Morgunblaðið - 17.11.1973, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 17.11.1973, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. NÖVEMBER 1973 23 margir dagar frá þvf við kynnt- umst að mér var það fyllilega ljóst, að Þorvaldi var ekki að skapi að taka neinum vettlinga- tökum þá hluti er honum var trú- að fyrir. Hann hóf að samræma hina ýmsu þætti, knúði fast á þá er höfðu dregizt aftur úr, og var ómyrkur í máli við hvern þann, er honum fannst ekki sýna verkefni sínu nóga ræktarsemi. Var þá aldrei farið í mann- greiningarálit, hvort sem þar var við að eiga höfund eða framleiðanda. Eftir að þess- um framkvæmdum lauk, störf- uðum við lítillega saman. Hann hafði starfað hjá Loftleið- um h/f svo að segja frá stofnun þess. Hann þurfti að sinna mörg- um verkefnum hér heima og er- lendis, vera í stöðugum ferðalög- um, undirbúa verk eða hafa eftir- lit með þeim. Það var 1 einni slfkri ferð erlendis, er hann átti skammt eftir ófarið heim til sinn- ÞEG AR ég frétti andlát Magnúsar Jochumssonar, fyrrverandi póst- meistara, skaut upp í huga mín- um mörgum góðum endur- minningum frá fyrstu árum mín- um í póstþjónustunni. Mér ritsnjallari menn munu rita um líf og starf Magnúsar Jochumssonar, en ég get ekki látið hjá líða að senda nokkur kveðjuorð. Ég kynntist Magnúsi og fjöl- skyldu hans fljótt eftir að ég hóf störf mín hjá póstinum. Þetta var samstillt og samhent fjölskylda, og ég minnist margra góðra sumardaga í sumarbústað hennar við Elliðavatn. Einnig man ég framkomu og umhyggju frú Guðrúnar fyrir mér og öðrum ungum samstarfsmönnum min- um, sem áttu erindi á heimili þeirra hjóna. Magnús gat sér góðan orðstír meðal erlendra stéttabræðra í fjölmörgum ferð- um fyrir póststjórnina, og mér er það minnisstætt, hvað póstmenn á Norðurlöndum mátu hann mikils. Einn af ráðamönnum sænskra póstmála sagði mér eitt sinn, að það hefði verið unun að vera á póstmálaráðstefnum ásamt Magnúsi, þvi hann hefði verið hrókur alls fagnaðar, jafnframt þvf sem hann var manna kunnugastur um allt, er varðaði póstmál. Fór svo, að hann hlaut viðurnefnið „íslenzki vík- ingurinn" meðal starfsbræðra á Norðurlöndum. Magnú.s bar alla tíð hlýhug til póstmannastéttarinnar og sýndi hann oftar en einu sinni f verki. Hann var farsæll f starfi sem póstmeistari og hafði nauðsyn- lega hæfileika til að bera i þvf embætti. Hann var einnig maður, sem allir póstmenn báru virðingu fyrir sem húsbónda, enda var gott að leita til hans með ýmis vanda- mál í sambandi við starfið. Ég vil leyfa mér fyrir hönd allrar póstmannastéttarinnar að færa eftirlifandi ekkju Magnúsar, frú Guðrúnu, og börnum þeirra Stjarnan Aðalfundur Ungmenna- félagsins Stjörnunnar í Garða- hreppi verður haldinn í Gagn- fræðaskóla Garðahrepps á sunnudaginn og hefst klukkan 13. Venjuleg aðalfundarstörf. ar ástríku konu og barna, að kallið kom svo óvænt. Þorvaldur var maður í hærra lagi, samsvaraði sér vel, kvikur í hreyfingum, viðbragðssnar og öruggur. Hann var afburða maður til orðs og æðis, traustur og heil- steyptur og frá honum andaði hlý- hug og góðvild til allra er honum kynntust. Greiðvikinn var hann og bóngóður svo að nálgaðist að vera úr hófi fram. Allir þessir meðfæddu eigin- leikar voru þættir í trú hans á hið góðaí lffinu. Valdi minn: Það er svo margs að minnast, þegar leiðir skiljast um sinn. Það er svo erfitt að trúa því, að þú skulir ekki ennþá vera á meðal okkar. Mér finnst ég þó heyra ennþá glaðværan hlátur þinn og finna nærveru þín, þótt ég skynji ekki hvaðan það kemur úr fjarlægðinni. Það er af svo mörgu að taka og fyrir svo margt að þakka. Ég veit að þú varst ekki okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Ég veit, að minningin um góðan dreng mun lifa. Reynir Ármannsson. SVO gæti virzt, sem borið væri í bakkafullan lækinn að ætla að leggja orð í belg um enn einn basarinn hér í borg. Orðið sjálft, — basar — kemur þér víst kunn- uglega fyrir sjónir og það lætur ekki mikið yfir sér, en hvílíka sögu segir það þér ekki, þegar þú ert kominn á staðinn og sérð þann veruleik, sem að baki orðinu býr, gómsætar, heimabakaðar kökur og fjölbreyttan og listilega gerðan varning að mestu til orðinn með margra vikna þrotlausu starfi, fyrir iðjusemi fórnfúsra kven- handa, sem lagt hafa hug sinn allan í að gera basarinn, sem glæsilegastan úr garði. — Ég var ekki hár í loftinu, er ég heyrði setningar sem þessar: Hún situr aldrei auðum hönd- um, eða henni fellur aldrei verk úr hendi. Og hér var ævinlega átt við konur og hvílíku starfi hafa þær ekki skil- að með iðni handa sinna. Aldrei verður metið til fulls eða til fjár allt það starf, sem þær hafa unnið heimilum sínum eða búum, og ekki verður heldur lagður kvarði á þau verðmæti, sem þær hafa á sama hátt aflað til hvers konar menningar- og líknarmála. Þáttur kvenna í byggingarmálum safnað- ÉG SPYR vegna þess, að lög- reglustjórinn í Reykjavík er fyrsti opinberi aðilinn, sem hikar við að láta að óskum „ásatrúar- manna“, svo að mér sé kunnugt um, en hann hefir ekki veitt til- skilið leyfi til samkomu, sem þeir vilja halda til að blóta Frey. Eins og flestir vita, hefir heiðni nú verið löghelguð á tslandi, með því að hópur heiðinna manna, sem kalla sig „ásatrúarmenn“ hefir fengið löggildingu, sem kirkjufélag. Löggiltur hefir verið forstöðumaður þess „safnaðar", og má hann skíra, ferma, greftra og vígja hjón í hjónaband, á sama hátt og prestar þjóðkirkjunnar og forstöðumenn kirkjufélaga utan þjóðkirkjunnar. Getur það verið: að biskup Islands horfi, að því er virðist aðgerðarlaus, á það, að hin heil- ögu sakramenti kristninnar, skírn, ferming, greftrun og hjóna- vígsla, verði dregin niður 1 svaðið, með því að heiðnir menn til- einki sér þau og framkvæmi í nafni ásatrúar? Mér vitanlega fyrir það að borið væri á þig oflof, og skal það þvf ekki gert hér. Ég minnist allra ánægjustund- anna er við áttum saman á þinu dásamlega heimili bæði á Háaleit isbraut og í Kjalarlandinu. Ég minnist samverustundanna í starfi er aldrei bar skugga á. Þó verða líklega ógleym- anlegastar stundirnar er við áttum saman norður i Hrútafirði, eigi alllangt frá þinu æskuheimili, þar sem við í nokkur sumur gátum eftir dagsins önn rennt fyrir fisk í Guðlaugsvíkurá. Skipti þá ekki alltaf svo miklu um aflabrögð, sólskin eða regn, held- ur hitt, að fá að vera til og njóta hvíldar á vatnsins bakka. Þorvaldur Daníelsson var sinn- ar eigin gæfu smiður en þó hefði sú gæfa aldrei orðið nema hálf ef ekki hefði komið til hans ágæta og mikilhæfa kona, er nú syrgir mann sinn ásamt börnum þeirra fjögurra og tengdasyni. Hjördís mín, þinn söknuður er sár en þó er sú huggun harmi gegn, að minningin um þinn ágæta mann og hversu góður og mikill heimil- isfaðir hann var, verður aldrei frá þér tekin. Eg og fjölskylda mín sendum þér og börnunum okkar dýpstu samúðarkveðjur um leið og ég bið algóðan guð að styrkja þig og fjöl- skyldu þina i ykkar sáru sorg. Blessuð sé minning góðs vinar. Þórður Kristjánsson. anna er mér að sjálfsögðu efst i huga og þarf ekki um það blöðum að fletta, hvernig ástandið væri í þeim efnum hér í höfuðborginni og úti á landsbyggðinni, hefðu þær ekki haft frumkvæði og lagt gjörva hönd að. í þessum málum hafa safnaðarkvenfélögin unnið ótrúleg þrekvirki á sinn hljóðláta og óeigingjarna hátt. Þessi störf konunnar eru ekki ævinlega færð f annála eða skráð á spjöld sögu, en þess í stað standa þau skráð óafmáanlegu letri i hjörtum þeirra, er handaverkaþeirra nutu. Árangur þeirrar kvenlegu iðju- semi sem hér er að framan lýst, færð þú að sjá, Iesandi góður, sunnudaginn 18. nóv. kl. 2 i hátíðasal Arbæjarskóla og ég veit, að þú verður ekki fyrir vonbrigð- um fremur en fyrri daginn, er þú hefur lagt leið þína til þess að' kynnast fjölþættu starfi og styðja mikilvægt framtak kvenfélags Arbæjarsóknar að kirkju- og menningarmálum hverfisins. Arbæingar og aðrir Reykvíking- ar. Fjölmennið kl. 2 í Árbæjarskóla á sunnudaginn kemur. Sjón er vissulega sögu ríkari. þekktust þessar athafnir ekki í heiðni, en eru tilkomnar með kristinni trú. Var biskupinn ekki hafður með i ráðum, þegar sú ákvörðun vartekin af kirkjumála- ráðherra, að veita heiðnum mönn- um löggildingu, sem kirkjufélag? Getur það verið: að prestar landsins horfi aðgerðalausir á, það, að forstöðumaður þessa „ása trúarsafnaðar“ skfri lítil börn til heiðinnar ásatrúar, búi fermingarbörn undir heiðna stað- festingu, vígi hjón í nafni Freys og greftri í nafni Óðins? 'Getur það verið: að kirkjumála- ráðherra misskilji svo ákvæði stjórnarskrárinnar um trúfrelsi og ákvæði laga um kirkjufélög utan þjóðkirkjunnar, að hann telji sér skylt að veita heiðnum félögum sama rétt og kirkjufélögum, eða hvar í lögum er að finna heimild til þeirra óhæfu, að löghelga heiðni á íslandi, eftirþúsund ára kristindóm? Égspyr. Sigríður Ásgeirsdóttir, lögfræðingur. Minning: Magnús Jochumsson _ r Basar í Arbæjarskóla Guðmundur Þnrsteinsson. Er lögreglustjórinn í Reykjavík kristnari en biskupinn, prestar landsins og kirkjumálaráðherra? Brezka sendlráðlð óskar eftir íbúð sem næst miðbænum (þrjú svefnher- bergi) án húsgagna, helzt með bílskúr. Uppl. í síma 1 5883-4. TilboÖ óskast í nokkrar fólksbifreiðar, sendiferðabifreiðar, jeppa og Pick-Up bifreið með framhjóladrifi, er verða sýndar að Grensásvegi 9, þriðjudaginn 20. nóv. kl. 12 — 3. Tilboðin verða opnuð í skrifstofu vorri kl. 5. Sala varnarliðseigna. Til sölu Volvo De luxe 1971. Skipti á Volkswagen eða Cortinu möguleg. Upplýsingar í síma 37490. LAXNES Lóðir í Laxneslandi til sölu. Tilboð eða óskir um frekari upplýsingar sendist blaðinu merkt: 5.000 x 150 4695 fyrir 1. desember. LISTAMENN — KAUPMENN Á götuhæð í gamla miðbænum verður ca 1 50 ferm. salur til leigu um áramótin er henta mundi fyrir sýningar og útsölumarkaði. Þeir, sem áhuga hefðu fyrir slíku hús- næði, gjöri svo vel og sendi nafn, símanúmer og heimilisfang til afgr. Mbl. merkt: „Bílastæði — 5041". AUGLÝSING Styrkir til íslenzkra vísindamanna til námsdvalar og rannsóknarstarfa í Sambandslýðveldinu Þýzkalandi. Þýzka sendiráðið i Reykjavík hefur tjáð islenzkum stjórnvöldum. að boðnir séu fram nokkrir styrkir handa islenzkum visindamönnum til námsdvalar og rannsóknastarfa i Sambandslýðveldinu Þýzkalandi um allt að þriggja mánaða skeið á árinu 1974 Styrkirnir nema 1 000 mörkum á mánuði hið lægsta, auk þess sem til greina kemur, að greiddur verði ferðakostnaður að nokkru. Umsóknum um styrki þessa skal komið til menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 1 febrúar n.k — Sérstök umsóknar- eyðublöð fást i ráðuneytinu Menntamálaráðuneytið, 12. nóvember 1 973. RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður VIÐ LANDSPÍTALANN: HJÚKRUNARKONUR og SJÚKRALIÐAR óskast til starfa við hinar ýmsu deildir spítal- ans. Starf hluta úr degi kæmi til greina. einnig einstakar vaktir. HJÚKRUNARKONA óskast í hálft starf v.ið göngudeild fyrir sykursjúka. Nánari upplýsingar veitir forstöðukonan, sími 24160. Reykjavík, 15. nóvember1973 SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA EIRÍKSGÖTU 5,SÍMI 11765

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.