Morgunblaðið - 23.11.1973, Síða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. NÖVEMBER 1973
Þýtur í skóginum
Eftir Kenneth
Graheme
4. kafli Froskur
„Eins og málið horfir við frá mínum sjónarhóli“
sagði yfirdómarinn glaðlega, „þá eru engin önnur
vandkvæði varðandi þetta mál en þau að neita þess-
um óforbetranlega óþokka og ökuníðingi, sem þarna
situr fyrir framan okkur á sakabekknum, nógu
harða refsingu. Við skulum sjá: hann er sekur fund-
inn um að hafa í fyrsta lagi stolið dýrri bifreið, í öðru
lagi að aka þannig, að öðrum vegfarendum stóð beint
hætta af og í þriðja lagi að sýna löggæzlumönnum
sveitarinnar grófa ófyrirleitni. Segiðokkur, skrifari,
hverjar eru þyngstu refsingar, sem hægt er að beita
fyrir hvert þessara brota? Fanginn hefur ekkert sér
til málsbóta eins og allir vita.“
Skrifarinn klc'raði sér á nefinu með pennastöng-
inni. „Sumir,“ sagði hann, „mundu telja bílstuldinn
alvarlegasta brotið og það mun rétt vera. En ósvífni
gagnvart lögregluyfirvöldum ber að refsa hvað
harðast. Ætla mætti að áætla tólf mánaða fangelsi
fyrir stuldinn. Það er mildur dómur. Þriggja ára
fangelsi yfir ógætilegan akstur. Það er líka mildur
dómur. Og fimmtán ár fyrir ósvífnina, því hún var
mikil, skilst mér, þótt ekki sé leggjandi trúnað á
nema tíunda hluta þess, sem heyrzt hefur hér í
réttarsalnum. Nú, séu þessar tölur lagðar saman
verða þetta nítján ár samtals... “
„Ágætt,“ sagði yfirdómarinn.
„.. eðlilegast er þá líklega að færa töluna upp í
tuttugu, svo öllu sé óhætt,“ bætti skrifarinn við.
©PIB
CBPINNBCIH
©
Aevv-^-73 7&£R-
I dýra-
garðinum
Hérna er garðyrk.jumaður-
inn f dýragarðinum að vökva
blömin. Eitt dýranna aðstoðar
hann. Geturðu séð hvaða dýr
það er? Strikaðu milli punkt-
anna frá tölunni 1 og upp úr og
þá teiknarðu dýrið um leið.
„Hrafn, frændi minn, vill biðja
Helgu, dóttur þinnar, og er þér
kunnug ætt hans og auður fjár
og menning góð, frænda afli
mikill og vina.“ Þorsteinn svar-
ar: „Hún er áður heitkona
Gunnlaugs, og vil ég halda öll
mál við hann, þau sem mælt
voru.“ Skapti mælti: „Eru nú
eigi liðnir þrfr vetur, er til voru
nefndir með yður?“ „Já,“ sagði
Þorsteinn, „en eigi er sumarið
liðið, og má hann enn til koma f
sumar." Skapti svarar: „En ef
hann kemur eigi til sumar-
langt. hverja von skulum vér
þá eiga þess máls?“ Þorsteinn
svarar: „Hér munum vér koma
annað sumar, og má þá sjá,
hvað ráðlegast þykir, en ekki
tjáir nú þetta að tala lengur að
sinni.“ Og við það skildu þeir,
og riðu menn heim af þingi.
Ekki fór þetta tal leynt, að
Hrafn bað Helgu. Eigi kom
Gunnlaugur út að sumri. Og
annað sumar á alþingi fluttu
þeir Skapti bónorðið ákaflega,
kváðu þá Þorstein lausan allra
mála við Gunnlaug. Þorsteinn
svarar:„Ég áfáar dæturfyrir að
sjá, og vildi ég gjama, að eng-
um manni yrðu þær að rógi; nú
vil ég finna fyrst Illuga svarta,"
og svo gerði hann. Og er þeir
fundust, þá mælti Þorsteinn:
„Þykir þér ég laus allra mála
við Gunnlaug, son þinn?“ Illugi
mælti: „Svo er vfst,“ segir
hann, „ef þú vilt; kann ég hér
nú fátt til að leggja, er ég veit
eigi gjörla efni sonar míns,
Gunnlaugs." Þorsteinn gekk þá
til Skapta, og keyptu þeir svo,
að brúðlaup skyldi vera að vetr-
arnáttum að Borg, ef þeir
Gunnlaugur kæmu eigi út á þvf
sumri, en Þorsteinn laus allra
mála við Hrafn, ef Gunnlaugur
Uæmi til og vitjaði ráðsins. Eft-
ir bað riðu menn heim af þing-
inu o p frestaðist tilkoma
Gunniaugs, en Helga hugði lllt
til ráða.
X. kapftuli.
Nú er það segja frá Gunn-
laugi, að hann fór af Svíþjóðu
það sumar til Englands, e.
Hrafn fór til íslands, og þá góð-
ar gjafir af Olafi konungi að
skilnaði þeirra. Aðalráður kon-
ungur tók viðGunnlaugi allvel,
og var hann með honum um
veturinn með góðri sæmd. 1
þennan tfma réð fyrir Daj»f-
mörku Knútur hinn ríki
Sveinsson og hafði nýtekið við
föðurleifð sinni og heitaðist
jafnan að herja til Englands,
fyrir þvf að Sveinn konungur,
faðir hans, hafði unnið mikið
rfki á Englandi, áður hann and-
aðist vestur þar. Og f þann tfma
var mikill her danskra manna
vestur þar, ég var sá höfðingi
fyrir, er Hemingur hét, sonur
Strút-Haralds jarls og bróðir
Sigvalda jarls, og hélt hann það
rfki undir Knút konung, er
Sveinn konungur hafði áður
unnið. Um vorið bað Gunnlaug-
ur konunginn sér orlofs til
brottferðar. Hann svarar: „Eigi
sæmir þér nú að fara frá mér,
til slfks ófriðar sem nú horfir
hér í Englandi, þar sem þú ert
minn hirðmaður." Gunnlaugur
svarar: „Þér skuluð ráða, minn
herra, og gef mér orlof að
sumri til brottferðar, ef Danir
koma eigi.“ Konungur svarar:
„Sjáum við þá.“ Nú Ieið það
sumar og veturinn eftir, og
komu Danir eigi. Og eftir mitt
sumar fékk Gunnlaugur orlof
til brottferðar af konungi, og
fór Gunnlaugur þaðan austur
til Norcgs og fann Eirfk jarl f
Þrándheimi, á Hlöðum, og tók
jarl honum þá vel og bauð hon-
um þá með sér að vera. Gunn-
laugur þakkar honum boðið og
ffleöinofgunluiffinu
— Ef þetta væri f fyrsta sinn,
sem þetta hefði skeð, gæti ég
fyrirgefið þér. En nákvæmlega
sömu mistök hentu þig árið
1949...
— Sæl elskan. Ég hitti dular-
fulla, gamla konu hérna úti á
götunni, og hún sagðist geta
gert mig ósýnilega, ef ég gæfi
henni ekki 100 krónur.
— Allt f lagi, þú settir kaffi-
baunirnar f mölkúlupokann.
Svona smá óhöpp geta hent
hvern sem er. En reyndu nú að
muna, hvar þú settir möl-
kúlurnar.
— Bölvaða teppi — komdu
strax hérna niður aftur.
— Ilertu nú upp hugann,
Hilmar. IVIundu að þú hefur
stúdentspróf.