Morgunblaðið - 17.11.1973, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 17.11.1973, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 1973 7 Hungurs- neyðí Eþíópíu UM TÆPLEGA eins árs skeið hefur hungursneið herjað f Wolio-héraði f Eþfópfu, og telja fulltrúar Sameinuðu þjóðanna, sem þangað hafa komið, að um 100 þúsund manns hafi dáið þar hungur- dauða. Tvennt er það, sem valdið hefur þessum hörm- ungum. 1 fyrsta lagi uppskerubrestur f desember f fyrra, og sfðan úrkomuleysi á regntfmanum f aprfl. HARMSÖGUR Fréttamaður Observer, David Martin, var um síðustu helgi staddur í bænum Dessie í Wollohér- aði, en þar hefur verið komið upp skýlum fyrir þá, sem flúið hafa heimili sin í leit að mat. Eru þar nú um 18 þúsund flóttamenn. Martin segir meðal annars svo frá: „Lík gamals, gráskeggjaðs manns Iá á veginum skammt frá bænum, og sneri andlitið, þakið flugum, upp í loft. Fótgangendur, sem áttu þar leið um, Iitlu vart við líkinu. 1 Wollo-héraði er fátt hægt að gera fyrir þá, sem lifa, og engin skiptir sér af þeim látnu. Gamli maðurinn hafði gefizt upp rétt hjá hjálparstöðv- unum. Margir komast þangað of seint. Þegar ég kom þarna var 12 ára stúlka nýlátin í sóðalegu skýli innan umþröng tötrum búinna flóttamanna, sem sátu eða sváfu á strámottum á berri jörð- inni.“ Martin segir, að þegar verst lét I júni, júlí og ágúst í sumar hafi um 100 manns látizt þarna á degi hverjum. Með matargjöfum og annarri að- stoð er dánartalan komin niður í um 20 á dag, en þeim, sem lifa, er enn mikil hætta búin vegna sjúkdóma, því viðnámsþrek þeirra er svo til ekk- ert eftir Iangvarandi hungur. Átakanlegar sögur eru sagðar af þjáningum íbúanna í Wollo-héraði. Argashe Abate er þritug bóndakona, sem misst hefur fjölskyldu sína. Hún segir svo frá, að þegar uppskeran brást í desember og svo úrkoman í vor, hafi Hassan maður hennar selt landspilduna þeirra og fengið sér svo vinnu sem kaupamaður. Hann var þá orðinn svo máttfarinn vegna hung- urs, að hann veiktist og lézt skömmu síðar. Fjöl- skyldan stóð uppi matarlaus, og viku seinna voru fjögur elztu börnin, á aldrinum tveggja til níu Móðir á leið til hjálparstöðvanna meðbarn sitt. Flóttamaður f Wollo betlar mat handa börnum sfnum. ára, látin. Eftir var aðeins Argashe og eins árs dóttir hennar. Hélt Argashe þá af stað til hjálpar- stöðvarinnar, og tók það hana þrjá daga að ganga þangað með litlu dótturina. Skömmu eftir kom- una þangað lézt svo sfðasta bamið. Abraham Kasa er 32 ára, og á mælikvarða landa hans var hann talinn vel efnaður. Efnin gátu þó ekki tilengdar bægt hungursneyðinni frá dyrum hans. Hann seldi hvern skikann á eftir öðrum úr landareign sinni. 1 vor drápust fimm nautgripa hans, og þá seldi hann þá fimm, sem eftir voru. Stuttu seinna seldi hann svo síðasta jarðarskik- ann á hálfvirði. Nokkrum dögum eftir þetta lézt Lete, konan hans. Svo synirnir tveir. Hélt þá Abraham með átta ára dóttur sína, Sindayu, til hjálparbúðanna, og voru þau hálfan mánuð á leiðinni, gangandi að sjálfsögðu. Nú hafa þau náð svo til fullri heilsu á ný eftir matargjarirnar, og vinna bæði að hjúkrun annarra f lóttamanna. HRÆFUGLAR Harmsaga þeirra Abrahams og Argashe hefur enn sýnt, að hræfuglar safnast þangað, sem dauð- inn herjar, segir David Martin, og margir þeirra eru mennskir. Sveltandi bændurnir neyddust til að selja jarðir sínar, húsdýr og jafnvel uppsker- una, sem von er á i desember, fyrir hálfvirði til að draga úr sultinum. Ofan á það bættist svo, að sumir starfsmenn hjálparþjónustunnar seldu matarskammtana, sem þeir áttu að dreifa að kostnaðarlausu til bágstaddra og kaupmenn tvö- földuðu verið á kornvöru í búðum sínum. Haile Selassie keisari vék Sololeman Abraham héraðsstjóra í Wollo úr embætti síðla sumars, þegar í ljós kom vanræksla hans á að grípa til nauðsynlegra varúðarráðstaf ana í tæka tið. Er þvi haldið fram, að ef héraðsstjórninn hefði látið yfirvöldin í Addis Abeba vita um ástandið strax eftir uppskerubrestinn i desember í fyrra, hefði mátt bjarga þúsundum mannslifa. Fyrstu fréttir af hörmungunum bárust hins vegar ekki til höfuðborgarinnar fyrr en í marz. Var þá óskað eftir frekari upplýsingum frá héraðsstjóranum, en hann svaraði ekki. Urðu yfirvöldin að senda fulltrúa frá fimm ráðuneytum til Wollo, og gáfu þeir stjórninni í Addis Abeba skýrslu sex dögum síðar. Tveimur sólarhringum eftir heimkomu full- trúanna var hjálparstafið hafið, en þá var það orðið of seint. Það versta er nú loks yfirstaðið, og fjöldi flótta- manna hefur þegar snúið aftur heim. Hefur rfkis- stjórnin ákveðið að endurgreiða þeim, semkeyptu jarðir og búsmala á hálfvirði, og fyrirskipa þeim að skila jörðunum til fyrri eigenda. Margir standa þó uppi með jarðir sfnar, en án dráttar- nauta til að plægja akrana eða frækorna til að tryggja næstu uppskeru. Hafa yfirvöldin því einn- ig ákveðið að lána bændum hvorttveggja til langs tíma. Alls voru um 283 þúsund flóttamenn skráðir f hjálparbúðum f Wollo, og hafa um 220 þúsund þeirra snúið heim til sín. Ýmsar erlendar hjálpa- stofnanir, eins og kaþólska kirkjan og brezka Oxfam-stofnunin (Oxford Committee for Famine Relief), hafa sent hjálparsveitir á vettvang til aðstoðar þeim, sem enn þurfa hjálpar við. Segja talsmenn þessara hjálparstofnana, að þótt fjöldi f lóttamanna hafi snúið heim, séu þeir enn ekki úr hættu, þar sem margir þeirra hafi enn ekki náð sér að fullu, og því sé óttazt, að farsóttir eigi eftir að fella marga þeirra. Nú bfða menn í Wollo-héraði næstu uppskeru með eftirvæntingu og biðja þess, að regnguðirnir verði þeim hliðhollir í vor. Á því veltur framtíð þeirra. (Aðallega úr Observer). PARTÝSTÓLAR frá Spáni nýkomnir. Hagstætt verð. Takmarkaðar birgðir. Rammaiðjan, Óðinsgötu 1. ÚRVALS SÚRMATUR Súrsaðir lundabaggar, hrútspung- ar, sviðasulta, svinasulta. Úrvals- hákarl, slld og reyktur rauðmagi. Harðfiskur, bringukollar. Kjötmiðstöðin, Laugalæk 2, simi 35020 VANTAR HERBERGI Ungur maður óskar eftir herbergi strax. Upplýsingar i síma 52247 milli kl. 1 9—22. NÝ4RA HERB. ibúð i Norðurbæ, Hafnarfirði, til leigu frá 1 5. jan. n.k. Fyrirfram- greiðsla Tilboð leggist inn á afgr. Mbl. merkt: 4694. HALLÓ — HALLÓ ! Sá, sem tók Hondu 50 nr. 206 við Fordskálann á þriðjudagskvöld, góðfúslega skili henni á sama stað, eða hringið i sima 20805 TILSÖLU Benz 230, innfluttur, árg 1970. Skráður '69, til sýnis að Espilundi 2, frákl. 1— 6ídag. TIL SÖLU Volkswagen 9 manna árgerð 1971, ekinn 60 þúsund km. Ný- leg vél.Upplýsingar gefur Sigurð- ur, simi 21 240 BÍLAVARAHLUTIR Varahlutir í Cortinu. Benz 220, '62, og eldri, Taunus 17 M '62, Opel '60—'65 og flest allar gerð- ir eldri bila. Bilapartasalan, Höfðatúni 1 0, sími 1 1397. ÍBÚÐ ÓSKAST 3ja herb. ibúð óskast til leigu Örugg mánaðargreiðsla. 2 fullorðnir i heimili. Uppl. i sima 40488. BODDÝ-HLUTIR Höfum ódýrar hurðir, bretti, húdd, skottlok og rúður á flestar gerðir eldri bila. Opið til kl. 5 i dag Bilapartasalan, Höfðatúni 10. simi 1 139 7. MÚRARI Múrari getur tekið að sér að pússa ibúð i aukavinnu. Upplýsingar i sima 1 7647 HAFNARFJÓROUR — GARÐAHREPPUR Mann, sem vinnur úti á landi, vantar herbergi. Upplýsingar í sima 99—3757 e.h TVEIR RAFVIRKJAR með full réttindi óska eftir atvinnu Vanir viðhalds og viðgerðarvinnu auk allra almennra rafvirkjastarfa. Geta unnið sjálfstætt. Tilb. sendist Mbl. merkt „5044" fyrir miðvikudag. KIR BUKfl uiesKiPTin sim flUGLVSII í Frá STAPA Hin vinsæla hljómsveit Gissurar Geirssonar frá Sel- fossi, skemmtir I kvöld. Stapi. Mijur Þér eigið nú kost á að fá þiljur til klæðningar. Á hurðir og veggi með ===== — -= Iformica laminated plastic áferð. Varanlegar og fallegar. Ótal litir og mynstur að velja ur. Ef þér eruð að byggja eða endurnýja, þá ættuð þér að líta inn og sjá hve FORMICA er fallegt til þessara hluta. G. ÞORSTEINSSON & JOHNSON HF. Ármúla 1, sími 85533.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.