Morgunblaðið - 29.01.1974, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.01.1974, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JANUAR 1974 Ófrjóar umrœður um skólaskyldu hafa tafið mikilvœgari umbœtur 1 HAUST tók við starfi fræSslustjóra í Reykjavík Kristján J. Gunnars- son. Kristján er þó enginn nýliði f fræðslumáium f Reykjavík, því að hann var um tvo áratugi yfirkennari og sfðar skólasljóri eins af stærstu skólum borgarinnar og átti sæti f fræðsluráði frá 1954, seinni árin sem formaður ráðsins. Hann á þvf beinlínis stóran þátt í að móta þá stefnu f fræðslumálum borgarinnar, sem nú er unnið að. Nýlega gengum við á fund Kristjáns til að ræða við hann um fræðslumál og skóla f Reykjavfk. Þar kom hvað eftir annað talinu, að eitt og annað strandar á hinum óafgreiddu fræðslulögum. — Já, hjá okkur eru nokkur mál illa á vegi stödd af þvf að nýju fræðslulögin hafa ekki hlotið afgreiðslu á Alþingi og hafa dregizt úr hömlu, sagði Kristján. — Þessar ófrjóu umræður um skólaskyldu hafa, að mfnu áliti, orðið til þess að stöðva ýmsar umbætur innan fræðslu- kerfisins, sem skipta miklu meira máli. Égget t.d. nefnt það, að þegar fræðslufrumvarpið var lagt fram fyrir einum þremur árum, fórum við að setja í gang uppbyggingu bókasafna í skólum. Og á sama hátt höfðum við hug á að auka sérkennslu og aðstoð við þá nemendur, sem eiga við aðlögunarvandamál að stríða. Við gerðum líka ráð fyrir að auka félagslff innan skólanna, svo og sálfræðiþjónustu. I grunnskóla- frumvarpinu eru ákvæði um, að allir þessir þættir skólamála séu fjármagnaðir af ríki og sveitarfélögum. Þegar við svo förum að sveigja skólastarfið inn á þessa braut, eins og t.d. bókasöfnin, þá má segja, að við séum á undan löggjöfinni. Þá skortir lagaheimild fyrir fjárveit- ingu opinberra aðila til þessara mála. VIÐTAL VIÐ KRISTJAN J. GUNNARSSON FRÆÐSLUSTJÓRA — Setning nýrra fræðslulaga hefur einkum dregizt á langinn vegna eins atriðis — lengingar skólaskyldu, sem hefur sáralítið að segja fyrir þéttbýli eins og Reykjavík, sagði Kristján enn- fremur sem svar við spurningu um, hvað þvælist svona fyrir þeim, sem um frumvarpið fjalla. — Hér i Reykjavík mundi það breyta sáralitlu um skólasókn, þó að engin skólaskylda væri. Það sést bezt á sex ára börnunum, sem svo til öll sækja skóla, þó að þau séu ekki skólaskyld. Það eina, sem þyrfti að gera, ef ekki væri fastákveðin skólaskylda, væri að sjá fyrir hjálp til þeirra nemenda, sem eiga við mjög erfiðar heimilisástæður að búa eða mikia aðlögunarerfiðleika. En það er raunar mál, sem þarf að leysa, þó að um skólaskyldu sé að ræða. Akvæði grunnskólafrumvarpsins voru fyrst og fremst hugsuð sem trygging menntunarjafnréttis fyr- ir nemendur í dreifbýli. Telji mál- svarar dreifbýlisins, að ekki sé þörf slíkrar tryggingar, finnst mér allt þetta tal um skólaskyld- una vera út í hött. Og leyfa mætti hverju sveitarfélagi að fara sínar leiðir í því efni. Sálfræðimiðstöð í þremur hverfum — Hvernig er þá ástatt með bökasöfnin, sem þið eruð að setja upp í skólunum? — Við erum komnir með bóka- söfn í 7 skólum og erum í ár að setja upp bókasöfn í sex skólum til viðbótar. Bókakaupin sjálf eru fjármögnuð af riki og borg. Hins vegar ber engum aðila lagaleg skylda til að greiða laun bóka- varðanna meðan grunnskólalögin eru óafgreídd. Og þegar um 13 starfsmenn er orðið að ræða, þá sést að slíkt er vandamál. — Þú minntist á sálfræðiþjón- ustuna í þessu sambandi og félagslífið í skólunum. Ekki er víst vanþörf á að bæta þar um? — Unnið hefur verið að eflingu á sálfræðiþjónustu í skólum og hugsanlegri endurskipulagningu hennar. Er þar haft i huga að skipta borginni í þrjú hverfí og yrði sálfræðimiðstöð komið fyrir í einum skóla hverfisins, og ynnu sálfræðingar og félagsfræðingar þannig meira úti í skólunum sjálf- um en unnt hefur verið að gera hingað til. Til athugunar er, að hinni fyrstu slikra hverfismið- stöðva fyrir sálfræðiþjónustu verði komið upp í Hólaskóla og þjóni öllu Breiðholtshverfi. Vand- inn hefur í þessu efni verið sá, að erfitt hefur verið að fásérmennt- að fólk til starfa, en ástæða er til að ætla, að það fari að lagast. Stofnsett hefur verið deild til BA- prófs í sálarfræði í Háskóla ís- lands og því líklegt að fieiri leggi stund á nám i sálarfræði og Ijúki framhaldsnámi erlendis. — Þú spurðir um félagsmál í skólum, hélt Kristján áfram. Við efndum eftir áramótin til ráð- stefnu um þessi mál með skóla- stjórum og yfirkennurum við skóla borgarinnar. Þar kom fram, að mikill áhugi er á því að auka félagslíf í skólunum í smærri ein- ingum en áður hefur verið. Þann- ig yrði hægt að stofna innan skól- anna klúbba fyrir þá, sem hafa sameiginleg áhugamál, svo sem t.d. leiklist, náttúruskoðun, úti- íþróttir o.s.frv. Um leið yrði sú breyting á félagslífinu í skólun- um, að það yrði ekki næstum ein- göngu bundið við danssamkomur, eins og nú er, og sem ýmsir erfið- leikar eru á að halda uppi. Þess má geta í þessu sambandi, að í grunnskólafrumvarpinu er ein- mitt gert ráð fyrir aukinni fjár- veitigu til félagsstarfa í skólum, en það er fyrst og fremst fjár- skortur, sem hamlar því, að skól- arnir geti komið breytingum í framkvæmd og tekið upp þessa stefnu. — Að þessum málum eruð þið samt sem áður að vinna? — Já, og um næstu mánaðamót gerum við ráð fyrir svipaðri ráð- stefnu skólastjóra og yfirkennara um sérkennslumál og málefni nemenda með aðlögunarerfið- leika. Þarfir skólanna í þessu efni hafa stóraukizt. Þegar borgin stækkar, koma upp fleiri vanda- mál af þessu tagi, sem ekki fyrir- finnast í sama mæli i öðrum minni bæjum. En hér kemur til sama sagan og fyrr, úrræðin eru kostnaðarsöm, og í núverandi fræðslulögum er ákvæðin um aðstoð við þessa nem- endur mjög óljós. I grunnskóla- frumvarpinu er gert ráð fyrir stórbættri aðstöðu skólanna að þessu leyti. Eins og ég sagði áður, þá er það ákaflega óheppilegt, að lengur dragist að afgreiða grunn- skólafrumvarpið, þó að menn greini á um ýmis minni háttar atriði, því að það stórbætir að- stöðu skólanna á mörgum sviðum Fækkar en rýmkar ekki — Nú væri fróðlegt að fá að vita, hvernig ástandið er i hús- næðismálum skólanna i Reykja- vík og hvað er verið að gera. Tölu- vert hefur áunnizt, skilst mér? — Já, á gagnfræðastiginu er einsett í um helming bekkjar- deildanna. 1 samræmi við áætlun ríkisins um tvisettar skólabygg- ingar á barnafræðslustiginu er tvísett í flest allar kennslu stofur barnaskólanna. Hins vegar er þrí- setning horfin á seinni árum nema í undantekningartilfellum um tíma. Staðan er í stuttu máli þannig varðandi barnafjölda, að börnum hefur farið heldur fækk- andi. A.m.k. eru nú færri börn í aldursflokki en var. í 7—12 ára bekkjum hefurfækkaðí borginni um 50 börn frá siðasta skólaári. Til dæmis voru samkvæmt íbúa- skrá 1622 börn í þeim árgangi sem lauk barnaprófi síðastliðið vor, en í yngsta hópnum (sex ára börn) eru þau ekki nema 1544 talsins. Og sú tala fer niður í 1499 í þeim árgangi, sem fæddur er 1968. — Rýmkar þá ekki í skólunum? — Barnafjöldinn er mestur í nýjum hverfum. Þetta gengur þannig, að i eldri skólunum fækk- ar, en hluti þess húsnæðis, sem losnar. er tekinn til sérstakra nota undir bókasöfn, eðlisfræði kennslu, aukið sérkennslurými o.fl. Þá hefur fimm daga skóla- vika verið tekin upp i vaxandi mæli. Um 70% nemenda í barna- og gagnfræðaskólum hafa nú 5 daga skólaviku. Og sýnilega stefn- ir að þvi, að svo verði alveg. — Sumir tala um, að við það verði of mikið álag á nemendur þessa fimm vinnudaga. Erum við ekki lika með eitthvað styttri skóla á ári en sum önnur lönd, sem við verðum að standast sam- keppni við? — Ég held, að álagið hér verði ekki meira en gerist víða erlendis, svarar Kristján. í Bandarikjunum er t.d. yfirleitt 9 mánaða skólaár. Norðurlönd hafa aftur á móti lengra skólaár en við. En hér er mikil almenn andstaða gegn leng- ingu skólaársins, og styttri skóla- tími á hverju ári eykur að sjálf- sögðu álagið. 5 nýir skyldunámsskólar í einu hverfi — Við vorum að tala um skóla- byggingar. — Já, í Breiðholti þarf gífur- lega fjárfestingu í skólabygging- um. Þar þarf að byggja 5 skyldu- námsskóla. Þegar er búið að taka í notkun Breiðholtsskóla og Fella- skóla. Bygging Hólaskóla er að hefjast, og síðan verður að reisa tvo skóla í Seljahverfi, Seljaskóla og Skógaskóla. Til viðbótar er svo eftir að byggja fjölbrautaskóla, sem verður framhaldsskóli alls Beiðholtshverfis, en gert er ráð fyrir, að þar verði um 1400 nem- endur. Nú er verið að hanna þá bygginu, svo og íþróttamannvirki skólans. Verður sundlaugarbygg- ingin væntanlega tilbúin til út- boðs á næstunni. Varðandi aðra staði í borginni þarf að byggja nýjan skóla á Eiðs- granda, um leið og það hverfi kemst á byggingarstig. Verið er að hefja framkvæmdir við öskju- hlíðarskóla, sem tekur við af Höfðaskóla. Það er nýbygging. Síðan er verið að höggva í þau verkefni í gömlu skólunum, sem enn eru eftir. Þar vantar fyrst og fremst leikfimisali og sérkennslu- húsnæði. í ár ætlum við að hefja byggingu 2. áfanga Fossvogs- skóla. Verið er að rejsa íþróttahús við Hagaskóla og hefja byggingu íþróttahússs og húsnæðis fyrir sérgreinar við Hlíðaskóla. Gert er ráð fyrir að hefja byggingu þriðja áfanga Hvassaleitisskóla, og ýmis smærri verkefni eru í gangi við aðra skóla og skólalóðir. En sam- tals eru ætlaðar 340 milljónir króna til þessara skólamann- virkja í Reykjavík á árinu 1974. — Þú minntist á fjölbrautaskól- ann. Hvar er hann á vegi stadd- ur, fyrir utan byggingarmálin? — Það er verið að gera áætlanir um fjölbrautaskóla í Breiðholti. Sá skóli skiptist í deildir og náms- brautir. Von er á frumáætlun um uppbyggingu skólans næstu daga. Stefnan, sem mörkið er með þess- um skóla, er sú, að framboð skól- ans á kennslu og námsbrautum sé tengdar á atvinnuvegunum en venja hefur verið í íslenzkum skólum. Þar verður t.d. kennsla i sambandi við iðnað og verk- smiðjuiðnað, sjómennsku, verzl- un o.s.frv. Hugmyndin er sú, að skólinn geti með mislöngu námi veitt mönnum mismunandi undir- búning til að hefja störf í ýmsum greinum. Samfelldur skóladagur æskilegur, en dýr — Loks langar mig til að spyrja um mál, sem mikið er til urnræðu. Það er samfelldur skóladagur og skólamáltíðir. — Gerð var athugun á því, hvað skólamáltiðir myndu kosta. Þarer um tvo valkosti að ræða, annars vegar heitan mat og hins vegar brauðpakka. Benedikt Gunnars- son tæknifræðingur gerði þessa áætlun og er verðlag miðað við janúar 1973. Samkvæmt þvi munu heitar máltíðir fyrir barna- og gagnfræðaskóla borgarinnar kosta 270 milljónir króna, en mat arpakkar með samlokum, mjólk og ávextir 123 milljónir króna. Skammturinn kostar þá 40 kr. á nemanda. Auk þess þyrfti matsal í skólana og aðstöðu til dreifingar. Sú fjárfesting yrði samtals 132,5 milljónir króna, þ.e. 106,2 milljón- ir í matsali og 26,3 milljónir fyrir afgreiðsluaðstöðu. Skólarnir eru mjög mismunandi vel undir þetta búnir. Sumir hafa að nokkru leyti möguleika, eða a.m.k. einhverja möguleika, á húsnæði í þessum tilgangi. Ef um matarpakka væri að ræða, væri ýmist hægt að hugsa aér, að heimilín legðu til matarpakkann, en skólinn seldi mjólk, eða þá að skólinn seldi hvort tveggja. Einnig mætti hafa val þar á milli. Og spurningar eru Hver yrðu kostnaðarskipti milli ríkis og borgar vegna fjárfesting- ar og myndu fjárveitingar fást til þessara hluta án þess að dregið yrði úr öðrum framkvæmdum við skólabyggingar? Hvernig myndi rekstrarkostnaður, efni í mat og vinnulaun skiptast milli aðila, þ.e. foreldra, ríkis og borgar? Svör við þessum spurningum' liggja enn ekki fyrir, enda eru þau nú á umræðustigi. — Norðurlönd hafa farið sitt hverja leiðina í þessu efni, hélt Kristján áfram. Svíar og Finnar hafa heitar máltíðir í skólum. Danir og Norðmenn eru meira með matarpakka og hafa m.a. rök- stutt það með því, að heppilegra sé af heilsufarsástæðum að borða ekki tvær stórar heitar máltíðir á dag, en yfirleitt er aðalmáltíðin á heimilinu á kvöldin. Hér er nú einkum verið að kanna aðstöðu skólanna með tilliti til þess að taka upp matarpakka. Og jafn- framt hver yrðu kostnaðarskipti af því milli ríkis og borgar. — Það þykir þá æskilegt að geta komið þessu á? — Að sjálfsögðu er margt, sem mælir með því. Ut frá félagsleg- um aðstæðum verður það sífellt nauðsynlegra eftir því sem fleiri heimili verða þannig, að hjónin vinna bæði úti. Og frá sjónarmiði skólans er æskilegt að fá sam- felldan skóladag. Spurningin er fyrst og fremst, hvernig eigi að fjármagna slika framkvæmd. Að koma samfelldum skóiadegi í framkvæmd kostar 810 milljónir króna í auknu skólahúsnæði, fyrir utan matsalina. Þar kemur mest til bygging fleiri leikfimisala og sérkennslustofa. Til að vinna þetta upp, yrði að dreifa verkefn- inu á nokkur ár. Það leynir sér ekki, að verkefn- in eru mörg, sem hinn nýi fræðslustjóri þarf að takast á við, enda eðlilegt í svo vaxandi borg, þar sem menntunarmálin eru svo mjög í mótun og kröfurnar fara vaxandi — E.Pá. Bókasöfn, sérkennsla og félagsmál fá ekki viður- kenningu í fræðslulögum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.