Morgunblaðið - 17.11.1973, Side 14

Morgunblaðið - 17.11.1973, Side 14
14_____________ Gunnar Thoroddsen MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 1973 Pólítískur og lagalegur grundvöllur Þingsályktunartillaga sjálf- stæðismanna um útfærslu fisk- veiðilögsögunnar f 200 mflur fyr- ir árslok var til umræðuá Alþingi f fyrradag. Gunnar Thoroddsen, formaður þingflokks Sjálfstæðis- flokksins er fyrsti flutningsmað- ur tillögunnar, og flutti hann ftar- lega ræðu fyrir henni við um- ræðurnar. Eftir-talin atriði komu m.a. fram f ræðunni. □ Réttur íslendinga til veiða á hafsvæðinu umhverfis land- ið byggðist á sögulegum rétti, og ásókn annarra þjóða á þau fiskimið hefði ávallt verið f óþökk íslend- inga. ö t sókn okkar f landhelgis- málinu byggðum við á yfir- ráðarétti okkar yfir land- grunninu, en til að ná sam- stöðu með öðrum þjóðum, sem langt vildu ganga f þes- sum efnum, væri skynsam- Iegast að miða við 200 mflur. □ FiskveiðiIögsaga okkar næði fyrir 750.000 ferkflómetra eftir að mörkin hefðu verið færðút f 200 mflur. □ Margvísleg rök mæltu með því, að útfærslan yrði fram- kvæmd fyrir árslok 1974, og þegar væri fenginn nægileg- ur pólitfskur og lagalegur grundvöllur fyrir útfærslu f 200 mflur. Gunnar Thoroddsen hóf ræðu sína með þvf aðfjalla um söguleg- an rétt íslendinga til yfirráðayfir hafsvæðinu næst landinu. Sá rétt- ur væri afar gamall, og þegar er- lend skip hefðu hafið veiðar og rányrkju hér við land, hefði það ávallt verið í óþökk landsmanna sjálfra. Sú sókn, sem nú stæði yfir til að endurheimta þessi fornu réttindi, hefði byrjað með setn- ingu landgrunnslaganna frá 1948, og sfðan þá hefði markmiðið verið landgrunnið allt. Á grundvelli þessara laga hefði síðari sókn verið. 5. maí 1959 hefði verið samþykkt þings- ályktun í sameinuðu Al- þingi um að afla bærí við- urkenningar annarra ríkja á rétti íslands til alls landgrunns- ins. Þar hefði þessu fyrst verið lýst yfir berum orðum og ótví- rætt. Tveimur árum síðar, þegar samningurinn var gerður við Breta, hefði verið tekið fram, að haldið yrði áfram út- færslu Iandhelginnar. Gunnar sagði, að landgrunns- stefnan væri þannig mörkuð stefna okkar, en nokkur spurning væri um, hvernig bæri að ákvarða, við hvað landgrunnið miðaðist. Oft hefði verið miðað við dýpi og hefðu 200, 400 og 800 metra dýptarlínur verið nefndar í því sambandi. Einnig væri oft tal- að um svokölluð hagnýtingar- mörk, þ.e. að landgrunnið næði svo langt út, sem hægt væri að koma við hagnýtingu viðkomandi- auðæfa. Hvað fiskveiðar varðaði fyrir útfærslu í 200 mílur væru þessi mörk a.m.k. við 1000 metra dýptarlínuna. Sagði hann, að eðlilegast væri frá sjónarmiði Islendinga að miða við land- grunnið. Gunnar Thoroddsen vék nú að undirbúningnum undir hafréttar- ráðstefnuna og sagði, að erfitt hefði reynst, að ná samkomulagi þjóða á milli um landgrunnsstefn- una. Sum af þeim rikjum, sem fyrir víðáttumikilli fiskveiðilög- sögu berðust hefðu litið land- grunn en önnur svo stórt, að óhugsandi væri að miðavið slikar viðáttur. Nefndi hann Kanada sem dæmi um þjóð I síðari f lokkn- um. Þess vegna væri langmest samstaða um að miða við 200 míl- ur. Hvað Island varðaði yrði 1000 metra dýptarlínan alls staðar inn- an 200 mílna marka, og sums stað- ar langt fyrir innan, nema á svæði fyrir Suðvesturlandi, þar næði 1000 metra línan út fyrir 20C mílna mörkin. Þingmaðurinn vék nú að því, hversu fiskveiðilögsaga okkar heföi þróast Eftir stækkunina 1958 hefði hún orðið 70.000 fer- kílómetrar, eftir samningana við Breta 1961 75.000 fkm., eftir út- færsluna I 50 milur á slðasta ári 216.000 fkm og yrði að lokinni útfærslu I 200 mílur 750.000 fer- kílómetrar. Það yrði samkomulagsatriði við nærliggjandi þjóðir, sem byggju nær Islandi en 400 mflur, hvemig línan yrði dregin milli Islands og þeirra. I tillögu Sjálfstæðismanna segði, að miðað væri við miðlínu á móts við Grænland og Færeyjar og yrði sérstakt athugunarefni, hvernig færi með mörkin móti Jan Mayen. Gunnar Thoroddsen sagði, að nú væri I rauninni svo komið, að ekki væri spurning um, hvort við færðum út I 200 mílur, heldur hvenær. Sjálfstæðismenn legðu til, að vandlega athuguðu máli, að það yrði gert fyrir árslok 1974. Rakti hann nú forsendurnar fyrir þeirri tillögu. I fyrsta lagi væri þetta lífshags- munamál fyrir tslendinga. Mjög mikilvæg fiskimið væru utan 50 mflna markanna, og væru sumar fisktegundir þar I mikilli hættu, ef ekki yrði að gert. Nefndi hann þar til þorsk, grá- lúðu, karfa og síld. I öðru lagi væri viðurkennd þjóðréttarregla, að strandríki ættu öll auðæfi I landgrunninu og sömu efnisrök mæltu með sömu reglu um auðæfin I hafinu yfir því. 1 þriðja lagi benti hann á ályktun allherjarþings Sam- einuðu þjóðanna frá 18. des. s.l. um, að strandríki ættu rétt til auðæfa I hafinu yfir landgrunn- inu. I fjórða lagi væru líkur fyrir víðtækum stuðningi ríkja á haf- réttarráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna við 200 mflna regluna. Könnun, sem gerð hefði verið meðal þátttökuþjóða I undir- búningsfundum ráðstefnunnar, benti til þess, að 80 — 100 ríki mundu styðja 200 mílna auðlinda- lögsögu á ráðstefnunni, af 130 — 140 ríkjum, sem líklega tækju þátt I henni. Þá væri einnig talið, að snemma á ráðstefnunni yrði samþykkt stefnuyfirlýsing um 200 mílurnar og kæmi því ekki eins að sök þó hún drægist á lang- inn. Þegar allt þetta væri talið, virt- ist fenginn nægilega sterkur grundvöllur bæði pólitlskt og lagalega til að færa út þegar á næsta ári. Ekkí mælti neitt með að bíða niðurstöðu hafréttarráð- stefnunnar. Slíkt gæti verið ábyrgðarhluti, og yrði I því sam- bandi að hafa I huga, að tvær ráðstefnur hefðu verið haldnar, án þess að náðst hefði samkomu- lag um viðurkennda reglu um víð- áttu fiskveiðilögsögu. Auk þess að 2/3 hluta atkvæða þyrfti til að ná fram gildri samþykkt á slíkri ráð- stefnu, þyrfti viss fjöldi ríkja að staðfesta samþykktina á eftir, áður en hún yrði bindandi að alþjóðalögum. Slíkt gæti dregizt úr hömlu. Að lokum sagði Gunnar Thoroddsen, að það væri ein- dregin von þeirra sjálfstæðis- manna, að samstaða næðist á Alþingi og með þjóðinni um þetta stórmál. Friðjón Þórðarson talaði næstur og rakti nokkuð sögu land- helgismálsins. Á síðari árum hefði skilningur manna á aukinni friðun fiskimiða og eftirliti með veiðum aukizt að mun og væri um það efni nauðsynlegt að hafa sem víðtækast samstarf við aðrar þjóðir. Ný þingmal Lyfjaframleiðsla Stjórnarfrumvarp um lyfja- framleiðslu, sem er að mestu öbreytt frá frumvarpi um sama efni og lagt var fyrir síðasta þing. Magnús Kjartansson hefur mælt fyrir þessu frum- varpi við fyrstu umræðu I efri deild. Raforkumál 11 þingmenn Sjálfstæðis- flokksins hafa flutt tillögu til þingsályktunar um raforkumál. Var tillagan flutt á siðasta þingi en hlaut þá ekki fullnaðaraf- greiðslu. Fyrsti flutningsmaður er Jón Amason. Friðjón sagði, að nú, þegar frið- ur hefði verið saminn á miðunum, gæfist tóm til að fara að huga að næsta áfanga I landhelgismálinu. Enn biði markmiðið, sem sett hefði verið 1948 um yfirráð okkar yfir öllu landgrunninu. Lauk hann máli sínu með að vitna til lokaorða greinargerðarinnar með tillögu sjálfstæðismanna: Sjálf- stæðisflokkurinn óskar nú sem fyrr þjóðareiningar um land- helgismálið og mun leita sam- stöðu á Alþingi um útfærsluna I 200 mflur. Guðlaugur Gfslason sagði, að nú væri Islendingar að endurnýja skipastól sinn og taka I notkun stærri skip til veiða en áður hefði verið. Samhliða slíkri breytingu væri nauðsynlegt að fá meira svigrúm en áður á hafinu um- hverfis landið. Guðlaugur sagði, að allt benti Raforkuskortur á Vestf jörðum Fyrirspurn til raforkuráð- herra frá Steingrími Hermanns- syni (F): Hvaða ráðstafanir eru ráðgerðar til þess að koma I veg fyrir raforkuskort á Vestfjörð- um I vetur? Hitaveituframkvæmdir Stefán Gunnlaugsson (A) spyr iðnaðarráðherra um af- stöðu ríkisstjórnarinnar til óska Hitaveitu Reykjavíkur um gjaldskrárhækkanir. Skattalög Karl Steinar Guðnason (A) spyr fjármálaráðherra, hvort fyrirhugað sé af rlkisstjórninni að veita fólki, sem starfar við nú I þá átt, að víðtækt samkomu- lag væri nú framundan um út- færslu fiskveiðilögsögunnar I 200 mílur. Til þess benti stjórnar- frumvarpið, sem flutt hefði verið um breytingu á landgrunnslög- unum, þar sem gert væri ráð fyrir, að 200 mílna mörkin yrðu tekin upp I þau. Að svo mæltu var umræðunni um tillöguna frestað þar til síðar. AlMÍMil fiskvinnslu, sérstaka skatta- lækkun. •'Ennfremur, hvort aðrar skattalækkanir séu fyrir- hugaðar I þvf skyni að koma til móts við kröfur verkalýðssam- takanna I þessum efnum. Þjónusta hjá dóm- stólum viðneytendur Fjórir þingmenn flytja þings- ályktunartillögu um, að ríkis- stjórnin láti semja frumvarp um þjónustu við neytendur hjá héraðsdómstólum landsins. Er hér átt við þá neytendur, sem viðskipti eiga við verzlunar- og þjónustufyrirtæki og standa I málaferlum við það fyrirtæki, enda nemi verð viðkomandi vöru eða þjónustu ekki hærri upphæð en kr. 50 þúsund. Þingvikan MENN spyrja þessa dagana: Fyrir hverju er Alþýðubanda- laginu treystandi? Fyrst þeir eru tilbúnir að kyngja sannfær- ingu sinni eða a.m.k. orðum sín- um svo gjörsamlega I llfshags- munamáli þjóðarinnar, hvað er þá að marka önnur orð þeirra? Er furða, þó að menn spyrji? Framkoma þeirra Alþýðu- bandalagsmanna i sambandi við samningsgerðina við Breta hefur verið með svo furðulegum hætti, að líklega eru engar hliðstæður til I stjórnmálasögu Islands, og er þá langt til jafnað. Eins og allir vita, gáfu þeir fyrst út yfirlýs- ingu um, að tillögurnar, sem forsætisráðherra kom með heim frá London, væru óað- gengilegir úrslitakostir. Síðan ákváðu þeir að greiða atkvæði með þvl, að gengið yrði að til- lögunum, en hættu I raun og veru aldrei að mæla gegn þeim efnislega. Einn þingmanna flokksins, Garðar Sigurðsson gerði grein fyrir atkvæði sínu með svipuðum orðum og kváðu við á síðum Þjóðviljans, þegar forsætisráðherra kom heim. Þingmaðurinn sagði: „Samningamir eru að mínum dómi verri en efni stóðu til, en aðfarimar enn verri. Hæstvirt- ur forsætisráðherra fer utan sérfræðingalaus og segist ekki ætla að semja, mætir þar öllum sérfræðingum Breta og kemur heim með úrslitakosti, sem hann segist vilja staðfesta, án þess að bera þá undir sam- starfsmenn sína, sem eru fleiri en ráðherrar." Og hvernig greiddi svo þessi þingmaður atkvæði? Jú með samkomulaginu. Og það var ekki vegna þess, að hann teldi kosti samkomulagsins meiri en gallana. Ekki heldur vegna þess, að með samkomulaginu fengist friður á miðunum, minni afli breskra togara né vegna þess, að hægt yrði að hafa eftirlit með því, að ekki yrði stunduð rányrkja á Is- landsmiðum. Nei, það var vegna þess, að hann vildi ekki „fela fhaldinu völdin“. Sama afstaða, þ.e. að þeir vildu engan frið, kom fram hjá öðrum Alþýðubandalagsmönn- um á Alþingi. LUðvík sagði t.d. I umræðunum um samningana: „Ég hefði gjaman viljað halda þessum átökum áfram.“ Þingmenn Alþýðubandalags- ins voru andvígir samkomulag- inu á flestum atriðum, ef eitt- hvað er að marka orð þeirra. Þeir greíða samt atkvæði með því, til þess að „íhaldinu verði ekki falin völdin". Og lítum aðeins á þessa ástæðu nánar. Þetta íhald, sem svo miklu verður til að kosta til að halda frá völdum, er langstærsti stjórnmálaflokkur landsins. Þeir ætla ekki að fela þessum flokki völdin. Það má benda þeim á, að það eru meira en tvöfalt fleiri íslendingar, sem vilja frekar, að Sjálfstæðis- flokkurinn fari með völdin I landinu en Alþýðubandalagið. Því verður ekki trúað, að nokkrum stjórnmálaflokki I þingræðislandi líðist að taka afstöðu þvert á yfirlýsingar sínar, á forsendu sem þessari. Enn síður er hægt að líða þetta, þegar um er að ræða mikil- vægasta mál þjóðarinnar — málið, sem stjórnarflokkarnir segja sjálfir, að kosið hafi verið um I slðustu kosningum. Við afgreiðsluna á samning- unum við Breta kom glögglega I ljós, hver eru hin ábyrgu öfl I íslenskum stjórnmálum. Hver maður getur gert sér I hugar- lund, hvernig núverandi stjórnarflokkar hefðu látið, ef Viðreisnarstjórnin hefði setið enn að völdum og boðið upp á þessa samninga. Þá hefði verið rokið upp og hrópað landráð, og sjálfsagt hefði þeim flokkum ekki dottið I hug að bera þessa samninga saman við samning- ana frá 1961 — þessir hefðu verið svo miklu verri, að þeirra dómi. Það var ekkert ein- faldara fyrir stjórnarandstöð- una nú en að mótmæla samn- ingunum einróma og greiða at- kvæði gegn þeim I þinginu. Ekki hefði það valdið þeim neinum erfiðleikum að rök- styðja slíka afstöðu sína, svo auðvelt er að sýna fram á, hve þessir samningar eru óhagstæð- ari en samningamir frá 1961. Sennilega hefði ríkisstjórnin fallið, ef þessi hefði orðið raun- in, vegna Bjarna Guðnasonar, sem þegar tók harða afstöðu gegn samningunum. En stjórn- arandstaðan sýndi, að hún er trausts verð. Hún greip ekki þetta upp- lagða tækifæri til að fella ríkis- stjórnina, vegna þess að hún taldi meira virði að taka ábyrga afstöðu I lífshagsmunamáli þjóðarinnar og láta málefnið ráða. JSG.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.