Morgunblaðið - 17.11.1973, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 1973
11
Skóli fyrir
fjölfötluð
börn
MIÐVIKUDAGINN 14. nóvember
sl. birtist í Morgunblaðinu viðtal
við Bryndísi Vfglundsdóttur. t
viðtali þessu er vikið að mennt
unaraðstöðu fjölfatlara barna.
Fjölmargt af þvf, sem fram
kemur í þessu viðtali, er rétt, en
það, sem brenglazt hefur og rang-
lega er frá skýrt, má ef til vill
rekja til réttlátrar reiði þessarar
dugmiklu og greindu konu.
Astandið í málefnum fjölfatl-
aðra barna og reyndar f málefn-
um allra barna, sem ekki geta
stundað nám í almennum skólum,
er mjög bágborið. Það er ekki f yrr
en nú á allra síðustu árum, sem
menn eru almennt farnir að fall-
ast á þá skoðun, að það sé skylda
þjóðfélagsins að sjá öllum börn-
um, heilbrigðum eða afbrigðileg-
um, fyrir menntun og þroskaað-
stöðu við sitt hæfi. Meðan læknis-
fræðin og hinar ýmsu fræði-
greinar, sem fjalla um uppeldi og
þroska barna, höfðu ekki bent á
leiðir til þess að koma afbrigðileg-
um börnum til aukins þroska,
voru það fyrst og fremst hópar
áhugamanna og styrktarfélög
ýmiss konar, sem stofnuðu og
starfræktu skóla fyrir afbrigðileg
börn. Þannig hafa þessi mál verið
bæði hér á landi og erlendis allt
fram á sfðustu áratugi og er svo
enn hér á landi að verulegu leyti.
En eins og áður er sagt, er það nú
orðin nokkuð almennt ríkjandi
skoðun, að skólar og stofnanir
fyrir afbrigðileg böm skuli starf-
ræktir af ríki eins og aðrir skólar.
Á þessu ári var gerð, á vegum
menntamálaráðuneytisins, nokk-
uð ftarleg könnun á starfsemi
þeirra sérskóla, sem starfræktir
eru hér á landi fyrir afbrigðileg
börn. Hér er um að ræða yfir 30
skóla og stofnanir með rúmlega
1100 börn og unglinga. Starfs-
menn ráðuneytisins hafa heim-
sótt alla þessa skóla og unnið er
markvist að þvf að bæta starfsað-
stöðu skólanna eftir því, sem
aðstæður leyfa.
Málefni fjölfatlaðra hafa ekki
verið undanskilin. Skólinn var
starfræktur f fyrra í mjög lélegu
húsnæði í Stakkholti. Þessu hús-
næði var sagt upp, enda var ráðu-
neytið sammála þeirri skoðun
Bryndísar, að húsnæðið væri óvið-
unandi. Reynt var að fá húsnæði
fyrir skólann hjá Blindrafélaginu
og voru lengi bundnar vonir við
að það fengist, sem ekki varð.
Á sama tfma voru til meðferðar
í ráðuneytinu tilmæli frá Styrkt-
arfélagi lamaðra og fatlaðra um
að ráðuneytiðtæki'viðrekstriskól-
ans í Reykjadal. Þessí tvö mál,
þ.e. húsnæðisvandamál fyrir fjöl-
fötluð börn og rekstur skólans í
Reykjadal, tengdust þannig í
framkvæmd.
Með aðstoð sérfræðinga og
lækna var síðan tekin sú ákvörð-
un að sameina starfsemi þessara
tveggja skóla, sem nú eru starf-
ræktir undir sama þaki í Reykja-
dal, en skólastjóri þar er Svan-
hildur Svavarsdóttir.
Starfsaðstaða f Reykjadal er
langt frá því að vera fullkomin,
en fólkið, sem starfar þar, er allt
valið úr hópi þeirra, sem bezta
menntun og starfsreynslu hafa á
þessum sviðum.
Ég get vel skilið hug Bryndfsar
Víglundsdóttur um seinagang á
afgreiðslu mála hjá ráðuneytinu.
Báknið hefur aldrei fengið orð
fyrir skjóta afgreiðslu, en þó held
ég, að sjaldan eða aldrei hafi ver-
ið unnið eins markvisst að fram-
gangi þessara mála í menntamála-
ráðuneytinu og einmitt nú.
Sjálfur hefur menntamálaráð-
herra sýnt mikinn áhuga á upp-
byggingu þessara skóla.
Reykjavík, 15. nóvember 1973
Bragi Jósepsson.
IESIÐ
'---------- ------------------
t'JjMultwn*j. '■=
DHCIECn
Öllum þeim, sem glöddu mig með heimsóknum, kveðjum, gjöfum, sýndu mér hlýhug og heiðruðu mig á margan annan hátt á áttræðisafmæli mínu 9. nóvember s.l., sendi ég hjartanlegustu kveðjur og þakkir. María Albertsdóttir. HÚSBYGGJENDUR - HÚSEIGENDUR Húsgagna- og byggingameistari, með vandvirka og dug- lega menn, getur bætt við sig inniverkum. Sími 82923.
Leigufbúð óskast 5 herb. íbúð óskast sem fyrst á Stór-Reykja- víkursvæðinu. Reglusemi. Uppl. í símum 38- 414 — 34472 kl. 1 — 5 í dag og eftir kl. 6 næstu daga. Sunbeam Arrow Vel með farinn Sunbeam Arrow árg. 1970, sjálfskiptur. til sölu. Uppl. í síma 52485.
BATAR OSKAST
í viðskipti á komandi vetrarvertíð.
Straumnes h.f.,
Selfossi. Sími 99 — 1326.
Aðalfundur
Aðalfundur ísfélags Vestmannaeyja h/f. fyrir árið 1972
verður haldinn laugardaginn 17. nóv. næstkomandi kl.
2. eftir hádegi, í húsakynnum félagsins á Kirkjusandi í
Reykjavík.
Dagskrá samkvæmt félagslögum.
Stjórnin.
HANNYRÐAVÖRURFRÁ
„RYAGARN"
Glæsilegt úrval af GOBELIN útsaumavörum. Ryateppi,
mottur og púðar.
Munið Hannyrðavörurnarfrá „RYAGARN"
Verzl. HOF
Þingholtsstræti 2.
Bílasalan
Höfóatuni 10
s.18881&18870
Bílar
Toyota Carina '71.
Landrover '64, '67 og '68.
Cortina '71, '70, '69, '68. '64.
Volkswagen 1200 '70, '67, '62.
Moskvitch '70, '66.
Mercury Comet '71.
Ford Galaxie '68, '66.
Skoda 1000 MB de Luxe '68.
Fiat 1100 Station '67.
opió9-19& ld. 10-18
Bílasalan
VIÐTALSTÍMI
Alþingismanna og
borgarfullfrúa
Sjálfstæðisflokksins
i Reykjavik
Alþingismenn og borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins
verða til viðtals í Galtafelli Laufásvegi 46, á laugar-
dögum frá kl. 1 4 00 til 1 6 00
Laugardaginn 17. nóvember verða til viðtals: Pétur
Sigurðsson, alþingismaður, Gfsli Halldórsson, borgarfull-
trúi og Baldvin Tryggvason, varaborgarfulltrúi.
óskar eftir starfsfólki í eftirtalin störf:
BLAÐBURÐARFÓLK ÓSKAST
Upplýsingar í síma 16801.
ÚTHVERFI
S keiðarvogur
Vatnsveituvegur
AUSTURBÆR
Sjafnargata — Ingólfsstræti
Hraunteigur
Freyjugata 28 — 49
Þingholtsstræti
GARÐAHREPPUR
Böm vantar til að bera út Morgunblaðið
á Flatirnar
Uppl. hjá umboðsmanni t síma 52252.
GARÐUR
Umboðsmaður óskast i Garði. — Uppl. hjá
umboðsmanni, sími 7164, og i síma 10100.
KÓPAVOGUR
Blaðburðarfólk óskast i Bræðratungu.
Upplýsingar hjá umboðsmanni í sima 40748.