Morgunblaðið - 09.12.1973, Síða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 1973
ni i. t >
22-0-22*
RAUÐARÁRSTIG 31
BÍLALEIGA
CAR RENTAL
21190 21188
iTel. 14444*25555
w
BlLALEIGA CAR RENTAL
Æb
BILALEIGAN
51EYSIR
CAR RENTAL
'W'24460
í HVERJUM BÍL
PIONŒŒR
ÚTVARP OG STEREO
Kasettutæki
Hverf isgötu 18
[T| 86060
„ Haust-
ferming”
Ný skáldsaga eftir
Stefán Júlíusson
„HAUSTFER1VIING“ nefnist ný
skáldsaga eftir Stefán Júlfusson.
A kápusíðunni segir, að hún fjalli
um hið svokallaða unglinga-
vandamál; sé þjóðlffslýsing,
Reykjavfkursaga, sem gerist á lið-
andi stund.
Aðalpersónan er 14 ára stúlka,
„óefað vandræðaunglingur f
venjulegri merkingu þess orðs,
en í henni munu speglast margir
þættir í gerð og skaplyndi upp-
vaxandi kynslóðar yfirleitt,
vandamál unglinga og lífsvið-
horf.“
Sagan greinir frá viðskiptum
hennar við ættmenni og kunn-
íngja, en meðal annars neitar hún
aðganga til prests vegna ferming-
arundirbúnings.
Setberg gefur bókina út.
Sjáifur Meistarinn mikli lét
sig hafa það að tala um f jársjóð
og gildi hans.
Hann lét sfna fylgismenn
hafa fjársjóð, sem var sízt tóm-
ur. Einu sinni ætlaðist hann til,
að eytt væri i einu úr honum
meira en ársiaunum vinnandi
manns. Og í Fjallræðunni telur
hann fjársjóðinn vera hjartanu
næst.
Segja má, að allt slíkt séu
andlegar líkingar. En of langt
má ganga í slíkum skilningi. Og
þannig hefur kristinn dómur
orðið f jærri lífi hversdagsins og
um leið fjarlægur Meistara sín-
um og mótara, sem biður um
Guðs ríki á jörðu.
Vart mundi hann taka fjár-
sjóð til iíkingar á svo frjáls-
legan hátt, nema af því að hann
skildi svo vel mannlega sál og
mannlega tilveru, að hann vissi,
hvers virði hann var.
En hvar stöndum við hér úti
við Dumbshaf á þessu sviði nú?
Er hugsað um nokkuð annað
en tóma fjársjóði og einskis-
verða bréfpeninga í verðbólgu-
kapphlaupi, þar sem kaup-
hækkun og krónutala ganga í
augun á fólki, sem á tóman
hugsunarbanka og rykfallin
hjartahólf? „Meira kaup fyrir
minni vinnu" er kjörorð
tfmans. Samt ættu allir að vita,
að bak við háu tölurnar er tóm,
en ekki fjársjóður. Sömuleiðis
hitt, að það er vinnan, en ekki
talan, sem skapar verðmæti
sannra fjársjóða.
Minni vinna þýðir því minni
fjársjóður. Meira kaup, sem
ekki á vinnu og verðmæti að
bakhjarli, er því ekki annað en
svik, falsaður grundvöllur að
lífsnauðsynjum manna.
Og sé þar gengið langt,
hverfur atvinnan einnig, og
eftir verður iðjulaust fjársafn,
sem elst á féleysi öreigans, sem
sveltur.
Eldra fólkið þekkir þetta
fyrirbirgði: Kreppuna, atvinnu-
leysið, allsieysið — þegar til-
veran verður án fjársjóðs,
byggir mannlff á sandi, heil
samfélög.
Dýrtíð, húsnæðisvandræði og
verðgildisleysi peninga, sem nú
er nöldrað um, eru hégómi einn
við það, sem var í kreppunni.
meira að segja talinn „luksus"
að fá að vera f skóla og njóta
námstíma.
Engum mundi ég óska slfkra
tíma, samt hefði kannski ein-
Fjársjóður þinn
— framtíð þín
En kröfurnar stefna í átt til
þess, sem var. Og nái atvinnu-
leysið tökum, loki atvinnu-
veitendur fjársjóðum sínum í
frjálsu viðskiptalffi, þá fyrst
mun syrta að, og fjársjóðir
hjartans líka tæmast út f tóm
haturs, öfundar og ófriðar,
nema eitt komi til, sem er þó
vart betra: Afneitun einstak-
lingseðlis og persónufrelsis.
Er það kannski orðið tak-
mark á íslandi? Talað er um af
framsýnum mönnum erlendis,
að nú stefni eftir örfá ár til
sama ástands og var á Vestur-
löndum um 1930.
Eitt er víst, að þá dugði lftt
ungu fólki að öskra á náms-
styrki og námslaun. Þá var
hver gott af að sjá sjálfan sig í
þeirri skuggsjá.
En væri samt ekki rétt að
stanza, meðan ennþá eru tök til,
á leið niður hjarnið og svipast
um eftir heppilegum leiðum til
að varðveita fjársjóði einstak-
linga og samfélags, áður en allt
verður um séinan.
Fyrirhyggja er nauðsynleg,
ef fjársjóðir eiga ekki að
glatast.
Hvað verður um þjóð og sjóð
hinnar taumlausu kröfu? Hvað
verður um eftirlætisbarnið,
þegar fjársjóðir foreldra eru
tómir? Hvað verður um litla
þjóð, sem ekki fær lengur lán
eða getur ekki greitt skuldir
sfnar?
Hvort mun þá ekki bæði
sjálfstæði og frelsi í voða, nema
þá einnig sem innantóm orð án
gullgildis sannra lífsverðmæta.
IDutverk þessarar litlu
þjóðar er: Að verða fyrirmynd
meðal þjóðanna og eignast fjár-
sjóðu anda og handa, sem
hjörtun geta unað og unnað.
Litlar þjóðir eins og
Hellenar, Rómverjar, ísraelar
og Armenar hafa orðið ljós á
vegum lýða um aldaraðir. En —
aðeins meðan þær kunnu að
meta fjársjóði sína og varðveita
þá.
Starf, forsjá, hugsun,
sparnaður voru hornsteinar
þeirrar forystu, frumtákn efna-
legra og andlegra framfara.
En þegar slakað var á með
kröfunni, „minni vinna, meiri
laun“, sem hét þá meiri leikur
— meira brauð — þegar
ábyrgðartilfinningin hvarf, var
þagað við ræðum og áminning-
um og stefnt út í auðn stríðs og
sundrungar.
Jafnvel orð frægasta og
mesta ræðusnillings allra tíma,
sjálfs Demosþenesar urðu sem
„hljómandi málmur og
hvellandi bjalla" í eyrum hug-
stola múgs yfir tómum fjár-
sjóðum tómra hjartna.
Arelíus Nfelsson.
BRIDGEFÉLAG KVENNA;
Eftir 4 kvöld, 16 umferðir í
„Baromoter“tvímennings-
keppni félagsins, eru eftirtald-
ar konur efstar:
A — riðil;
Halla Bergþórsdóttir og
Kristjana Steingrfmsdóttir 1279
Ingunn Hoffmann og
Ölafia Jónsdóttir
iMEÐALSKOR: 1152 stig.
1244
Elín Jónsdóttir og
Rósa Þorsteinsdóttir
1278
Steinunn Snorradóttir og
Þorgerður Þórarinsdóttir 1247
Ingunn Bernburg og
Gunnþórunn Erlingsdóttir 1238
Guðríður Guðmundsdóttir og
Kristín Þórðardóttir 1213
B — riðill:
Petrína Færseth og
Sigríður Bjarnadóttir 1491
Sólveig Kristjánsdóttir og
Viktoría Ketilsdóttir 1303
Margrét Ásgeirsdóttir og
Kristín Kristjánsdóttir 1265
Charlotta Steinþórsdóttir og
Sigríður Guðmundsdóttir 1262
Þrjá síðustu umferðirnar verða
spilaðar í Domus Medica sunnu-
daginn 9. desember n.k. bg
hefst kl. 1,45 e.h.
X x x
Frá Bridgefélaginu Ásarnir
Kópavogi
Úrslit í 6. umferð sveitarkeppni
félagsins, sem var spiluð s.l.
mánudag, urðu þessi:
Sveit Jóns vann sveit
Kristjáns 20:0
Sveit Þorsteins vann sveit
Einars 15:5
Sveit Lárusarvann sveit
Guðmundar 20:0
Sveit Hrólfs vann sveit
Vilhjálms 18:2
Sveit Eyjólfs vann sveit
Baldurs 19-1
Röð efstu sveita er nú þessi:
1. Sveit Jóns Andréssonar 103
stig
2. Sveit Þorsteins Jónssonar 93
stig
3. Sveit Lárusar Hermannsson-
ar 77 stig.
Firmakeppni félagsins hefst í
dag, sunnudag, f Félags-
heimilinu Kópavogi, kl. 13.00.
Yfir 100 firmu taka þátt í
keppninni og eru félagar hvatt-
ir til að mæta og taka með sér
gesti.
XXX
Nú er lokið fjórum umferð-
um í Butlerkeppni Bridge-
félags Reykjavíkur og eru nú
þeir félagar Antpn og Sigtrygg-
ur orðnir efstir en feðgarnir
Ólafur og Lárus fylgja þeim
fast eftir.
RÖð og stig efstu para er þessi:
Hermann Lárusson Sverrir
Ármannsson 403
Vilhjálmur Pálsson og
Sigfús Þórðarson 393
Guðlaugur Jóhannsson og
ÖmArnþórsson 390
Ásmundur Pálsson og
Stefán Guðjohnsen 388
Gunnar Guðmundsson og
öm Guðmundsson 387
Jakob Bjarnason og
Hilmar Guðmundsson 386
Jón Baldursson og
Sigurður Sverrisson 382
Vilhjálmur Sigurðsson og
Benedikt Jóhannsson 382
Næst umferð verður n.k. mið-
vikudagskvöld í Domus Medica
og hefst kl. 20.
X X X X
Frá Bridgefélagi Kópavogs
Sveitakeppni félagsins er ný-
lokið með þátttöku 14 sveita.
Keppni þessi er undanúrslit til
meistara- og fyrsta flokks,
þannig að 7 fyrstu sveitirnar
fara í meistaraflokk, en hinar f
fyrsta flokk.
Röð sveitanna var þessi:
Bjarna Péturssonar 211
Helga Benóníssonar 190
Ánnanns Lárussonar 172
Guðmundar Jakobssonar 170
Kára Jónssonar 169
Bjarna Sveinssonar 153
Páls Sigurjónssonar 142
Ragnars Halldórsson 137
Gunnars Sigurbjörnssonar 131
Þorsteins Þórðarsonar 122
Kristmundar Halldórssonar 104
Þorleifs Jónssonar 48
Margrétar Ámadóttur 11
Keppni þessari verður haldið
áfram síðar.
xxxx
Staðan f sveitarkeppni
Bridgefélags Breiðfirðinga er
nú þessi:
Sveit:
Hans Nielsen 105
Jóns Stefánssonar 94
Ingibjargar Halldórsdóttur 93
Þórarins Alexanderssonar 84
Sigurleifs Guðjónssonar 83
Elísar Helgasonar 80
Esterar Jakobsdóttur 78
Guðrúnar Jónsdóttur 59
A.G.R.
TÍU vinsælustu lögin á Islandi þessa dagana, samkvæmt útreikn-
ingum þáttarins „Tfu á toppnum"
1 (2) Broken down angel
2 (1) Candv girl
3 (9) I got a name
4 ( —) Muscleoflove Alice Cooper
5 (3) Sorrow David Bowie*
6 (4) Daydreamer David Cassidy*
7 (6) Areyou lonesome tonight Donnv Osmond
8 (5) I shall sing Art Garfunkel
9 (—) Knockin’on heaven’s door....................Bob Dylan
10 ( —) Justyou and me..............................Chicago
Af listanum féllu fimm lög:
Photograph — Ringo Starr (7), My music — Loggins & Messina
(8), Why me — Kris Kristofferson (10), Sweet Desiree — Family
(—) og Leave me alone (Ruby Red Dress) — Helen Reddy (—).
Nýju lögin fimm eru:
11 Whenlamakid ...............................DemisRoussos
12 Lifðu .................................Bjarki Tryggvason
13 Why.oh why oh why ......................Gilbert O’Sullivan
14 HelenWheels .....................Paul McCartney & Wings
15 Step into Christmas .........................EltonJohn.
Merkin aftan við nöfn Davids Bowie og Davids Cassidy tákna, að
lögin séu nú búin að vera sex vikur á listanum og falli því sjálfkrafa
út. — Um nýju lögin er það helzt að segja, að Demis Roussos er
grískur að uppruna, var eitt sinn í hljómsveitinni Andromeda’s
Child, sem átti vinsældum aðfagna á meginlandinu, en er nú einn á
báti og nýtur vaxandi vinsælda á meginlandinu; lag Bjarka er eftir
hann sjálfan, en textinn er eftir Jónas Friðrik; Elton John er með
jólalag, en vitað er um fleiri jólapopplög á markaðnum, m.a. frá
John Denver og Slade, sem rjúka upp vinsældalistann í Bretlandi
með sína jólaplötu.