Morgunblaðið - 23.11.1973, Side 3

Morgunblaðið - 23.11.1973, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1973 3 Indriði G. Þorsteins- son og Sigrún Guð- jónsdóttir með vegg- skildina. Ljósm. Ol.K.M. Þjóðhátíðar- veggskildir Sigrúnar á markaðinn: 900sett seldust á fursta degi FYRSTA sendingin af þjóð- hátíðarveggskjöldum Sigrúnar Guðjónsdóttur listakonu, sem Þjóðhátfðarnefnd gefur út, er nú komin á markaðinn. Hér er um að ræða þrjá skildi, sem seldir eru sem ein heild. Þetta kom fram á fundi Indriða G. Þorsteinssonar framkvæmda- stjóra Þjóðhátíðarnefndar með fréttamönnum í gær. Sem kunnugt er hlaut Sigrún Guðjónsdóttir aðalverðlaun í hugmyndasamkeppni Þjóð- hátíðarnefndar 1974. Skildirnir eru framleiddir hjá danska list- munafyrirtækinu Bing og Gröndahl, sem er heimsþekkt fyrir gerð postulínsmuna. Við gerð skjaldanna segist listakon- an hafa haft landnámið og land- námsmenn i huga. Hver skjöld- ur er silkiprentaður i þremur litum með nýrri tækni, sem Bing og Gröndahl hefur ekki reynt áður, en tekizt mjög vel. Tveir skildir eru með áletrun- inni: ísland 874 — 1974 og sá þríðji: Landnám 874 — 1974. Framleiðsla veggskjaldanna hófst fyrir u.þ.b. ári og fékk Bing og Gröndahl Sigrúnu til að koma út til verksmiðjanna og vinna alla undirbúnings- vinnu i samráði við þá. Urðu stjórnendur fyrirtækisins svo hrifnir af handbragði listakon- unnar á þessum skjöldum, að þeir réðu hana til að gera aðrar /yrirmyndir og hafa þeir þó mikilhæfum listamönnum á að skipa. Verð á skjöldunum út úr búð í fallegum gjafaumbúðum er 7205 kr., en dreifingaraðilar hér á-landi eru Samband ísl. Samvinnufélaga og O. Johnson og Kaaber. Að sögn sölumanns hjá Kaaber seldust á fyrsta degi í gær 900 sett, en upplag skjald- anna er takmarkað. Þá skýrði Indriði frá þvi, að nú væru að koma á markaðinn jólakort Þjóðhátíðarnefndar, og er kortið gert af Sigurði Erni Brynjólfssyni hjá teiknistofu Kristinar. Inn í það er prentað gleðileg jól á mörgum tungu- málum, en utan á er mynd úr Almannagjá, þar sem finna má ýmis þjóðkunn andlit frá iðn- um tímum. Þá eru komnir á markaðinn veggskildir eftir Einar Hákonarson, sem hlutu viðurkenningu í samkeppni Þjóðhátíðarnefndar og hafa þeir einnig selzt mjög vel. Þeir eru framleiddir hjá Gler og postulin. Nefndin hefur einnig látið gera tvo öskubakka hjá Bing og Gröndahl, sem koma á markaðinn eftir áramót, vegg- dagatal, og Seðlabankinn hefur ákveðið að annast sláttu nefnd- arinnar á minnispeningum úr bronsi og silfri, 7 em i þvermál. Vegleg hátíðahöld Aðspurður um undirbúning hátiðahalda sagði Indriði, að þar hefði orðið mikil og gleði- leg þróun undanfarið. Eftir að ákveðið var, m.a. vegna gossins í Vestmannaeyjum, að tak- marka hátíðahöldin á Þingvöll- um við einn dag, hafa héruð og bæir um landið sameinazt um að halda veglegar hátíðir. Hafa Vestfirðingar, Austfirðingar, Húnvetningar, Siglfirðingar og Skagfirðingar, svo eitthvað sé nefnt, sameinast um hátíða- höldin í sínumbyggðarlögumog fleira mun vera í undirbúningi. Þá sagði Indriði, að um þess- ar mundir væri verið að taka lokaákvarðanir i þingnefndum um ýmis framkvæmdaatriði í sambandi við þjóðhátíðina svo og fjárveitingar, og eiga línurn- ar í þeim efnum væntanlega að skýrast á næstunni. Ný bók eftir Hannes Pétursson - Ljóðabréf LJÓÐBREF heitir ný bók eftir Hannes Pétursson skáld, gefin út af Helgafelli. Bókinni er skipt I þrjá hluta og 40 þætti. Hún er 8fi bls. að stærð. Bók Hannesar mun áreiðanlega vera aufúsugestur þeim, sem fylgzt hafa með ferli skáldsins og tekið hafa ástfóstri við skáldskap hans. Um þessa nýju bók Hannesar Péturssonar segir bókmenntafræðingur Helgafells á bókarkápu: „Sjálfslýsing skálds, ferðasaga úr tíma og rúmi, heimildir skáld- skapar, veruleiki handsamaður í augnablikum, ljóð í svo frjálslegri gerð, að lesandinn finnur ekki til aðhalds listarinnar, fyrr en að af- loknum lestri. Allt þetta eru ljóðabréf Hannes- ar Péturssonar, og þannig munu menn líka lesa þau á ýmsan hátt, eftir þvi, hvað þeim er skapi næst: eitt er vist, að einlægni þeirra, lotning fyrir daglegum undrum lífsins, fögnuður skynjunar og innileikur málsins geta engan látið ósnortinn. Eins og bundin ljóð skáldsins fjalla þessi prósaljóð mjög umeðli víðáttu í tíma og rúmi og bera vitni því fágætu sambandi likam- legrar og andlegrar skynjunar, sem eitt aðal Ijóða hans. Sem skemmtilegur lestur eru þau haf- in yfir spurningar um raunveru- leik þjóða yfirleitt. En mörgum vini hans og aðdáanda munu þau öðrum þræði verða eins og dálítið leksikon um þann sérstaka skyn- heim, sem ljóð hans hafa áður opnað þeim.“ Þessi nýja bók Hannesar Péturssonar er prentuð í Víkings- prenti. Norskt fiskimjöl vekur hrifningu BJÖRGVIN (NTB) — Norskt fiskimjöl, sem er framleitt til manneldis, hefur fengið góðar viðtökur og jafnvel vakið hrifn- ingu í 13 löndum Asíu og Afrlku. Þetta kom fram i erindi Gud- mund Sand, forstjóra rannsóknar- stofnunar síldarlýsis- og síldar- mjölsiðnaðarins á fundi fiskveiði- rannsóknarráðs Sunnmæris á þriðjudagskvöld. Hausthappdrættið; Sveltur sitj- andi kráka — fljúgandi fær NU ER hausthappdrætti Sjálfstæðisflokksins í full- um gangi. Þeir, sem ekki tryggja sér miða, verða af þeim möguleika, að hljóta einhvern hinna glæsilegu vinninga, sem eru í boði. Fresturinn til að vera með er stuttur, því dregið verður 8. desember. Þeir, sem hafa fengið senda miða, eru vinsamlega beðnir að gera skil hið fyrsta. Skrifstofa happdrættisins að Laufásvegi 47 verður opin á venjulegum skrif- stofutíma í dag og laugar- daginn 24. nóv. frá kl. 9 — 5. Viðbótarmiðar eru til sölu á staðnum. Siglufjörður sjalfstæðisfélögin í Siglufirði halda sameiginlegan fund í Sjálfstæðishúsinu n.k. sunnudag 25. nóvember kl. 17. A dagskrá eru flokksmál, bæjarmál, bæjarstjórnarframboð og hring- borðsumræður um þessi mál. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins og varabæjarfulltrúar sitja fyrir svörum um bæjarmál. Fiskimjölið er selt á markað undir heitinu „Norse Fish Powd- er“. Framboð mun ekki anna eft- irspurn að sögn Sands. Sand sagði, að með tilliti til eggjahvituefnis væri norska fiski- mjölið vafalaust ódýrasta afurð sinnar tegundar á markaðum. Hvað smekknum viðvikur segir hann stóra hópa fólks borða það af því að þvi finnist það gott á bragðið. Til áramóta verða alls sendar 3.000 lestir til Bangla Desh og minna magn til annarrra landa, ýmist til sölu eða gefins sem liður í aðstoð við þróunarlöndin. Sand kvaðst telja að fljótlega mundi opnast góður markaður fyrir fiskimjöl, en þá yrði að gera ýmsar breytingar i framleiðsl- unni. Þrjár verksmiðjur í Suður- Noregi hafa framleitt mjölið. • Guðfaðirinn á íslenzku BÓKAFORLAG Odds Björnsson- ar á Akureyri hefur nýlega sent frá sér þrjár bækur. Fyrst skal telja bókana Guðföðurinn eft- ir Mario Puzu í islenzkri þýð- ingu Hersteins Pálssonar. Um hana segir í kápuauglýsingu, að hún hafi „verið tal- in einhver mest spennandi skáldsaga, sem skrifuð hefur ver- ið á seinni árum, enda verið met- sölubók víða um heim. Samnefnd kvikmynd, sem gerð var eftir sög- unni, með Marlon Brando í aðal- hlutverkinu, hefur slegið öll met i aðsókn. Hér er i fyrsta sinn flett rækilega ofan af glæpastarfsemi hinnar alræmdu Mafíu, skyggnzt um i undirheimum New York borgar, fylgzt með nánasta einka- lífi fölksins í Corleon-fjölskyld- unni, þar sem Don Corleone — Guðfaðirinn — er ættarhöfðing- inn og alls ráðandi.“ Þá hefur forlagið sent frá sér skáldsöguna Gamall maður og gangastúlka eftir Jón Kr. Isfeld, sem áður hefur samið barnasög- ur, og söguna Strokustrákarnir eftir norska höfundinn Svein Hovet í þýðingu Sigurðar O. Björnssonar. Skiptist hún í tólf kafla og er, 102 blaðsíður að lengd. ASTARLJOÐ — eftir Hrafn Gunnlaugsson Morgunblaðinu hefur borizt ný ljóðabók, Astarljóð, eftir Hrafn Gunnlaugsson. Bókin er gefin út af Helgafelli, prentuð í Vfkings- prenti. Hún er 80 bls. að sta'rð. Ljóðabók Hrafns Gunnlaugs- sonar er skipt í þrjá kafla, sem heita t skóla, Astarljóð til litlu, reiðu sólarinnar minnar og Rauð- ir snfglar. Hrafn Gunnlaugsson er ungt ljóðskáld, en mörg ljóða hans hafa áður birzt á prenti, m.a. í Lesbók Morgunblaðsins. Þá hefur hann einnig ritað sögur og þætti, sem m.a. hafa birzt i Lesbók og Eimreiðinni. Auk þess sem Hrafn Gunnlaugsson er þekktur af skáldverkum sínum sem einn helzti fulltrúi yngstu skálda- kynslóðarinnar hefur hann vakið athygli með útvarpsþáttum sín- um. Ekki sakar að geta þess, að hann er einn af „Matthildingun- um“, sem útvarpshlustendum eru að góðu kunnir fyrir þætti þeírra f útvarpinu. Hrafn Gunnlaugsson hefur rit- að mikið í Morgunblaðið, og und- anfarin ár hefur hann verið fréttaritari blaðsins í Svíþjóð, þar sem hann teggur stund á leiklist- arfræði. Hrafn hefur skrifað leik- þætti, sem vakið hafa athygli, og einn þeirra hlotið viðurkenningu í samkeppni á vegum Leikfélags Reykjavikur. Sá heitir Saga af sjónum og hefur verið sýndur á sjónvarp í Danmörku við góðar undirtektir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.