Morgunblaðið - 24.10.1973, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKyDAGUR 24. OKTÓBER 1973
3
Öryggi þjóðarinn-
ar verði tryggt
Aðalfundur kjördæmisráðs
S j álf stæðisflokksins
í Norðurlandskjördæmi vestra
Nú er ráðið, að til Kenya fari
fimm íslendingar á næstunni, en
„Aðstoð íslands við þróunarlönd-
in“ hefur milligöngu um ráðn-
ingu þeirra. Nefnd til að vinna að
„Aðstoð Islands við þróunarlönd-
in“ var kosin af Alþingi á árinu
1971, en slíkar nefndir eru starf-
andi á öllum Norðurlöndunum, og
hafa þær með sér samband, en á
vegum þess voru nýlega auglýstar
30 stöður til umsóknar. Milli
fimm og sex hundruð manns sóttu
um stöður þessar, og varð ráðn-
ingarhlutfallið hæst frá Islandi,
eða sjö stöður. Eins og fyrr segir
fara fimm Islendingar til Kenya,
og er ráðningartími þeirra rúm
tvö ár. Þeir eru: Öskar Ölafsson
viðskiptafræðingur hjá Hagvangi,
Sigurlinni Sigurlinnason, starfs-
maður hjá Dráttarvélum h.f„
Steinar Höskuldsson, viðskipta-
fræðingur hjá Sláturfélagi Suður-
lands, Haukur Þorgilsson, við-
skiptafræðingur, og Ölafur Ottós-
son, starfsmaður I Samvinnu-
bankanum.
Til Tanzaníu fara þeir Baldur
Óskarsson, starfsmaður ASÍ, og
Gunnar Ingvarsson, sem starfað
hefur hjá Alafossi, en ráðningar-
tlmi tveggja hinna síðastnefndu
er tvö oh hálft til briú ár.
AÐALFUNDUR kjördæmisráðs
Sjálfstæðisflokksins I Norður-
landskjördæmi var haldinn á
Blönduósi s.l. sunnudag. Stóð
fundurinn allan daginn og voru
nær allir fulltrúar mættir. I
stjórn voru kjörnir: Kári Jónsson,
Sauðárkróki, formaður, Ámi Guð-
mundsson, Sauðárkróki, Adolf J.
Berndsen, Skagaströnd, Karl
Sigurgeirsson, Hvammstanga,
Björn Jónasson, Siglufirði. Vara-
formaður kjördæmisráðsins var
kjörin Valgerður Ágústsdóttir,
Geitaskarði.
Margar ályktanir voru gerðar
um landsmál og kjördæmismál.
Verður þeirra nánar getið sfðar,
en hér fer á eftir ályktun fundar-
ins um öryggismál:
Aðalfundur kjördæmisráðs
Sjálfstæðisflokksins i Norður-
landskjördæmi vestra 1973 leggur
áherzlu á, að Island verði áfram
aðili að samtökum vestrænna
lýðræðisþjóða innan Atlantshafs-
bandalagsins. Þó að endurskoðun
varnarsamningsins sé timabær og
eðlileg telur fundurinn nauðsyn-
legt, vegna þess ástands, sem nú
er í heiminum, að tryggt verði
öryggi þjóðarinnar með þvi að
viðhalda þeim vörnum, eftirlits-
og gæzlustarfi, sem nauðsynlegt
kann að teljast i samráði við
bandamenn okkar. Fundurinn
varar við ábyrgðarlausri meðferð
rikisstjórnarinnar á öryggis-
málum þjóðarinnar og skorar á
alla lýðræðissinna í landinu, hvar
i flokki sem þeir standa, að fylkja
sér um stefnu Sjálfstæðisflokks-
ins í utanríkis- og öryggismálum.
Varðandi landhelgismál lýsti
fundurinn yfir fullri samstöðu við
ályktun þingflokks og mið-
stjórnar Sjálfstæðisflokksins um
útfærslu í 200 sjómilna auðlinda-
lögsögu fyrir árslok 1974.
Moskvich hættu-
lega gallaður ?
BREZKU neytendasamtökin og
umhverfismálaráðuneytið brezka
hafa gert kannanir á
Moskvich-bifreiðum og komizt
að þeirri niðurstöðu, að hættu-
legar bilanir kynnu að gera vart
við sig vegna galla I bifreiðunum.
Komu gallarnir fyrst og fremst
fram f hemlakerfi bifreiðanna.
Frá þessu er skýrt í brezka blað-
inu Daily Telegraph sl. miðviku-
dag. Segir þar, að neytendasam-
tökin hafi óskað eftir þvi við
stjórnvöld, að sala Moskvich-bif-
reið yrði stöðvuð nú þegar og að
allar bifreiðar af þessari tegund í
Bretlandi verði kallaðar inn til
viðgerða.
Könnun samtakanna á niu bif-
reiðum af Moskvich-gerð leiddi I
ljós, að einungis ein bifreið var
talin nægilega örugg til aksturs.
Væri frágangurinn á bifreiðunum
slíkur, að mögulega kynni að
skapast hætta af, og væri þetta
alvarlegasta öryggisvandamál,
sem nokkru sinni hefði komið
fram í könnunum samtakanna á
bifreiðum.
Brezka umhverfismálaráðu-
neytið hefur einnig gert kannanir
á Moskvich-bifreiðum og sagði
talsmaður þess, að i bifreiðunum
hefðu fundizt nokkrir gallar, sér-
staklega í sambandi við hemla-
kerfið. Gallamir virtust fremur
vera að kenna lélegum hlutum og
slöku gæðaeftirliti í verk-
smiðjunni en beinum hönnunar-
göllum.
Talið er, að um 20 þús. Mosk-
vich-bifreiðar séu í Bretlandi.
Sala austur-evrópskra bifreiða
hefur aukizt um meira en 220% á
þessu ári. Eitt aðalaðdráttarafl
Moskvich-bifreiðanna fyrir
brezka kaupendur er lágt verð.
Morgunblaðið sneri sér til rúss-
neska bifreiðaumboðsins, Bif-
reiða og landbúnaðarvéla hf„ og
spurði hvort gallar, einkum í
hemlakerfi, hefðu verið áberandi
f þeim bifreiðum, sem hingað
hefðu verið fluttar inn. Fékk
blaðið þau svör, að svo hefði ekki
verið. Sú skýring var talin senni-
leg í sambandi við þessa frétt frá
Bretlandi, að vegna gffurlegrar
eftirspurnar, sem á engan hátt
væri annað, væru bifreiðamar
seldar og afhentar kaupendum
nánast beint úr kassanum, án sér-
stakrar skoðunar. Hér á landi
væri hins vegar hver einasta bif-
reið skoðuð, áður en hún væri
seld, og ákveðinn maður reynslu-
æki hverri bifreið og stillti hana.
Utvarpsmaður vakti í 114 tíma
J. Muliro, ambassador
Kenya á tslandi.
Skólabörn
slösuðust
Saigon 23. okt. NTB.
TlU skólabörn særðust, þegar
sprengja Ienti á skólanum þeirra
I bænum Mo Cay I Kien Hoa-Ker
aðinu I gær. Alls gerðu skæru-
liðar kommúnista 124 áhlaup I
Suður-Vfetnam og hafa þeir ekki
látið svo mikið til sfn taka sfðan 6.
ágúst. Vitað er, að nokkrir her-
menn og óbreyttir borgarar særð-
ust.
*
Islendingur leikur í Ráðhúskjallaranum
RAÐHUSKJALLARINN, „öl og
Vingod“ skemmtistaðurinn, er til
húsa f elzta hluta Kaupmanna-
hafnar, Skindergade 45, og er
talið, að þar hafi fyrsta ráðhús
borgarinnar staðið. Það er taiið
byggt um árið 1200, um nákvæmt
ártal er ekki vitað, en það var á
stjórnarárum Margrétai
drottningar fyrstu.
A liðnum öldum hefur oft verið
byggt og breytt á þessum stað, en
kjallarinn, sem er undir
núverandi byggingu, er fyrsti
Ráðhúskjallarinn. Árið 1492 var
þessi húseign afhent kanukunum
við Vor Frue Kirke, og ráðhúsið
flutttil núverandi biskupsseturs i
Nörregade. Eftir það var hið
gamla ráðhús kallað „Asbach
Huus“, eftir hinum fræga lækni.
Skemmtistaðurinn „Ö1 og
Vingod", er ekki gamall í sinni
núverandi mynd, opnaður árið
1967, en er nú orðinn einn af
vinsælustu skemmtistöðum
borgarinnar, og þangað koma
ferðamenn frá öllum löndum og
syngja og dansa.
Það er eins og að koma inn í
fortíðina að koma á þennan stað.
Þetta er kjallari, en þó hátt til
lofts og vítt til veggja, og allt
minnir þar á löngu liðna tima,
meira að segja klæðnaður starfs-
fólks og hljómsveitar.
Á síðastliðnu sumri hefur ísl-
lendingurinn Guðni Guðmundss.
(myndin), sem stundar nám við
Tónlistarháskólann (Kon-
servatorid) í Kaupmannahöfn,
spilað þar við miklar vinsældir.
Hljómsveitin, sem spilar þar, er
ein af vinsælustu hljómsveitum
Dana í dag og er undir stjórn hins
þekkta hljómsveitarstjóra Carl
Stovup. Komið hefur til tals, að
hljómsveitin heimsæki Island á
næsta vori.
eftirliti hjúkrunarfólks.
Ástæðan: Dick var búinn að
vaka í 114 stundir og 35 mfn-
útur. Hafði hann allan tfmann
verið að kynna tónlist og
skemmtiefni í útvarpsstöð
varnarliðsins á Kef lavíkurflug-
velli og þar með sett nýtt met f
vöku, hvað útvarpsmann hjá
Bandarfkjaher snertir, og e.t.v.
heimsmet
Dick hóf vökuna löngu kl. 6
sl. miðvikudagsmorgun. Hafði
hann ekki undirbúið sig á
neinn hátt undir þolraunina og
neytti engra lyf ja eða vítamína,
meðan á henni stóð. Nærðist
hann einkum á súpum og
ávaxtadrykkjum, en vildi sem
minnst tyggja, enda nóg á
kjálkana lagt að tala hvíldar-
lítið i nær fimm sólarhringa.
Dick, sem er 31 árs að aldri,
hafði einsett sér að slá myndar-
lega vökumetið, sem útvarps-
maður við herstöð á Grænlandi
setti fyrir skömmu, 112 stunda
vöku. Hugðist Dick vaka 120
stundir, en þegar hann var
búinn að ná gamla metinu, fór
hver mfnúta að verða erfiðari
og erfiðari og hann hætti þvi
fyrr en til stóð. Ákvað hann
sjálfur að hætta og stóð sig að
því leyti betur en annar út-
varpsmaður á Keflavíkurvelli,
sem hafði á síðasta ári sett met
í þessari grein, vakað 96
stundir. Sá sofnaði við hljóð-
nemann — með galopin augu.
Jafnhliða vökunni fór fram
fjársöfnun til góðgerðarstarf-
semi, bæði í sjónvarpi og út-
varpi. Var hlustendum gefinn
kostur á að greiða fé fyrir óska-
lög eða annað skemmtiefni, t.d.
greiddi einn hlustandi fé fyrir,
að ákveðinn varnarliðsmaður
rakaði af sér skeggið, og annar
greiddi fé fyrir samsöng fjög-
urra foringja. Þá gáfu hlust-
endur málverk, og voru þau
boðin upp, og ýmislegt fleira
ver gert til fjáröflunar. Alls
söfnuðust nær 6.700 dollarar,
eða rösk hálf milljón ísl. króna,
og mun það einnig met hjá
Bandarfkjaher.
DICK Barbee ákvað að fara að
sofa, þegar klukkuna vantaði
25 mfnútur í eitt I fyrrinótt,
enda syfjaður orðinn og
þreyttur. Fór hann þvf á
sjúkrahús og svaf þar undir
Dick Barbee — snemma I vöku-
þolrauninni.
I SlÐUSTU viku var hér á ferð
ambassador Kenya á lslandi, J.
Muiiro, en hann hefur aðsetur
sitt I Stokkhólmi. I fylgd með
honum var dr. H. B. Kagunda,
sem er fulltrúi í fjármála- og
efnahagsáætlanaráðuneyti
Kenya.
Þeir Muliro og Kagunda hafa
kynnt sér samvinnurekstur hér á
landi, skoðað mjólkurbú, rætt við
Einar Agústsson utanríkisráð-
herra og heimsótt Framkvæmda-
stofnun rikisins.
Á blaðamannafundi sl. föstudag
sagði Muliro, að tilgangur ferðar-
innar væri fyrst og fremst sá að
koma á framfæri þökkum til Is-
lendinga fyrir ánægjuleg sam-
skipti milli ríkjanna, og þá góð-
vild Islendinga, sem Kenýamenn
hefðu fundið, að rikti í þeirra
garð. Þjóðirnar hefðu sameigin-
legra hagsmuna að gæta á al-
þjóðavettvangi, til dæmis í haf-
réttarmálum.
Muliro sagði, að Kenya væri
land, sem tæki örum breytingum í
framfaraátt, og væri mikils um
vert fyrir þjóðina að tileinka sér
nútíma starfshætti tækniþróaðra
þjóða. Hefðu Kenyamenn til
dæmis mikinn áhuga á þvf að
kynna sér fiskveiðiaðferðir Is-
lendinga.
Muliro og Kagunda ræddu m.a.
við forystumenn Sambands is-
lenzkra samvinnufélaga, en sam-
vinnuhreyfingin ryður sér nú
mjög til rúms í Kenya.
Ambassador Kenya
heimsækir ísland