Morgunblaðið - 23.11.1973, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1973
7
LISTIR&LEIKHÚSSPJALL
Ar"r““ Að sigla keikur
1 gegnum vandamálin
Merkileg málverka- og fornminjasgning í Kjarvalsstöðum
boði í London, en það sýnir skip
á siglingu undan Eyjum, málað
SÉRSTÆÐ sýning stendur nú
yfir f Kjarvalsstöðum, en þar
sýnir Byggðarsafn Vestmanna-
eyja um þessar mundir nokkra
af merkustu munum sínum auk
fjölmargra merkilegra mynda
og þá má sérstaklega geta 34
málverka og teikninga eftir
meistara Kjarval, en þetta safn
var áður í eigu Sigfúsar M.
Johnsen fyrrverandi bæjar-
fógeta í Vestmannaeyjum og
konu hans Jarþrúðar heitinnar
Pétursdóttur Johnsen. Afhenti
Sigfús Vestmannaeyjum þetta
merka safn sitt.
Meðal verka Kjarvals á sýn-
ingunni eru myndir frá fyrstu
árum Kjarvals sem málara og
m.a. er þar abstraktmynd, sem
er frumlegri en margar slíkar,
sem gerðar eru í dag. Rík
ástæða er til að hvetja fólk til
að sjá þessa merku sýningu, þvf
þar kennir ýmissa grasa.
Þá eru fjölmargar myndir á
sýningunni eftir Engilbert
Gíslason listmálara í Vest-
mannaeyjum. Engilbert var
samtiða Ásgrími Jónssyni við
nám í Kaupmannahöfn um
aldamótin, en Engilbert er
látinn fyrir nokkrum
árum. Engilbert fór aldrei
um, þar sem fjölmenni
var, en hann vann stöðugt i list
Kjarval
sinni og þótt hann hafi farið
varhluta af allri frægðog kynn-
ingu út á við í lífi sínu, þá
verður ekki gengið fram hjá
þeirri staðreynd, að hann er í
hópi beztu málara, sem íslenzka
þjóðin hefur átt. Þeir sem
skoða verk hans á sýningu
Byggðarsafns Vestmannaeyja í
Kjarvalsstöðum geta gengið úr
skugga um það. Engilbert
málaði feikn mikið af myndum
í Eyjum, en á hverju héimili,
þar sem myndir hans eru,
teljast þær til dýrgripa.
Þá eru m.a. á sýningunni
lfkön af bátum, mannverkjum
og fleiru, og eru mörg þessara
lfkana hreinustu listaverk. M.a.
er þarna líkan af Skansinum,
sem nú er að nokkru farinn
undir hraun. Þar sjást dönsku
verzlunarhúsin og vindmyllan,
sem brauðgerðarmaður staðar-
ins notaði á einokunartíma-
bilinu. Meðal húsa á þessu
lfkani er Kornloftið, næstelzta
hús f Eyjum, sem fór undir
hraun í eldgosinu þar. Korn-
loftið varbyggt árið 1830.
Elzta málverkið á sýningunni
er frá 1791, en alls eru yfir 100
málverk sýnd auk 100 ljós-
mynda. Þetta málverk frá 1791
var keypt fyrir skömmu á upp-
Þorsteinn Þ. Vfglundsson
af enskum málara.
Þá er sýnd á þessari sýningu
Tyrkjabyssan fræga, sem
fannst i Vestmannaeyjahöfn,
en byssan er frá því Tyrkir
rændu og drápu í Vestmanna-
eyjum 1627.
Bátalíkön er m.a. af bátum
með Vestmannaeyjalagi, Land-
eyjalagi og færeysku lagi. Þá
eru líkön af rétt, sem stóð i
Eyjum allt frá landnámsöld og
til sfðustu aldamóta og einnig
er merkilegt lfkan af fiskigörð-
um. Sýnir það, að fyrrum eins
og nú hefur mikil rækt verið
lögð við fiskvinnslu íEyjum.
Maðurinn á bak við þessa
sýningu er Þorsteinn Þ. Vfg-
lundsson sparisjóðsstjóri í Vest-
mannaeyjum, forstöðumaður
Byggðarsafnsins i sjálfboða-
vinnu og fyrrverandi skóla-
stjóri Gagnfræðaskóla Vest-
mannaeyja f 36 ár. Þorsteinn er
hafsjór af fróðleik og ham-
hleypa til allra verka, sem hann
tekur sér fyrir hendur, svo með
ólíkindum er. Framtakssamari
manni kynnist maður vart og
hann heldur sínu striki, þótt
móti blási. Þorsteinn hefur
unnið feikilegt starf í þágu
Vestmannaeyja, og m.a. má þar
nefna hin yfirgripsmiklu ársrit
hans um mann- og athafnalíf í
Vestmannaeyjum fyrr og síðar.
Blik heitir rit Þorsteins og
fyllti það 30. árganginn fyrir
skömmu.
Markmið Þorsteins með
þessari sýningu f Kjarvalsstöð-
um er að gefa meginlandsbúum
tækifæri til að sjá nokkra
merkustu gripi Byggðarsafns
Vestmannaeyja áður en þeir
verða aftur fluttir til Vest-
mannaeyja, en nokkrir grip-
anna teljast til merkustu forn-
minja á íslandi og Þorsteinn
hefur ekki sagt út í bláinn: „Líf
mitt eru fjármál," því önnur
ástæðan er sú, að hann hyggst
afla Byggðarsafni Vestmanna-
eyja fjár til þess að gera við
allt, sem skemmdist í nauðar-
flutningunum á fyrstu dögum
eldgossins í Heimaey.
Fyrir gos var langt komið
byggingu glæsilegs safnahúss í
Vestmannaeyjum undir
Byggðarsafnið, Listasafn og
bökasafn, og fyrir liggur að
ljúka þeitri byggingu. „Við eig-
um nóg af peningum til að
ljúka við bygginguna", sagði
Þorsteinn, „og það er ekki
gjafafé, en auðvitað verður að
ljúka við að gera allan bæinn
íbúðarhæfan, áður en við höld-
um vefkinu áfram. En það
verður ekkert gefið eftir,“
sagði þessi galvaski athafna-
maður sem siglir keikur í gegn
um vandamálin.
Teiknimynd af Skansinum eftir Engilbert Gíslason um aldamótin
sfðustu. Stóra verzlunarhúsið, Austurbúðin, á myndinni var byggt
1880, en fór sfðan undir hraun f vetur. Skansinnerlengst tilvinstri.
Skansinn f Vestmannaeyjum árið 1884. Næst á myndinni til vinstri er verzlunarhúsið (byggt)
1786). Sunnan við það stendur vörugeymsluhúsið. A milli húsanna liggur vegurinn austur eftir
virkinu. Vestan við virkið, t. h. á myndanni, er Kornloftið, sem var byggt 1830, en fór undir hraun í
eldgosinu f vetur. Hægra megin við Kornloftið er vindmyllan, sem um getur í greininni.
TILSOLU Mustang '71 með V—8 vél 302 cc, dökkgrænn, sjálfskiptur með powerstýri og bremsum. Upplýsingar í síma 37203. NEI SKO Haukar í Hveragerði, laugardag, 24 nóv. Sætaferðir frá B.S.Í. kl 9 og 9.30.
ÍBÚÐ ÓSKAST Einhleyp stúlka óskar eftir góðri íbúð til leigu, má vera í Kópavogi eða Hafnarfirði. Vinsamlega hringið í síma 85835. YTRI-NJARÐVÍK til sölu vel með farin 3ja herb. íbúð, ásamt bílskúr Hagstæðir greiðsluskilmálar Fasteignasalan, Hafnargötu 27. Keflavík, sími 1 420.
GÓÐ FJÁRFESTING Glæsilegt endaraðhús til sölu um 142 fm, ásamt bílskúr, á góðum stað í Garðahr. (Flatir). Verð 3,5 millj. Sími 229 1 1 BÍLAVIÐGERÐIR Bílaverkstæðið Bjarg Bjargi við Dundlaugaveg, sími 38060. Tökum að okkur allar almennar bílaviðgerðir. Bílaverkst. Bjarg Bjargi, s 38060.
TILSÖLU Sanyo plötuspilari. Upplýsingar I sima 22603. SNÍÐ KJÓLA Þræði saman og máta Viðtalstimi virka daga frá kl. 4—6 Sigrún Á Sigurðardóttir, sniðkennari, Drápuhlíð 48, 2. hæð, stmi 19178
RANGE ROVER TILSÖLU árg. '72, vel með farinn. Uppl. í síma 5261 1 milli kl. 2 — 6. HAFNARFJARÐARAPÓTEK Opið öll kvöld til kl 7, nema laugard. til kl. 2 Helgidaga frá kl 2—4.
STÚLKUR — KONUR óskast i borðsal og eldhús Hrafnistu. Hálfan eða allan dag- inn. Upplýsingar hjá bryta, simi 35133. fBÚÐ TIL LEIGU 2ja herb ibúð i kjallara. Tilboð sendist Mbl. merkt: „K 11 — 1442".
3JA HERB. RISÍBÚÐ i Hliðunum til leigu frá 1. desem- ber. Fyrirframgreiðsla. Fjölskyldu- stærð. Tilboð sendist Mbl. fyrir 29. nóvember merkt: „805". TOYOTA CROWN 1972 4 CYL. Glæsilegur einkabíll til sölu i dag, er með power bremsum og svenst o.fl. Samkomul með greiðslur Skuldabréf kemur til greina einnig á ódýrari bil Simi 16289
ÚRVALS SÚRMATUR Súrsaðir lundabaggar, hrútspung- ar, sviðasulta, svínasulta Úrvals- hákarl, síld og reyktur rauðmagi. Harðfiskur, bringukollar. Kjötmiðstöðin, Laugalæk 2, sími 35020
Terylene-fylling.
Falla ekki saman.
Hindra ekki útgufun.
Þola vélaþvott.
Taka ekki raka.
Margir litir og mynstur
Dðnsku
draumasamgurnar
Sængur verð kr. 2875 — 4500 — 5800 — 6000.
Koddar verð kr. 1570.
Ungbarnasængur kr. 1850.
Ungbarnakoddar kr. 610.
SÆNGURVERAEFNI í FJÖLBREYTTU ÚRVALI:
Opid til kl. 10