Morgunblaðið - 17.11.1973, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.11.1973, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. NÖVEMBER 1973 • • Ogri og Vigri fengu 21 millj. Tveir togarar seldu f fyrradag 1 Þýzkalandi, og fengu báðir sæmi- legt verð fyrir aflann. Reyndar má kannski segja, að heildarverð- mætið f krónum sé ekki eins gott og það hefði verið fyrir nokkrum vikum, en ástæðan fyrir því er einfaldlega sú, að gengi þýzka marksins lækkar svo til daglega gagnvart fslenzku krónunni. Fyrir nokkrum vikum kostaði eitt mark 36 kr., en f gærmorgun kost- aði það rúmlega 31 kr. Togarinn Hjörleifur. seldi 112.5 lestir f Cuxhaven fyrir 164.189 Búizt við feikiháu síldarverði Engar sfldarsölur áttu sér stað f Danmörku f gær, en f dag áttu nokkrir bátar að selja þar sfld. Miklar brælur hafa verið á Norðursjávarmiðum sfðustu daga, á fimmtudagsnóttina lægði aðeins, og fengu þá nokkrir bátar afla. Eru það þeir bátar, sem selja f dag. Bátarnir, sem selja í dag eru: Víðir NK með 800 kassa, Isleifur 4. VE með 600 kassa, Asgeir RE 800 með kassa, Héðinn ÞH með 700 kassa og Rauðsey AK með 1400 kassa. Samkvæmt upplýsingum Niels Jensen, umboðsmanns islenzku bátanna í Hirtshals, er búist við, að verðið á sfldinni verði mjög hátt í dag. „Kaupmennirnir munu rífast um sfldina, því síldar- skortur er nú mikill," sagði hann. mörk eða 5.2 millj. Meðalverðið er kr. 46.60. Ekki tókst að selja eitt tonn af aflanum og tæpt tonn var ónýtt. Þá seldi skuttogarinn Vigri í Bremenhaven 225 lestir fyrir 240.900 mörk eðatæpar 10.9 millj. Meðalverðið er kr. 48.43. 400 kg. voru ónýt. Sala Vigra er með hæstu sölum íslenzkra togara fram aðþessu. Hinn togari ögurvfkur ögri, seldi sem kunnugt er í Þýzkalandi á miðvikudag fyrir 10.5 millj. Hafa þvf togarar ögurvíkur selt fyrir 21.4 millj. á tveim dögum. ÉT Arekstur Vélhjól og bifreið lentu í árekstri á Armúla í gærmorgun, með þeim afleiðingum að piltur- inn, sem ók vélhjólinu, kastaðist í snjóruðninginn. Hann mun ekki hafa hlotið alvarleg meiðsli. Stærsta olíumálverk á stríga á Islandi SVEINN Björnsson listmálari hefur nú lokið við stórt olfumál verk fyrir JL-húsið, húsgagna- verzlun Jóns Loftssonar hf., og hefur málverkið verið sett upp f verzluninni. Það er 2x6 metrar á stærð, málað á striga á blindramma. „Þeir sögðu mér það f Málaranum, að þetta myndi vera . stærsta olfumál- verk á striga, sem gert hefði verið á Islandi," sagði Sveinn f viðtali við Mbl. f gær. Hann kvaðst hafa haft mikla ánægju af að mála þess mynd, það væri erfiðara og meira spennandi að mála svona stórt en minni mál- verk. „Ég mátti ráða mynd- efninu sjálfur," sagði Sveinn, „og valdi að mála frá sjónum. Verkið heitir „Að kippa“, sem sem sjómenn nota um það að færa skipin til á miðunum.“ Hann lýsti hrifningu sinni yfir framtaki fyrirtækisins að gefa listamönnum kost á að vinna slfk verk. Hann hefur unnið að verkinu frá þvf f maf sl. og kvaðst vilja koma á framfæri þökkum til skólastjóra Öldutúnsskóla, sem hefði leyft sér afnot af skólastofu við gerð verksins. Sakadómsrannsókn á rekstri BS AB? NÓKKRIR aðilar munu nú hafa í hyggju að kref jast sakadómsrann- sóknar á bókhaldi og starfsemi Byggingasamvinnufélags at- vinnubifreiðastjóra, að þvf er Mbl. er kunnugt um. Höfðu þeir áður óskað eftir því við félags- málaráðuneytið, að það krefðist Könnun á framfærslu- kostnaði námsmanna NU STENDUR yfir á vegum Lánasjóðs fsl. námsmanna könn- un á framfærslukostnaði náms- manna og hafa gögn verið send til allra námsmanna, hérlendis og erlendis, sem eru f lánakerfi sjóðsins, um 3.200 einstaklinga. Eiga námsmenn að halda dag- bók um búreikninga sfna frá 11. nóv. til 10. des. og tfunda öll út- gjöld og einnig eiga þeir að gera yfirlit yfir útgjöld sfn á sfðasta ári. Ámi Ólafur Lárusson, fram- kvæmdastjóri Lánasjóðs, sagði í viðtali við Mbl. í gær, að slíkar kannanir hefðu verið gerðar tvisvar áður, árin 1964 og 1967 og væru núgildandi áætlanir um framfærslukostnað miðaðar við niðurstöðurnar frá 1967, með leiðréttingum og lagfæringum í samræmi við verðlags- og gengis- breytingar. Væri stefnt að því, að hægt yrði að nota niðurstöður þessarar könnunar, sem nú stendur yfir, við gerð fjárlaga fyrir árið 1975, þannig að niður- stöðurnar verða að liggja fyrir í maí á næsta ári. Dr. Benjamin Spock Bókin um barnið — hin víðfræga bók dr. Spocks á íslenzku BÓKAUTGAFAN Skarð hefur sent á markaðinn hina vfðfrægu bók bandarfska læknisins dr. Benjamins Spock um barnið. Er hún ný endurskoðuð og aukin. Halldór Hansen, yngri, læknir, skrifar formála fyrir fslenzku út- gáfunni, en Bjami Bjarnason læknir þýddi. 1 formála sínum segir Halldór Hansen m.a.: „Fáir læknar hafa gert sér jafn- mikið far um að uppfræða al- menning um eðli og hætti barna og dr. Benjamín Spock. Rit hans | hafa haft áhrif á uppeldi barna um allan heim, og tel ég það vel farið, þar eð rit hans einkennast af djúpum skilningi, ekki ein- ungis á börnum, heldur einnig á foreldrum þeirra." „Bókin um barnið“ er mikil að vöxtum, eða á níunda hundrað blaðsfður, og er gefin út í vönd- uðu bandi. Henni fylgir efnisyfir- lit og nafnaskrá. Hún er mynd- skreytt. Utgefandi tileinkar bókina ís- lenzkum mæðrum. Hún er prent- uð í Prenthúsi Hafsteins Guð- mundssonar. slfkrar rannsóknar. I gærmorgun boðaði ráðuneytisstjóri félags- málaráðuneytisins til fundar með framkvæmdastjóra félagsins og fulltrúum þessara aðila, þ.e. ein- staklinga, sem hafa látið BSAB byggja fyrir sig fbúðir í fjölbýlis- húsum f Breiðholti. Voru á fund- inum bornar fram þungar ásak- anir og mikill ágreiningur ríkj- andi milli framkvæmdastjórans og fbúðaeigendanna, að sögn Hall- gríms Dalberg ráðuneytisstjóra, f viðtali við Mbl. i gær. Kvaðst Hallgrimur hafa bent deiluaðilum á, að um tvenns kon- ar meðferð þessara mála gæti orð- ið að ræða. Samkvæmt lögum settu slík félög sér samþykktir, sem síðan væru staðfestar af ráðuneytinu. Ef félagsmenn teldu, að brotið hefði verið í bága við þessar samþykktir, myndi ráðuneytið taka málið til rann sóknar. Ef hins vegar félagsmenn teldu, að stjórnin hefði í skýrslum sínum og reikningum gefið rangar upplýsingar, þá ætti sam- kvæmt lögum að fara með slík mál að hætti opinberra mála, þ.e. fyrirsakadómi. Samkvæmt upplýsingum, sem Mbl. hefur aflað sér, beindist gagnrýni íbúðareigendanna eink- um að tveimur atriðum. I fyrsta lagi hefði jafnan orðið óeðlilega mikil hækkun á verði íbúða, sem BSAB byggði, frá áætlunarverði við upphaf byggingar, mun meiri en hjá öðrum byggingaraðilum, í sumum tilvikum allt upp i 40—70%. I öðru lagi hefði stjórn félagsins dregið úr hófi að leggja fram lokauppgjör fyrir byggingarkostnaði fbúðanna, i sumum tilvikum í 2—4 ár eftir að byggingu íbúðanna hefði verið lokið. Auk þess hafa mörg önnur atriði verið gagnrýnd. Mbl. sneri sér til Öskars Jóns- sonar, framkvæmdastjóra félags- ins, og spurði hann um þessi deilumál. Hann sagði, að eins og oft vildi verða í stórum hópi, leyndust nokkrir gikkir innan um og væru það þeir, sem stæðu fyrir þessu málavafstri. Stjórn BSAB væri þó orðin vön þessum mönn- um og t.d. hefði undirréttur nú þegar dæmt f einu innheimtumáli vegna þessara manna. Hefði BSAB unnið það mál og mennirn- ir verið ávítaðir fyrir að reyna að vera með blekkingar í sambandi við málið. Hann sagði, að mennirnir hefðu á fundinum borið fram svo þungar ásakanir, að full ásæða væri fyrir þá að krefjast sakadómsrannsóknar í framhaldi þar af. Það væri ábyrgðarhluti að bera fram þungar ásakanir, ef þær ættu ekki við rök að styðjast, og því væri sakadómsrannsókn eðlilegt framhald. „Við höfum ekkert á móti henni,“ sagði Óskar. Varðandi tvö helztu gagnrýnis- atriðin, sem getið er hér á undan, sagði Óskar, að hækkun á fbúðar- verði hjá BSAB væri nákvæmlega jafn mikil og hækkun á vísitölu byggingarkostnaðar, hvorki meiri né minni. Reikningar félagsins væru allir til, endurskoðaðir af löggiltum endurskoðendum, svo og öll fylgiskjöl þar að lútandi, og stjórnin hefði ekkert að fela. Styðjum nemendur Fiskvinnsluskólans — segja nemendur Sjómannaskólans Nemandaráð Stýrimanna- skólans og Vélskólans f Reykja vfk komu saman til fund ar f gær, og gerðu ráðin sam- þykkt um ástand það, sem skapast hefur vegna verkfalls nemenda Fiskvinnsluskólans f Hafnarfirði. I fréttatilkynningu frá nem- endaráðunum segir, að rædd hafi verið sú hætta, sem nú steðji að skólum þeim, er snerta sjávarút- veginn og því ófremdarástandi, sem skapast hefur á undan- förnum árum, vegna gegndar- lausra undanþáguveitinga til skipstjórnar og vélstjórnar. Nýjasta dæmið í þeim málum sé sú ráðstöfun að halda 3ja vikna námskeið á vegum Fiskmats ríkis- ins, og láta það jafngilda 3ja ára námi við Fiskvinnsluskólann í Hafnarfirði. „Því lýsa nemendur Stýri- mannaskólans og Vélskólans yfir fullum stuðningi við kröfur nem- enda Fiskvinnsluskólans f Hafnarfirði og þá sérstaklega kröfu þeirra um, að þeir menn, sem koma til með að sækja fyrir- hugað námskeið Fiskmats rfkis- ins, öðlist ekki löggildingu sem fiskmatsmenn, heldur fái þeir einungis tímabundin réttindi. Þess má geta, að þær undanþág- ur, sem veittar hafa verið til skip- stjórnar og vélstjórnar, hafa ávallt verið tímabundnar, lengst tilfjögurra mánaðaí senn.“ Athugasemd vegna ummæla um fiskiðnaðarnámskeið sjAvarUtvegsraðuneytið hefur sent frá sér fréttatilkynn- ingu vegna þess, sem fram hefur komið f fjölmiðlum, um að sjávar- útvegsráðherra hafi skýrt rangt eða villandi frá fyrirspurn um Fiskvinnsluskólann f Hafnar- firði. Fréttatilkynning þessi er undirrituð af þrem mönnum, sem vinna á vegum sjávarútvegsráðu- neytisins og segjast þeir hafa gef- ið ráðherranum þær upplýsingar, sem hann lét f té á Alþingi og reynst hafa rangar. I fréttatilkynningunni segir m.a.: „Svar ráðherra var byggt á upplýsingum, er við undirritaðir starfsmenn gáfum ráðherra, en þær upplýsingar voru gefnar í beinu framhaldi af fundi, sem haldinn var með skólastjóra og skólanefndarformanni Fisk- vinnsluskólans, nokkrum yfir- mönnum Fiskmats ríkisins, svo og undirrituðum. Á þessum fundi var samþykkt, að stefnt skyldi að því, að Fiskmat ríkisins og Fisk- vinnsluskólinn skyldu hafa sam- vinnu um tilhögun og fram- kvæmd fiskiðnaðarnámskeiða sem þeirra, er haldin hafa verið á vegum ráðuneytisins undanfarin 26 ár. Að því er tekur til þess námskeiðs, sem þegar hefur verið auglýst, var það sameiginlegt álit allra fundarmanna, að réttast væri að það yrði haldið með þeim hætti, sem ákveðið hafði verið. Fullyrðingár um, að sjávarútvegs- ráðherra hafi farið með rangt mál um niðurstöður fundarins, eru því ekki réttar. Þar sem skólastjóri og skóla- Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.