Morgunblaðið - 29.01.1974, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JANUAR 1974
29
ROSE-
ANNA
FRAMHALDSSAGA EFTIR
MAJ SJÖWLLL OG
PER WAHLOO
JÓHANNA KRISTJÓNSDÓTTIR
ÞYDDI
17
að þýða? Er þetta einhvers konar
kynferðismálaskýrsla?
K: Því miður verð ég að spyrja
yður þessa. Ég sagði yður strax
að ýmsar persónulegar spurning-
ar yrðu lagðar fyrir yður. Þær
kunna að skipta máli.
(þögn)
K: Eigið þér erfitt með að muna
þetta?
M: Nei, það veit hamingjan heil
og sæl, að ég man þetta allt.
(þögn) það er bara einkennilegt
að sitja hér og gefa skýrslu um
manneskju sem ekkert illt hefur
af sér gert og er auk þess látin.
K: Ég get ímyndað mér líðan
yðar. En við þörfnumst aðstoðar
yðar og þess vegna spyr ég.
M: Jæja, spyrjið þá bara.
K: Þið komuð inn í íbúðina.
Hvað gerðist svo?
M: Hún fór úr skónum.
K: Og síðan?
M: Við kysstumst dálitið.
K: Og svo?
M: Hún fór inn i svefnherberg-
ið.
K: Ogþér?
M: Ég fór þangað líka. Viljið
þér vita þetta lið fyrir lið?
K: Já.
M: Hún klæddi sig úrfötunum.
K: Lagðist hún á rúmið?
M: Nei, í rúmið. Ég meina, fór
undir sængina.
K: Var hún allsnakin?
M: Já.
K: Virtist hún vera feimin?
M: Ekki vitund.
K: Slökkti hún ljósið?
M: Nei.
K: Ogþér?
M: Hvað haldið þér nú?
K: Þið höfðuð sem sé mök sam-
an?
M: Já hvað annað. Að við hefð-
um verið að spila svarta pétur. Ég
bið þig forláts, en .. .
K: Voruð þér lengi hjá henni?
M: Ég man það ekki. Kannski
til klukkan eitt. Eða aðeins leng-
ur. Svo for ég heim.
K: Og þetta var í fyrsta skiptið,
sem þér hittuð Roseönnu?
M: Já.
K: Hvað hugsuðuð þér um
hana, þegar þér fóruð? Ogdaginn
eftir? (þögn)
M: Eg hélt .. . fyrst hélt ég hún
væri ósköp venjuleg mella, ef ég
má orða það svo. Seinna hélt ég
hún væri kynóð. Hvort tveggja er
rangt. Núna — sérstaklega eftir
að hún er dáin, þá finnst mér
vittfirring að hafa nokkurn tíma
hugsaðsvonaum hana (þögn).
K: Hlustið nú á mig, góði vinur.
Ég get sagt yður í einlægni, að
mér er það jafnmikil raun að
þurfa að spyrja slíkra spurninga
sem það er fyrir yður að svara
þeim. Þvf miður erum við ekki
nætti búnir.
COSPER
Nú verðið þér að hætta að reykja og drekka og hugsa
aðeins um skattana maður minn.
M: Eg biðyður að afsaka. Ég er
bara óvanur svona tali. Og mér
finnst eitthvað sjúkt við að sitja
hér og segja frá samskiptum okk-
ar Roseönnu, sem ég hef aldrei
orðað við neinn einasta mann og
segulbandið tekur upp hvert orð
og löggurnar þarna frammi glápa
á okkur. Eg er ekki kaldhæðinn
né harðsoðinn að upplagi og allra
sizt, þegar hún á í hlut. . .
K: Romney, viltu draga tjöldin
fyrir. Og svo geturðu beðið
frammi.
(þögn)
Romney: Sælir.
M: Ég bið yður forláts.
K: Það er ekkert að afsaka.
Hvað gerðist síðan milli yðar og
Roseönnu? Eftir ykkar fy.rsta
fund?
M: Ég hringdi til hennar tveim-
ur dögum síðar. Hana langaði
ekki að hitta mig þá. Hún sagði
það hreinskilnislega. En ég mátti
láta heyra frá mér seinna. í næsta
skipti sem ég hringdi —það hef-
ur líklega verið svona viku seinna
— bað hún mig að koma.
K: Ogþér. ..
M: Já, við vorum saman þá. Og
þannig hélt það sem sagt áfram.
Stundum einu sinni i viku, stund-
um tvisvar. Við hittumst allstaf
heima hjá Roseönnu. Oft var það
á laugardögum, sem ég fór til
hennar og þá vorum við líka sam-
vistum á sunnudeginum ef hvor-
ugt var viðbundið annars staðar.
K: Hversu lengi stóð samband
ykkar?
M: I átta mánuði.
K: Og hvers vegna lauk því?
M: Vegna þess að ég varð ást-
fanginn af henni.
K: Biðum við. Þetta skil ég nú
ekki alls kostar.
M: Það er i raun og veru ofur
einfalt. Ef satt skal segja hafði ég
lengi verið hrifinn af henni.
Kannski elskaði ég hana. En við
töluðum aldrei um ást og ég sagði
ekkert.
K: Hvers vegna ekki?
M: Vegna þess ég vildi ekki
missa hana. Og þegar ég svo sagði
henni frá því. .. ja, þá var því
bara lokið.
K: Hvernig stóð á því.
M: Roseanna var ákaflega
hrein og bein. Ég hef aldrei hitt
jafn hreinlynda konu á ævi
minni. Henni þótti vænt um mig
og það fór vel á með okkur. En
hún vildi ekki búa með mér að
staðaldri og hún fór ekkert dult
með það. Við vissum bæði af
hverju við héldum sambandinu.
K: Hvernig brást hún þá við,
þegar þér játuðuð henni ást yðar?
M: Henni þótti það leiðinlegt.
Svo sagði hún: Við skulum vera
saman núna og á morgun ferð þú
þína leið og þessu er lokið. Við
skulum ekki særa hvort annað.
K: Og þér féllust á þetta sam-
stundis?
M: Já. Ef þér hefðuð þekkt
hana eins og ég, hefðuð þér skilið
að um annað var ekki að ræða.
K: Hvenær var þetta?
M: Þriðja júlí í fyrra.
K: Og lauk þar með öllum sam-
skiptum ykkar í milli?
M: Já.
K: Var hún með öðrum karl-
mönnum þann tíma, sem þið
voruð saman.
M: Bæði já og nei.
K: Með öðrum orðum, þá höfð-
uð þér á tilfinningunni, að hún
leitaði stundum annað.
M: Það var ekki ég, sem hafði
neitt á tilfinningunni. Ég vissi
það. I marz fór ég á fjögurra
vikna námskeið til Fíladelfíu. Að-
ur en ég fór sagði hún, að ég
skyldi ekki treysta því, að hún
yrði mér trú allan tímann. Hún
gæti það ekki. Þegar ég kom aft
ur, spurði ég hana og hún sagðist
einu sinni hafa verið með karl-
manni — þremur vikum eftir að
ég fór. Ég var svo vitlaus að
spyrja hver hann hefði verið.
K: Og hverju svaraði hún:
M: Auðvitað að mér kæmi það
ekki við. Og frá hennar sjónar
horni var það að sjálfsögðu lauk-
rétt.
K: Hvað hafðist hún að þau
kvöld og þær nætur, þegar þið
voruð ekki saman?
M: Hún var einsömul. Henni
þótti ákaflega gott að vera ein.
Hún las ákaflega mikið, stundum
vann hún við skriftir á kvöldin.
Hún hafði fá orð um, hvað hún
væri að skrifa. Roseanna var ákaf-
lega sjálfstæð að eðlisfari. Og
reyndar höfðum við engin
sameiginleg áhugamál. Nema að
okkur leið vel i návist hvors
annars.
K: Hvernig getið þér verið viss-
ir um, að hún hafi verið ein þegar
þér voruð ekki hjá henni.
M: Ég.. . stundum varð ég
gagntekinn af afbrýðissemi og
nokkrum sinnum, þegar hún vildi
ekki hitta mig, fór ég að húsinu og
stóð fyrir utan og var þar í leyni
frá því hún kom heim og þangað
til hún hélt til vinnu á morgnana.
Thieu vill
fund ráðherra
Norður- og
Suður-Vietnam
Saigon, 26. janúar, AP.
THIEU, forseti Suður-Vietnam,
lagði til f dag, að utanríkisráð-
herrar Suður- og Norður-Vietnam
héldu með sér fund til að hægt
yrði að hrinda í framkvæmd ýms-
um atriðum friðarsáttmálans sem
gerður var f París. Ýmis atriði
hans eru aðeins til á blaði, því
löndin hafa ekki getað komið sér
saman um framkvæmd þeirra.
Fyrstu viðbrögð Norður-Vietn-
ama við þessari tillögu voru
neikvæð. Einn af fulltrúum Norð-
ur-Vietnama sagði, að þetta væri
aðeins bragð af hálfu forsetans og
væri tilgangur hans að reyna að
h.vlma yfir öll vopnahlésbrot Suð-
ur-Vietnama.
Vuong Van Bac utanrikisráð-
herra bar þessa tillögu fram fyrir
hönd Thieus, á fundi með frétta-
mönnum. Hann sagði, að ekki
væri hægt að fara venjulegar
diplomatiskar leiðir til þess að
koma henni á framfæri við stjórn
Norður-Vietnam, þar sem
diplomatiskt samband landanna
væri nær ekkert.
Töluverð spenna rikir nú í Suð-
ur-Vietnam og oft hefur komið til
bardaga. Aðilarnir saka hver ann-
an um vopnahlésbrot og segjast
aðeins snúast til varnar, þegar á
þá sé ráðist. Utanrikisráðherrann
minntist einnig á Paracel eyjar,
sem Kínverjar hertóku i vikunni
eftir að hafa sigrað vietnömsku
hersveitirnar, sem þar voru fyrir,
i tveggja daga orrustu, sem var
háð í lofti, á landi og á sjó. Ráð-
herrann sagði að þetta væri
Kínversk innrás en minntist ekk-
ert á, hvort Suður-Vietnamar
hygðust reyna að endurheimta
eyjarnar með hervaldi.
VELVAKAIMOI
Velvakandi svarar I slma 10-100
kl. 1 0.30 — 1 1 30, frá mánudegi
til föstudags.
• Gyðingar
ekki sérstakur
kynþáttur
Guðrún Björnsdóttir skrifar:
Mig langar í sambandi við
grein, sem birtist í Lesbók Mbl.
13. janúar s.l. að benda á nokkur
atriði til leiðréttingar á þeim út-
breidda misskilningi, að Gyðingar
flokkist undir sérstakan kynþátt.
1. Kynþáttur er hópur manna,
sem hefur viss arftekin likamleg
einkenni. Gyðingar eru ekki sér-
stakur kynþáttur, heldur menn-
ingarsamfélag, sem grundvallast
á sameiginlegri trú, sameiginleg-
um erfðavenjum og lifnaðarhátt-
um. Þjóðfélagslegar og hagfræði-
legar kringumstæður hafa auk
þess oft og einatt knúið þá til þess
að varðveita einingu sína, þar eð
þeir hafa orðið að búa í sérstökum
hverfum, giftast innbyrðis og
ieggja stund á vissar starfsgrein-
ar, t.d. verzlun og viðskipti. Það
eru Gyðingar í Indlandi, Kina,
Arabíu N orður-Afriku, Norður-
Evrópu, Bandaríkjunum, Rúss-
landi og svo auðvitað ísrael, sem
sagt út um allan heim.
Hvítir, svartir og gulir.
Svo langar mig til að benda á,
að lýsingarorðið „arískur" er not-
að af vísindamönnum, aðeins um
flokk tungumála.
Upplýsingar þessar eru teknar
úr fyrsta kafla bókarinnar
„Mannlegar verur" eftir
Raymond Firth, sem er prófessor
i mannfræði við London School of
Economics, og er bókin útgefin af
ísafoldarprentsmiðju árið 1970.
Guðrún Björnsdóttir."
# Hvaðáaðsitja
f fyrirrúmi —
hagsmunir Fram-
sóknarflokksins eða
hagsmunir þjóðarinnar?
Athyglisverðar umræður urðu
um varnarmálin i „Landshorni"
s.l. föstudag, og urðu þær siðan
tilefni skoðanaskipta manna á
meðal.
Elias Sigurðsson hafði samband
við Velvakanda, og sagði. að
þarna hefði komið i ljós betur en
nokkru sinni fýrr, að fyrir ráð-
herrum og öðrum þeim, sem
stæðu að ríkisstjórninni, vekti
ekki að sjá svo uin fyrst og fremst,
að öryggi islands væri borgið,
heldur miðaðist málsmeðferð
þeirra við það öllu öðru freinur að
halda saman ríkisstjórninní.
Þarna væri augljóst, að tillögur
utanríkisráðherra miðuðust við
það, að sigla milli skers og báru,
þannig að málefnasamningurinn
margumtalaði yrði fyrir sem
minnstu hnjaski, en hins vegar
væri kylfa látin ráða kasti um
það, hvort vörnum landsins væri
þannig fyrir komið, að viðunandi
væri. Elias sagðist einnig hafa
hnotið um utanrikisráðherra, þeg-
ar hann sagði, óbeint að vísu, að
kjörnum fulltrúum bæri ekki
endilega að taka tillit til vilja
kjósenda. Hann sagði, að vita-
skuld væru alþingismenn til þess
kjörnir að taka ákvarðanir, en
eigi að siður mætti það ekki
gleymast, að i siðustu kosningum
var ekki kosið um varnarmálin,
en ekki hafði verið á þau mirinzt
fyrir þær kosningar. Þess vegna
væri afstaða ráðamanna furðuleg
í þessu efni, en í lýðræðis-
ríkjum væri óhugsandi, að
stjórnvöld gætu gert svo veiga-
miklar breytingar á sliku máli,
sem hér um ræðir, án þess að
þjóðin fengi tækifæri til að tjá sig
um það í kosningum.
0 Áskorun
til spéfugla
Kona nokkur hafði samband við
Velvakanda og bað fyrir eftirfar-
andi, en sjálf hefur hún sett sér
fyrirsögnina:
„Þeir, sem af annarlegum
pólitískum ástæðum vilja varpa
fyrir róða vörnum islands og sam-
vinnu við NATO, fá stuðning
þjóðhættulegri stefnu sinni með
því að skírskota til einfeldnings-
legustu og yfirborðskenndustu
hliðar þjóðernistilfinningar
margra óraunsærra Islendinga.
Getur ekki einhver grínisti eða
trúður með list sinni látið vímuna
renna af þjóðinni og sýnt henni
frant á hvert hinn grátklökki
þjóðernisrembingur er að leiða
hana?"
% Rauðirhundar
Stefna eða öllu heldur stefnu-
leysi Magnúsar Kjartanssonar i
raforkumálum landsmanna hefur
orðið tilefni mikilla deilna og erg-
eldsis eins og kunnugt er.
Hollvinur blaðsins hringdi um
daginn og sagði, að háspennulin-
ur ráðherrans, öðru nafni hundar.
sem ekkert rafmagn væri til að
flytja eftir, væru nú almennt kall-
aðir „rauðir hundar" þar sem
hann ætti heima.
% Samningar ríkis-
lögreglumanna
Jóhann Guðinundsson, Látra-
strönd 8, hafði samband \ið blað-
ið. Hann undrast, hversu upplýs-
ingar um nýgerða samninga rikis-
lögreglumanna hafi verið ófull-
komnar, en telur, að málið varði
svo mjög allan almenning, aðyfir-
völd eigi að senda fjölmiðlum
fulla greinargerð um máiið.
|Hi>r0»ní>IöÍ>j&
mnRCFRLDRR
mÖGULEIKR VÐHR
MR ER EITTHURfl
FVRIR RIUI
4 |Ror0unbIabib