Morgunblaðið - 17.11.1973, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. NÖVEMBER 1973
19
Frá afhendingu svissnesku fjárframlaganna — t.v. Magnús Magnús-
son, bæjarstjúri, Hans-Jörg Gerschwyler og Björ.n Tryggvason, for-
maður RKI.
Rausnarlegt framlag
til Eyjauppbyggingar
Fyrir nokkru kom hingað til
lands Hans-Jörg Gerschwyler á
vegum samtakanna „Freunde Is-
lands“ f Sviss. Samtök þessi voru
stofnuð fyrir skömmu eftir að eld-
gosið hófst á Heimaey i vetur, og
"hafa þau staðið fyrir víðtækri
fjársöfnun i Sviss til styrktar
Vestmannaeyingum.
Að þessu sinni færði Ger-
schwyler bæjarsjóði Vestmanna-
eyja um 150 þúsund franka og
Rauða krossi íslands 115 þúsund
franka, en áður höfðu samtökin
sent bæjarsjóði 100 þúsund
svissneska franka. Nemur fjár-
söfnun þessi því tæpum 10 millj-
ónum króna.
í samræmi við óskir stjórnar-
samtakanna verður fé því, sem
Rauði krossinn fékk afhent, varið
til að byggja barnaheimili í Eyj-
um. Hins vegar verða framlögin
Cromer
hættir
London, 15. nóvember. AP.
BREZKA stjórnin skipaði í dag
Sir Peter Ramsbotham, sendi-
herra í Iran, eftirmann jarlsins af
Cromer sem sendiherra í
Washington.
Cromer var bankastjóri
Englandsbanka áður en hann var
skipaður sendiherra 1971 og snýr
sér aftur að fjármálastarfsemi.
Ramsbotham hefur verið í utan-
ríkisþjónustunni siðan 1947 og
starfað í Berlín, New York, Paris
og Kýpur.
til bæjarsjóðs notuð til þess að
byggja í Vestmannaeyjum ibúðir
fyrir aldrað fólk. Hefur bæjar-
stjórn Vestmannaeyja samþykkt
að leggja fram tvöfalda þessa
upphæð á móti til að málið fái
framgang.
Flugvéla-
bók frá
Fjölva
FLUGVÉLABÓKIN, heitir stór
og mikil ný bók, sem Fjölvi hefur
sent frá sér. I henni er saga flugs-
ins rakin í máli og myndum, og er
sérstakur kafli um sögu flugsins á
tslandi. Bókin er samin af Enzo
Angelucci, en Þorsteinn Thorar-
ensen þýddi hana úr Itölsku.
Bókin er prentuð á Italíu.
Flugvélabókin er í stóru broti
og er 288 blaðsiður. I henni er að
finna myndir og nákvæmar tækni
legar upplýsingar um meira en
1000 flugvélar frá ýmsum lönd-
um, gamlar og nýjar, herflugvélar
og atvinnuflugvélar. Meginhluti
Flugvélabókarinnar skiptist í tólf
kafla. I þeim fyrsta er fjallað um
brautryðjendur fluglistarinnar,
allt frá Leonartto da Vinci, um
loftbelgi og loftskip og um þrot-
lausa baráttu þeirra ótal hug-
sjónamanna, sem sáu fyrir, hvaða
framtíð flugið átti sér.
Að sjálfsögðu er sagt frá
Wright bræðrunum og bernsku
flugsins og svo kemur stór kafli
um tækniframfarir i fyrri
heimsstyrjöldinni, og er þar
fjallað um þær vélar,
Pálmi Jónsson:
Engin yfírlýsing um framhald
aðgerða í landhelgismálinu
Pálmi Jónsson, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins f Norður-
landskjördæmi vestra, vareinn af
þeim, sem greiddu atkvæði gegn
landhelgissamningunum við
Breta við afgreiðslu málsins i
þinginu sl. mánudag. Pálmi gerði
grein fyrir atkvæði sfnu við at-
kvæðagreiðsluna og fer greinar-
gerð hans hér á eftir:
„Herra forseti. Að mínum dómi
er samkomulagsgrundvöllur þessi
á mörkum þess, sem hugsanlegt
Plugvékibók
sem mesta frægð hlutu
i heimsstyrjöldinni, og er _þar
fjallað um þær vélar, sem mesta
frægð hlutuí þeim hildarleik, svo
sem Sopwith, Fokker, Albatros og
Nieuport. Þá er og sagt frá flug-
köppum eins og von Richthofen,
Fonck og Gyunemer.
Millistríðsárunum eru gerð góð
skil, sagt frá flugköppum eins og
Lindbergh og Balbo og lýst
stofnun flugfélaga og upphafi at-
vinnuflugsins og gullöld flugbát-
anna ekki gleymt. Einn stærsti
kaflinn fjallar um örar framfarir
á sviði flugsins í siðari heims-
styrjöldinni og kynntar vélar eins
og Spitfire, Hurricane, Thunder-
Framhald á bls. 18
er að samþykkja, og þess vegna
með öllu óaðgengilegur. Kostir
samkomulagsins eru fólgnir f
fyrsta lagi í útilokun á hluta af
aúfkastamestu fiskiskipum Breta
og þar með nokkurri minnkun á
afla þeirra. I öðru lagi í óbeinni
viðurkenningu Breta með samn-
ingsgerð þessari og þriðja lagi
friði á miðunum og eðlilegum
samskiptum milli þjóðanna.
Ókostirnir eru aftur á móti þeir
að minum dómi, að í fyrsta lagi
virðast dagsetningar varðandi
hólfaskiptingu sniðnar við hæfi
Breta. I annan stað er lítillækk-
andi framkvæmd á lögsögu innan
islenzkrar fiskveiðilandhelgi og
loks er ekki að finna neinar yfir-
lýsingar með fyrirvara um fram-
hald aðgerða okkar Islendinga í
landhelgismálinu, hvorki _á samn-
ingstimabilinu né að þvi loknu.
Samkomulag þetta er eins
konar vopnahlé, sem að ýmsu má
kalla uppgjöf. Nærri lagi að sitja
hjá við slíka atkvæðagreiðslu, en
ég kýs ekki þann hlut að taka ekki
afstöðu í slíku máli. I mfnum
huga vega ókostirnir þyngra
heldur en kostirnir, og segi ég því
nei.
Innilegar þakkir, sendi ég öllum, er sýndu mér vinsemd á
90 ára afmæli minu, þ. 1 . nóvember s.l.
Heill og hamingja fylgi ykkur.
Elínborg Gísladóttir
frá Laufási, Vestmannaeyjum.
Beztu þakkir til ættingja minna og vina fyrir góðar gjafir
og aðra vinsemd mér auðsýnda í tilefni af 90 ára afmæli
mínu 26. okt. s I
Þorsteinn Stefánsson.
LOFTPRESSUR - SPRENGINGAR
Loftpressur — sprengingar
Tökum að okkur sprengingar í húsgrunnum og holræs-
um, einnig alla fleygavinnu og múrbrot.
Vélaleiga Simonar Símonarsonar,
Simi 19808.
100 TONNA BÁTUR
Höfum til sölu 100 tonna stálbát með nýrri aðalvél og
nýrri Ijósavel. Báturinn er i fyrsta flokks standi og getur
verið til afhendingar hvenær sem er.
Fasteignamiðstöðin,
Hafnarstræti 11,
sími 14120 — 20424.
Basar Kvenfélags Grensássóknar
FYRIR rúmu ári síðan rann upp
langþráður dagur f Grensássókn,
en þá var vfgt Safnaðarheimili
sóknarinnar og þar með fengið
eigið húsnæði fyrir helstu starf-
semi hennar. Það var hátíðis-
dagur.
Safnaðarheimilið er að vísu að-
eins önnur byggingin af tveimur,
sem þar eiga að rfsa, hitt er sjálf
kirkjan, sem bíður enn um stund.
Og þótt safnaðarheimilið hafi ver
ið vígt, þá skortir enn nokkuð á,
að það sé fullklárað og
fullfrágengið.
Margir hafa lagt holla hönd á
plóginn, að þessum áfanga hefur
1 verið náð og það ber að þakka, og
þar áttu kvenfélagskonurnar
stóran þátt. Tóku þær m.a. að sér
að kosta alveg glæsilegar inn-
réttingar í eldhúsi og hefur það
nú verið framkvæmt.
En þær láta ekki staðar numið,
enn á ný hafa þær undirbúið og
bjóða uppá basar, sem haldinn
verður í nýja Safnaðarheimilinu
að Háaleitisbraut 66, laugar-
daginn 17. nóvember og hefst
hann kl. 14:30.
Á boðstólum verður að vanda
margt góðra muna og margir nyt-
samlegir hlutir, sem geta komið
sér vel fyrir jólin, og auk þess
verða glæsilegar tertur og kökur
og eitthvað í pokahorninu fyrir
börnin.
Að baki slíkum basar liggur
mikil vinna og óþreytandi áhugi,
sem maður hlýtur að dást að og
þakka af alhug. Konurnar hafa
komið reglulega á fundi í margar
vikur, og þar hafa þær unnið að
hannyrðum og ýmiss konar undir-
búningi, og nú er árangurinn
kominn í ljós, nú er það okkar að
þakka þetta fórnfúsa starf með
því að koma og kaupa á basarn-
um.
Allt er þetta gert fyrir kirkjuna
og safnaðarstarfið í Grensássókn,
og ég leyfi mér að skora á
safnaðarfólk að fjölmenna í
Safnaðarheimilið á laugardaginn
17. nóvember kl. 14:30 á BASAR
Kvenfélagsins. Hafið þökk fyrir
og Guð blessi starf ykkar.
þýzk eldhúsinnrétting. Tilvalin í stóra íbúð eða einbýlis-
hús. Uppl. í síma 83760 milli kl. 14—18
3|a — 4ra herb. íbúÓ
óskast til kaups
Milliliðalaust. Upplýsingar í dag kl. 14.00 — 19.00
Sími: 17933.
Manst þú mig
man þig
Blóm og gjafavörur
Ó&insgata 4. Slmi 22815
Þannig verður safnaðarheimili Grensássóknar fullgert.
HalIdórS. Gröndal.