Morgunblaðið - 17.11.1973, Page 25

Morgunblaðið - 17.11.1973, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. NOVEMBER 1973 25 félk í fréttum Onassis deilír við Ron Galella. □ MALAFERLI JACKIE OGLJÓSMYNDARANS Áfrýjunardómstóll í Bandarikjunum hefur synjað ósk Jaequeline Onassis um endurskoðun þeirrar ákvörðunar dómstóls, að leyfa ljósmyndaranum Ronald Galella að koma nær henni og börnum hennar en áður hafði verið ákveðið með dómi. Galella þessi hefur sérhæft sig i myndatökum af Jackie og börnum hennar og elt þau út um allar trissur. Tveir af þremur dómurum dómstólsins komust að þeirri niður- stöðu, að málið væri ekki nægilega mikilvægt til að fjalla um það að nýju. Sú ákvörðun dómstóls, sem Jackie var óánægð með, var tilkynnt 13. sept. sl., og fól hún í sér, að Ron Galella mætti koma í allt að 7,5 metra fjarlægð frá Jackie og 9 metra fjarlægð frá börnum hennar, án þess að það væri talið rof á friðhelgi einkalífsins. Ari áður hafði dómstóll ákveðið, að fjarlægðin mætti minnst verða 45 metrar. □ ÞAÐER RIGNING! „Hvernig er veðrið þarna uppi?“ sagði Mike Upton byggingaverkamaður við fram- reiðslustúlkuna Susan Ander- son, sem er 190,5 cm. á hæð. Hún var eldsnör, hellti úr bjórglasi yfir höfuðið á honum og sagði: „Það rignir, sir.“ Þetta gerðist annað kvöldið, sem hún vann sem barstúlka á hótelinu Load of Mischief i Bristol i Englandi. Um þetta sagði Mike eftir á: „Ég býst við, að ég hafi verið að biðja um svarið, sem ég fékk. “ Susan sagði: „Brandarar um hæð mína geta orðið þreytandi á stundum." Hún er 32 ára gömul. Hóteleigandinn sagði: „Mike var ekkert að kvarta. Ég borgaði fatahreinsun fyrir hann.“ □ MARK VERÐUR AÐ SKIPTA UM BÍL Mark Phillips, höfuðsmaður og eiginmaður prinsessunnar, neyðist Iiklega til að skipta um bifreið, þar sem hann er nú kvæntur inn í brezku konungs- fjölskylduna. Hann á þýzka BMW-bifreið. Það er brezka blaðið Daily Express, sem hef- ur bent á þetta, og bendir blað- ið á, aðdrottningin, tengdamóð- ir hans, noti Roverbifreið, mað- ur hennar Philip noti Range Rover, Karl prins noti bifreið af gerðinni DB 6 og Anna prins- essa bifreið af gerðinni Scimitar — allt brezkar bif- reiðar. □ BROSIÐ! Þegar nýjasta plata jass- leikarans brezka, Kenny Ball, kom á markað á dögunum, bauð hann tuttugu manns, sem allir höfðu eftirnafnið Smile (Bros, brosið), til hádegisverðar, ásamt blaðamönnum og aug- lýsingameisturum. Enda var það vel viðeigandi, því að plat- an hans heitir „Smile, Smile“. En aðeins átján af tuttugu Bros-gestum mættu. Er sagt, að hinir tveir þoli ekki hvor ann- an! D ÁHYGGJUR IJAPAN Salernispappírsskortur gerir nú vart við sig í Japan, og einn daginn lá við pappirsstríði i verzlunum í Japan, er hús- mæður reyndu eftir megni að ná sér í nokkrar rúllur til að hafa til taks heima á erfiðum stundum. Svo alvarlegt var ástandið orðið, að einn af ráðherrunum kom fram opinberlega til að fullvissa húsmæður um, að óttinn við skort á þessari nauð- synjavöru væri algerlega ástæðulaus og þær þyrftu ekki að hamstra. Jafnframt hét hann bví, að gert yrði stórátak til eflingar salernispappirsfram- leiðslu og sá iðnaður efldur (og komust ýmsir að þeirri niður- stöðu, að með þessum ummæl- □ BARNSRÁN Litla stúlkan á myndinni heitir Pia Marianne Schjödt Hansen og er tveggja ára. Það er móðir hennar, sem heldur á henni, og var myndin tekin, skömmu eftir að Pia litla komst aftur til móður sinnar eftir að hafa verið rænt daginn áður. Pia á heima í Kaupmanna- höfn, og einn daginn fór hún með móður sinni i bæinn. Á meðan móðir hennar fór inn í verzlun, beið Pia fyrir utan í kerru sinni. En þegar móðirin kom út aftur, var Pia horfin. Hófst þá þegar mikil leit, sem bar ekki árangur fyrr en árla, næsta morgun, þegar Pia og konan, sem hafði rænt henni, fundust f hverfinu Kristjaníu í Kaupmannahöfn. Var Pia ómeidd og var strax flutt til foreldra sinna á ný. Konan, sem rændi henni, er 23 ára gömul og á sjálf sjö ára gamla dóttur, sem býr hjá ömmu sinni. En eiginmaður hennar vill ekki leyfa henni að umgangast sitt eigið barn, og því var það, að hún, niðurbrotin á taugum og gjörsamlega örvingluð, rændi Piu litlu til þess að fá að annast hana og sýna henni elsku. Hún vissi hins vegar ekkert, hvert hún átti að fara með Piu litlu og fór þvi í Kristjaníu-hverfið og fékk inn i húsi kristinna æskulýðs- samtaka. Er hún fannst þar morguninn eftir, var hún færð á lögreglustöðina til yfir- heyrslu, en það eina, sem hún gat sagt, var, að hún hefði ekki ætlað sér að halda barninu, það hefði hún aldrei getað. Japanskeisara, llirohito, var skýrt frá skortinuni. um hefði ráðherrann viður- kennt, að um raunverulegan skort væri að ræða). Varaformaður húsmæðra- sambandsins í Japan notaði þvi tækifærið i garðveizlu keisarans á dögunum og sagði við keisarann, er hann spurði um hag húsmæðra: — Það er erfitt að ná i steinolíu, hrísgrjón og sal- ernispappfr. Auk þess hækkar verðlagið stöðugt. Utvarp Reykjavlk ^ LAUGA RDAGUR 17. nóvember 7.00 Morgunútvarp VeðUrfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.20. Fréttir kL 7.30, 8.15 (ogforustugr. dagbl ), 9.00 og 10.00. Morgunbm kl. 7.55. Morgun- stund Barnanna kl. 8.45: Olga Guðrún Ámadóttir heldur áfram að lesa sög- una „Börnin taka til sinna ráða“ eftir dr. Gormander (3). Morgunleíkfimi kl. 9.20. Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli liða Morgunkaffið kL 10.25: Páll Heiðar Jónsson oggestir hans ræða um útvarpsdagskrána; auk þess sagt frá veðri og vegum. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttirog veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 óskalög sjúklinga Kfistín Sveinbjörnsdóttir kynnir. 14.30 Iþróttir Umsjón: Jón Ásgeirsson. 15.00 tslenzkt mál Dr. Jakob Benediktsson flytur þáttinn. 15.20 (Jtvarpsleikrit barna og unglinga: „Siskó og Pedró“, sagaeftir Estrid Ott í leikgerð PétursSumarliðasonar. Fjórði þáttur. Leikstjóri: Klemenz Jónsson. Persónur og leikendur: Pedró .........ÞórhallurSigurðsson Siskó..............Borgar Garðarson Bensínafgreiðslumaður......Knútur Magnússon Tollvörðurog ökumaður .......Arni Trvggvason Sögumaður.......Pétur Sumariiðason A skjánum LAUGARDAGUR 17. nóvember 1973 17.00 lþróttir Meðal efnis f þættinum er mynd frá fyrstudeildar- keppninni í körfubolta og enska knattspyrnan (WBA Notts Country), sem hefst um kl. 18.00. Umsjónarmaður Ömar Ragnarsson. 19.15 Þingvikan Þáttur um störf Alþingis. Umsjónarmenn Björn Teits- son og Björn Þorsteinsson. 19.45 Hlé 20.00 Fréttir 20.20 Veður og auglýsingar 20.25 Söngelska fjölskyidan Bandariskur söngva- og gamanmyndaflokkur. Þýðandi Guðrún Jörunds- dóttir. 20.50 Vaka Dagskrá um bókmenntir og lft#0 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. Tfu á toppnum öm Petersen sér um dægurlagaþátt. 17.15 Framburðarkennsla í þýzku 17.25 Tónleikar. Tilkynningar. 18.30 Fréttir. 18.45 Veðurfregnir. 18.55 Tilkynningar. 19.00 Veðurspá. Fréttaspegill 19.20 Framhaldsleikritið: „Snæbjörn galti“ eftir Gunnar Benediktsson Þriðji þáttur. Leikstjóri: Klemenz Jónsson. Persónur og leikendur. Jórunn ....Guðbjörg Þorbjarnardóttir Hallgerður........Kristbjörg Kjeld Hallbjöm .........Gunnar Eyjólfsson Oddur ....................Jón Aðils Teitur.................ValurGíslason Tungu-Oddur ......Jón Sigurbjömsson Þorfinnur ...Guðmundur Magnússon Svarthöfði .......Sigurður Karlsson MaðurTungu-Odds .......HákonWaage Sögumaður ........Gísli Halldórsson 19.55 Vfnarhljómar Strauss-hljómsveitin i Vinarborg leikur lög eftir Johann Strauss (Frá austurriska útvarpinu). 20.15 (Jr nýjum bókum 21.15 Hljómplöturabb Þorsteinn Hannesson bregður plötum á fóninn. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög 23.55 Fréttir í stuttu máli. Dagskrárlok. * listir. Umsjónarmaður ölafur Haukur Símonarson. 21.40 Billy Bud Bandarisk bfómynd frá árinu 1962, byggð á samnefndri sögu eftir Herman Melville. Aðalhlutverk Terence Stamp, Robert Ryan og Peter Ustinov, sem jafnframt er leikstjóri. Þýðandi Krist- mann Eiðsson. Myndin gerist laust fyrir aldamótin 1800. Ungur sjómaður, Billy Budd að nafni, skiptir um skiprúm og tekur til starfa á einu af her- skipum breska flotans, sem nú á í höggi við Frakka. Billy kemur sér strax vel meðal félaga sinna, en einn af yfir- mönnum skipsins lítur hann hornauga og bfður færis að koma honum fyrir kattamef. 23.40 Dagskrárlok. félk í f£kLP#4 fjclmiélum ! kvöld kl. 21.40 sýnir sjónvarp- ið bandarfska mynd um Billy Budd, og er Terence Stamp f titilhlutverkinu. Leikstjóri er enginn annar én Peter Ustinov, oe fer hann jafnframt með hlutverk höfuðsmannsins f myndinni. Til hægri á myndinni hér að ofan er Robert Rayan, en hann fer með hlutverk „vonda mannsins“ f myndinni. Hefur sá horn í sfðu Billys og reynir að greiða götu hans inn f ei- lifðina. í dag kl. 16.15 er öm Peter- sen í útvarpinu með „tíu á toppnum", en þátturinn hóf göngu sina f marz síðastliðnum. öm Petersen er 22 vetra, og stundar nám f öldungadeild Menntaskólans við Hamrahlfð. Hann sagði okkur, að hann hefði rnjög gaman af að vinna við þættina, en vinsældalistinn verður þannig til, að hlustend- ur geta greitt þremur lögum atkvæði, og jafngildir hvert at- kvæði einu stigi. Samanlögð stigatala laganna segir svo til um röðun þeirra á vinsældalist- ann, en þau fimm lög, sem neðst eru af fimmtán efstu á vinsældalistanum, falla sjálf- krafa úr af honum og koma fimm ný i staðinn. Öm kvaðst vera ánægður með þessa tilhögun, og telur, að hún gefi betri mynd af hinum raunverulegu vinsældum lag- anna en þegar miðað er við sölu á hljómplötum, eins og gert er víða erlendis. Hann segist fá misjafnlega mikið af bréfum, en telur, að til jafnaðar taki um þrjú hundruð manns þátt i þessari atkvæðagreiðslu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.