Morgunblaðið - 23.11.1973, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1973
11
laide. Þar handtaka Gestapo-
menn hann, án þess þó að
komast að raun um hver
hann er. Hann er fluttur til
starfa í verksmiðju, sem
framleiðir hergögn fyrir
þýska flugherinn. Hann
kemst brátt á snoðir unt, að
þar er verið að vinna að til-
raunum með mjög hernaðar-
lega mikilvæga hluti, en til
þess að kornast á brott með
þessar upplýsingar verður
hann að svíkja þrjá félaga
sína í hendur Gestapo.
22.40 Dagskrálok
L4UG4RD4GUR
1. desember 1973
17.00 Iþróttir
Meðal efnis er ntynd frá
Norðurlandamóti kvenna í
handknattleik og mynd frá
leik ensku knattspyrnulið-
anna Goventry og Sheffield
United, og hefst hún unt
klukkan 18.15.
Umsjónarmaður Ömar Ragn-
arsson.
19.15 Þingvikan
Þáttur unt störf Alþingis.
Umsjónarmenn Björn Teits-
son og Björn Þorsteinsson.
19.45 Hlé
20.00 Fréttir
20.20 Veðurog auglýsingar
20.30 Söngelska f jölskyldan
Bandarískur söngva- og
gamanmy ndaflokkur.
Þýðandi Guðrún Jörunds-
döttir.
20.55 Vaka
Dagskrá um bókmenntir og
listir.
U m s j ön ar m aðu r 01 a f u r
Haukur Simonarson.
21.45 Uxa skal með arði reyna
Stutt, kanadísk kvikmynd
um dráttarkeppni uxa.
Þýðandi Gylfi Gröndal.
22.00 Mærin frá París
(Joan of Paris)
Bandarísk bfómynd frá ár-
inu 1942, byggð á frásögnum
eftir Jacques Théry og
Georges Kessel.
Leikstjöri Robert Stevenson.
Aðalhlutverk Michéle
Morgan. Paul Henreid og
Thornas Mitchell.
Þýðandi Heba Júlíusdóttir.
Myndin gerist í Frakklandi
átið 1941. Landið er hersetið
af Þjóðverjum, en Bretar
halda uppi stöðugum loft-
árásunt. Bresk orrustuflug-
vél er skotin niður. Ahöfnin
kemst lífs af. en gengur
erfiðlega að felast fyrir Þjóð-
verjum. Loks tekst ungri
Parísarstúlku að konta Bret-
ununi í samband við frönsku
neðanjarðarhreyfinguna.
23.30 Dagskrárlok
FÖSTUDKGUR
30. nóvember 1973
20.00 Fréttir
20.25 Veður og auglýsingar
20.35 Tónar frá eynni grænu
Norskur þáttur um írska al-
þýðutónlist.
Sungnar eru ballöður og
þjöðkvæði ýmiss konar og
leikið á írsk alþýðuhljóðfæri.
Einnig eru sýndir írskir
dansar og loks er rætt við
rithöfundinn Mihail Mac-
Liammoir.
Þýðandi Öskar Ingimarsson.
(Nordvision — Norska sjón-
varpið)
21.15 Landshorn
Fréttaskýringaþáttur um
innlend málefni.
Umsjönarmaður Svala
Thorlacius.
21.50 Mannaveiðar
Bresk framhaldsmynd.
18. þáttur. Skriftamál
Þýðandi Kristmann Eiðsson.
Efni 17. þáttar:
Jimmy er í felum í íbúð Ade-
Einstaka sinnum sýnir sjónvarpið
stuttar kvikmyndir úr daglega lifinu I
fréttatimum. myndir, sem hafa e.t.v.
ekkert fréttagildi, en geta þó verið
mjög skemmtilegar og upplifgandi.
Ég er viss um, að það yrði vel séð af
sjónvarpsáhorfendum ef sjónvarpið
gerði meira af þvi að sýna slikar
myndir án sérstaks tilefnis Það er
svo oft, sem einu og öðru bregður
fyrir sem gaman vaeri að fá á filmu i
sjónvarpinu. Nokkur dæmi um slika
kvikmyndun má nefna Suður i
Skerjafirði voru börn að gefa nokkr-
um hestum br^uð Það var leikur i
hestunum og börnunum
Fuglager við höfnina i vindgjólu,
þar sem fuglarnir svifa og svifa
Menn að vinnu hér og þar
Börn að leik, t.d. á skautum, i
iþróttum eða öðru
Dæmin, sem eru nefnd, eru ósköp
venjuieg, en slíkar svipmyndir gætu
lifgað mikið upp á ef þær eru teknar
af góðum kvikmyndatökumönnum
eins og sjónvarpið hefur Það er svo
oft, sem kvikmyndatökumennirnir
hafa möguleika á að filma stemmn-
ingsglefsur, sem eru utan við venju-
legt dægurþras þeirra og eltingaleik
við misjafnlega skemmtilegt frétta-
efni, en auðvitað kostar allt slikt
vinnu og ekki eru kvikmyndatöku-
mennirnirof margir Allt er þó hægt
ef viljinn er fyrir hendi.
Eitt er það i okkar þjóðfélagi. sem
sjónvarpið hefur ekki farið varhluta
af og er ókostur mikill. Á ég þar við,
að oft koma hingað erlendir gestir,
ágætir gestir, sem hafa eitthvað á
boðstólum fyrir fjölmiðla. Svo til
undantekningalaust geta þeir komið
efni sinu á framfæri i útvarp; sjón-
varp og blöð, Sjónvarpið hefur tekið
upp fjölmarga, sérstaka þætti um
erlenda listamenn i heimsókn á ís-
landi
Sumir þessara manna eru frá-
bærir listamenn og það er kostur að
fá þá i sjónvarprð en margir eru
aðeins kunnir hjá sjálfum sér þótt
þeir kynni sig heimsfræga Á sama
tíma er engin áherzla lögð á, að
kynna .islenzka listamenn og hvetja
þá þannig um leið og stutt er við
islenzka menningu Þarna þarf að
verða algjör stefnubreyting og þeir,
sem skammta sjónvarpinu fjármagn
verða að gera sér grein fyrir þvi, að
þeir eru að handfjatla islenzka
menningu en ekki eitthvað rumpu-
roð
Það er kominn timi til. að kliku-
skapurinn i islenzku menningarlifi
minnki, þessi ótti við að einn verði
móðgaður ef annar er kynntur og
svo öll andstæðingafélögin, sem
gera ekki annað en gæta hagsmuna
sinna á kostnað liflegra menningar-
tilþrifa íslandi til heilla. — á.j.
21.00 Nýjasta tækni og vfsindi
Nýjungar 1 kcnnsluháttum
Gervihandleggir
Hús úr sorpi
Umsjónarmaður Örnólfur
Thorlacius.
21.25 Geðveikrahælið
(Bedlam)
Bresk biómynd frá árinu
1946.
Aðalhlutverk Boris Karloff
og Anna Lee.
Þýðandi Ellert Sigurbjörns-
son.
M.vndin gerist í Lundúnum á
18. öld. Aðalpersónan er ung
stúlka, Nell Brown að nafni.
Hún kynnist ástandinu á geð-
veikrahæli, þar sem frentur
er litið á sjúklingana sem
skynlausar skepnur en fölk.
Hún reynir sem hún getur að
bæta hag vistfólks á hælinu,
en óvildarmenn hennar svíf-
ast einskis til að eyðileggja
starf hennar.
22.45 Dagskrárlok
Sigurður A. Magnússon
SJALDAN lætur sá betur er
eftir hermir, heitir þáttur, sem
Jón B. Gunnlaugsson annast og
er á dagskrá n.k. sunnudags-
kvöld kl. 19.35. Hér er um að
ræða þátt þar sem þjöðkunnir
menn koma fram í túlkun ann-
arra. Jón Hjartarson leikari,
Ieikritahöfundur og fleira mun
aðstoða við samningu handrita i
þessum þáttum, en fast form á
þáttinn er ekki ákveðiðennþá.
Að loknum hermilátum
skeiða útvarpsmenn fram á
öldur ljósvakans og kynna verk
Guðmundar Frímanns. Hjörtur
Pálsson mun ræða við skáldið,
lesin verður smásaga og skáldið
les úr ljóðum sínum.
Á mánudagskvöld mun
Ragnar Ingimarsson verkfræð-
ingur ræða Um daginn og
veginn. Ragnar er einn af
félögum Bandalags háskóla-
manna og vafalítið mun hann
ræða eitthvað um launakröfur
og aðrar tertuskreytingar.
Annars minnist ég þess að dr.
Broddi Jóhannesson rektor
Kennaraháskólans sagði einu
sinni við mig, að hann hefði
sömu laun og togarasjómaður á
Halamiðum. Ekki svo vitlaust
kerfi.
Guðmundur Frfmann
A venjulegum tíma verður
svo Eyjapistill, en hann mun nú
vera að renna skeið sitt, því
líklega fellur hann niður um
áramót. Væri þó æskilegra að
hafa hann áfram að einhverju
leyti f vetur, því það fólk, sem
ekki kemst til Eyja vegna hús-
næðisskorts þar á það alveg
skilið að fá einhver tíðindi, afla
fréttir og mannlífshjal f bæ,
sem er að rísa úr ösku. Annars
eru flestir Eyjamenn að leggja
af stað heim, svo fljótt sem
auðið er og vekur það bæði
gleði meginlandsmanna og
Eyjaskeggja.
Á þriðjudagskvöld er þáttur,
sem heitir Kona í starfi. Þaðer
nú það. Maður fer nú að verða
langþreyttur á þessum bless-
uðum pistlum, sem öllum er
það sameiginlegt, að fyrir-
lesarar halda, að enginn skilji
stöðu og mikilvægi konunnar
nema hann hafi sótt námskeið
hjá rauðsokkum eða hvað það
nú heitir. Ég veit ekki betur en
starf konunnar hafi verið það
Árni Gunnarsson
mikilvægasta, sem um getur
síðan svokölluð menning kom
til sögunnar. Það þarf ekkert að
vera að afsaka konuna, þessi
gullkorn. Annars eru þessir
þættir hinir merkustu út af
fyrir sig og i þessum þætti mun
María Pétursdóttir skólastjóri
flytja hugleiðingu um
hjúkrunarmenntun.
Á miðvikudagskvöld verður
Bjarni Guðnason á beinu lín-
unni hjá Áma Gunnarssyni og
Einari Karli Haraldssyni og það
er skrautleg kvöldvaka síðar
um kvöldið, Horft um öxl til
heiðarbýlis, ástir sýslumanns-
ins og Jörfagleðin með meiru.
Á fimmtudagskvöld er
leikritið Pappfrsfuglinn. Hér er
um að ræða leikrit frá Chile,
samið af Jorge Diaz, leikhús-
manni, sem einnig hefur
stundað húsagerðarlist eins og
íslenzki leikstjórinn Þorsteinn
Gunnarsson. Ólafur Haukur
Sfmonarson þýddi verkið
nýlega, en það var sérstaklega
Birgir Sigurðsson
0 laf ur Haukur Sfmonarson
samið fyrir útvarp. Verkið
fjallar um mann, sem rifjar
upp bernsku sína allt frá því að
hugmyndaflugið sofnaði. Helgí
Skúlason er sögumaður, en fjöl-
margir leikarar koma fram i
verkinu. Leikstjórinn sagði. að
það væri ekki alvanalegur tónn
i verkinu, umhverfið napurlegt
að vísu, en þráðurinn með
gamansemi.
Sigurður A. Magnússon er
með bókaspjall þetta kvöld kl.
19-10.[ þættinum verður rætt
um Fornritaútgáfuna og munu
dr. Jóhannes Nordal, dr. Jakob
Benediktsson og dr. Jónas
Kristjánsson ræða um hana við
Sigurð.
A föstudagskvöld hefst ný
framhaldssaga i útvarpinu,
Ægisgata, eftir skáldið Stein-
beck. Birgir Sigurðsson ljóð-
skáld og leikritahöfundur les
söguna f þýðingu Karls ísfelds.
Á laugardagskvöld hefst
þáttur, sem heitir Frá
Bretlandi. Er hann í umsjá
Ágústs Guðmundssonar leikara,
sem stundar nám ytra. Mun
hann flytja pistla frá Bretlandi
hálfs mánaðarlega.
GLUGG
I HVAÐ EB AÐ HEYRA?
Sjónvarp og útvarp
dagsins er á bls. 23 í
blaðinu í dag . .