Morgunblaðið - 24.10.1973, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.10.1973, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR24. OKTÓBER 1973 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarf ulltrúi Frétta stjóri . Augiýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson, Styrmir Gunnarsson Þorbjörn Guðmundsson Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, simi 10-100. Aðalstræti 6, sími 22-4-80. Áskriftargjald 360,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 22,00 kr. eintakið fiskimiða, sem mestu skip- ta fyrir okkur og taka yfir landgrunnið og sums stað- ar 'ná lengra. Það sam- ræmist því íslenzkum hags- munum að taka upp þá stefnu.“ Eins og kunnugt er, hafa þingmenn Sjálfstæðis- flokksins lagt fram þings- ályktunartillögu á Alþingi þess efnis, að fiskveiðilög- saga íslendinga verði færð út í 200 sjómílur eigi síðar en 31. des. 1974. I ræðu sinni gerði Gunnar Thoroddsen grein fyrir HVERS VEGNA UTFÆRSLA í 200 MÍLUR? Iræðu þeirri, er Gunnar Thoroddsen, formaður þingflokks Sjálf- stæðisflokksins, flutti í um- ræðum á Alþingi s.l. fimmtudagskvöld, fjallaði hann um útfærslu fisk- veiðilögsögunnar í 200 míl- ur og hvernig hyggilegast væri að standa að þeirri útfærslu. Um það sagði Gunnar Thoroddsen: „Mið- að við þá þróun, sem orðið hefur hin síðustu ár, væri eðlilegt, að miða ytri mörk landgrunnsins við a.m.k. þúsund metra dýpi eða við hagnýtingarmörk, þar sem þau ná lengra á haf út. Nú hafa mál þróazt þannig, að þau lönd, sem vilja víðáttu- mikla landhelgi og fylgja landgrunnsstefnunni, eins og við, telja yfirleitt sigur- vænlegast að fylkja sér um 200 mílur. Liggja til þess einkum tvær ástæður. Lönd eins og Suður- Amerfkuríkin, sem þegar hafa tekið sér 200 mílur hafa sum sáralítið land- grunn og því ekki sérstak- an áhuga á þeirri viðmið- un. Önnur ríki, t.d. Kanada, hafa landgrunn, sem nær miklu lengra út en 200 mflur og gera sér ekki vonir um að fá viður- kenningu á öllu sínu land- grunni. Þess vegna eru 200 mílurnar líklegastar til þess að sameina þessi ólíku sjónarmið, sem hafa það þó sameiginlegt að stefna að stórri landhelgi. 200 mílna landhelgi mun ná til þeirra nokkrum þeirra röksemda, sem liggja að baki þeirri tillögu þingmanna Sjálf- stæðisflokksins. Hann sagði: „Við teljum það lífs- nauðsyn fyrir íslenzku þjóðina vegnaþess, aðutan 50 mílna, milli 50 og 200 mílna eru dýrmæt fiskimið í alvarlegri yfirvofandi hættu. Þar má nefna dæmi: Loðnan hefur verið þjóðinni mikil búbót hin síðustu ár. Mikinn hluta ársins heldur hún sig fyrir utan 50 mílur, milli 70 og 150 mílna. Og um hávetur oft rétt utan við 50 mílur. Ef erlend fiskiskip hæfu loðnuveiðar að ráði er þarna mikil hætta á ferð- um. Síldin hefur nú í nokk- ur ár verið friðuð. Menn vonast til þess, að hún nái sér upp aftur og hér geti hafizt síldveiðar að nýju. Þá er brýn þörf, að land- helgin verði komin út í 200 mílur. Kolmunni kemur hingað oft í miklu magni og yfirleitt á milli 50 og 150 mílna og hafa erlendir tog- arar, einkum rússneskir, oft verið við þær veiðar með mikinn flota. Mikil grálúðumið eru fyrir norð- an, vestan og austan land. Fyrir nokkrum árum var þar uppgripaafli. Erlendir togarar komu hópum sam- an og aflinn dróst stórlega saman vegna ofveiði. Ég nefni þessi fjögur dæmi. Fjölmörg önnur geta fiski- fræðingar nefnt um mikil- væg mið milli 50 og 200 mílna.“ Loks gerði Gunnar Thoroddsen grein fyrir öðrum þeim rökum, sem liggja til útfærslu í 200 míl- ur fyrir árslok 1974, er hann sagði: „Eftir undir- búningsfundi hafréttarráð- stefnunnar liggur það einnig fyrir, svo að ekki er vefengt, að meirihluti þjóða heims er orðinn fylgjandi 200 mílna efna- hags- eða auðlindalögsögu, sem inniheldur m.a. í sér fiskveiðilandhelgi. Hins vegar getur hafréttarráð- stefnan tekið 2 eða 3 ár eða lengri tíma og enginn veit, hvort þeir 2/3 hlutar at- kvæða, sem þarf til þess, að samþykktin verði að alþjóðalögum, fáist eða hvenær. Auk þess þarf staðfestingu margra ríkja á eftir. Þegar allt þetta kemur saman sýnist okkur sjálfstæðismönnum ekki ástæða til þess að bíða, heldur talsverður ábyrgðarhluti og áhætta að bíða öllu lengur en við höf- um lagt til.“ UTVEGSMENN VILJA SAMNINGA Þingflokkamir ræða enn samkomulagsgrundvöll þann, sem Ólafur Jóhanrlesson kom heim með frá London. Hins vegar er athyglisvert, að útvegsmenn hafa lýst yfir stuðningi við þennan sam- komulagsgrundvöll. Á fundi stjórnar og vara- stjórnar LÍÚ og formanna útvegsmannafélaga víðs vegar um landið var sam- þykkt að mæla með því við ríkisstjórnina, að samning- ur yrði gerður við Breta á þessum grundvelli, og á al- mennum fundi í Félagi íslenzkra botnvörpuskipa- eigenda var lýst yfir „eindregnum stuðningi við tillögur þær, sem forsætis- ráðherrar íslands og Bret- lands hafa orðið ásáttir um að bera fram sem bráða- birgðalausn á fiskveiði- deilunni um tveggja ára skeið.“ Stefnir Svíþjóð Ntl VELTA menn því mikið fyrir sér, hvernig sænsk stjórn- mál muni þróast næstu árin. Eftir að kommúnistar komust í lykilaðstöðu í þinginu, óttast margir, en aðrir vona, að stefna stjórnarinnar verði meir í átt til sósialisma. Hópar sósíalista innan stjórnarflokksins hresstust við úrslit kosning- anna og túlkuðu þau sem vinstrisigur. Þeir krefjast því vinstrisnúnings í stefnu stjórnarinnar. Menn vilja meiri afskipti af erlendum mál- efnum, þar á meðal viður- kenningu á byltingarstjórnum Vietnam og Kambodíu, meiri aðstoð við sósíalisk þróunar- lönd og vingjarnlegri afstöðu til Araba f Palestínudeildinni. Vinstrisinnar í og utan stjórnarflokksins vilja einnig hreinni sósíalisma í stjórn- málum heima fyrir. Flokks- forystan vill f ara varlega og vill ekki varpa markaðshagkerfinu fyrir borð, en hinir yngri og róttækari vilja aukna þjóðnýt- ingu, aukin áhrif rfkisins í atvinnulífi og raunverulegt vald launþega innan fyrir- tækja. Þeir vilja hrinda í fram- kvæmd kröfum um jafnrétti láglaunahópa og tekju- og eignajöfnuð. Þessi slagorð vantaði í kosningum 1973, þeg- ar allir flokkar nema kommún- istar kepptust um hylli skatt- píndra meðallauna hópa. Fleiri tillögur um þjóð- nýtingu voru lagðar fyrir þing jafnaðarmannaflokksins í fyrra, en nokkru sinni fyrr. Flokksforystunni tókst að draga úr mesta þjóðnýtingar- áhuganum meðþeim rökum, að þjóðnýtingardraugurinn gæti hrætt kjósendur. Forystan veit- einnig að t.d. þjóðnýting við- skiptabankanna yrði svo kostnaðarsöm að hún myndi krefjast skattahækkunar. Þess í stað er ætlunin að nota mikla lifeyrirsjóði í vörzlu rfkisins til að kaupa hlutabréf í einkafyrir tækjum. Sósíaliska andstaðan innan flokksins og kommún- istar vilja hins vegar að þessu fé launþega verði varið til stofnunar nýrra ríkisfyrir- tækja. Áttundi áratugurinn krefst mikillar uppbyggingar iðnaðar ef Svíar ætla að halda stöðu sinni efst í alþjóðlegu lífsgæða- töflunni. Þetta mun krefjast gagnkvæms trausts og sam- vinnu á milli atvinnulífs, ríkis- stjórnar og yfirvalda. Stjórn jafnaðarmanna verður þvf að gera ýmislegt upp við sig Annaðhvort verður að sættast að ein- flokks- ræði? Eftir Anres Kíing við einkareksturinn og stjórn- arandstöðu borgaraflokkana i þinginu eða snúa þróuninni meir í átt til sósíalisma og slást í för með kommúnistum. Frá fornu fari hafa jafnaðar- menn verið varkárir gagnvart kommúnistum, sem þeir líta á sem klofningsmenn inn- an verkalýsðhreyfingarinnar. Aðstæðurnar eru aðrar á íslandi, þar sem jafnaðarmenn hafa ekki verið verulega sterkari en sósialistar og kommúnistar. Leiðtogar Jafnaðarmanna- flokksins og blöðin gættu þess vel að ráðast ekki á Þjóðar- flokkinn I kosningarbar- áttunni. E.t.v. vildu menn þ'egja flokkinn í hel og nota púðrið til að stöðva framgöngu Mið- flokksins. Eins kemur til greina að þeir hafi viljað halda opnum möguleikanum á samvinnu við Þjóðarflokkinn, ef hann myndi rjúfa bandalagið við borgar- flokkana og gerast róttækur launþegaflokkur. Jafnaðar- menn gætu .þannig styrkt stjórnaraðstöðu sína og um leið rofið, samvinnu borgarflokk- anna. Tök jafnaðarmanna á stjórnvellinum gætu þannig orðið varanleg. Án Þjóðar- flokksins á milli sin myndu fornar erjur Miðflokksins og Hægriflokksíns / vafalaust hefjast á ný. Raddir um samvinnu eru nú uppi í hinum illa leikna Þjóðar- flokki. Leiðtogar flokksins þorðu hins vegar ekki að svlkja kjósendur á þennan hátt, því að f kosningabaráttunni var öll áherzla lögð á að koma á borgarastjórn. Deilur. innan flokksins munu verða miklar. Mesta vandamál flokksins er að enginn, veit hvert vandamálið er, því allir eru sammála um að stefnan og foringinn séu ágæt. Stjórnarandstaðan hefur í hverjum kosningum krafizt stjórnarskipta. Hún hefur haldið því fram að stjórnar- skipti væru holl sænsku lýð- ræði og jafnframt varað við þróun f átt í einflokksræðis. Ríkisstjórnin vfsar' öllum slíkum vangaveltum á bug. Hin nauðsynlega endurnýjun getur, að því er jafnaðarmenn segja, orðið gegnum hugmyndafræði- lega þróun og mannaskipti í stjórnarflokknum. Flokksþing jafnaðarmanna er farið að gegna mikilvægu hlutverki f sænskum stjórnarmálum, sumir segja að það sé mikl- vægara en Ríkisdagurinn sjálfur (þingið) Olaf Palme hélt fram þessum röksemdum f sumar. Hann bjó til eigin jafnvægiskenningu sem mótvægi gegn kröfum stjórnarandstöðunnar um stjórnarskipti. „Þau öfl, sem að miklu leyti halda fjármála- valdinu og hafa vald yfir skoð- unamyndun munu einnig ræna stjórnvaldinu. 1 stað þess jafn- vægis sem nú ríkir, kæmi minnkandi áhrif launþega.“ Sífellt fleiri sósíalistar hafa krafizt þess að endi verði bundinn á hið borgarlega vald í atvinnulífi og skoðanamyndun. Stærsta dagblaðið, Dagens Nyheter hefur af frjálsum vilja sagt skilið við Þjóðarflokkinn og er nú flokkslega óháð. Leiðandi jafnaðarmaður nokkur og fjölmiðlahugsuður olli miklu fjarðafoki ekki alls fyrir löngu með tillögu sinni um aukin áhrif samfélagsins á fjölmiðla. 1 vígstöðvum borgar- flokkanna var þessu tekið sem bragði ríkisstjórnarinnar til að kanna baráttuvilja þeirra. Margir velta því nú fyrir sér, hvort sáttin og samlyndið, sem einkennt hafa sænsk stjórnmál og þjóðfélagsumræður muni hverfa á þessum áratug. Munu skarpar andstæður og endur- nýjuð stéttabarátta koma f stað samfélagshyggjunnar, sem Per Albin Hanson skapaði í kring um 1930 og 40 og Tage Erlander stýrði eftir um 1950 og 60. Það veltur mikið á því hvaða stefnu Palme og stjórn hans taka fram að nýjum kosningum og úrslitum þeirra. Ef flokkar sósfalista sigra má búast við að hinir yngri og rót- tækari og kommúnistar fái aukinn hljómgrunn. Þeir vilja afnema kapitalismann og blandað hagkerfið og hraöa ferðinni í átt til sósílisma. Það myndi auka á óánægju þess helmings sænsku þjóðarinnar, sem hefur átt fulltrúa f ríkis- stjórn síðustu fjóra áratugi. Þeir vilja ekki fara með í slíka ferð. Munu hinir eldri og reyndari jafnaðarmenn geta stöðvað framgang ungu sósía- listanna?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.