Morgunblaðið - 17.11.1973, Síða 28

Morgunblaðið - 17.11.1973, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 1973 4. kafli Froskur og svo framvegis. En þetta er hættumerki-, rotta. Þegar froskur þykist vera undirgefinn og er farinn að leika hlutverk verðlaunahafa í sunnudagaskóla, þá hefur hann eitthvað í bígerð. Ég er farinn að þekkja kauða.“ I— ■■■■! I I I I Hér fylgja átta or3. Geturðu raðað þeim í krossgátureitina þannig, að öll orðin falli saman á viðeigandi stöðum. Ranglar — larfana — apaspil — arninum — Akranes — samtaka — nunnuna — pillina „Hvemig líður í dag?“ spurði rottan glaðlega, um leið og hún gekk að rúmstokknum. Hún varð að bíða nokkrar mínútur eftir svari. Loks kom það veikri röddu: „Þakka þér fyrir, kæra vinkona. Mikið ertu vingjamleg aðspyrjast fyrir um líðan mína. En segðu mér fyrst, hvernig þér líður sjálfri og hinni ágætu moldvörpu." „Jú, okkur líður prýðilega,“ sagði rottan. „Mold- varpan ætlar að fá sér sprett með greifingjanum. Þau koma aftur um hádegið, svo við_getum átt ánægjulega morgunstund saman á meðan. Nú skaltu rísa á fætur og sýna af þér gleði. Ekki dugar að liggja stúrinn í bælinu, þegar veðrið er svona fagurt.“ „Elsku, góða rotta,“ muldraði froskur. „Skelfing gerir þú þér litla grein fyrir ástandi mínu og hve fráleitt það er, að ég rísi úr rekkju núna....ef ég geri það nokkurn tíma. Mér leiðist að vera vinum r/ ium til byrgði og býst heldur ekki við að vera það miklu lengur. Satt að segja vina ég, að því sé brátt lokið.“ „Sama segi ég,“ sagði rottan með áherzlu. „Þú hefur vissulega verið okkur erfiður og ég er fegin ef því er að Ijúka. Eins og veðrið er líka gott og bátsferðirnar fara að hefjast. Ekki svo að skilja, að við teljum eftir okkur fyrirhöfnina, en viðmissum af óskaplega miklu þín vegna, froskur.“ „Ég óttast þó, að fyrirhöfnin verði ykkur um megn,“ svaraði froskur með uppgjöf í rómnum. „Ég skil það líka vel. Það er eðlilegt. Ég fer ekki að fram á neitt meira af ykkar hálfu. Ég veit, að ég er ykkur þung byrði.“ „Já, það ertu,“ sagði rottan. „En þó skal ég leggja á mig hvað, sem er fyrir þig, ef þú lætur þér segjast." 0, blómkálsm aðurinn mikli, hví hafið þér yfirgefið mig? Hve lengi, ó, maður, æflið mér? mikli blómkáls- þér að leynast Óvinir mfnir ásaka míg allan daginn! Lyftið mér upp úr eymd minni! Fjárinn! HOldLONÓ, OH,öREAT POMPKIN,Ll>ILTTHOU HIPE MINE ENEMIE5 (?EPl?OACH ME ALL THE OAk'! BRlNG THOU ME OUT OF MY D&TRE55Í c-unnLAUG^^AGA CRnuuunGu sem Hákon jarl, faðir þinn.“ Jarl setti svo rauðan sem blóð, og bað taka fól þetta skjótt. Þá gekk Skúli fyrir jarl og mælti: „Gerið fyrir mín orð, herra, og gefið manninum grið, og fari hann á brott sem skjótast." Jarl mælti: „Verði hann á brottu sem skjótast, ef hann við griðin hafa og komi aldrei f mitt rfki sfðan.“ Þá gekk Skúli út með Gunnlaugi og ofan á bryggjur. Þar var Englandsfar albúið til útláts, og þá tók Skúli Gunn- laugi far og Þorkatli, frænda hans. En Gunnlaugur fékk Auðuni skip sitt til varðveizlu og fé sitt, það er hann hafði eigi með sér. Nú sigla þeir Gunn- laugur f Englandshaf og komu um haustið suður við Lundúna- bryggjur og réðu þar til hlunns skipi sfnu. VII. kapftuli. Þá réð fyrir Englandi Aðal- ráður konungur Játgeirsson og var góður höfðingi. Hann sat þennan vetur f Lundúnahorg. Ein var þá tunga á Englandi sem f Noregi og f Danmörku. En þá skiptust tugur f Englandi, er Vilhjálmur bastarður vann England; gekk þaðan af f Englandi valska, er hann var þaðan ættaður. Gunn- laugur gekk bráðlega fyrir kongung og kvaddi hann vel og virðuglega. Konungur spyr, hvaðan af löndum hann væri. Gunnlaugur segir sem var, — „en þvf hefi ég sótt á yðar fund, herra, að ég hefði kvæði orð um yður, og vildi ég, að þér hlýdduð á kvæðið." Konungur kvað svo vera skyldu. Gunn- laugur flutti fram kvæðið vel og skörulega; en þetta er stefið f: Herr sésk allr enn örva Englands sem goð þengil; ætt lýtr grams ok gumna gunnbráðs Aðalráði. (Allur lýður óttast hinn örláta Englands konung sem guð; bæði ættingjar hins herskáa konungs og alþýða manna lúta Aðafráði.) Konungur þakkaði honum kvæðið og gaf honum að bragarlaunum skartlatsskikkju skinndregna hinum beztu skinnum og hlaðbúna f skaut niður og gerði hann hirðmann sinn, og var Gunniaugur með konungi um veturinn og virðist vel. Og einn dag um morguninn snemma, þá mætti Gunnlaugur þrem mönnum á stræti einu, og nefndist sá Þórormur, er fyrir þeim var; hann var mikill og sterkur og furðu torvellegur. Hann mælti: „Norðmaður," segir hann, „sel mér fé nokkuð að láni.“ Gunnlaugur svarar: „Ekki mun það ráðlegt að selja fé sitt ókunnugum mönnum." Hann svarar: „Ég skal gjalda þér að nefndum degi.“ „Þá skal á það hætta," segir Gunn- laugur. Sfðan seldi hann hon- um féð. Og fitlu síðar fann Gunnlaugur konunginn og segir honum fjárlánið. Konungur svarar: „Nú hefur Iftt til tekizt; þessi er hinn mesti ránsmaður og víkingur, og eig ekki við hann, en ég skal fá þér jafnmikið fé.“ Gunn- laugur svarar: „IHa er oss þá farið,“ segir hann, „hirðmönn- um yðar, göngum upp á sak- lausa menn, en láta slfka sitja yfir voru, og skal það aldrei verða-“ Og litlu sfðar hitti hann Þórorm og heimti féð af hon- um, en hann kvaðst eigi gjalda mcÖthof9unkciffinu — Allt í lagi. Við hittumst svo hérna hjá Gomcz frænda næsta föstudag. — Nú hlýtur tönnin aðfara. — Heyrðu... Emma... ég var næstum kominn f það heilaga með þessari herfu, áður en ég kynntist þér. — Maðurinn hennar er sótari. 41 — Er þetta nú ekki fulllangt gengið, sonur sæll?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.