Morgunblaðið - 24.10.1973, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.10.1973, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR24. OKTÓBER 1973 17 Guðmundur G. Hagalín skrifar BÓKMENNTIR Jóhann Hjálmarsson: Athvarf f himingeimnum Almenna bókafélagið — Reykjavík — september 1973. Það er ekki ýkjalangt síðan svo til hver alþýðumaður hér á landi — og að minnsta kosti hvert barn til skamms tíma — gerði sér þær hugmyndir, að ekki víðsfjarri í himingeimnum væri stórbýli eitt mikið með gylltum turnum og gullnu hliði, þar sem gjafari allra góða hluta byggi, heyrandi hvert bænarkvark og hafandi að sendi- boðum gullinhærða og hvítvængj- aða engla. Mér liggur og við að haida, að hverjum þeim, er hafi sem barn tileinkað sér þessa hug- mynd, sé hún í rauninni svo hjartanlega kær, að hann geymi hana enn einhvers staðar í hugar ins leynum sem einn af fáum, óbrotgjörnum dýrgripum bernsk- unnar. Ég hygg svo óhætt að full- yrða, að mörgum manninum, sem á þann grip, hafi — þrátt fyrir alla nýtízkulega veraldarvizku — fundizt það hálfóviðkunnanlegt að sjá í sjónvarpi skrimslislegar mannkindur skjögra eins og krabbakvikindi á rosabullum um tunglið, þennan tjóðurkálf Móð- ur jarðar, er raunar hefur aldrei verið ýkja mikils metinn, en ýms- ar eldri og yngri sagnir og minn- ingar eru tengdar við, sumar spaugilegar, aðrar válegar, en einnig margar vissulega sæt- rómantískar. Þannig fór mér, þó að 'raunar væri ég hissa á og hrifinn af þess- um nýja stórsigri frábærrar rök- vísi í hugsun og hárnákvæms sam- starfs mýmargra manna — en af vörum mínum hrökk í hálfkær- ingi: „O, bansettir fari þeir! Þar eru þeir nú búnir að skemma jafnvel hreint og beint fordjarfa fyrir piér og öðrum náttúrubörnum okkar góða, gamla og á margan hátt hrifvekjandi mána, gefandi tunglryk og tunglsteina í staðinn! En fleira mun hafa að mér hvarflað. Það er alkunna, að menn hafa, svo lengi sem sögur herma, séð ýmis tákn á himni, sem þeir hafa talið sér reynast fyrirboða mikilla og oftar en hitt válegra tíðinda. Og víst hafa geimförin verið tákn og stórmerki og vissulega eru þau fyrirboðar. En hvers? Það er hart og sárt að þurfa að spyrja. Ef til vill finnst fleiri en mér samyrkjar hinnar há þróuðustu tæknisnilli séu — fyrst og fremst fyrir tilstilli tortryggi- lega kaldrænna ægivalda verald- ar — teknir að sækja nokkuð hart fram í áttina til hins óviðjafnan- lega og um alla framtíð yfirskil- vitlega skapandi máttar alls, sem grær og gróið hefur, án þess að nokkur fái vitað, hvort tákn þeirra og stórmerki í himingeimn- um flytji frekar boðskap um frið, mannsæmandi frelsi og bróður- lega samvinnu um alhliða menn- ingu og mannhelgi, heldur en að- eins kapphlaup um nýja tækni- lega „sigra“ og fleiri og margvís- legri hnattsteina — eða jafnvel algera tortímingu alls lífs á okkar gömlu Móður jörð. Sakharov, Sakharov! Vissulega veizt þú stór- um miklu meira en fávíst náttúru- barn hér norður í Dumbshafi, og nú berst þú í þeirri veiku von, að ekki orð þfn, heldur blóð þitt fái einhverju til vegar komið um það, að ævistarf þitt verði ekki al- heimsvoði í höndum ráðamanna þess kerfis, sem þú trúðir á sem ljóð heimsins á ókomnum árum og öldum! Snæfellingurinn Jóhann Hjálmarsson gaf út fyrstu ljóða- bók sína árið 1956, þá aðeins sejdján ára gamall, og vitnaði hún um furðulega skáld- og formgáfu hins unga manns, sem snemma hafði lagt stund á sjómennsku og síðan stundað prentnám, en lítt verið skólaður af almannafé. I kjölfar þessarar bókar komu fimm ljóðabækur á árunum" 1958—’67, og hafði þá Jóhann skipað sér I fremstu röð ungra íslenzkra Ijóðskálda. En svo liðu fimm ár, án þess að frá honum kæmi frumsamin ljóðabók, og þótti mér það gegna nokkurri furðu, þó að hann hafi raunar sent frá sér á þessum árum ýkja fróðlega og seinunna bók um ís- lenzka ljóðlist, einnig bók, sem flytur fjölmargar Ijóðaþýðingar frá ýmsum löndum, skrifað mergð af ritdómum og kynnt erlend skáld og bókmenntastefnur í tug- um blaðagreina. En nú er frá hon- um komin ljóðabók, sem ber hið sérkennilega og lítið ljóðræna heiti Athvarf f himingeimnum. Ég fæ svo ekki betur séð við lest- ur þeirrar bókar en að djúptækar, persónulegar ástæður hafi valdið þvf, hve langt leið milli hennar og þeirrar næstu á undan — og hve sérkennilegt heiti bókin hefur hlotið. Hið unga skáld hafði öðlazt sina lifsskynjun og tjáningarþrá í samræmi við arfgeng viðhorf og aðstæður bernskuáranna og gagn- tæk áhrif hinnar snæfellsku, stór- brotnu og andstæðuríku náttúru, þar sem hinn að fornu og nýju dulþrungni jökull situr á goða- stóli. Og svo hefur þá hið allt að því yfirþyrmandi tæknilega und- ur, sem ég hef þegar drepið á, orkað svo mjög og varanlega á tilfinningar og tiltölulega fast- mótuð lífsviðhorf skáldsins, að hann hefur fundið sig knúinn til að taka sér langt og stundum all- þjakandi tóm til að yfirvega hina vissulega feiknkenndu furðu, ef hún ætti ekki að valda innra með honum afdrifaríku og jafnvel ör- lögþrungnu misræmi. Ég hygg að þetta nokkuð sér- stæða og veigamikla fyrirbrigði á þroskabraut íslenzks ljóðskálds, sem vissulega tekur skáldlega köllun sína alvarlega, skýrist og sanni sig bezt með því. að ég birti hér fyrsta ljóðið í bókinni, Appollon nýi: Fyrri hluti: „Þú vaknar í desember árið 1968. Sérð landið í augum dóttur þinnar, heiminn í augum sonar þfns. Fyrir utan blasir við geimurinn líkari gömlu ljóði en vísindum nútímans. Stjarna bernsku þinnar er fölnuð, (samt leitarðu hennar á festingu lffs þíns). „Sérðu stjörnuhrap, þá er einhver að deyja,“ sagði amma á kvöldin. Yfir víðáttum Jökulsins eru menn á ferð á undarlegu skipi. Manstu eftir bátunum, sem sigldu fyrir Brimnes komnir undan Svörtuloftum. Manstu öll ljósin, sem kviknuðu í hólunum og klettunum á jólun- um þegar fór að rökkva. Allt þetta var nálægt þá og er nálægt enn eins og ferð mannsins inn f aðra nótt. Ut úr jarðneskri nótt? Heim til bamsins í jötunni." Sætleiki minningabundinna hversdagsatburða, heimilislegar dularverur í klettunum, kveikj- andi sfn jólaljós — og svo: hið blessaða barn í jötunni. Sfðari hluti: „Þú vaknar að morgni án þess að lesa fréttirnar um ótt- ann. Heimurinn kyrrist um stund. Augasteinn í himinhvolfinu minnir á landnám mannsins: Leif heppna, Kólumbus, Galileo, Jules Verne. „Ég sá pabba fara kringum tungl- ið,“ segir drengur í Texas. Þú spyrð ekki guð þinn ráða. En hve lítill ertu og veik slög hjarta þíns. Samt fyllir hjartsláttur tárvota jörð, gefur henni birtu, ljós til að lifa af, ljós til að deyja af ? „Guð greindi ljósið frá myrkr- inu.“ Nú hl jóma þessi orð langt úti í dimmum geimnum." „Þú spyrð ekki guð þinn ráða,“ segir skáldið, ungt skáld okkar tfma, og hann setur spurningar- merki á eftir orðunum: „Ijós til að lifa af, ljós til að deyja af“, og ekki því að gleyma, að það var guð, sem greindi ljósið frá myrkr- inu... Aftur og aftur kemur svo fram f þessari ljóðabók: annars vegar hin safanka og sffrjóa ást skáldsins á jökulkrýndri náttúru átthaganna, lands sfns, samfara vafabundinni, en í rauninni djúp- tækri — já eðlislægri þörf til trú- ar á guð alls, sem er, — hins vegar Snœfells- nesog himin- geimurinn sár uggur og nagandi kviði, bund- inn þeim gerðuir hinna valda- mestu og harðmúluðustu verald- arhöfðingja að sækja af ofur- kappi út fyrir það svið, sem mann- inum var f öndverðu markað. Sú sókn er auðsæilega ekki í þeim vændum að „færa barninu brauð", heldur f bezta tilviki til þess að sækja annarlega steina — „forseta Islands voru gefnirstein- ar frá tunglinu", segir skáldið, — en ef til vill..,ef til vill tilgangur- inn sá, sem til þess kynni að leiða að gera að engu f einni andrá alla sanna sigra mannlegs guðseðlis og sundra Móður jörð í eitraða loftsteina! Athvarf f himingeimnum heitii flokkur sex ljóða, sem flytur upp- gjör höfundar við sjálfan sig út af undrinu mikla, en þessum flokki er ekki valið rúm næst á eftir Apollon nýja, heldur eru allmörg ljóð þar á milli, og virðist mér sú niðurröðun vera ger til samræmis við það, að langt leið frá því mað- ur tróð fyrstur allra tunglslóðir þangað til skáldið hafði náð því innra jafnvægi, sem til uppgjörs- ins þurfti. Skáldið nefnir þegar í fyrsta ljóði bókarinnar Leif heppna, Kólumbus, Galileo og Jules Verne og tengir þannig upptök geim- ferða og gervihnatta þeim eðlishvötum mannsins, sem hafa verið aflvaki hugsýna og afreka þeirra stórmennaSögunnar, sem gert hafa hið óhugsanlega og ömögulega að raunsönnum veru- leika. Og í ljóðaflokknum víkur hann frá sér þeim ekki annars fjarstæðukennda möguleika, að undrið mikla boði nálægan endi alls og allra á jörðu hér. En í þessum sex ljóðum, sem heita Til- beiðsla, Framtíð, Sýn, Fjarskinn, Lengra og Deus ex machina — er flest vel sagt og allt af djúptækri dirfsku og einlægni um þá sókn mannanna, sem hefjast hlaut út í fjarska himingeimsins, þá er vit þeirra og snilli höfðu afrekað flest annað en það, sem þeim er skyldast til úrbóta og varanlegra heilla hér á jörðu. I ljóðinu Sýn segir skáldið: „Sá morgunn rennur upp, að okkur verður falið að skrifa teikn á himininn og við bregðumst að sjálfsögðu þeirri skyldu eins og við hirðum ekki um lágværa rödd í okkur sjálfum...” 1 næsta ljóði segir svo: „Við sofum. Áhyggjulaus af öðru en f jarskanum, sem umvefur allt. Okkar er að sigra hann, er sagt yfir okkur þrumandi röddu. Okkar er að sigra hann bergmálum við...“ Ég læt hér staðar numið um til- vitnanir f þannan eiiist .Jjöða flokk, sem fjallar um hina hörmu- legu meinvillu mannanna, eftir- sókn þeirra eftir vindi út í sífellt meiri fjarska, og þau endalok, sem skáldið boðar — „1 guðsnafni syndugs manns“, eins og þjóð- skáldið frá Fagraskógi mannlífs- ins komst eitt sinn að orði. Þau eru mörg ljóðin í þessari bók, auk þeirra, sem þegar hefur verið um fjallað, og þó að þau séu ekki öll jafneftirminnileg, eru þau öll haglega gerð, margt þar að finna sannfagurt og spaklegt og þó látlaust, mörg eru og ort af heitri tilfinningu, sem þó samt er haldið innan ramma skrúðyrða- lausrar hófsemi. Vænst þykir mér ef til vill um Ljós heimsins, þar sem samsamast órofa tengsl við náttúru átthaganna, djúp samúð með harmrænum örlögum ungs snillings- og óupprætanleg þörf skáldsins fyrir trúarlega til- beiðslu. Og svo leyfi ég mér þá að ljúka þessu greinarkorni með birtingu þessa fagra ljóðs, sem ég hef ósjálfrátt lært, þrátt fyrir vöntun ljóðstafa og endaríms: Á ferðum okkar um hraunið rákumst við stundum á einmanalegan kross nálægt djúpri laut. Við fengum fá svör: Maður frá Hellnum hafði orðið úti á leið inn á Sand. í Hellnakirkju er rammi, sem hann hefur smíðað utan um frelsarann. Altaristöflu af heilagri kvöldmáltíð. Nú kemur fólk til að skoða þennan ramma í fátæklegri útnesjakirkju. I björgunum fyrir neðan garðinn, þar sem bein hans liggja, er fuglinn hávær eins og forðum þegar hann lagði af stað áður en élið skall á með ungar hendur sem voru þess umkomnar að smfða Ijósi heimsins verðugan ramma. Síðan hefur lengi nætt um grjót og mosa. I hrauninu sést ekki framar neinn kross." Frumritað á Mýrum sjötta októ- ber 1973. Hreinritað á Eyrar- bakka að morgni þess tfunda sama mánaðar. Guðmundur Gfslason Hagalfn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.