Morgunblaðið - 17.11.1973, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 17.11.1973, Qupperneq 32
SÍMAR: 26060 OG 26066 ÁÆTLUiyARSTAOIR: AKRANES. FLATEYRI, HÓLMAVÍK, GJOGUR, STYKKISHÓUVIUR, RIF, SIGLUFJORÐUR, BLONDUÓS, HVAMMSTANGI. LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 1973 fNipripiHMaMfr nuGivsmcnR «g.«-*22480 Kauplagsnefnd hefur nú reikn- að vfsitölu framfærslukostnaðar í nóvemberbyrjun 1973 og reyndist hún vera 226 stig eða 16 stigum hærri en f ágústbyrjun á þessu ári, eða 7,67% hærri. Var um verðhækkanir að ræða á mörgum innlendum vörum og ýmissi þjön- Hitaveita í Hrísey HITAVEITA var í gær tekin f notkun í þorpinu f Hrfsey. Kl. 18 var opnuð borhola og 67° heitu vatni dælt úr henni inn f kerfið, sem tengt er við um 60 fbúðarhús, auk atvinnufyrirtækja. Ólafur A. Bergsveinsson, sskipasmfðameistari f Hrfsey, sagði í viðtali við Mbl. f gær- kvöldi, að lagning hitaveitunnar hefði að mestu verið unnim af heimamönnum og þeirra hlutur stærstur í þessu máli. Ættu þeir miklar þakkir skilið frá hrepps- nefnd og hreppsbúum. „Það var stórkostleg og ólýsanleg tilfinning,“ sagði Ólafur, „að standa þarna f frostinu úti í móa, norður undir heimskautsbaug, skrúfa frá krana og finna heitt vatnið streyma um hendur sínar og finna það sfðan frjósa á eftir,“ Asmundar Síðasta sýningarvika er nú á Ásmundssýningunni hjá Lista- safni Islands. Verður sýningin opin frá 1.30 til kl. 10 á laugardag og sunnudag. Margir myndlistar- unnendur hafa lagt leið sfna í Listasafnið þessar sex vikur, sem sýningin hefurstaðið. JÓHANN Hafstein, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, var hylltur með langvarandi lófa- klappi er fundarmenn á flokks- ráðsfundi Sjálfstæðisflokksins risu úr sætum að lokinni stuttri ræðu hans, skömmu eftir setningu flokksráðsfundarins f gær. „Ég á ykkur öllum svo margt að þakka frá fyrstu tíð,“ sagði Jóhann Hafstein, „og ég þakka Geir Hallgrfmssyni hlý orð f minn garð. Ég vona, að með hækkandi sól komi batnandi heilsa og að við getum átt langt og mikið samstarf innan vébanda Sjálfstæðisflokks- ins. Ósk mfn er sú, að gifta Sjálf- stæðisflokksins vaxi og að lífs- þróttur íslenzku þjóðarinnar megi aukast." I upphafi ræðu sinnar á flokks- ráðsfundinum í gær ræddi Geir Hallgrímsson þá breytingu, sem orðið hefur, þar sem Jóhann Haf- stein sagði af sér formannsstörf- um af heilsufarsástæðum. „Okkur þykir öllum leitt, að Jóhann Haf- stein hefur talið sig knúinn til að taka þessa ákvörðun, og við álít- um það mikinn missi fyrir flokk- inn, að hann hverfur nú frá for- mannsstörfum. Jóhann Hafstein hefur starfað í Sjálfstæðisflokkn- um, frá því hann var ungur við nám og verið erindreki og fram- kvæmdastjóri hans, borgarfull- trúi, þingmaður, ráðherra, for- sætisráðherra, miðstjórnarmaður, varaformaður og formaður varð Framhald ábls. 18 Lánamál námsfólks fá lítinn hljómgrunn 1 vinstri stjórn MEGN óánægja rfkir nú meðal námsmanna með fjárveitingu ríkisins til Lánasjóðs fsl. náms- manna fyrir næsta ár. 1 fjárlögum rfkisstjórnarinnar er gert ráð fyr- ir 456,6 milljóna króna framlagi til Lánasjóðsins, og halda náms- menn því fram, að þessi upphæð ásamt lántökum og eftirstöðvum frá fyrra ári nægi aðeins til þess að veita lán, sem nema 78% um- framf járþarfar að jafnaði. Þetta kom fram á blaðamanna- fundi í gær með fulltrúum stúdentaráðs Háskóla islands, Sambandi fsl. námsmanna erlend- is og nemendaráði Tækniskóla is- lands, þar sem lánamál náms- manna voru til umræðu. Stefna fyrrgreindra aðila hefur verið og er sú, að umframprósenta lána skyldi hækka í 88,5% á síðasta ári og ná 100% á yfirstandandi náms- ári, þ.e. 1974/74. Einnig hefur Stjórn Lánasjóðsins (LÍN) lagt áherzlu á og fylgt þeirri stefnu í Framhald á bls. 18 ustu, svo og á mörgum innfluttum vörum. Þriðjungur af hækkun vísitöl- unnar stafaði af hækkun búvöru- verðs í september sl., en þá tók gildi nýr verðlagsgrundvöllur og jafnframt var lækkuð niður- greiðsla á kjötverði og kartöflu- verði. Frá októberbyrjun voru fjölskyldubætur lækkaðar úr 18 þúsund krónum í 15 þúsund með hverju barni á ári, og olli það 2,2 stiga vísitöluhækkun. Eins hefur kauplagsnefnd reiknað kaupgreiðsluvísitölu fyrir tímabilið 1. desember 1973 til 28. febrúar 1974, samkvæmt ákvæðum kjarasamninga og í samræmi við fyrirmæli í lögum um neyðarráðstafanir vegna jarð- elda í Heimaey. Er þessi kaup- greiðsluvísitala 149,89 stig og skal samkvæmt þvf greiða 49,89% verðlagsuppbót á grunnlaun á nefndu tímabili. Kemur þessi verðlagsuppbót í stað 39,54% verðlagsuppbótar, sem gildir til 30. nóvember 1973. Sýning 68% olíu- hækkun MJÖG mikil hækkun hefur orðið á verði þeirrar olíu og bensíns, sem íslendingar kaupa frá Rússlandi, á undan- förnum dögum. Hefur Mbl. þær upplýsingar frá áreiðanlegum heim- ildum, að 10. nóv. sl. hafi verð á gasolíu og svart- olíu, miðað við afhend- ingu í höfn í Rússlandi, hækkað um 68% og 15. nóv. sl. hafi verð á bens- fni hækkað um 30%. Þessar hækkanir hafa orðið á grundvelli þeirra samninga, sem í gildi eru um olfukaup íslendinga frá Rússum, og eru til komnar vegna þess, að olíuverðið er í samningum bundið heimsmarkaðsverði á ákveðinn hátt. Erlendur Haraldsson Spíritismi inn í Háskólann? Fyrsti lektor sálfræðideildar sérfræðingur í para-sálfræði MIÐLAR og spfritismi eru tals- vert til umræðu hérlendis um þessar mundir, ekki sízt vegna útkomu bókarinnar um Ragn- heiði Brynjólfsdóttur. Sýnist sitt hverjum f þeim efnum, eins og vænta má. Sumir telja, að bókin sé einungis fölsun, en aðrir telja það með ólfkindum. 1 útvarpsþætti fyrir nokkru, þar sem umrædd bók var til umræðu, hölluðust flestir þátt- takenda að því, að hér væri ekki um fals að ræða, þó að þeir drægju sannleiksgildi hennar f efa. Meðal þeirra var Sigurjón Björnsson, eini prófessor sál- fræðideildar Háskóla íslands, en hann kvaðst hins vegar ekki geta skýrt, hvað hér væri á ferðinni, enda væru rannsóknir á þessu sviði á frumstigi hér- lendis. 1 því tilefni sneri Morgunblaðið sér til Sigurjóns og spurði hann, hvernig vísindalegum rannsóknum spíritisma væri háttað hér- lendis og hvort nokkuð væri framundan f þeim efnum innan Háskólans. Sigurjón svaraði því til, að innan sálfræðideildarinnar væri hvorki aðstaða til slíkra rannsókna né annarra. Þetta væri aðeins þriðja árið, sem sál- fræði væri kennd innan Háskól- ans og þá aðeins til BA-prófs. Deildin hefði ekki yfir neinni rannsóknarstofu að ráða, aðeins litlu herbergi og einni kennslustofu. Sigurjón sagði ennfremur, að þar til í haust hefði hann verið eini kennarinn við deildina, en í vor sem leið hafi verið skip- aður lektor við deildina. Er það dr. Erlendur Haraldsson, og hans sérsvið er einmitt parasál- fræði, en hún spannar yfir ofangreint fyrirbæri. Dr. Erlendur skrifaði doktorsrit- gerð um þetta efni og vann að henni í Duke University, þar sem þessi fræðigrein er hvað Iengst komin. Auk þessa hefur dr. Erlendur unnið að 2—3 smærri rannsóknum á þessu sviði og er nú f leyfi frá Háskólanum fram í janúar til að ljúka rannsóknarstörfum, sem hann hefur unnið að með bandarískum sérfræðingum. Sigurjón tók fram, að þessi rannsókn dr. Erlends væri al- gjörlega á hans eigin vegum og kæmi Háskólinn þar ekkert við sögu. Hann sagði, að sér vitan- lega hefði Erlendur enn ekki birt neitt af rannsóknum sín- um, en kvaðst vita til þess, að hann hefði í þeim fengist nokkuð við athuganir á miðlum hérlendis. „Skapist einhvern tíma ein- hver rannsóknaraðstaða hér hjá deildinni," sagði Sigurjón, „tel ég alveg vfst, að Erlendur muni vinna á þessu sviði. Enn sem komið er er þó ekkert farið að fást við þetta svið hérlendis, svo að orð sé á gerandi. Að vísu má segja, að rannsóknir Erlends séu fyrsti vísirinn að slíku, enda er hann fyrsti mað- urinn, sem við fáum á þessu sviði, sem þó er ekkert minni visindagrein en hvað annað.“ Þessi mynd var tekin við setningu flokksráðsfundar Sjálfstæðisflokksins sfðdegis f gær. Geir Hallgrfms- son flytur ræðu um stjórnmálaviðhorfið. Jóhann Hafstein hyllt- ur á flokksráðsfundi Vísitalan hækkarört

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.