Morgunblaðið - 23.11.1973, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 23.11.1973, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1973 NY FLUGBRAUT í STYKKISHÓLMI Eygló Jensdóttir, Ingibjörg Hafliðadóttir og Sverrir Jóhannsson f hlutverkum sfnum. Rætur hjá Leikfélagi Keflavíkur Stykkishólmi, 19. nóv. FÖSTUDAGINN 16. nóvember var opnuð ný fiugbraut við Stykkishólm. Unnið hefur verið að gerð nýs malarflugvallar nokk- ur undanfarin ár, og er nú nýlok- ið gerð aðalfiugbrautarinnar. Þessi völlur er rétt hjá gamla flugvellinum, sem nú verður tek- inn úr notkun, en sá völlur varð oft ófær sökum aurbleytu. Slíkt á Ast og sjó- orustur „SAMSÆRI ástarinnar" nefnist þýdd ástarsaga, eftir Louise Hoff- mann, sem Leiftur hefur sent frá sér. Segirþarfrá ungristúlku, sem hefur ráðið sig til þess að hafa ofan af fyrir dóttur auðugs manns á afskekktu landsetri á írlandi. Hún komst fljdtlega að því, að þar á heimilinu var ekki allt með felldu. og dvæntir at- burðir hrannast upp. Þá gefur Leiftur einnig út skáldsöguna „Sjóliðsforingjann“, eftir C.S. Forester. Sú saga lýsir sjóorustum, eins og þær voru háð- ar á þeim dögum, þegar stóru seglskipin sigldu um öll heimsins höf, hlaðin dýrmætum varningi, en sjóræningjaskipin lágu i leyni og réðust að þessum fögru far- kostum eins og grimmir úlfar. — Watergate Framhald af bls. 1 iehmann, annan nánasta aðstoðar- mann sinn í Hvíta húsinu. Þeir voru þá báðir nýkomnir af fundi með John Mitchell, þáverandi dómsmálaráðherra, John Dean, áður lögfræðilegum ráðgjafa Nix- ons, og Richard Kleindienst, sem síðar var dómsmálaráðherra um skeið — og er talið líklegt, að upptökurnar af þessum viðræðum hefðu leitt í ljós, hve mikið þeir Haldemann og Ehrlichmann vissu um innbrotið og tilraunir til að halda afskiptum starfsmanna Hvíta hússins leyndum fyrir for- setanum. — Ræða Geirs Framhald af bls. 16 Frjálshyggja og félagshyggja. Góðir flokksráðsmenn, það hlýt- ur að vera markmið Sjálfstæðis- flokksins að skapa réttlátt þjóðfé- lag, sem verndar alla einstaklinga innan þess, veitir þeim skjól til þroska og frelsi til athafna. Sjálf- stæðisflokkurinn er eini stjórn- málaflokkurínn, sem leggur áherzlu á frelsi einstaklingsins, svo að hann fái notið sín sem bezt sjálfum sér og þjóðarheildinni til heilla. í þeirri stefnu er ckki sízt fólgið, að sjúkum, öldruðum og þeim, sem orðið hafa fyrir áföll- um í lífinu, séu með samhjálp sköpuð skilyrði til að njóta frelsis. Þá viljum við styðja til sjálfs- bjargar. Sjálfstæðisstefnan leggur í senn áherzlu á einstaklingsfrelsi og félagslega ábyrgð til úrlausnar vandamálum einstaklinga frjáls- hyggju og félagshyggju. Örlagaríkir tímar eru framund- an í íslenzkum stjórnmálum. Hlut verk Sjálfstæðisflokksins er mik- ilvægt. Sjálfstæðisflokkurinn hef- ur fylgi hvarvetna á landinu og í öllum stéttum þjóðfélagsins. Hann getur þvi mótað og sam- ræmt þá stefnu, sem framkvæm- anleg er til úrlausnar þeim vanda, sem við blasir. Sjálfstæðisflokk- urinn er sú kjölfesta, sem ís- lenzku þjóðfélagi er nauðsyn, og sú skylda hvílir á okkur að halda hátt á loft merki þeirra sjálfstæð- ismanna, sem unnið hafa flokkn- um þann orðstír. Við verðum að laða aðra landsmenn til fylgis við stefnu okkar með þeim sannfær- ingarkrafti, sem hrífur þá með okkur í sókn fyrir betra íslandi. ekki að geta komið fyrir á hinum nýja velli, þar sem allt malarlag á honum er þannig, að vatn á ekki aðgeta safnazt fyrir þar. Nýja flugbrautin er 700 metrar að lengd og liggur frá austri til vesturs, en gamla flugbrautin var tæpir 500 metrar. í framtiðinni er gert ráð fyrir, að gerð verði þverbraut, enda er nóg efni og landrými fyrir hendi. Fyrsta flugvélin lenti á nýju brautinni á föstudaginn var. Það var flugvél frá Vængjum h.f., en Vængir hafa með höndum áætlunarflug hingað. 19 farþegar voru með vélinni. Nú geta mun stærri flugvélar haft hér viðkomu en áður var, en gamla f lugbrautin var upphaflega gerð fyrir sjúkraflug. — Fréttaritari. - Rauði krossinn Framhald af bls. 2. Það er því vilji þessara stofn- ana, að hluta af því fé, þ.e.u. 40 millj. sem R.K.I. og Hjálparstofn- un kirkjunnar hafa yfir að ráða sameiginlega, þ.e. hluta söfnunar- fjár Hándslag til Island í Noregi, verði varið til að ljúka byggingu sjúkrahússins í Eyjum. Fé þetta verði síðan endurgreitt, þegar fé verður veitt til þess í samræmi við lagaákvæði og verði þá á ný varið til annarrra verkefna á sviði heil- brigðis og félagsmála, á samráði við þessar stofnanir. Formlega hefur ekki verið gengið frá máli þessu, en verður gert alveg á næstunni. — Laxdæla Framhald af bls. 18 fellingar Halldórs. Árið 1941 mun færri hafa verið Ijóst en nú, að vér hljótum um aldur og ævi að búa við þau vandræði, að það er yfirhöfuð ógerningur að setja fullkomin takmörk þess, hvar sagnfræði endar og skáldskapur byrjar, eða öfugt, í sögunum. Menn munu halda áfram að prófa sannfræði þeirra eftir föngum. En hvað sem Iíður sannfræði Lax- dælu er grundvallarstaðreynd sögunnar sú, að hún er bundin listrænum lögmálum. Er samt rétt að kalla hana skáldverk, af- 'dráttarlaust? „Allt sem lýtur Iög- um fabúlunnar,“ sagði séra Jón Prímus, „er fabúla. “ Utgáfa Laxdælu 1941 var vissulega mikill atburður f bók- fræðilegri sögu verksins. Hún er líka nokkurn veginn upphaf þess, að Halldór tekur að ræða forn- sögur. Hann hefur síðan skrifað merkilega hluti um fornbók- menntirnar bæði frá listrænum og fræðilegum forsendum, og honum ber að þakka að hafa inn- leitt frjálslegri umræðu en áður tíðkaðist um þessi efni. Utgáfan verðskuldar það, að hennar sé getið í bókmenntasögunni og f ís- lenzkri útgáfusögu. Og hún á skil- ið að minnsta kosti neðanmáls- grein í fslenzkri stjórnmálasögu. En það er annað mál. Kristján Karlsson. - Nýtt Arabaríki Framhald af bls. 1 birgðastjórn, sem geti verið full- gildur málsvari Palestínu-Araba í heild á friðarráðstefnunni, sem búizt er við að hefjist innan tveggja mánaða Er haft fyrir satt, að Sovétstjórnin hafi heitið sendinefndinni því, að um 90 að- ildarríki Sameinuðu þjóðanna muni viðurkenna slíka stjórn. í fregnum frá Beirut í dag seg- ir, að Sovétstjórnin reyni nú að afla þeirri hugmynd stuðnings, að komið verði á fót sérstöku rfki Palestínu-Araba á svæðum, sem ísraelar hertóku í júnístyrjöld- inni 1967; annars vegar á land- svæðinu, sem þeirtóku af Jórdan- iu, hins vegar á Gazasvæðinu. LEIKFÉLAG Keflavíkur frum- sýnir í kvöld, föstudag, sjón- leikinn RÆTUR eftir Arnold Weskel. Weskel er með þekktari leikritahöfundum Breta, og Ræt- ur meðal þekktari og mest leiknu verka hans. Þýðandi er Geir Kristjánsson. Leikmynd gerir Ivan Török. Leikstjöri er Stefán Baldursson. Hlutverk í leiknum eru 9. Með Blaðið An Nahar í Beirut segir, að sovézki sendiherrann þar, Ser- var Azimov, hafi átt viðræður við Ifbanska ráðamenn um málið og tjáð þeim eftirfarandi: 1. Sovétstjórnin vilji stuðla að stofnun sjálfstæðs lýðræðisríkis Palestínu-Araba og telji hana for- sendu þess, að komið verði á var- anlegum friði á átakasvæði Araba og ísraela. 2. Sovétstjórnin telji stjórn- málalega og skipulagslega ein- ingu frelsis- og skæruliðasamtaka Araba algera nauðsyn, ef einhver árangur eigi að nást í viðræðum um framtíðarlaukn málanna aust- ur þar. 3. Sovétstjórnin telji jafn nauð- synlegt, að Palestínu-Arabar taki þátt í friðarsamningum milli Ar- aba og Israela og hún muni gera sitttil þess, að svo megi verða. 4. Sovétstjórnin styðji þátttöku Lfbanons f fyrirhugaðri friðarráð- stefnu, þar sem það ríki sé bein- línis flækt inn í deilurnar og mál Palestínu-Araba, enda þótt það hafi ekki tekið þátt í bardögum, hvorki 1967 né íoktóbersl. — Mun nú veröld snúið Framhald af bls. 19 ræðst það, að hinn sonurinn getur fengið sig til að tjá Önnu þá ást, sem hann hefur á henni fest, og í sögulok búast þau til þess að full- komna það f glóðvolgri hjóna- sæng, sem hófst á heyruddabing í algeru ósjálfræði! Þetta er sem sé að mestu sól- skinssaga, en þrátt fyrir það er eitthvað gott um gerð hennar að segja. Málið er yfirleitt gott og eðlilegt, stíllinn ekki svipmikill, en nokkuð samfelldur, og Snjó- laug er auðsjáanlega gædd frá- sagnargleði — og gáfu. Skáldkon- an kafar hvergi djúpt í sálarlíf persóna sinna, en þær verða þó allar með sérkennum, og þá eink- um gamli bóndinn og Hulda litla. Það verður og ekki annað sagt en að skáldkonunni farnist sómasam- lega að ná því marki, að sagan endi eins og til mun hafa verið stofnað þegar í upphafi. Eg hygg, að þetta verði almennt vinsæl bók, og gerð hennar er þannig, að hún á sfnu hlutverki að gegna ekki aðeins sem skemmti- efni, heldur og áfangi ýmissa les- enda á leið þeirra til mats á merk- ari skáldverkum. Hún ber og mjög af sögu Snjólaugar frá í fyrra, og get ég vel hugsað mér, að frá henni megi vænta veiga- meiri skáldsagna, ef hún bregður ekki á það ráð að róa sér aðeins og rugga í þeim sessi, sem ..ráðskon- an“ hefur nú veitt henni. Guðmundur Gfslason Hagalín. helztu hlutverk fara Ingibjörg Hafliðadóttir, Jónína Kristjánsdóttir, Albert K. Sanders, Sverrir Jóhannsson og Eygló Jensdóttir. Þetta er í fyrsta skipti, sem leikrit eftir Weskel er flutt á íslenzku leiksviði og jafnframt í fyrsta skipti sem Leikfélag Kefla- víkur frumflytur erlent leikrit. Næsta sýning er á laugardag. Framhald af bls. 36 stjórn ekki viljað standa við, samanber afstöðu hennar til verð- lagsmála Hitaveitunnar til þessa. Það hefur hins vegar verið mat forráðamanna Hitaveitunnar, að þessi arðsemi sé nauðsynleg, svo að fyrirtækið geti staðið undir nýjum lántökum vegna fram- kvæmda við aukna virkjun á heitu vatni, svo og til að leggja dreifikerfi bæði í ný hverfi í Reykjavík og jafnframt Kópavog, Garðahrepp og Hafnarfjörð. 1 ágúst s.l. óskaði Reykjavíkur- borg eftir 12% hækkun á gjöldum Hitaveitunnar, en ríkisstjórnin virti það bréf ekki svars fyrr en fyrir hálfum mánuði, er þeirri hækkunarbeiðni var synjað. Ríkisstjórnin hefur þvi endur- skoðað þessa afstöðu sína nú, og er það góðra gjalda vert. Reykja- víkurborg mun að sjálfsögðu standa við öll ákvæði samninga við nágrannasveitarfélögin og framkvæma það sem samningarn- ir kveða á um og á þann hátt, sem samningarnir sjálfir segja til um. Það verður hins vegar að segjast eins og er, að hin mikla óðaverð- bólga, sem nú ríður yfir þjóð- félagið, hefur hækkað gífurlega bæði reksturs- og framkvæmda- kostnað Hitaveitunnar og þvi mið- ur lítur út fyrir, að sú 12% hækkun, sem beðið var um i ágúst, sé ekki nægileg, þegar horft er á reksturs- og fram- kvæmdaáætlanir næsta árs. Um það mál mun borgarráð fjalla sér- staklega. Ég vil taka það skýrt fram, að þessi hækkun er nauðsynleg Hita- veitunni, bæði vegna reksturs hennar og allra framkvæmda, en í þessari hækkun felst ekki, að Reykvíkingar séu að taka á sig aukabyrðar til að geta lagt hita- veitu í nágrannabæina." ------4 »♦------ — Rannsóknar- nefnd Framhald af bls. 2. þingis væri sama sinnis. kvaðst ráðherrann ekki biðjast undan rannsókninni, en benti á, að þá væri allt eins mikil ástæða til að skipa aðrar nefndir til að rann- saka aðra þætti opinberrar skýrslu. Hannibal Valdimarsson sagði, að ef málið upplýstist fyrir alls- herjarnefnd deildarinnar, væri ekki ástæða til að skipa sérstaka rannsóknarnefnd, enda væri eini tilgangur tillögunnar að fá hið sanna fram í þessu málí. Fleiri voru á mælendakrá, en umræðunum var frestað. Þingfréttir í stuttu máli EFRI DEILD Á fundi efri deildar í gær var fyrst til 2. umræðu frumvarp til laga um innheimtu ýmissa gjalda með viðauka. Því var vís- að til 3. umræðu. Þá var vísað til 3. umræðu frumvarpi um breytingu á lög- um um bann við veiðum með botnvörpu og flotvörpu, en þetta frumvarp er til staðfest- ingar á bráðabirgðalögum um að framlengja gildistfma nú- gildandi laga um þetta efni til næstu áramóta. Sömu meðferð fékk frum- varp til breytingar á lögum um Verðlagsráð sjávarútvegsins, en það var einnig til 2. umræðu. Loks mælti Lúðvík Jósepsson viðskiptaráðherra fyrir frum- varpi um breytingu á lögum um Verzlunarbanka íslands við 1. umræðu í efri deild, en neðri deild hefur þegar afgreitt það frumvarp. Var þvf að umræðu lokinni vísað til f járhags- og við skiptanefndar. NEÐRI DEILD Ólafur Jóhannesson dóms- málaráðherra mælti við fyrstu umræðu í neðri deild fyrir frumvarpi um breytingu á skiptalögum. Frumvarp þetta hefur verið afgreitt við þrjár umræður í efri deild. Ingvar Gíslason (F) mælti fyrir frumvarpi, sem hann flyt- ur ásamt fleiri þingmönnum um kaupstaðarréttindi til handa Dalvíkurkauptúni. Var þvi vísað til félagsmálanefndar. SAMEINAÐ ÞING í sameinuðu þingi í gær var framhaldsumræða um þings- ályktanartillögu sjálfstæðis- manna um 200 mílna fiskveiði- lögsögu. Var umræðunni enn frestað eftir að Gunnar Thoroddsen (S) hafði talað. Þá mælti Vilhjálmur Hjálm- arsson (F) fyrir tillögu, sem hann flytur ásamt fleiri þing- mönnum um afnám vínveitinga á vegum ríkisins. Aðrir flutningsmenn, sem töluðu við umræðurna voru Helgi Seljan (Ab) og Karvel Pálmason (SFV). Auk þeirra tók Pétur Sigurðsson (S) til máls og lýsti sig fylgjandi tillögunni. Bragi Sigurjónsson (A) mælti fyrir þingsályktunar til- lögu sinni og fleiri Alþýðu- flokksmanna um úrræði til að minnka olíukaup erlendis frá. Loks mælti Jónas Jónsson (F) fyrir þingsályktunartil- lögu, sem hann flytur ásamt fleiri framsóknarþingmönnum um könnun á notagildi einfasa og þriggja fasa rafmagns. — N-Irland Framhald af bls. 1 fjármál, umhverfismál, mennta- mál, landbúnaðarmál og upp- lýsingamál. SDLP, þ.e. kaþólskir fara með viðskiptamál, heilbrigð- is- og tryggingamál, húsnæðismál og mál, er varða sveitastjórnir og áætlanagerð. Til stóð, að ráð- herrasætin yrðu tólf, en skipan í það tólfta var frestað til síðari tfma. Brezka stjórnin mun fylgj- ast með því, að Sambandsflokkur- inn misnoti ekki meirihlutavald sitt f stjórninni. Með myndun þessarar stjórnar gera menn sér vonir um, að skil- yrði skapizt til samvinnu mótmæl- enda og kaþólskra um stjórn og rekstur n-írsku þjóðarskútunnar, sem hefur svo mjög verið hrjáð, af innbyrðis átökum. Hafa meira en 900 manns látið lífið f átökum þar sl. fjögur ár. Hins vegar er ekki enn ljóst, hvernig öfgasam- tök kaþólskra og mótmælenda bregðast við; þau hafa verið stjórnarsamvinnunni mjög and- víg og hótað öllu illu. — Borgarstjóri

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.