Morgunblaðið - 23.11.1973, Síða 1
36 SIÐUR
265. tbl. 60. árg.
FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1973
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Watergate:
Aðeins sónn
í 18 mínútur
Samsteypustiórn kaþólskra
og mótmælenda á N-Irlandi
London, 22. nóv. AP — NTB.
[3 Brezki ráSherrann, sem fer
með málefni Norður-Irlands,
W illiam Whitelaw, skýrði
neðri málstofu brezka þings-
ins svo frá í dag, að sam-
komulag hefði tekizt um
myndun samsteypustjórnar á
Vonbrigði
í USA
Washington, 22. nóv. NTB.
HAFT ER EFTIR starfsfólki í
bandariska utanríkisráðuneytinu
í dag, að innan Bandaríkja-
stjórnar ríki veruleg vonbrigði
yfir þeirri afstöðu sem Japanir
hafa tekið gegn ísrael til þess að
reyna að tryggja sér áfram-
haldandi olíuviðskipti við Araba-
ríkin. Herma þessar heimildir, að
Bandaríkjastjórn óttist, að upp-
gjöf Japana verði Aröbum hvöt til
þess að herða ennþá á olíutak-
mörkunum og beita þeim í enn
meira mæli sem pólitísku vopni.
Norður-Irlandi, þar sem völd-
um væri skipl milli mótmæl-
enda og kaþólskra.
Q Aðild að nýju stjórninni eiga
þrír flokkar, Sambandsflokk-
urinn — flokkur Brians
Faulkners fyrrverandi for-
sætisráðherra — flokkur
sósfaldcmókrata og verka-
manna SDLP, sem er aðal-
flokkur kaþólskra, og Alli-
anceflokkurinn, sem er
flokkur skipaður bæði kaþ-
ólskum og mótmælendum,
er unnið hafa að þvf að koma
Peron sjúkur
Buenos Aires, 22. nóv. NTB.
ORÐRÓMUR er uppi um það í
Buenos Aires að Juan Peron for-
seti hafi fengið hjartaáfall. Hann
hefur verið veikur, en kona hans
og aðrir aðstoðamenn staðhæfa,
að hann hafi aðeins fengið lungna
kvef og verði búinn að ná sér og
kominn til vinnu nk. mánudag.
Súrefnisgeymar voru fluttir til
heimilis forsetans í morgun, og
öflugt lögreglulið heldur forvitn-
um f jarri bústað hans.
á málamiðlunum milli trú-
fylkinganna.
□ Þetta er f fyrsta sinn, sem
kaþólskir menn fá aðgang
að stjórn landsins. Þeir eru
aðeins þriðji hluti íbúa N-Ir
lands; tveirþriðju hlutar eru
mótmælendur, sem farið
hafa með völd í krafti þess
meirihluta, allt frá þvf N-Ir
land varð sérstakt ríki eftir
skiptingu frlands fyrir rúm-
lega hálfri öld.
i hinni nýju stjórn N-írlands
verðaellefu ráðherrar. Sexþeirra
verða frá Sambandsflokknum,
fjórir frá SDLP og einn frá Alli-
ance flokknum.
Brian Faulkner verður for-
Washington, 22. nóv. AP
AF IlALFU Hvíta hússins hefur
nú verið upplýst, að hluti segul-
bandsupptöku af samtali Nixons
forseta við nánasta samstarfs-
mann sinn fyrrverandi, Robert
Haldemann, fyrrum yfirmann
starfsliðs Hvfta hússins, sé ónýt-
ur, og heyrist þar ekkert annað en
sónn í heilar átján mínútur. Að
þessum upplýsingum fengnum
mæltist John J. Sirica dómari, —
sem hefur um hrfð beðið eftir því
að fá segulbandsspólurnar af-
hentar, — til þess, að þeim yrði
skilað nú þegar og settur um þær
öflugur vörður. Fór Sirica fram á,
að forsetinn afhenti scgulhöndin
sjálfviljugur og tók fram. að hann
vantreysti honum ekki eða starfs
liöi Hvíta hússins með þeirri við-
bót þó, að dómstóllinn hefði
áhuga á þvf, að „ekkert frekar“
kæmi fyrir böndin.
sætisráðherra stjórnarinnar, en
Gerard Fitt, leiðtogi SDLP, vara-
forsetisráðherra. Sambandssinn-
ar, þ.e. mótmælendur, fara með
Framhald á bls. 20
Dollarinn
hækkar
A gjaldeyrismarkaðinum í
Frankfurt í morgun komst banda-
riski doilarinn í hærra verð en
verið hefur frá því 2. júní sl., eða f
hálfan sjötta mánuð. Þá var hann
í 2.6440 mörkum, en komst í
morgun í 2.6320 mörk. Ekki lá
fyrir skýring á þessari hækkun.
Samtal þetta við Haldemann
átti forsetinn 20. júní 1972, þrem-
ur dögum eftir innbrotið í aðal-
stöðvar demókrata í Watergate-
byggingasamstæðunni í Washing-
ton. Einn af lögfræðingum forset-
ans, J. Fred Buzhardt, segir. að
hann og annar lögfræðíngur hafi
uppgötvað þessa eyðu i samtalinu
14. nóv. sl. þegar þeir voru að
gera skrá yfir samtölin og yfirlit
yfir efni þeirra. Samtalíð við
Haldemann átti forsetinn, rétt
eftir að hann talaði við John Ehrl-
! Framhald á bls.20
Mannrán
og morð
Cordoba, Argentína.
Caracas, Venezuela 22. nóv.
AP. NTB.
VESTUR-þýzka ræðismannin-
um í Marecaibo í Venuzuela
var ra*nt sl. nótt og stóð að því
hópur vopnaðra manna, að þvi
er talsmaður innanríkisráðu-
neytisins sagði frá. Hann lét
ekki upp hvernig rannsókn og
leit væri hagað.
Ræðismaðurinn heitir Kurt
Nagel og var hann að aka inn á
bensínstöð, þegar mennirnir
réðust að honum. Sögusagnir
eru á kreiki um, að bifreið
mannræningjanna sé fundin
og hafi verið blóðslettur á sæt-
unura. Lögreglan hefur ekki
staðfest þá frétt.
I Cordoba í Argentínu réðust
hryðjuverkamenn á John A.
Swint, forstjóra Transacbfla-
verksmiðjunnar, i morgun og
skutu hann til bana. Hann var
á leið til vinnu sinnar, þegar
bflstjóri hans varð að hægja
ferðina vegna vörubfls sem var
á undan. Hófst síðan æðisgeng-
in skothrið út um glugga vöru-
bifreiðarinnar með fyrrgreind-
um afleiðingum. Um ástæður
fyrir þessu morði er allt á
huldu.
Tillaga Husseins Jórdaníukonungs:
Palestínu-Arabar hafi
ákvörðunarrétt um sín mál
Sovétstjórnin leitar
stuðnings við stofnun
ríkis Palestínu-Araba
Moskvu, 22. nóv., AP.
FRA ÞVl var skýrt í Moskvu í
dag, að þangað hefði komið sl.
þriðjudag framkvæmdastjórn
Frelsissambands Palestínu-Araba
(Palestinian Liberalization
Organization — PLO) undir for-
sæti skæruliðaforingjans Yassers
Arafats og hefði hún hafið við-
ræður við sovézka ráðamenn um
hugsanlega framtfðarlausn ámál-
efnum Palestfnu-Araba og
ástandið almennt á átakasvæði
israela og Araba.
Frá þessu skýrði talsmaður
nefndar, er fjallar um stuðning
við Asiu- og Afríkuríki, en
sendinefndin var i boði hennar.
Er talið, að Sovétstjörnin leggi nú
að forystumönnum þeirra fimm
frelsis- og skæruliðasamtaka Ar-
aba, sem ofangreint samband
mynda, að setja á laggirnar bráða-
Framhald á bls. 20
Amman, Jórdaníu, 22. nóv. AP.
HUSSEIN konungur Jórdanfu lét
að því liggja í ræðu, sem hann
hélt í dag, að Jórdanir kynna að
samþykkja alþjóðlegt eftirlit með
þeim landsvæðum þeirra, sem
Israelar hertóku í júnístríðinu
1967, að þvf tilskildu að Israelar
hyrfu þaðan brott. — Jafnframt
skyldi fara fram atkvæðagreiðsla
mcðal allra Palestínu-Araba, hvar
sem þeir væru búsettir, þar sem
þeim gæfist kostur á að velja
framtfðarskipan sinna eigin
mála.
Helztu atriði ræðu Husseins,
sem hann hélt yfir liðsforingja-
efnum í herskólanum í Jórdaníu,
voru eftirfarandi.
1. Hann kvað Jórdani ekki gera
— og aldrei hafa gert tilkall til
þess að vera talsmenn allra Palest
ínumanna.
2. Jördanir væru andvígir ein-
hliða samningum Arabarík.ja við
Israela og teldu nauðsynleft að
leysa deilur Israels og Araba í
heild.
3. Palestínumönnum yrði hvar-
vetna — hvar sem þeir væru nið-
urkomnir — gefinn sjálfákvörð-
unarréttur um framtíðarlausn
mála sinna án íhlutunar nokkurra
aðila.
Það er einkum síðasta atriðið,
sem menn telja benda til þess, að
Hussein mundi fallast á alþjóð-
legt eftirlit með hernumdu svæð-
unum, ef ísraelar láta þau af
hendi. Þar með muni hann falla
frá fyrri yfirlýsingum um, að Jór-
danir muni samstundis yfirtaka
svæðin á vesturbakka Jódanár,
þegar Israelar hverfa þaðan.
Varðandi það atriði ræðunnar,
sem tók til sjálfákvörðunarréttar
Palestíumanna, er litið svo á, að
enda þótt Ilussein viðurkenni rétt
Frelsissambands Palestinu-Araba
— PLO — til þess að koma fram
sem málsvari Palestínu-Araba I
heild, viðurkenni hann á hinn
bóginn ekki, að sambandið og for-
ystumenn þess hafi rétt til þess að
ákveða framtíð þessa fólks.
Enn er vakin athygli á því, að
Ilussein vill atkvæðagreiðslu
meðal Palestínu-Araba, hvar sem
þeir eru, einnig flóttamanna i Lí-
banon, Sýrlandi og víðar.
Varðandi ósk Husseins um
heildarsamninga við Israela er
haft fyrir satt í Amman, að kon-
ungur geri sér vonir um, að sú
stefna verði ofan í viðræðum leið-
toga Arabaríkjanna, sem væntan-
legar eru næstu daga.