Morgunblaðið - 24.10.1973, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.10.1973, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 1973 15 Hreínsanir í Mynd þessi var tekin sl. laugardag I Kreml ( Moskvu, þar sem þeir Henry Kissinger, utanrfkisráðherra Bandarfkj- anna og Leonid Brezhnev, leið- togi sovézka kommúnista- flokksins, komu sér saman um ályktun þá, sem Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna sam- þykkti f fyrrinótt um að styrj- aldaraðilar við Miðjarðarhaf hætti bardögum. GATT- viðræður að hefjast Genf 23. okt. NTB. VIÐSKIPTASÉRFRÆÐINGAR frá meira en fimmtfu löndum hefja á morgun, miðvikudag, við- ræður að nýju með það fyrir aug- um að fjarlægja tálmanir, sem nú eru á alþjóðaviðskiptum. Eru þetta hinar svokölluðu Gatt-við-' ræður. Síðustu Gatt-viðræðurnar voru haldnar 1967 — 68 og var þá fyrst og fremst stefnt að því að lækka innflutnings- og útflutningstolla. Nú mun verða efst á baugi að fá lagfæringar á innflutningskvót- um o.þ.u.l. Trúlegt er, að enn fleiri fulltrúar komi sfðan til fundarins. Undirbúningur fór fram í Tókfó í fyrra mánuði og tóku ráðherrar þátt f þeim við- ræðum, með þátttöku eitt hundr- að landa. Nóbelsverðlaunum í eðKs- og efnafræði úthlutað Stokkhólmi 23. okt. NTB. AP. BREZKI prófessorinn Geoffrey Wilkinson og Þjóðverjinn Ernst Otto Fischer fengu í dag Nóbels- verðlaunin f efnafræði. 1 eðlis- fræði skiptu með sér verðlaunun- um Bandarfkjamaðurinn Leo Esaki, Norðmaðurinn Ivar Brlissel, 23. okt. AP. EDMUND Leburton, forsætisráð- herra, Belgfu, gerði f dag veruleg- ar breytingar á rfkisstjórn sinni, sem er samsteypustjórn og hefur verið við völd f átta mánuði. Hann bað um afsögn átta ráðherra og ráðuneytisstjóra, og var það sagt gert til að reyna að styrkja veika stöðu stjórnar hans. Mikil átök hafa verið innan stjórnarinnar og ágreiningur farið vaxandi. Meðal þeirra ráð- herra, sem nú voru látnir fara, Blístruðu Giaever og Bretinn Brian Josephson. Nóbelsverðlaunahafamir f efnafræði fá verðlaunin fyrir rannsóknir þeirra á kolvetni. Segir í forsendum akademíunnar að þeir hafi valdið byltingu f var Edouard Anseele, samgöngu- ráðherra, úr flokki sósfalista. Hafði hinn flæmski armur Kristi- legra demókrata löngu krafizt þess að Anseele yrði látinn víkja. AP-fréttástofan segir Kristilega demókrata hafa gengið svo langt, að hóta Leburton því, að stjórnar- samstarfi yrði slitið, yrði hann ekki við þessari kröfu. Opinber ástæða fyrir afsögn Anseele var sögð vera heilsuleysi. Meðal þeirra, sem hurfu úr stjórninni, voru tvær konur og sitja nú að- eins karlmenn í belgísku stjórn- inni. Belgrad 23. okt. NTB. YFIRSTJÖRN júgóslavneska kommúnistaflokksins ákvað f gærkveldi að reka stjórn í flokks- deild f Iftilli borg f Bósnfu. Var fimm forystumönnum vikið frá, að loknum deildarfundi, eftir að komizt hafði verið að þeirri niðurstöðu, að þeir hefðu gerzt sekir um vanrækslu, misnotað að- stöðu sfna sér til framdráttar og skapað hið versta ástand f Kaliovik-héraðinu. Hafa þessar hreinsanir vakið mikla athygli Þá er haldið áfram hreinsunum við Belgradháskóla. Flokksnefnd málmefnafræði, sem hafi haft mikla hagræna þýðingu í iðnaði. Fischer er fæddur í Mtlnchen árið 1918 og hefur verið forstjóri rannsóknarstofu, sem fengizt hefur við rannsóknir á öllum þátt- um ólífrænnar efnafræði síðustu árin. Dr. Wilkinson er 52ja ára að aldri og stundaði nám f London. Hann er prófessor í ólífrænni efnafræði við The Imperial College of Science and Technology, og hafa þó nokkrir vfsindamenn, sem þar starfa, áður fengið Nóbelsverðlaun. Töf varð á úthlutun Nóbels- verðlaunanna i eðlisfr., þar sem samkomulag náðist óvenju seint og var gefin út tilkynning um það fyrr í dag, að nefndarmenn hefðu ekki komizt að niðurstöðu á til- settum tíma. Skömmu síðar var birt að Nóbelsverðlaunin hefðu fengið þeir Esaki, Giaever og Josephson fyrir uppgötvanir í sambandi við flutning á orku gegnum háleiðara við óvenjulega lágt hitastig. Giaever er fæddur f Noregi, 44ra ára að aldri, en hefur lengst af unnið í Bandaríkjunum. Leo Esaki er fæddur í Japan, en er bandarfskur ríkisborgari. Hann er 48 ára gamall og Josephson er yngstur verðlauna- hafanna, aðeins 33ja ára gamall. Hann erfæddur í Wales. háskólans rak i fyrri viku aðstoðarritarann Predrag Aleksic og vísaði öðrum prófessor úr flokknum. Var því haldið fram, að þeir hefðu sett fram skoðanir, sem samrýmdust ekki hugsjóna- fræði f lokksins. Kínaför Kissingers frestað Washington 23. okt. AP-NTB HENRY Kissinger, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, hefur ákveðið að fresta för sinni til Kína og Japans, að þvf er bandaríska utanrikisráðu- nevtið tilkynnti f dag. Ástæðan er sögð annir ráðherrans vegna þess, að aftur hafa blossað upp bardagar milli Israela og Araba. Til stóð að hann legði upp annað kvöld f sjöttu ferð sfna til Kína. Kissinger kom til Washing- ton í morgun árla úr ferð sinni til Moskvu og Tel Aviv. Hann hugðist halda fund með frétta- mönnum síðdegis í dag en frestaði honum til morguns. Ekki er vitað hvers vegna. Ráð- herrann gaf Nixon forseta skýrslu um för sína í dag. Blaðið Yedioth Ahtonoth í Israel segir, að Kissinger hafi m.a. fullvissað Goldu Meir for- sætisráðherra um, að hann og Brezhnev hafi ekki komið sér saman um neinar friðaráætl- anir í deilum Israela og Araba og hann hafi sömuleiðis sagt, að Israelar gætu haldið her- numdu svæðunum frá 1967, þar til a.m.k. að friðarsamn- ingar yrðu gerðir og annað hefði um samizt. Blaðið segir og, að Kissinger hafi tjáð Goldu Meir, að Sovétstjórnin hefði áhyggjur af því hve sókn ísraelska hersins við Suez- skurð hefði verið öflug og því væri henni kappsmál að koma á vopnahléi. Breytingar á Belgíustjórn Júgóslavíu Kólera Kuching, Malaysiu 23. okt. AP NlU manns hafa verið fluttir f sjúkrahús f Kuching f Malaysiu, sjúkir af kóleru, að þvf er tals- maður heilbrigðisyfirvalda sagði frá f dag. Fyrsta tilfellisins var vart þann 15. október. Ekki er vitað til að neinar sérstakar ráð- stafanir hafi verið gerðar sakir þessa. Skírður í „höfuðið” á eldflaug Kairó 23. okt. NTB. AUGLJÓST er, að Egyptar kunna vel að meta þau vopn, sem Sovétmenn senda þeim. Síðasta dæmi um það er, að eiginkona fátæks verkamanns, sem varð léttari á dögunum, lýsti þvf yfir, að hún hygðist skíra nýfæddan son þeirra hjóna Sam-6, eða f höfuðið á ákveðinni gerð af sovézkum fengið frá Sovétríkjunum. Ekki er vitað til, að barn hafi áður verið skírt f höfuðið á eldflaug. á eftir karlmönnum Frankfurt, 23. okt. NTB. TUTTUGU konur í vestur-þýzka bænum Fulda tóku sig til á dög- unum og söfnuðust saman úti fyrir verksmiðju, í þann mund er starfsmenn þar, sem allir eru karlmenn, voru að koma úr vinnu. Blístruðu konurnar óspart á eftir hverjum og einum, er hann gekk út. „Við ætluðum með þessu að sýna karlmönnunum, hvað konur verða að líða á stundum á opin- berum stöðum," sagði ein þessara tuttugu kvenna. Viðbrögð karl- mannanna voru yfirleitt á eina lund: flestum brá svo í brún, að þeir tóku samstundis til fótanna, aðrir nánast hnigu f öngvit af geðshræringu og enn aðrir urðu bálreiðir. Þótti konunum þessar aðgerðir hafa tekizt mætavel. Jarðskjálfti Búkarest 23. okt. AP. JARÐSKJÁLFTAKIPPUR, sem mæidist 4.5 á Richterkvarða varð f héraðinu Vrancea f Rúmenfu f dag. Engar fréttir hafa borizt um skemmdir á mannvirkjum og ekki er vitað til að slys hafi orðið á mönnum. ÞRIGGJA DAGA ÞJOÐAR- SORG Á PUERTO RICO Pablo Casals minnst víða um heim San Juan, 23. okt. AP. LlK cellósnillingsins Pablo Casais lá á viðhafnarbörum f dag f forsal þinghússins f San Juan. Hermenn stóðu þar heiðursvörð undir forystu Rafaels Hernandez Colons, landstjóra, sem lýst hefur yfir þriggja daga þjóðarsorg á Puer- to Rico. Sfðdegis f dag var kista Casals flutt til kirkju f útjaðri borgarinnar, þar sem útför hans verður gerð. Luis Aponte Martinez kardináli jarðsyngur. Tónlistarmenn víða um heim hafa minnzt Casals, sem lézt á mánud., 96 ára að aidri. Þeirra á meðal er sovézki celló- leikarinn Mstislav Rostrop- ovich, sem ekki hefur fengið að leika á Vesturlöndum um langt skeið vegna stuðnings við rit- höfundinn Alexander Solz- henitsyn. „Mér er fráfall hans persónulegur harmur," sagði Rostropovich. „Ég hef ekki einasta misst mikilhæfan kenn- ara heldur og sannan vin.“ Gerald Moore, hinn kunni píanóleikari, sem lék tfðum með Casals á hljómleikum hans fyrr á árum, sagði, að sam- vinnustundir þeirra hefðu verið með mestu gleðistundum lífs sins. „Hann var einstakur maður, dásamlegur maður, sem átti stórkostlega ævi. Allir tón- listarmenn virtu hann og eisk- uðu.“ Raymond Gallois Montroun, forstöðumaður tónlistar- akademíunnar f París sagði: „Hann var einn bezti lista- maður okkar tíðar. Snilldar- hljóðfæraleikari, er hafði dæmalausa tækni en snilld hans var í því fólgin, að hann lét tæknina þjóna tónlistinni." Eugene Ormandy, hljóm- sveitarstjóri Philadelphiu hljómsveitarinnar, sagði, að hann hefði verið einn mesti tónlistarmaður allra tíma og mikill cellósnillingur, „... en kærleikur hans tii mannanna var sennilega uppspretta hinna auðugu og löngu lífdaga hans“. Franska tónskáldið Henri Sauget sagði: „Allir hljóm- listarmenn harma fráfall hans, en verk hans hafa slfkt gildi, að þau tryggja honum eilíft líf.“ Og kanadfska altsöngkonan Maureen Forrester, sem söng fyrir Casals meira en 30 sinn- um sagði: „Það var gæfa mín að vinna með og læra af meistara, sem veitti inn í líf mitt tóna- lindum arfleifðar og fegurðar og kenndi mér að gæða þær lífi og skapandi afli, sem gæti orðið siðmenningu okkar til styrkt- ar.“ J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.