Morgunblaðið - 09.12.1973, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 1973
7
Kvikmyndir
Eftír Bförn Vigni Sígurpálsson
Ingmar
Bergman
lætur vel að
Ingrid Thul
Móður-
ímyndir Bergmans
ÞAÐ var orðið tfmabært að sjá
eitthvað til meistara Bergmans
að nýju. Hafnarbfo hefur að
undanfbrnu sýnt The Toueh
eða Beröningen við bærilegar
undirtektir reykvískra kvik-
mvndahúsgesta. Myndin er líka
á margan hátt aðgengi legasta
verk Bergmans hin sfðari ár,
slétt og felld saga úr hversdags-
Iffinu, og kannski er það ein-
mitt þess vegna, að myndin nær
ekki áþekkum tökum á manni
og fyrri mvndir hans.
Sögusviðið er ekki ósvipað
þvf, sem menn hafa att að
venjast í sjönvarpsleikritum
Bergmans að undanförnu — og
það gefur að líta millistéttar-
fjölskylduna, sem býr við
öryggi og efnahagslega velsæld.
Aytra borði virðist fjölskyldan
lifa fullkomlega hamingjusömu
lifi, en fljötlega kemur í ljós, að
brestur er í innviðum hjóna-
bandsins. Innihaldslaust lif
húsfreyju sem hefur slævt til-
finningar hennar f gegnum
árin, og hún stendur þvf ber-
skjölduð, þegar útlendan gest
ber að gerði og hann játar
henni ást sfna.
Bergman dregur upp skýra
mynd af konunni — í senn við-
felldna og óvægna lýsingu á lífi
hennar. Uann deilir á lífshlaup
hennar og ádeilan nær hámarki
listrænnar túlkunnar í lok
myndarinnar, er konan hafnar
elskhuga sínum. „Gagnrýnin er
ekki framleidd af birturð eða
hatri, heldur er þetta gagnrýni
sem sprettur sjálfkrafa út úr
efninu,“ segir Bergmann sjálf-
ur. „1 lokin reynir konan að
leita ástæðunnar fyrir því, að
hún ákveður að vérða um
kyrrt hjá eiginmanni sfnum
og á heimili þeirra. Hún telur
það skyldu sina og allt það, sem
vel getur verið rétt hjá henni.
Þá segir elshugi hennar: „Þú
lýgur" og hann endurtekur
þetta í þrígang fyrir framan
hana. Siðan er það áhorfandans
að ákveða með hvorum hann
stendur. Lýgur hún eða segir
hún satt? Er það skylduræknin
ein, sem knýr hana til að hafna
tilfinningaþrungnu og ævin-
týralegu en lifandi lífi og
hverfa f þess stað aftur inn
í „Fegurðarblundsheiminn"
sinn? Eða ákveður hún að
dveljast um kyrrt í ást, sem
henni tókst aldrei að láta fylli-
lega rætast? Lýgur hún eðaseg-
ir hún sannleikann? Mér finnst
þaðekki skipta máli.“
Við megum eiga von á þvf að
sjá meira til Bergmans, áður en
langt um líður. Ekki alls fyrir
löngu lauk hann við Viskninger
och rop — að sögn hina
mögnuðustu kvikmynd, sem
væntanlega verður sýnd í
Háskólabíói.
„Nýja myndin mfn er til heið-
usrs móður minnar," segir
Bergman. I viðtölum hefur
hann síðan látið þau orð falla,
að f myndinni leitisthann viðað
sýna fjóra þætti i fari móður
sinnar, sem var yfirþyrmandi
kona og hann elskaði ákaflega.
Með kvikmyndinni segist hann
hafa ætlað sér að draga eitt-
hvað nýtt fram í dagsljósið um
hana. Bergman kaus ekki að
beita hefðbundnum aðferðum í
fyrirætlan sinni — að hafa
myndina í ævisöglegum stíl —
heldur valdi einu leiðina, sem
þá var fær; hann lætur fjórar
konur túlka hina ýmsu þætti
hennar.
I nýlegu hefti tímarits
sæsnku kvikmyndastofnunar-
innar má lesa útdrátt úr bréfi,
sem Bergman reit til leikenda,
áður en takan hófst, en þar
gerir hann stutta grein fyrir
hverri þessara fjögurra kven-
persóna. Þar eð þessar persónu-
lýsingar bregða nokkuð
skýru ljósi á efni kvikmyndar-
innar, ætla ég að láta þær
flakka hér — í eilitið styttri
endursögn.
AGNES (Harriet Anderson)
er eigandi ættaróðalsins. Hún
hefur búið þar alt frá þvf að
foreldrar hennar létust. Hún
hefur aldrei fengið sig til að
flytjast þaðan á burtu; hún hef-
ur heyrt þarna til allt frá því
hún fæddist og leyft lífinu að
streyma frá sér — hægt og
sígandi — án tilgangs og
skakkafalla. Hún er meðdálitla
listræna tilburði; hún málar
svolitið og spilar pínulitið á
píanó allt ósköp snoturt. Hún
hefur aldrei verið við karl-
manna kennd. Ástin er henni
dularfullur huliðsheimur. Og
37 ára að aldri hefur hún fengið
krabbamein og er reiðubúin
að hverfa burtu úr þessum
heinii jafn hljóðlega og hún
lifði í honum. Hún er Iengstum
f rúminu; í stóra rúminu sínu í
fallegu en ofskreyttu herbergi
foreldra sinna. Hún hefur þó
fótaferð alltaf öðru hverju, þar
til kvalirnar buga hana. Hún
kvartar ekki að ráði og ásakar
ekki Guð. í bænum sínum leitar
hún til Krists í blúgri eftir-
væntingu.
KARIN (Ingrid Thulin) er
systir hennar, tveimur árum
eldri, sem giftist inn íauðuga
fjölskyldu og fluttist í annan
landshluta. Hún komst von
bráðar að því, að hjónaband
hennar var glappaskot. Eigin-
maður hennar (George Arelin-
sem er 20 árum eldri, stenzt
henni hvergi á sporði, hvorki
andlega né líkamlega. Hún er
móðir fimmbarna og tryggð
hennar við hjónabandið er ó-
röskuð. Ilún eins og óhaggan-
legur vegg”-- og virkar frá-
hrindandi og hrokafull. Djúpt
undir yfirborði sjálfstjórnar-
innar leynist máttvana hatur til
eininmar.ns og reiði hennar út í
lífið magnast eftir því sem árin
líða. En þessar kenndir og ör-
væntingin koma þó aldrei upp á
yfirborðið nema í draumum
hennar.
Maria (Liv Ulmann) er
yngst systranna: Hún er einnig
gift inn Ivelstæða fjölskvldu og
lifir í traustu hjónabandi með
geðþekkum og velmetnum
manni (Hennig Moritzen) úr
tilhlýðilegum þjóðfélagsstiga.
Hún á fimmm ára dóttur og er
sjálf eins og dekrað barn, blíð,
kankvís og brosandi og haldin
óseðjandi forvitni og lífsnautn.
Hún er mjög upptekin af eigin
fegurð og af möguleikum
líkama síns til lífsins lysti-
semda. Hana skortir allan
skilning á veröldinni, sem hún
lifir í; hún er sjálfri sér nóg og
gerir sér engar grillur út af
viðteknum siðferðishugmynd-
um. Hennar einasta takmark er
að vera aðlaðandi.
ANNA (Karl Sylwan) er
þjónusti tstúlkan í húsinu. Hún
er um þrftugt. Ung stúlka hafði
hún orðið fyrir því að eignast
barn og Agnes tók hana og
barnið upp á arma sér. Fyrir
bragði taldi hún sig skuld-
bundna Agnesi. Þögul, orðlaus
vinátta tókst síðan með þessum
tveimur einmana konum. Barn-
ið dó þegar það var á þriðja ári,
en sambandið milli Agnesar og
Önnu hélzt eftir sem áður.
Anna er mjög hljóðlát kona,
óframfærin og ómannblendin.
En hún er alls staðar nálæg,
hún sér, leitar og hlustar. Hún
talar ekki. Kannski hugsar hún
ekki heldur.
Síðan segir Bergmann
einungis: „Þegar myndin hefst
eru aðstæður þannig, að
veikindi Agnesar hafa ágerzt og
að sögn læknisins (Erland
Josephson) mun hún ekki lifa
miklu lengur. Systur hennar
tvær (einu vandamann henn-
ar) eru komnar til að vera hjá
henni á dauðastundinni."
Að endingu má kannski geta
þess, að enn ein myndin mun
vera í f;eðingu hjá Bergman.
Eftir því sem manni skilst, mun
það verða söngvamynd, b.vggð á
óperettunni Kátu ekkjunni, en
Bergman ku lengi hafa gengið
með þetta viðfangsefni í mag-
anum. Hann mun hafa ráðið
Barbra Streisand í aðal kven-
hlutverkið og vera að leita fyrir
sér hvort Marlon karlinn
Brando sé ekki til i að taka að
sér karlhlutverkið. Þetta gæti
þá orðið nógu forvitninsleg
kvikmynd.
KONAÓSKAR EFTIR 2ja — 3ja herb. íbúð til leigu Um einhverja fyrirframgreiðslu, getur verið að ræða. Upplýsingar í síma 331 63 FIAT 125 '72. Lítið keyrður Fallegur bill. til sölu í dag. Má borgast með 2—5 ára skuldabr. eða eftir samkomul. Sími 22086
BAKARI óskar eftir vinnu æskilegt að hús- næði fylgi. Má vera úti á landi. Tilboð sendist augl.d Mbl. merkt: ..601 ” TILSÖLU rúmlega 220 000 kr. veð- skuldabréf, (10 ára bréf) með hæstu fáanlegum vöxtum. Tilboð merkt: Strax — 4840 sendist afgr Mbl
BAKARI . 30 ára bakari óskar eftir vinnu. Tilboð merkt: ..3046”, sendist afgr Mbl. fyrir fimmtudag. TILSÖLU Ford Escort árg 73 Simi 93 — 7298
TILSÖLU Trabant station de luxe '6 7, skemmdur eftir árekstur. Bíllinn er með uppgerða vél frá í fyrra. Til sýnis og sölu að Heiðagerði 14. Sími 38457. KEFLAVÍK NÁGRENNI. Jólatrén eru komin Sölvabúð, sími 1 530
ATVINNA ÓSKAST. Tvítugan pilt vantar vinnu á kvöld- in og um helgar (laugard. — sunnud.). Uppl. í síma 1 1 73, Keflavík, eftir kl. 7 á kvöldin. TILSÖLU. 5 fm ketill, 3 stk. dælur, 2 stk. Spiral hitarar, 1. stk. kinditæki. Öll kontrol tæki. Upplýsingar hjá Jóni Bergssyni hf., Laugavegi 1 78. Reykjavík
3JA HERB. IBÚÐ óskast til leigu í Hafnarfirði eða Garðahreppi. Upplýsingar I síma 52 73, mánu- dag — föstudag HÚSBYGGJENDUR— LÓÐAHAFAR Húsasmiðir óska eftir verkefnum Geta unnið sjálfstætt. Tilboð merkt: ,,640”, sendist Mbl. sem fyrst.
KEFLAVÍ K — SUÐURNES Gardinuefni. nýir litir, nýjar gerðir. Saumaþjónusta, afborgunarskil- málar. Verzlun Sigriðar Skúladóttur. JÓ LADÚ KAEFNI, straufrí. Tilbúnir jóladúkar Tilbúnar svuntur. Hannyrðaverzlunin Erla. Snorrabraut.
TIL SÖLU Dodge power Wagon með 6 manna húsi. Upplýsingar í síma 33591 HÚ SASMÍÐI Reglusamur og duglegur piltur óskastí byggingavinu Nám í húsasmíði kemurtil greina Upplýsingar í síma 82579.
GLÆSILEGT EINBÝLISHÚS í Keflavlk. Hefi til sölu glæsilegt einbýlishús i Keflavík Uppl. gefur Garðar Garðarsson lögmaður, Tjarnargötu 3, Keflavík, simi 92- 1 733. Nýjasta heklublaðið frá MARKS 64 Garnið er komið sem upp- skriftirnar eru af. BIANCA og LENACRYL Hannyrðaverzlunin Erla. Snorrabraut.
JÓN S. BERGMANN Ferskeytlur og farmannsljóð Fáein eintök i fallegu skinnbandi Bókabúð Máls og menningar Laugaveg 18. BROYTx2 EÐA x2B Vil kaupa Broyt x2 eða x2B gröfu. Tilboð um sölu ásamt aldri, ástandi, verði og greiðsluskilmál- um léggist á afgr. Mbl fynr 15. des. merkt: .,3040".
LEIKJATEPPIN með bilabrautum, sem fengust í Litlaskógi, fást nú á Nökkvavogi 54 Opið frá kl. 13—20 simi 34391 Sendum gegn póstkröfu ÍBÚÐ TiL LEIGU 4ra herb. í Háaleitishverfí Tilboð sendist Mbl. merkt: íbúð — 79- 21.
EIGNIZT VINI UM ALLAN HEIM Gangið i stærsta pennavinaklúbb i Evrópu. Sendum ókeypis bækl- ing HERMES. Box 1 7, Berlin 1 1, Germany. lESIfl JHertjtmíilíiþilþ DRGLEGR
Hafnfir&ingar athugiál
Efnalaug Vesturbæjar hf., hefur selt útibú sitt að Reykjavikurvegi 16.
Jörundi Jónssyni, Kópavogsbraut 4 1, og mun hann reka þar áfram
sömu starfssemi, undir nafninu Fatahreinsunin, Reykjavikurvegi 16
Samkvæmt framanskráðu mun ég reka Fatahreinsunina. Reykjavíkur-
vegi 1 6, frá og með 1 des. 1973.
Jörundur Jónsson
BEZT að auglýsa í Morgunblaðinu