Morgunblaðið - 09.12.1973, Page 28

Morgunblaðið - 09.12.1973, Page 28
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 1973 28 Þýtur í skóginum “““ 5. kafli ÆVINTÝRI FROSKS — En nú gerum við langa sögu stutta. — Við rekjum ekki viðskipti hans við konu nokkra, sem bjó á húsabáti á ánni, né haldur þegar hann lenti í úti- stöðumviðtataraflokk eðaenneinn bílaeiganda,sem sigaði á hann tveimur fílelfdum lögregluþjónum. Froskur átti fótum sínum fjör að launa í þeim eltingaleik, sem lauk með því, að hann steyptist á bólakaf út í straumharða á. Straumurinn bar hann óðfluga langar leiðir niður ána og froskur átti fullt í fangi með að halda hausnum upp úr vatninu. Loks tókst honum að grípa traustataki í sefgresi, sem slútti fram af bakkanum og stöðva ferðina. Þegar hann hafði kastað mæðinni góða stund sá hann, að hann var staddur framan við djúpa holu í árbakkan- um og þegar hann gáði betur að, sá hann glampa á Fleiri englar Þessa tvo engla klippiS þið út á sama hátt og engilinn á föstudaginn. Það er skemmtilegra að hafa fleiri tegundir af englum. svo að e.t.v. getið þið líka búið til vkkar eigin engi 1 til að festa á jölatréð. eitthvað inni fyrir, sem þokaðist nær honum. Loks sá hann móta fyrir andliti með löngum veiðihárum. Kringluleitu andliti og alvörugefnu með lítil eyru og silkimjúkt hár. Það var vatnsrottan. XI. KAFLI Veður skipast í lofti. Vatnsrottan teygði fram smágerða, brúna framlöppina, greip í hnakkadrembið á froski og dró hann fimlega upp. Froskur klöngraðist yfir brúnina og inn í holuna og stóð þarna í anddyri'nu rennblaut- ur og forugur upp fyrir haus. Vatnið rann af honum í lækjum, en hann lét það ekki á sig fá. Nú var hann kominn til vina og hann tók samstundis fyrri gleði sína. Hann þurfti ekki lengur að villa á sér heimildir, flóttanum var lokið. Hann gat afklæðst dular- gervinu, sem var vissulega ekki samboðið stöðu hans. „Ó, rotturófa!“, hrópaði hann. ,,Ef þú bara vissir, hvað ég hef átt erfiða daga, síðan ég sá þig síðast. Hvílíkt óréttlæti ég hef mátt þola og hvílíkar þján- ingar, sem ég hef brugðist við af stakri hreysti. Eða flóttinn og kvænskubrögðin, hvert öðru frábærara. Eg var settur í fangelsi, slapp þaðan, auðvitað! Ég lék á alla, enginn sá við mér. Ó, ég er vissulega stórkostlegur froskur. Á því er enginn vafi. í hverju heldurðu að ég hafi lent síðast? Bíddu við, ég skal segja þér ... “. oJVonni ogcTWanni Jón Sveinsson hafði? Veiztu ekki, aS hún kostar mikla peninga. Ætli við verðum ekki að bíða með það? Við getum talað um það seinna“. „En heyrðu, pabbi. Ég gæti keypt aðra ódýrari. Mig langar svo til að æfa mig á flautu“. Faðir minn brosti og sagði: „Jæja, drengur minn. Fyrst þig lángar svo mikið til þess, þá geturðu farið í bæinn og keypt þér litla málmflautu. Þú getur sagt þeim að skrifa hana hjá mer . Ég þakkaði hanum fyrir og hljóp niður í bæ í skyndi. Skömmu seinna hafði ég eignazt ljómandi fallega töfra- flautu úr málmi. Ég æfði mig nú daglega af slíku kappi, að ekki leið á löngu, áður en ég gat leikið öll lög, sem ég kunni. Sérstaklega æfði ég mig í því að ná löngum og hvell- um tónum. Hefði mig grunað þá, að þessi töfraflauta mín ætti eftir að valda mér og bróður mmum miklum þjan- ingum innan fárra daga, myndi ég hafa fleygt henni í eldinn lunsvifalaust. En ég átti mér einskis ills von og anaði því ókvíðinn út í hættuna, sem lá í leyni fyrir mér. Á höfninni Eitt vandamál var enn óleyst. Ég varð að fá leyfi til þess að róa út á fjörðinn. Fyrst fór ég til Ármanns, bróður míns, sem var yngri en ég, til þess að fá hann til fylgdar. „Heyrðu, Manni“, sagði ég. „Langar þig að koma með mér í róður út á fjörð á morgun?“ „Já, en hvað ætlarðu að gera þangað?“ íTto&tnorgunkaffinu — Ég veit, að ég er skftugur á hundunum, en ég lofa að spila aðeins á svörtu nóturnar ... — Mamma, hefurðuséð Snata? — Við ættum heldur að fá okkur svona vél, sem býr til orma, f stað þess að draga þá upp úr jörðinni.. . — Annað hvort er þetta kvik- sandur eða þá að hann er að slást við moldvörpu ... — Ekki voruð þið svona sorg- bitin, þegar ég var að fara í viðskiptaferðirnar...

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.