Morgunblaðið - 18.10.1973, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 18. OKTOBER 1973
ATHYGLI
FORDS ,
VAKIIV Á
ISLENZKUM
MÁLUM
Athygli Geralds R. Fords,
sem útnefndur hefur verið
varaforseti Bandarfkjanna f
stað Spiros Agnews, hefur
verið vakin á málum Islands.
Bandarfskur kaupsýslumaður,
sem hingað hefur komið á veg-
um Agnars Kristjánssonar, for-
stjóra Kassagerðar Reykjavfk-
ur, tvisvar sinnum á sl. tveimur
árum, hefur ritað Ford bréf og
bent honum á þá erfiðleika,
sem fiskveiðideilan við Breta
hefur skapað. I svarbréfi
kveðst hinn nýi varaforseti
Bandarikjanna munu koma
ábendingum kaupsýslumanns-
ins til réttra aðila f utanrfkis-
ráðuneytinu og varnarmála-
ráðuneytinu.
Kaupsýslumaður þessi, W.J.
Chaille að nafni, skrifaði
Gerald R. Ford bréf fyrir
nokkru, eftir 10 daga heimsókn
til íslands, og segir þar, að af-
staða Islendinga til Banda-
rfkjamanna hafi breytzt nokk-
uð á sl. tveimur árum vegna
þess, að Bandarfkin hafi ekki
veitt Islendingum nægan
stuðning f fiskveiðideilunni
við Breta. Bretland sé eina
rfkið, sem f raun hafi neitað að
viðurkenna 50 mflurnar og
Sovétrfkin geri sér mat úr þvf,
að þau hafi f raun viðurkennt
þær, en Bretland, aðili að Nato
hafi ekki viðurkennt hina nýju
fiskveiðilögsögu. Segir hinn
bandarfski kaupsýslumaður í
bréfi sfnu, að þegar svo fámenn
þjóð eigi allt undir afkomu af
fiskveiðum og í landinu sé
vamarstöð mikilvæg fyrir varn-
ir Atlantshafssvæðisins sé það
skammsýni af bandarfskum
stjórnvöldum að sýna málinu
ekki meíri áhuga en raun beri
vitni um. I lok bréfsins hvetur
hann Ford til þess að heim-
sækja Island.
I svarbréfi sínu segir Gerald
R. Ford, að upplýsingar um
breytta afstöðu Islendinga til
Bandarfkjanna séu afar at-
hyglisverðar og muni hann
koma þessum ábendingum til
rétta aðila f utanrfkisráðu-
neytinu og varaarmálaráðu-
nevtinu.
Gerald R. Ford
Vetrarstarf Tónlistar-
félags Akureyrar
Rækjugengd góð
á Vestfjörðum
Hinn nýi bátur
H af rann sóknastof nun ari nn ar
„Dröfn“, hefur nú nýlokið sfnum
fyrsta rannsóknaleiðangri. Hófst
Ieiðangurinn 30. ágúst og Iauk 15.
október. Báturinn var við
rannsóknir víða við landið, og f
leiðangrinum voru alls teknar
107 togstöðvar. Samkvæmt frétt
frá Hafrannsóknastofnuninni,
virðist báturinn hafa reynzt mjög
vel og bát sem þennan hefði
stofnunin þurft að eignast fyrir
mörgum árum.
Fyrstu dagana var báturinn á
Eldeyjarsvæðinu, þar sem rækju-
miðin voru könnuð. Leiddu niður-
stöður í ljós, að smáýsugengd var
hafin á svæði í þeim mæli, að
rækjumiðunum var lokað í
byrjun september. I Jökuldýpi
var kannað seiðamagn, en
reyndist lítið og verður því rækju-
veiðum haldið þar áfram. Hins
vegar hefur rækjumiðum á
Breiðafirði verið lokað vegna rýrs
rækjuafla samfara óeðlilega
miklu magni fisks I rækjuvörpu,
og hefur svo verið í haust.
A Vestfjörðum var byrjað í
Amarfirði, og voru þar teknar 20
togstöðvar. Þar stóð rækja grunnt
og fékkst ágætur afli, allt að 700
kg á togtíma. Nokkuð bar á smá-
síld á dýpra vatni. í Isafjarðar-
djúpi voru teknar 35 togstöðvar.
Var rækjuaflinn vfðast mjög
góður, allt að 800 kg á togtíma.
Þarna er sókn hins vegar mjög
mikil og munu um 60 bátar
stunda rækjuveiðar í Djúpinu f
vetur, en geta má þess, að 1969
stunduðu 26 bátar rækjuveiðar i
Djúpinu. Athuganir í Djúpinu
leiddu til þess, að nokkrum
svæðum hefur verið lokað vegna
mikils smárækju* og smáfisks-
magns.
Á Húnaflóa voru teknar 32 tog-
stöðvar, og reyndist rækjumagn
mikið í flóanum, allt að 3400 kfló
á togtímann. Þar var hins vegar
nær ekkert seiðamagn.
Aðaluppistaða aflans var rækja á
3. og 4. ári, og eru horfur á áfram-
haldandi góðri rækjuveiði á
þessari vertíð. Klak rækjunnar
1970 virðist hafa tekizt mjög vel
og veldur það mestu um hinn
góða rækjuafla.
Leiðangursstjóri í þessum
leiðangri var Guðmundur Skúli
Bragason, en skipstjóri bátsins er
Ingi Lárusson.
Næsti leiðangur bátsins verður
til Breiðafjarðar og Vestfjarða til
könnunar á hörpudiski og til
rækjuleitar.
(Jt er komið hjá Almenna bóka-
félaginu smásagnasafn eftir fær-
eyska rithöfundinn Jens Pauli
Heinesen f þýðingu séra Jóns
Bjarmans. Er þetta önnur bókin,
sem þýdd er úr færeysku á fs-
lenzku á Islandi, en sú fyrri var
Feðgar á ferð eftir Heðin Bru, en
hún var gefin út fyrir liðlega 20
árum í þýðingu Aðalsteins Sig-
mundssonar.
Jens Pauli er i hópi yngstu rit-
höfunda Færeyja og sá afkasta-
mesti. Nýlega kom út eftir hann
stór skáldsaga, Fáfnir heitir orm-
urinn, 466 síðna verk.
Gestur er heiti bókarinnar á
íslenzku og er það jafnframt heiti
á einni smásögunni. Verk eftir
Jens Paula hafa einnig verið þýdd
á dönsku og ensku. I fréttatil-
kynningu Almenna bókafélagsins
segir m.a.:
„Þýðingar erlendra skáldrita
hafa um langt skeið átt erfitt upp-
dráttar hér á landi, en það af-
sakar þó ekki sinnuleysi okk-
ar um bókmenntir Færeyinga,
þeirrar þjóðar, sem okkur er ná-
komnust. Er þó kunnugt, að þeir
eiga skáldsagnahöfunda, sem tví-
mælalaust standa í fremstu röð
meðal starfsbræðra sinna á
Norðurlöndum.
Pauli Heinesen. Hann er fæddur
1932 og varð stúdent 1952. Hann
stundaði nám í Danmörku, en
hefur lengstum verið kennari í
Þórshöfn. Hann hóf kornungur að
skrifa og gaf út fyrstu bók sína 21
árs að aldri og þótti hún bera vott
um óvenjulegan þroska af jafn-
ungum manni. Síðan hafa 10 bæk-
ur komið frá hans hendi, bæði
skáldsögur og smásagnasöfn. Eru
sumar þeirra skráðar í trúverðug-
um endurminningastíl og spegla
einkum hina næmu náttúru-
skynjun ungs drengs, sem jafnvel
í frumbernsku sér hin marg-
breytilegu fyrirbæri láðs, lofts og
lagar, f Ijósi mikilvægra tákna,
svo að atburðir, sem fyrir venju-
legum sjónum eru ósköp þýð-
ingarlitlir, verða fyrr en varir
Philip Jenkins
átakanlegum hætti hundstryggð
og mannvonzku. Sama má segja
um Manninn í rauða vestinu,
Samúel, sem getur ekki sætt sig
við hina „ungbornu tíð“, sem
tekur færeyskuna fram yfir
dönsku. Þegar móðir hans lá fyrir
dauðanum hafði hún yfir ritn-
ingastaði og sálma á dönsku, og
---- þess vegna var það svo „hátíðlegt,
þegar hún tók síðustu andvörp-
in“. Hver mun heldur geta gleymt
þeim einkennilega manni, Jó-
hanni Sebastian?
Er þá fátt eitt talið, því margar
eru þær persónur og sögur i
þessari skáldlegu og skemmtilegu
bók, sem vekja sjálfkrafa athygli
lesandans og halda henni fastri.
Má fullyrða, að Gestur sé eitt
markverðasta skáldrit, sem hér
hefur komið út hin síðari ár og
ætti það vissulega að verða til
þess, að færeyskum bókmenntum
verði hér gefinn meiri gaumur
eftirleiðis en hingað til.
Bókin er 172 bls.“
Af íslenzku á færeysku hafa
m.a. verið þýdd eftirtalin verk:
Ströndin blá eftir Kristmann
Guðmundsson, Islendingasögur,
sem hafa verið vinsælt útvarps-
efni í Færeyjum, Salka Valka og
,.,,m Islandsklukkan eftir Halldór
Laxness og smásögur ýmsar.
I»JINNLENT
Athugasemd
Halldór Haraldsson
uppistaða í harmrænum örlögum.
Þannig tekur allt í náttúrunni á
sig persónulegar myndir og
mannlega eiginleika. Ögleyman-
leg er sagan Gestur, sem bókin
dregur vísast nafn af og lýsir með
TIL að fyrirbyggja misskilning f
sambandi við frétt 1 blaðinu sl.
sunnudag um utanlandsför Karla-
kórs Reykjavíkur, vill
Guðmundur Jónsson láta þess
getið að Sigurður Björnsson,
söngvari, hefur ekki fengið til-
sögn hjá honum eftir að Sigurður
hélt utan til náms og starfa.
Gestur, smásögur Jens Pauli
Heinesen frá Færeyium
Akureyri, 15. október
Tónlistarfélag Akureyrar er nú
að hefja vetrarstaf sitt og 31.
starfsárið með tónleikum
Halldórs Haraldssonar pfanóleik-
ara sunnudaginn 21. október kl.
17.15. Alls eru ákveðnir 5
áskrifatartónleikar á komandi
vetri og þar að auki fyrirhugaðir
nokkrir aukatónleikar, m.a. er
stefnt að þvf, að Sinfónfuhljóm-
sveit tslands komi til Akureyrar
og leiki f kirkjunni með vorinu.
— Fram að þessu hefir félagið
haldið 108 tónleika frá upphafi
ferils sfns.
I vetur verður tekinn upp
breyttur tími til tónleikahalds, á
sunnudögum kl. 17.15, og er það
von forráðamanna félagsins, að
hann megi verða til þess að auka
aðsókn að tónleikum og sé
hentugri öllum þorra áhugafólks
um tónlist en sá, sem fram til
þessa hefir verið algengastur.
Á píanótónleikum Halldórs
Haraldssonar á sunnudaginn
verða leikin verk eftir Schumann,
Liszt, Debussy, Bartok, Jón Leifs,
Þorkel Sigurbjörnsson og Hafliða
Hallgrímsson. Þetta verða fyrstu
Frá vinstri: Séra Jón Bjarman, Tómas Guðmundsson,
formaður bókmenntaráðs AB, Maud Heinesen kona Jens
Pauli, Jens Pauli Heinesen og Baldvin Tryggvason
framkvæmdastjóri AB.
tónleikar Halldórs á Akureyri, en
hann leggur brátt upp í tónleika-
för til höfuðborga Norðurlanda á
vegum norræna einleikasam-
bandsins.
17. nóvember leikur Blásara-
kvintett Tónlistarskólans í
Reykjavík, en hann er skipaður 5
kennurum skólans, sem jafnframt
leika í Sinfóníuhljómsveit
Islands, þeim Gunnari Egilssyni,
Hans Ploder, Kristjáni Stephen-
sen, Jóni H. Sigurbjörnssyni og
Stefáni Stephensen. Einleikari
með kvintettinum verður Rögn-
valdur Sigurjónsson, pianó-
leikari.
Þriðju áskriftartónleikarnir
verða 9. desember, en þá kemur
Philip Jenkins, píanóleikari, í
heimsókn frá Lundúnum, þarsem
hann er nú kennari við The Royal
Academy of Music.
Annar Akureyringur kemur
svo frá Lundúnum í janúar-
byrjun, Hafliði Hallgrfmsson
cellóleikari. Tónleikar hans hafa
ekki verið dagsettir enn, og
efnisskráin er heldur ekki
ákveðin endanlega.
Fimmtu tónleikarnir verða svo
sunnudaginn 17. marz. Þá koma
fram hjónin Nancy K. Deering
messósópran og Richard P. Kapp
hljómsveitarstjóri og píanóleik-
ari, en þau eru bandarísk að þjóð-
erni.
Tónlistarfélag Akureyrar
hefir fram þessu verið „lokað"
félag 12 manna og byggt starf-
semi sína á lítt eða ekki virkum
styrktarfélögum. Nú hefir verið
ákveðið að „opna“ félagið og gefa
öllum sem búsettir eru á Akur-
eyri og í nágrenni, kost á að ganga
í félagið með öllum réttindum og
áhrifum á val stjórnar og stefnu.
Nauðsynlegar lagabreytingar f
þessa átt voru samþykktar á
síðasta aðalfundi og koma til
framkvæmda nú á næstunni.
Jafnframt er hverjum félags-
manni gert að greiða áskriftar-
kort, sem gildir að öllum
áskriftartónleikum, en með þvf fá
félagsmenn afslátt frá venjulegu
lausasöluverði miða sem svarar
andvirði miða á eina tónleika.
Þeir, sem hyggjast ganga f félagið
og tryggja sér þannig ódýrari tón-
leika, eru beðnir að kaupa
áskriftarkort I Bókabúðinni Huld
hið allra fyrsta og fyrir næstu
helgi, en þá verða fyrstu tón-
leikarnir á starfsárinu, eins og
fyrr segir.
Stjórn Tónlistarfélags Akur-
eyrar skipa Jón Hlöðver Askels-
son. formaður, Soffia Guðmunds-
dóttir, ritari, og Hlöðver Kristins-
son gjaldkeri. Sv. P.