Morgunblaðið - 18.12.1973, Qupperneq 24
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 1973
52
of víða vegu
Hringsjá:
Horft
Framskrið
fávizkunnar
„Ösnotr ma5r,/ ef eignask
getr/fé eða flj<55s mun-
u3./Metnaðr hánum þróask,/en
mannvit aldrigi./Fram gengur
hann drjugt í dul.“
Þá skriðjöklar færast í aukana,
hrannast upp, velta yfir næsta
nágrenni, sem gróið hafði á und-
anförnu hlýindaskeiði, boðar það
harðnandi veðráttu, þó enn sé tíð
mild. Þau harðindi vara venju-
lega mörg ár, jafnvel áratugi.
Vegna samleiks elds og íss hafa
komið ferleg jökulhlaup, er lagt
hafa blómlegustu sveitir í auðn. Á
kuldaskeiðunum margfaldast haf-
ísinn við Grænland. Hefur hann
tíðum nær umlukt landið okkar
og bannað alla björg. Þjóðin hef-
ur bognað, en ekki brotnað. A
góðu árunum rétti hún furðu
fljótt úr kútnum. I rúmlega hálfa
öld hafa ekki komið harðindi yfir
Island.
Þá hafa jarðfillur skriðið fram
úr fjöllum. grafið undir sig frjó-
söm gróðurlönd og bvggð býli,
stundum fólk og fénað. Allt þetta
hefur þjóðin þolað möglunar-
laust. Mötmælagöngur voru þýð-
ingarlausar, og útifundir einskis
megnugir, hvort sem þeir vrðu
haldnir á Lækjartorgi, Austur-
velli, eða Arnarhóli. Þjóðin varð
að þola og þre.vja. Hún reyndi
eftir beztu getu að búa sig undir
harða vetur, meðan vel áraði. Sú
örugga vissa, að öll él birtí upp
um síðir, gaf þjóðinni kjark.
Re.vnsla liðinna kynslóða var
haustur grunnur. Isana leysti,
afli barst á land, grasið lagðist í
legu á túnum og engireitum.
Skriðurnar greru, og bæir, sem
fallið höfðu. risu að nýju. Oftast
gróa svarðar sárin. Þó svo að
mennirnir spilli ekki, með fá-
vizkulegum aðgerðum.
Þrátt fyrir hlýindaskeiðið, er
byrjaði 1921 syrti efnahagslega í
álinn. Útflutningsvörur okkar
féllu gífurlega í verði, sumar um
70 —80%. Þetta mikla áfall þoldi
þjöðarfleyið. Vitrir menn og góð-
gjarnir héldu um stjórnvölinn.
Valdir menn skipuðu og sæti Iög-
gjafarþingsins, sem allir voru ein-
huga um bjargráðin. Þá voru
rauðu refirnir eigi komnir til sög-
unnar. Þjóðskörungar voru í far-
arbroddi. og alþingismennirnir,
er voru förnfúsir hugsjónamenn.
en ekki hálaunað „setulið".
fylgdu fast eftir. Flestir voru fá-
tækír á þessum dögum, en bjarg-
ráðin re.vndust svo vel, að jafnvel
heimskreppan mikla, í byrjun
þriðja tugar aldarinnar, og, sem
líka snerti fjárhag okkar Is-
lendinga, stöðvaði ekki markvissa
en hægfara framþróun þjóðarinn-
ar. Og líkt gerist árin 1967—1968,
þegar saman fór mikill aflabrest-
ur og um 50% verðfall útflutn-
ingsvara: Skynsamlegum ráðum
var beitt til björgunar, auðvitað
gegn hörku mótmælum núver-
andi stjórnarflokka. Þá varðar
ekki um þjóðarhag. Margir eldri
menn muna krepputímabilið:
1921 —1932. Ef þeir hugleiddu
hvað gerst hefði þá, ef slík stjórn
er nú situr við völd á landi hér
hefði haldið stjórnvellinum,
mundi þáhr.vllavið.
V.irið 1071 v :ir bjari hlýH
Þj<íðin leit blikandi vonaraugum
fram á veginn. Sjávarafli hafði
glæðst og verð útflutningsvöru
farið hækkandi. Spádómar um
vaxandi velsæld virtust öruggir.
Alit í einu dró upp ferlegt ský á
himní stjórnmálanna. Hannibal,
gamli vinur, nýkominn frá gegn-
ingum í sauðahúsi komma, lagði
út veiðigildrur, með gulhvítum
yfirbreiðslum. Hann aflaði svo
vel, að lykillinn að Stjörnarráðinu
var þegar í hans höndum. Fáum
kjósendum Hannibals og Co mun
Itafa dottið í hug, að hann að
loknum kosningasigrinum héldí
beint upp í flatsængina meðplag-
endum sínum og framsókn. Mikið
skal til valdanna vinna, og hýr-
unnar. Nú grunar Hannibal, að
fylgið sé ótryggt, og leggur á ofur-
kapp, að tæla Alþýðufl. til fylgi-
lags. Glámskyggnir eru Alþýðu-
flokksmenn, ef þeir sjá ekki gildr-
una. Framskrið fávizkunnar fer
víða yfir.
Það var girnilegt veizluborðið.
sem vinstri stjórnin settist við um
mitt sumar 1971. Tekjuafgangur
ríkissjóðs röskar 500 millj., allir
varasjóðir barmafullir, gullið eða
þess ígildi streymdi inn I landið,
velsæld hvar sem litið var. Ríkis-
stjórninni hló hugur í brjósti.
Hver getur láð henni það? Ilún
vissi að með fé má fylgi afla.
Þegar daginn eftir vfgsluna tók
hún að ausa gulli á báða bóga.
Dæmi: Ilækkun ellilauna, er lög-
um samkv. átti að verða þá um
næstu áramót, lét stjórnin þegar
framkvæma. Þá lét stjórnin af-
nema söluskatt á hitaveitugjöld-
um, og m. fl. líkt þessu átti að
auka vinsældir hennar. Stjórnin
skipulagði fjöldaframleiðslu á
launuðum nefndum, gat þann veg
komið hundruðum manna sinna á
jötur. Hnossgætið var ekki skoríð
\ið nögl. Sjóðirnir, þó miklir
væru, gengu fljótt til þurrðar, og
tekjur rfkisins það ár hrukku
ekki tíl gjaldanna. Stjórnin fann
ráð: yfirdráttur hjá Seðlabank-
anum aukinn um nær 2000 millj.
Settur var söluskattur á símgjöld
öll, þannig náði stjórnin af fólk-
inu meiri upphæð en hún hafði
rétt á, með afnámi söluskatts, þá
hitaveitugjöldin. Þetta er að leika
a' fólkið. Þá varð að ná aftur
hækkun ellilaunanna, það var
gert með tekjuskatti á þurftar-
laun gamla fólksins. Og svo var
skattlagningin ferleg, að stjórnin
sá þann kost vænstan að lækka
skattana nokkuð, þegar stjórnar-
andstaðan krafðist þess. Flaustrið
og fávizkan einkenna athafnir
stjórnarinnar.
Rjúkandi ráð fjármálaráðh. er
orðið þjóðkunnugt: Einn daginn
eru fjölskyldubætur hækkaðar,
næsta dag lækkaðar, einn daginn
ellilaun hækkuð hinn tekin aftur
með sköttum. Munaðarvara sett
inn í vísitöluna og numin úr
henni á víxl. Vísitalan fölsuðeftir
þvf er hentar hverju sinni. Skatta-
lög, sem hann veit ekki hvernig
verka. Fjárlög eru rekin gegnum
þingið, tekjulaus fjárlög einníg.
Tekjurnar átti að setja inn í lögin
næsta ár. Endemi, áður óþekkt.
Um þessi frumvörp til laga, sagði
einn þingmaður, samflokksmaður
Halldórs E.: Þessi frumvörp eru í
alla staði snarvitlaus, en ég sam-
þykki þau samt. Aðrir stjórnar-
iiðar þögðu, en vafalaust hafa
sumir þeirra hugsað þessu líkt.
Mikill er máttur flokksins. Hvers
vegna er þessum manní, þó prúð-
ur sé, falin aðalstjórn fjármál-
anna?
Eitt af mörgum einkennum nú-
verandi ríkisstjórnar er, að ráð-
herrarnír hafa ekki verið valdir
eftir hæfni. Það er kraftaverk að
snúa velsæld veltuáranna í
„Móðuharðindi".
ER NIXON EIN.V
BITBEINIÐ?
Kjóll ferr norðan/koma munu
Heljar/of lög lýðir,/en Loki
stýirir./Fara ffflinegir/með freka
allir.
Þaðer sljór maður, sem ekki er
búinn að nema mest allt um Wat-
ergatemálið, eftir nokkur hundr-
uð námstíma í hljöðvarpi, sjón-
varpi. Ég hefi ekki talið tímana,
vegna þess að ekki þarf að borga
þessa stundakennslu sérstaklega,
en fróðlegt væri að vita stunda-
fjöldann. Blöðin hafa og líka
reynt að troða í mann blöndu af
sannleika og lygi, um mál þetta.
Ósannindin eru líka eins konar
andlegt fjörefni, er enginn má án
vera, sem fræðimenn vilja heita.
Mörgum þykir þetta fjörefni
besta kryddíð, sem þeir fá.
Þegar maður hefur stundað svo
lengi nám, er skylt að leggja fram
einhvers konar skýrslu um hæfni,
og það ætla ég aðgera hér.
Kosninganjósnir munu hérvera
að ferðinni, líklega i nokkuð
stierri stíl en tíðkast austan At-
lantshafs, nema fyrir austan
„tjald". Þar eru kjósendur hlust-
aðir og gegnlýstir um leið og þeir
kjósa. Eigi virðast fjölmiðlar vor-
i r telja það hneyksli. Þeir um það.
Ég mæli engum hneykslismálum
bót, hvorki austan hafs né vestan.
Sá er þetta ritar hefur fylgst all-
vel með kosningabaráttu hérlend-
is í nær sjö áratugi. Heyrði ég oft
getið um njósnir flokkanna, hvers
f annars garð. Og áheit og smá-
gjafir voru alþekkt brögð, svo og
annar greiði, ef vel gengi, eða
gekk. Þekktist þetta við prests-
kosningar sem Alþingiskosning-
ar. Vitanlega var þetta „höfuðs-
mönnum" dulið sem vera bar.
„Svona var það, og er það enn.“
Þó ætla lærifeður okkar, í hljóð-
varpi og blöðum að rifna af vand-
lætingu, ef þessu líkt gerist í
Bandaríkjunum. Hver er ástæð-
an?
Saklaust mun að benda á sam-
tök þarna vestur frá, á borð við
kommúnistaklíkuna hér og aðrar
slíkar um heim allan.sem notfæri
sér gremju demókrata, og æsi þá
til hefndarverka. Sumir Banda-
ríkjamenn eru frekir til fjárins. I
því sambandi mætti segja lfkt og
Kiljan: Hver hefur þegið mútur,
og hver hefur ekki þegið mútur?
Nokkuð er, að svo leið heilt ár að
kratarnir minnast ekki á neitt
Watergate-,,hneyksli“. Sú kosn-
ingabrella var að gleymast, þegar
snögglega hvessti. Enda fyrnist
fljótt yfir slfkar brellur. Stór-
glæpur var þetta ekki, aðeins ljót-
ur leikur. Fjölmiðlar vorir
stimpla þessar njósnir stórglæp,
og jafnvel dæma Nixon sekan,
áður en nokkrar sannanir liggja
fyrir. Hvaðan kemur þeim dóms-
valdið? Þó ásaka mætti forsetann
fyrir að vilja draga úr þungum
kærum á vini sína cg flokksbræð-
ur, sem þó hefur heldur ekki
sannast, skyldi hver drengskapar-
maður líta í eigin barm. Meist-
arinn mesti sagði eitt sinn: „Hver
yðar, sem syndlaus er, kasti fyrsta
steininum á hana.“ Farfsearnir
gengu þá burt, gerðu nútíma
mönnum skömm. Ætli rúblurnar
séu kannski göður gjaldeyrir í
Bandarikjunum?
Svo ábyrgðarlausir eru ákær-
endur forsetans, að þeir herða
mesl sóknina. þá daga, er lorset-
inn er önnum kafinn við að stilla
til friðar við botn Miðjarðarhafs,
og með því bjarga heiminum
öllum. Glöggt má enn sjá hvað
þeir vilja. Og íslenzki kórinn tek-
ur undir ákærurnar. í augum
slíkra manna er heimsstyrjöld
smámunir hjá því, að geta fengið
forseta Bandaríkjanna dreginn
fyrir dóm, ákærðan um landráð. I
einni blaðagrein s. 1. mánudag var
glaðhlakkalega sagt að forsetinn
hefði mikið látið á sjá síðustu
daga, þ. e. að takast mundi að
brjóta niður þrótt hans og vilja-
festu. Nixon ætti öllum mönnum
fremur skilið, að fá friðarverð-
launin næsta ár.
Enn streyma kærurnar inn
Forsetinn ku hafa keypt hús. Ja.
hvílíkt hneyksli. Því miður ei
húsið ekki við Skúlagötuna, svo
kalla mætti saman skemmtilegan
útifund.
Bandaríkin eru sterkasta lýn-
veldi heimsins, þau eru og vold-
ugasti verndari allra frjálsra
þjóða. Og þess vegna leggja
kommúnistar allt kapp í 3(1
hnekkja áhrifavaldi þeirra. For-
setinn verður fyrst fyrir högginu.
sem hátt er reist, seinnastjórn og
þing. Gátan mun siðar ráðin.
Svo mun Watergatemálið end-
ast fréttamönnum sem flesk gaB"
arins Sæhrímnis Einherjum, etið
til agna hvern dag, en alla tm
ferskt og gnótt hvern næsta dag-
Halldór E. fóðrar vel geitina Heið-
rúnu, svo ekki mun mjöðinn
skorta.
31/10. 1973,
Stgr. Davíðsson.
Létt í spori
Þessi Singer saumavél kostar
aðeins kr. 22.164,00, en hefur
flesta kosti dýrari saumavéla
og þann kost fram yfir að hún
vegur aðeins 6 kíló og er þess
vegna mjög létt í meðförum.
Þegar þér saumið úr hinum
nýju tízkuefnum getið þér valið
úr mörgum teygjusaumum, m.
a. ,,overlock“, svo að engin
hætta er á að þráðurinn slitni
þó að togni á efninu.
Singer 438 hefur einnig: innbyggðan, sjálfvirkan hnappagata-
saum tvöfalda nál, öryggishnapp (gott þar sem börn eru),
fjölbreyttan skrautsaum og marga fleiri kosti.
SÖLU- OG SÝNINGARSTAÐIR:
Liverpool, Laugavegi 18A, Domus, Laugávegi 91, Gefjun, Austurstræti,
Dráttarvélar, Hafnarstræti 23, Véladeiid SÍS, Ármúla 3 og Kaupfélögin um land allt.
SAMBAND ISLENZKRA SAMVINNUFELAGA
^Véladeild
ARMULA 3 REYKJAVIK. SIMI 38900
Tökum gamlar vélar sem greiðslu upp í nýjar