", og sé það ekki
hægt, er viðkomandi flokkur
klofinn og nýr stofnaður, sbr.
flokkur Bjarna Guðnasonar. Hér
er um að ræða sjúklegan, per-
sónulegan metnað. Alþýðubanda-
lagið, sem einnig er klofnings-
flokkur, hefur þó eitt fram yfir
S.F.V, en það er skynjunin á nauð-
syn þess að halda flokknum
saman. Lúðvík Jósepsson og
Magnús Kjartansson eru óum-
deilanlega fremstir f flokki Al-
þýðubandalagsins, en hvorugir
getur unnt hinum að vera for-
maður flokksins. Svo þeir finna
þriðja manninn, sem í þessu til-
viki er Ragnar Arnalds, og gera
hann að formanni, gjörsamlega
valdalausum og áhrifalausum.
Þetta er í sjálfu sér ekki veik-
Ieikamerki, heldur málflutningur
og stefnumörkun flokksins. Þeir,
sem daglega lesa Þjóðviljann,
málgagn flokksins, komast varla
hjá því að lesa um landráðamenn
og óvini þjóðarinnar, persónu-
legar svívirðingar, dylgjur og
annan dónaskap, að ógleymdri
allri lyginni. Flokkur, sem byggir
á slíkum málflutningi, er vægast
sagt óábyrgur og rökþrota.
Málafylgjuháttur sá, er á undan
hefur verið lýst, er svo sem
ekkert nýr af nálinni og hefur
verið stundaður af kommúnista-
málgögnum um heim allan f
marga' áratugi. Orsök þessara
starfsaðferða er sennilega vissan
um það, að þeirra málstaður sé
hinn eini sanni, og skorður á
hæfni kommúnistaflokka til að
aðlaga sig breyttum þjóðfélags-
aðstæðum vegna úreltra kenni-
setninga.
Þó svo að Framsóknarflokkur-
inn sé ekki klofningsflokkur á
hann við mikið innanflokks-
vandamál að glima, en það er
deilan á milli yngri og eldri
manna flokksins, þ.e.a.s. á milli
vinstri og hægri frumþáttanna.
Ólafur Tóhannesson og fleiri af
eldri forustumönnum flokksins
hafa að undanförnu gert í-
trekaðar sáttatilraunir, en ekki
tekizt sem skyldi, svo vera má, að
hin skyndilega kúvending Einars
í varnarmálun sé liður i þvi að
koma á sáttum milli hinna eldri
og hægfara og hinna ungu og
óábyrgu afla Framsóknar-
flokksins, en nú var of langt
gengið Ólafurog Einar.
Gústaf Nfelsson.