Morgunblaðið - 23.11.1973, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. NOVEMBER 1973
Lokið við spreng-
ingar jarðgangna
undir Oddsskarð
Eskifirði, 22. nóv.
í DAG var lokið við að sprengja
jarðgöngin undir Oddsskarð, og
eru göngin þá orðin um 441 m á
lengd. Ekki verða göngin þó opn-
uð alveg að norðanverðu, heldur
skilið eftir mjótt haft, 2—3 m, og
er það aðallega gert til að vetrar-
veður og snjór nái ekki til að
komast inn i göngin.
Byrjað var á verkinu vorið 1972
og þá unnið fram í desember, og
síðan var byrjað aftur s.l. vor
Ekki verður unnið meir við göng
in í vetur, en væntanlega verðui
hafist handa við að ganga frí
þeim næsta vor. Unnið hefur ver-
ið á tveimur vöktum og er þaS
verktakafélagið Istak, sem hefur
séð um sprengingar og borun. Yf-
irverkfræðingur við verkið hefur
verið Ölafur Gíslason.
— Fréttaritari.
SATTA LEITAÐ I
MEIÐYRÐAMÁLI
SAMKVÆMT stefnu, sem útgefin
var í Borgardómi sl. mánudag,
átti í gær að þingfesta í Bæjar-
þingi Reykjavíkur meiðyrðamál
það, sem dætur Arna heitins Páls-
sonar prófessors hugðust höfða á
hendur Sverri Kristjánssvni
sagnfræðingi, fyrir ummæli hans
um föður þeirra í útvarpsþætti í
júlí sl. Af þvf varð þó ekki, að
málið væri þingfest í gær.
Lögmaður systranna, Hörður
Einarsson hrl., sagði í viðtali við
Mbl. i gær, að málinu hefði verið
frestað í bili, þar sem verið væri
að vinna að samkomulagi í málinu
Fundi flýtt
á Patreks-
og „sæmilegar likur“ væru á því,
að það næðist. — Ef samkomulag
næst hins vegar ekki, verður að
byrja á málshöfðuninni að nýju
frá grunni og fá útgefna nýja
stefnu.
Rauði krossinn og kirkjan veita 40
milljónir til sjúkrahússins í Eyjum
firði
AÐALFUNDUR Sjálfstæðisfé-
lagsins Skjaldar á Patreksfirði
verður haldinn í samkomuhúsinu
Skjaldhorg n.k. laugardag kl. 16.
A fundinn kemur Þorvaldur
Garðar Kristjánsson alþingismað-
ur. Aætlað var, að fundurinn yrði
á sunnudag kl. 14, en honum verð-
ur sem sagt flýtt.
MORGUNBLAÐIÐ hafði fregnir
af því, að Rauði krossinn og
Hjálparstofnun kirkjunnar hefðu
veitt stóra fjárupphæð til nýja
sjúkrahússins í Vestmannaeyjum
og fékk senda eftirfarandi frétta-
tilkynningu um málið.
Rauði kross Islands og Hjálpar-
stofnun kirkjunnar hafa átt fundi
í Vestmannaeyjum með fulltrú-
um Vestmannaeyjakaupstaðar og
heilbrigðismálaráðherra Magnúsi
Kjartanssyni og Páli Sigurðssyni
ráðuneytisstj. um, hvernig hægt
væri að bæta úr heilbrigðismálum
Vestmannaeyjakaupstaðar á sem
skemmstum tíma.
Það er augljóst, að sem stendur
vantar verulegar fjárhæðir upp á,
að hægt sé að fullljúka við bygg-
ingú nýja sjúkrahússins í Vest-
mannaeyjum. Til að endar mætist
vantar ná. 40 milljónir króna. Ef
þeir fjármunir væru fyrir hendi
ætti að vera hægt samkvæmt at-
hugunum forráðamanna Vest-
mannaeyjakaupstaðar að ljúka
verkinu á um 10 mánuðum.
R.K.I. og Hjálparstofnunin lita
á það sem höfuð nauðsyn, að þetta
mál komist í höfn, og að það sé
forsenda uppbyggingarstarfs í
Eyjum og byggð þar, að læknis-
þjónusta sé í fullkomnu lagi. Á
það ber að líta að framkvæmdin á
lögum samkvæmt að kostast af
opinberum aðilum að öllu Ieyti.
Hins vegar vantar talsvert upp á,
að fjármagn sé tryggt.
Framhald á bls. 20.
ALVARLEGT umferðarslys
varð á Grindavíkurveginum
f gærmorgun, er ung stúlka
ók bifreiðlsinniþar út af veg-
inum á hættulegri beygju,
sem ekki er merkt.
Bilinn mun hafa stungizt
út af veginum og oltið
nokkrar veltur. Lá stúlkan
utan við hílinn, þegar að var
komið. Billinn endaði á hjól-
unum og sést á myndinni,
hvernig hann var staðsettur
utan vegar eftir slysið.
Stúlkan var talin úr lífs-
hættu í gærkvöldi.
Verður rannsóknarnefnd
sett til höfuðs ráðherra?
• •
HORGULL A JOLA
TRÉSLJÓSUM
INNFLUTNINGUR á jólatrés-
Ijósum hefur stórlega dregist
saman á síðustu árum vegna þess,
að þegar reglur um sérstakan
gildleika rafmagnsleiðslna í
ljósunum, tóku gildi, varð að
hætta innflutningi á slikum Ijós-
um frá Hong Kong, Japan og
Kína, en þaðan voru þessar ljósa-
samstæður mjög ódýrar.
Verð á jólaljósasamstæðum frá
þessum löndum var um 500 kr.,
en ef þær eru keyptar frá Þýzka-
landi eins og nú er helzt, kosta
þær yfir 3000 kr.
Pétur Pétursson heildsali sagði
í viðtali við Morgunblaðið í gær,
að segja mætti, að hörgull væri á
jólaljósasamstæðum.
Sagði hann, að jölaljósasam-
stæður frá Þýzkalandi kostuðu
sex sinnum meira en frá Austur-
Asíulöndunum, en 24—36 Ijósa
seríur þaðan kostuðu um 500 kr.
Nú er hins vegar ólöglegt að selja
ljósasamstæður, sem hafa grennri
Seðlabankinn ósk-
ar rannsóknar
I FRÉTT Morgunblaðsins í gær
um deilu þjóna við eigendur veit-
íngastaðarins Oðal kom m.a. fram,
að farið hefði verið upp á 3. hæð
hússins, sem Seðlabankinn hefur
á leigu.
I tilefni þessa hefur Seðlabank-
inn óskað eftir þvf við lögregluna,
að rannsókn fari fram á þessum
mannaferðum um húsakynni
hans.
vír i leiðslum en 0.75 mm, en
Hong Kong ljósasamstæðurnar
hafa 0,50 mm.
Þá sagði Pétur, að einnig hefði
dregið mikið úr innflutningi á
jólatrésskrauti á síðustu árum,
vegna þess að mikil afföll væru á
slíkum innflutningi; varan væri
svo brothætt. Þó væri alltaf tals-
vert úrval á markaðnum samt sem
áður og slík verzlun gengi oft í
bylgjum.
A fundi deildar Alþingis í gær
var til umræðu tillaga, sem þeir
Karvel Pálmason (SFV) og
Hannibal Valdimarsson (SFV)
fl.vtja um, að skipuð verði rann-
sóknarnefnd, skv. ákvæðum
stjórnarskráarinnar, sem rann-
saka framkvæmd landhelgis-
gæzlunnar úti fyrir Vestfjörðum
frá 15. október s.l.
Þingmenn Sjálfstæðis-
flokksins, sem til máls tóku við
umræðuna, bentu á, að tillaga
þessi beindist fyrst og fremst að
dómsmálaráðherra, þar sem hann
væri æðsti yfirmaður Landhelgis-
gæzlunnar.
Ólafur Jóhannesson taldi tillög-
una skv. orðum sínum ekki bein-
ast að sér eða ráðuneytinu, heldur
að þvf, sem í daglegu tali er nefnt
landhelgisgæzlan. Kvaðst hann þó
ekki vilja skorazt undan ábyrgð
og sagði, að ef einhver mistök
hefðu átt sér stað við framkvæmd
„Þýðir ekki annað
en halda dansiball”
Þjónar herða verkfallsaðgerðir
t I)AG herða þjónar á verkfalls-
aðgerðum sínum og verður
hætt að bera fram mat fyrir
hótelgesti. Konráð Guðmunds-
son hótelstjóri á Hótel Sögu
sagöúf viðtali við Morgunblaðið
í gær, að hótelgestir myndu
framvegis geta fengið mat á
herbergin, en enginn matur
yrði framreiddur í veitingasöl-
unum.
Konráð sagðist telja, að þar
sem eigendur hótela ættu í
hlut, gætu þeir sinnt þessum
verkefnum sjálfir, en hins
vegar kvað Konráð það ákveðið,
að dansleikur yrði í Súlnasal í
kvöld og er það í fyrsta skipti
sem almennur dansleikur er
haldinn þar, án þess að vín-
veitingar og matur séu á boð-
stólum. „Við erum að reyna að
fara út í það að breyta alveg
rekstrinum verðandi dans-
salina,“ sagði Konráð, „því
þetta gengur ekki, að verkföll
geti stöðvað hjá okkur oft á ári.
Það verður söngur, grín, gleði
og dans framvegis á venjuleg-
um dögum í Súlnasalnum og
gosdrykkir að sjálfsögðu. Það
þýðir ekki annað en halda
dansiball."
gæzlunnar, gætu þau alveg eins
átt rót sína aðrekja til sín, eins og
annarra. Sagði ráðherra, að þetta
væri köld kveðja til starfs-
manna landhelgisgæzlunnar, nú
að loknu löngu og ströngu strfði,
þar sem þeir hefðu staðið sig
mjög vel.
Karvel Pálmason mælti fyrir
tillögunni, sem er svohlóðandi:
„Neðri deild Alþingis ályktar
að skipa nefnd samkvæmt 39. gr.
stjórnarskrárinnar til að rann-
saka framkvæmd landhelgis-
gæslu frá 15. október s.l. og
kanna, hvort ásakanir, sem fram
hafa verið bornar um, að gæsla
landhelginnar á Vestfjarðamiðum
hafi ekki verið með eðlilegum
hætti, hafi við rök að styðjast.
Skulu nefndarmenn vera fimm,
einn tilnefndur af hverjum þing-
flokki. Nefndin skal hafa rétt til
að heimta skýrslu, munnlegar og
bréflegar, bæði af embættismönn-
um og einstökum mönnum. Að
loknum störfum skal nefndin
gefa neðri deild skýrslu um niður-
stöður sínar.“
Sagði hann, að ekki bæri að
skoða tillöguna sem árás á einn
eða neinn.
Pétur Sigurðsson (S) benti á,
að dómsmálaráðherra væri æðsti
maður Landhelgisgæzlunnar og
því beindist þessi tillaga gegn
honum. Kvaðst hann styðja tillög-
una, þó með þeim breytingum, að
rannsóknarnefndin yrði 7 manna
og kosin hlutfallskosningum, að
rannsóknin tæki ekki bara til
tímans frá 15. okt., heldur næði
hún til alls yfirstandandi árs, og
ekki væri ástæða til að binda
rannsóknina við Vestfirði.
Jónas Arnason (Ab) kvaðst
styðja tillöguna, þó með svipuð-
um breytingum og Pétur hafði
Iagt til. Sagði Jónas fulla ástæðu
til að ætla, að ábyrgðin á slæ-
legri landhelgisgæzlu hvíldi á öðr-
um yfirmönnum Landhelgis-
gæzlunnar en forsætisráðherra.
Kynnu þeir e.t.v. að hafa gefið
honum rangar og villandi upp-
lýsingar um framkvæmd
gæzlunnar.
Matthías Bjarnason (S) sagði,
að tillaga þessi væri auðvitað
beint eða óbeint vantraust á
dómsmálaráðherra, hvað sem
Karvel reyndi að segja um það.
Rakti hann þær tillögur, sem á
undanförnum árum hafa komið
fram um skipanir rannsóknar-
nefnda, og sagði að í öllum tilfell-
um væri um tillögur, bornar fram
af stjórnarandstæðingum að
ræða, og væri tilgangurinn ein-
att að koma höggi á viðkomandi
ráðherra.
Olafur Jóhannesson dómsmála-
ráðherra sagði tillögur sem þessa
mjög fátíðar. Sagði hann ummæli
Matthíasar sjálfsagt rétt um, að
yfirleitt væru það stjórnarand-
stæðingar, sem slíkar tillögur
bæru fram.
Ráðherra sagði, að skv. orðalagi
tillögunnar væri henni stefnt
gegn landhelgisgæzlunni, en
kvaðst ekki hafa geð í sér til að
skjóta sér bak við undirmenn
sína. Ráðherra sagðist hafa beitt
sér fyrir dómsrannsókn vegna
ásakana vestfirzkra skipstjórnar-
manna á hendur landhelgis-
gæzlunni. Skýrslur, sem teknar
hefðu verið, yrðu afhentar alls-
herjarnefnd þingsins, sem fengi
málið til meðferðar. Einnig fengi
hún að sjá skýrslur, sem til stæði
að taka af starfsmönnum Land-
helgisgæzlúnnar. Ef nefndinni
þætti að þeirri skoðun málsins
lokinni ástæða til að skipa sér-
staka rannsóknarnefnd og Al-
Framhald á bls. 20.
Aðalfundur SVS
AÐALFUNDUR Samtaka um
vestræna samvinnu verður hald-
inn n.k. miðvikudag, 28. nóvemb
er, f Tjarnarbúð, kl. 18.30. At-
hygli félagsmanna er vakin á því,
að fundurinn hafði áður verið
boðaður mánudaginn 26. nóv., en
hefur verið frestað um tvo daga.
.nM'iriibiu •)(;() .6óci|ivé ' -iíii8Ö.1Í0 nBlnGiio-il