Morgunblaðið - 17.11.1973, Síða 31

Morgunblaðið - 17.11.1973, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. NÖVEMBER 1973 31 Söfnunarfé afhent SAMTÖK íþróttafréttamanna efndu í sumar til söfnunar til styrktar Brynju Guðmundsdóttur, ekkju Hauks Haukssonar knatt- spyrnumanns úr Armanni, er lézt af völdum meiðsla, er hann varð fyrir f knattspyrnukappleik í sumar. Hlaut söfnunin góðar und- irtektir. í vikunni var Brynju af- hent söfnunarféð og gerði það Jón Ásgeirsson, formaður Sam- taka íþróttafréttamanna. Alls söfnuðust og var lofað 1 söfnunina kr. 1.577.029,10. Hefur íþrótta- bandalag Reykjavíkur heitið stærsta framlaginu: kr. 500.000.00. Samtök fþróttafréttamanna vilja þakka öllum þeim, sem lögðu hönd á plóginn við söfnunina, bæði einstaklingum og starfshóp- um svo og íþróttafélögum, sem komu meðmyndarleg framlög. Þessa mynd tók Kristinn Benediktsson, er söfnunarféð var afhent. Talið frá vinstri: Jón Ásgeirsson, formaður Samtaka fþróttafréttamanna, Lúðvík Vilhjálmsson, formaður knatt- spyrnudeildar Ármanns, Haukur Bjarrxason, varaformaður Ármanns, Gunnar Eggertsson, formaður Armanns, Brynja Guðmundsdóttir og ung dóttir hennar: Steinunn Hauksdóttir. Kunnir kappar 1 landsliðið Landsliðið í handknattleik leikur á þriðjudaginn við Svía f Laugardalshöllinni og hafa verið gerðar fjórar breytingar á lands- liðinu, sem lék við Frakka og vann svo eftirminnilegan sigur fyrir mánuði síðan. Eru það allt kunnir kappar sem fara úr lands- liðinu og þeir, sem inn koma eru heldur ekki neinir nýgræðingar í handknattleiknum. Ólafur H. Jónsson og Geir Hall- steinsson geta ekki leikið við Sví- ana, Ólafur er meiddur og Geir í Þýzkalandi. Auk þeirra eru svo þeir Hjalti Einarsson og Einar Magnússon settir út í kuldann. 1 þeirra stað koma Ólafur Bene- diktsson, Stefán Gunnarsson, Guðjón Magnússon og Sigurberg- ur Sigsteinsson. Liðið sem leikur við Svía á þriðjudaginn verður því þannig skipað: Markverðir: Gunnar Einarsson Haukum og Ólafur Benediktsson Val. Aðrar leikmenn: Gunnsteinn Skúlason Vai, fyrirliði, Björgvin Björgvinsson Fram, Axel Axeis- son Fram, Hörður Sigmarsson Haukum, Viðar Símonarson FH, Auðunn Öskarsson FH, Ágúst Ög- mundsson Val, Guðjón Magnús- son Víkingi, Stefán Gunnarsson Gott skautasvell - engin kennsla NlJ er skautasvell gott á Tjörn- inni í Reykjavík og mikið not- að af ungum sem eldri. 1 gær komu fjölmargir að máli við íþróttasfðuna og mæltust til þess að forráðamenn Skauta- félags Reykjavíkur eða ÍBR önnuðust kennslu fyrir byrj- endur. Þessari ósk er hér með komið á framfæri og vonandi verður hún uppfyllt nú um helgina. Val og Sigurbergur Sigsteinsson Fram. Ekki er því að neita, að íslenzkt handknattleikslandslið virðist hálf vængbrotið án þeirra Geirs og Ólafs, en við því verður ekki gert, þeir geta ekki leikið gegn Svíum á þriðjudaginn. Þeir, sem nú koma inn i liðið eftir nokkra fjarveru, eru allir góðir leikmenn og Sigurbergur reyndastur lands- liðsmannanna í leiknum. Alltaf Skipuð hefur verið ný landsliðs- nefnd í handknattleik, en sem kunnugt er sagði Jón Erlendsson, formaður nefndarinnar, af sér störfum fyrir skömmu síðan. Nefndin, sem var fyrir, skipuð Jóni, Páli Jónssyni og landsliðs- biálfaranum Karli Benediktssyni, Lið vikunnar er nú valið í annað skipti á vetrinum og eins og venjulega eru valdir í það þeir leikmenn sem að mati blaða- manna Morgunblaðsins stóðu sig bezt í leikjum síðastliðinnarviku. Markverðir: Ragnar Gunnars- son Ármanni og Ólafur Guðjóns- son Val. Aðrir leikmenn: Viðar Símon- arson FH, Hörður Sigmars- son Haukum, Gísli Blöndal Val, Agúst Svavarsson IR, Björgvin Björgvinsson Fram, Gunnsteinn Skúlason Val, Axel Axelsson Fram, Auðunn Óskarsson FH, Ólafur Friðriksson Víkingi og Gunnar Einarsson FH. má deila um val einstakra leik- manna. Þannig virðast bæði Ágúst Svavarsson og Gísli Blöndal sóma sér vel í liðinu eftir góða frammistöðu í síðustu leikj- um sínum. En hverjir hefðu þá átt að fara út 1 þeirra stað? Landsleikurinn á þriðjudaginn hefst klukkan 20.30, en forsala verður 1 Laugardalshöllinni frá klukkan 17.00. hefur verið lögð niður og ný sett á laggirnar. Verður hún skipuð tveimur mönnum, þeim Páli Jóns- syni og Reyni Ölafssyni, þjálfara Valsmanna. Það vekur athygli, að landsliðsþjálfarinn, Karl Bene- diktsson, er ekki i nefndinni, og kom það einnig greinilega fram á vali landsliðsins, sem leika á við Svía, en í því liði eru leikmenn, sem ekki hafa verið 1 náðinni hjá Karli. Jón til Svíþjóðar? Jón Hjaltalfn Magnússon landsliðsmaður og stórskytta úr Víkingi lék ekki með Vík- ingum á móti FH á miðviku- daginn og spurðu menn þvi hver annan, hvort Jón væri farinn alfarinn til Svíþjóðar. Við lögðum þessa spurningu fyrir einn af stjórnarmönn- um 1 handknattleiksdeild Víkings og sagði hann, að það væri ekki öruggt, en talsverðar líkur væru á þvf. Jón er nú að ljúka sfnu síðasta prófi í raf- magnsverkfræði og hefur boð- izt ágætt starf að þvf loknu í Svíþjóð. Hvort hann tekur því er ekki vitað, en fari svo, að hann komi ekki, verða ekki „nema“ átta menn eftir í Vfk- ingsliðinu, er hafa leikið með landsliðinu. Tveir 1 landsliðsnefnd NM í þremur greinum Þrjú íslenzk landslið verða f baráttu á Norðurlandamótum um þessa helgi, landslið í badminton, borðtennis og handknattleik kvenna. Það verður að segjast eins og er, að ekki eru miklar líkur á að þessi landslið komi heim með mikið af verðlaunum. róðurinn verður erfiðari en svo, að íslendingar verði þar f efstu sætum. í borðtennislandsliðinu, sem keppir í Randers í Danmörku, eru 11 manns, og eru stúlkur nú í fyrsta skipti meðal keppenda frá íslandi i borðtennis. Islenzku keppendurnir í borðtennis eru Guðrún Einars- dóttir Gerplu, Sólveig Sveinbjörnsdóttir, Gerplu, Margrét Rader, KR, Gunnar Finnbjörnsson, Erninum, Jón Sigurðsson, ÍBK, Hjálmar Aðal- steinsson, KR, Ragnar Ragnarsson, Erninum, Ólafur H. Ölafsson, Erninum, Birkir Þ. Gunnarsson, Erninum og Jón A. Kristinsson, Erninum. í gærkvöldi fór fram landsleikur í badminton við Finna og f dag hefst svo Norðurlandamótið, sem að þessu sinni fer fram i Helsinki. Þegar hefur verið greint frá því, hverjir hinir sex þátttakendur frá íslandi verða og við hverja þeir leika. 1 Finnlandi fer einnig fram um helgina Norðurlandamót í hand- knattleik kvenna, í gærkvöldi var leikið við Svía, f dag gegn Dönum og Norðmönnum og á morgun við Finna. Tveir islenzkir dómarar þeir Björn Kristjánsson og Óli Olsen dæma á mótinu. Mikilvægur leikur á Akureyri ftta 'eik,ir.‘ " 1. og 2. deild Landsliðsmaðurinn Axel Axelsson verður f sviðsljósinu á sunnudaginn í leik Fram og fR og það verður landsliðsmarkvörðurinn Gunnar Einarsson einnig f leik Hauka og Víkings. ÞAÐ verður mikið um að vera í handknattleiknum um þessa helgi og sömuleiðis alla næstu viku. í dag og á morgun fara fram þrír leikir í 1. deild karla og fimm í annarri. í næstu viku verður svo Ieikið við Svía og sterkt júgóslavneskt handknattleikslið kemur hingað í heimsókn, auk þess sem keppnin í 1. deild verður væntanlega á sínum stað. Á Akureyri leika í dag Þór og Ármann, er það afai’áríðandi leikur fyrir báða aðila, sem að líkindum munu berjast nær botni en toppi 1. deildar í vetur. Þórsarar töpuðu sínum fyrsta leik í 1. deild fyrir Fram og það gerðu Ármenningar einnig, en að vísu mjög naumlega fyrir Haukum. Leikurinn í iþróttaskemmunni hefst klukkan 17.30 i dag. Annað kvöld fara svo fram tveir leikir í 1. deildinni f LaugardalShöll- inni, ÍR — Fram og Víkingur — Haukar. Framarar eru sigurstrang- legri í fyrri leiknum, en ÍR-liðið er óútreiknanlegasta liðið f 1. deild, getur unnið sterkustu lið og svo aftur tapað fyrir liðum, sem sam- kvæmt öllum eðlilegum reikningsaðferðum ættu að vera lakari. Víkingum er alveg óhætt að fara að sýna getu sina, það hafa þeir svo sannarlega ekki gert hingað til á keppnistímabilinu. Ef þeir ætla sér sigur gegn Haukunum verða þeir að taka á honum stóra sínum. Fimm fyrstu leikirnir f 2. deild fara fram um þessa helgi, allir i Laugardalshöllinni. Ekki virðast það ætla að verða neinir sviptinga- leikir — sterku liðin í deildinni leika við þau, sem telja verður til slakari helmingsins. Fylkir leikur við KA og Þróttur fær Völsunga í fyrsta leik Norðanmanna i 2. deild klukkan 19.30 á laugardaginn í Laugardalshöllinni. Breiðablik — KA og Grótta — Völsungur leika klukkan 14 á sunnudag á Seltjarnarnesi, og klukkan 19 á sunnudag hefst leikur KR og ÍBK i Höllinni. Ársþing FRÍ og FSÍ ARSÞING Frjálsíþróttasambands íslands FRÍ, verður haldið nú um helgina. Hefst það klukkan 14.00 f dag og verður fram haldið á sama tfma á morgun á Hótel Loftleiðum. Fimleikasamband íslands, FSÍ, þingar einnig um þessa helgi, og hefst ársþing sambandsins i Leifsbúð, Ho’tel Loftleiðum, klukkan 14 í dag. Annan laugardag verður svo ársþing Körfuknattleikssambandsins, KKÍ, haldið í Snorrabúð, Hótel Loftleiðum, og hefst klukkan 10.00.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.