Morgunblaðið - 29.01.1974, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 29.01.1974, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JANUAR 1974 X 7 Jóhann Hafstein: Stefnufesta í utanríkismálum er líftaug hverrar þjóðar „Eftir að herinn er farinn” ÉG hygg, að fáar eða engar þjóðir hafi verið haldnar jafn mikilli óvissu varðandi öryggis- og varn- armál sín og hin íslenzka, tvísögu og gagnstæðum yfirlýsingum ráðamanna, eftir að núverandi ríkisstjórn tók við völdum. Að kvöldi föstudags, þann 25. janúar s.l. fengum við að sjá og heyra nokkra fyrirsvarsmenn þjóðarinnar, og þeirra á meðal utanríkisráðherra, tjá sig um varnarmálin i sjónvarpi. Ég ætla mér ekki að dæma um hlut þeirra, enda yrði minn dómur tæpast tal- inn óvilhallur. Engu að síður vil ég láta í ljós þá skoðun mína, að formaður Sjálfstæðisflokksins, Geir Hallgrimsson, hafi borið af öðrum varðandi einurð og ákveð- in svör og sköðanir, enda þótt utanrikisráðherra hefði að sjálf- sögðu átt að vera í fararbroddi á slíkum vettvangi og koma þannig fram, að vakið hefði traust hjá þjóðinni. Þvi miður var svo ekki. Og í framhaldi þessa hafa blöðin mikið sagt um varnarmálin, og í útvarpi hefur margt verið sagt, bæði eftir utanrikisráðherra og öðrum stjórnarsinnum, forystu- mönnum stjórnarandstöðunnar hefir þar ekki verið ætluð mikil fyrirferð. í hádegisútvarpinu laugar- daginn 26. janúar var mjög vitnað til þess, að utanríkisráðherra • hefði sagt, að semja þyrfti um ýmiss konar þjónustustörf Íslend- inga á Keflavikurflugvelli, „eftir að herinn er farinn“ Nú leyfi ég mér að spyrja utan- ríkisráðherra: Er víst, við hverja er að semja, þegar landið er orðið varnarlaust. Ég minnist þess, að Ashkenazy, sá ágæti listamaður, taldi í grein í Mbl., að ekki myndi annars staðar verða meiri fögn- uður en í Moskvu, er bandaríska varnarliðið færi frá Íslandi. Við munum enn eftir innrásinni í Ungverjaland 1956, af bryndrek- um og öðrum morðtólum Sovét- herjanna í fararbroddi annarra Varsjárbandalagsrikja, inn í Tékkóslóvakiu sumarið 1968. Hver veit hvað hér verður? Á fáu ríður sérhverri sjálf- stæðri þjóð meira en stefnufestu í utanrikismálum. Þegar Bjarni Benediktsson varð utanríkisráð- herra i ríkisstjórn Stefáns Jó- hanns Stefánssonar 1947, voru mikil umbrot á alþjóðavettvangi. Sovétríkin innlimuðu þá hvert landið á fætur öðru í Austur- Evrópu í skjóli herja sinna. Bjarni Benediktsson vissi, hversu ábyrgðarmiklu og alvarlegu starfi hann hafði tekið við sem utan- rikisráðherra þessa litla lands. Hann talaði um utanríkismálin, eftir að hafa gjörhugsað þau sjálf- ur, á fundum um landið allt og ritað fjölmargar greinar til þess að skýra málin fyrir Islendingum. Hann sameinaði lýðræðisflokk- ana alla um þátttöku í Atlants- hafsbandalaginu gegn andstöðu kommúnista einna. Bjarni Benediktsson mótaði utanríkisstefnu hins unga is- lenzka lýðveldis i þessum skýru og ótvíræðu orðum: „Helzta mark- mið utanrikisstefnu hverrar þjóð- ar er það, að tryggja, að hún geti lifað i friði og farsæld i landi sinu óáreitt af öðrum. Jafnvel þær þjóðir, sem hneigðar eru til árása á aðra, segjast hafa þetta mark- mið, aðeins vilja ná þvi eftir ann- arlegum leiðum. Annað höfuð- markmið er að efla menningar- tengsl og samskipti við aðrar þjóð- ir og auðvelda sölu afurða lands- manna og öflun nauðsynja annars staðar frá. Engri þjóð tjáir að ætla eingöngu að hugsa um eigin hags- muni. Hver og ein verður að gera sitt til þess að auka velfarnað annarra. Með því móti einu getur hún sjálf vænzt hagsældar og vel- vildar annarra til lengdar." Bjarni Benediktsson minnti okkur íslendinga á, að jafnvel Lenín hefði á sínum tíma haldið því fram, að fyrir þá, sem væru andstæðir Bretum og Bandaríkja- mönnum, væri aðstaða á íslandi lík og skammbyssa, sem beint væri gegn þessum þjóðum. Hann minnti okkur einnig á eftirfar- andi: „Brynjólfur Bjarnason gerði á eftirminnilegan hátt grein fyrir afstöðu kommúnista, er hann sagði, að Islendingar myndu ekki telja það eftir sér, þótt hér „verði skotið án allrar miskunn- ar“, ef ráðstafanir Bandaríkjanna yrðu til þess, að veitt yrði virk aðstoð í þeirri baráttu, sem háð er á Austur-vigstöðvunum." (Al- þingistíðindi 1941, bls. 45). Bjarni Benediktsson hafði for- ystu um þátttöku okkar Is- lendinga í Atlantshafsbanda- laginu ásamt fulltrúum frá Fram- sóknarflokknum og Alþýðu- flokknum. Milli þessara flokka hefur ætíð verið samstaða að mestu leyti um þetta síðan. 1 for- ystuhlutverki Bjarna var fólgin gæfa íslenzku þjóðarinnar, sem og samstöðu lýðræðisflokkanna þriggja. Bjarni Benediktsson sagði i bæklingi um utanríkismálin árið 1949: „Það var of mikil undanláts- semi hinna ráðandi manna og hik við að beita samtökum á móti yfir- gangsseggjunum, sem átti sinn þátt í að skapa grundvöllinn fyrir hinn óheillavænlega samning milli Hitlers og Stalíns um skipt- ingu Austur-Evrópu, sem hleypti seinni heimsstyrjöldinni af stað.“ Um hugmyndaheim kömmún- ista sagði Bjarni Benediktsson i áðurnefndri grein eftirfarandi, sem núverandi valdhöfum væri hollt að hugleiða: „Hugarheimur þeirra (þ.e. kommúnista) er i stuttu máli sá, að farsæld Islands sé komin undir sigri hins alþjóð- lega kommúnisma. Þess vegna telja þeir sig gagna Islandi bezt með því að stuðla að framgangi hins alþjóðlega kommúnisma. Stuðningur við hann birtist aftur á móti í skilyrðislausri hlýðni við öll fyrirmæli valdhafanna i Kreml og þar með algerri þjónk- un við rússneska hagsmuni." Eg skal ekki hafa þessi orð öllu fleiri að sinni, en vil segja við landa mína: Nú er þörf varúðar, skarpskyggni og einbeitni. Ég vil ekki draga i efa, að lán tslendinga verði nægjanlega mikið til þess að tryggja öryggi og varnir landsins. Krafan um óvarið land í dag er meira alvöruleysi og skilnings- skortur á alþjóðamálum en tárum taki. Hitt er jafnsjálfsagt, að við á hverjum tíma endurskoðum af- stöðu okkar til öryggis- og varn- armála í samvinnu við samherja okkar í hinum vestræna lýðræðis- heimi. A næstu vikum eða mánuðum má vænta þess, að til afgreiðslu komi á Alþingi frumvarp til laga um frjálsar fóstureyðingaV á Is- landi. Mér finpst, að í þeim miklu umræðum og skrifum, sem orðið hafa um þetta efni hafi verið not uð fleiri stór orð og gífurleg en hæfi svo viðkvæmu og vandasömu máli — og um leið svo einstakl- ingsbundnu, að hvers konar al- hæfingar og fullyrðingar þjóni engum jákvæðum tilgangi en séu, þvert á móti, villandi og skað- legar. ★ Mér hefir jafnframt þótt skorta allmikið á, að almenningi væri gert nægilegá ljóst, hvaða atriði frumvarpsins eru hið raunveru- lega ágreiningsefni. Frumvarp- inu fylgir greinargerð upp á 250 síður, sem vissulega ber þess vott, að nefnd sú, er frumvarpið samdi, hefir viljað vinna sitt verk af ná- kvæmni og kostgæfni, enda felur greinargerðin i sér mikinn fróð- leik um sögu og þróun þessara mála hérlendis og erlendis. En hve margir eru þeir sem hafa kynnt sér þessa löngu greinar- gerð — eða jafnvel frumvarpið sjálft í heild? ★ Tilgangur minn með þessu greinarkorni er fyrst og fremst sá, að skýra — í sem stytztu máli — það atriði frumvarpsins, sem valdið hefir helztum ágreiningi og um leið talinn skipta megin- máli. Þetta atriði felst í 9. gr. frumvarpsins, í tveimur tölulið- um og hljóðar svo — orðrélt: 9. gr. Fóstureyðing er heimil: 1. Að ósk konu, sem busett er hér á landi eða hefir íslenzkan ríkisborgararétt, ef aðgerðin er framkvæmd fyrir lok 12. viku meðgöngu og ef engar læknis- fræðilegar ástæður mæla móti aðgerð. Skilyrði er, að konan hafi verið frædd um áhættu samfara aðgerð og hafi hlotið fræðslu um, hvaða félagsleg að- Sigurlaug Bjarnadóttir: hvernig ætti ósk konu um fóstur- eyðingu að vera til komin, ef engin af þeim ástæðum, sem til- greindar eru í 2. tölulið (a—f) eru fyrir hendi? Og getur fyrri töluliðurinn i rauninni sam- rýmzt því margyfirlýsta viðhorfi í frumvafþi og greinargerð: að fóstureyðing sé alltaf neyðarúr- ræði? ★ Með umræddu ákvæði („að ósk konu . . .“) er .gengið það lengsta, sem hægt er við rýmkun löggjafar um fóstureyðingar" — svo vitnað sé orðrétt í greinargerð með frumvarpinu. Þýðir það ekki um leið, að höfundar þess hafi gengið feti of langt? Og er það ekki líka Mannúð á misskilningi byggð stoð stendur til boða í þjóðfé- laginu fyrir þungaða konu og við barnsburð. 2. að læknisráði og i viðeigandi tilfellum að undangenginni fé- lagslegri ráðgjöf: a) þegar ætla má, að heilsa konu, líkamlegri eða andlegri, sé hætta búin af áframhaldandi meðgöngu og fæðingu. b) Þegar ætla má, að barn, sem kona gengur með, eigi á hættu að fæðast vanskapað eða haldið alvarlegum sjúkdómi vegna erfða eða sköddunar í fóstur- lífi. c) Þegar sjúkdómur, likamleg- ur eða geðrænn, dregur alvar- lega úr getu konu eða barnsföð- ur til að annast og ala upp barn. d) Þegar ætla má, að þessi þungun og tilkoma barns verði konunni og hennar nánustu erfið vegna félagslegra að- stæðna, sem ekki verður ráðin bót á. e) Þegar konan getur ekki vegna æsku eða þroskaleysis, þegar þungun á sér stað, annazt barnið á fullnægjandi hátt. f) Ef konu hefir verið nauðgað eða hún orðið þunguð sem af- leiðing af öðru refsiverðu at- ferli. Þeir eru margir, þar á meðal undirrituð, sem telja að siðari töluliðurinn (i stafliðnum a — f) taki til allra þeirra aðstæðna, sem réttlæta eiga fósture.vðingu enda veruleg rýmkun frá núgildandi löguin. Skal þá sérstaklega bent á stafliði d og e, sem eru algert nýmæli frá þvi, sem nú gildir. Því virðist eðlilegt — og er álit margra — að fyrri liðurinn: „Að ósk konu ..falli niður. Það er sannfæring min, að fyrir konu, sem stendur frammi fyrir svo alvarlegri ákvörðun sem fóst- ureyðingu, sé visst aðhald i lögum í fleiri tilvikum mikilvægur og kærkominn stuðningur fremur en skerðing á framtíðarmöguleikum hennar og lífshamingju — eða nokkuð út í hött að leggja íslenzk- ar aðstæður i dag til jafns við aðstæður ýmissa fjarskyldra þjóða með gerólíka samfélags- gerð, er beita fóstur- eyðingum sem pólitísku hag- stjórnartæki? ★ Nefnd sú, er frumvarpið samdi, leggur réttilega höfuðáherzlu á fræðslu, leiðbeiningar og ráðgjöf sem megin grundvöll að fram- kvæmd fóstureyðingarlaga sam- kvæmt frumvarpinu, en í greinar- gerðinni er sérstaklega tekið fram, að tillögur nefndarinnar miðist við „ástæður eins og þær eru í dag“. Nú hygg ég, að öllum, sem til þekkja, hljóti að vera það full Ijóst, að við erum i dag, og verðum i næstu framtið, mjög svo vanbúin að láta í té þá fræðslu og ráðgjöf, sem frumvarpið gerir ráð fyrir, — ekki hvað sízt úti um byggðir landsins. Tvivegis er líka tekið svo til orða í. greinargerð frumvarpsins, að fóstureyðing skuli heimil að undangenginni fé- lagslegri ráðgjöf, „þar sem henni verður við komið.“ Hvað um þau tilvik, þar sem henni verður ekki við komið? Hér er að mínu mati alvarlegur brestur í frumvarpinu. ★ I sambandi við þetta atriði — hina félagslegu fræðslu og ráð- gjöf — er ekki úr vegi að benda á reynslu frændþjóða okkar, sem þó munu all miklu betur staddar en við i þessum efnum, en um það segir orðrétt í greinargerð frum- varpsins: „Það er reynsla annarra þjóða nú, til dæmis frændþjóða okkar, að einmitt varnaðarstarfið h-afi verið stórlega vanrækt. Þess er getið, að auðveldara sé orðið að fá framkvæmda fóstureyðingu, þar sem löggjöf hefir verið rýmk- uð, en að fá leiðbeiningar um getnaðarvarnir." Þessi ummæli virðast svo sannarlega fremur til þess fallin að vara okkur við fremur en að hvetja til mesta hugsanlegs frjálsræðis unt fóstur- eyðingar. ★ Réttur konu — mannréttindi — mannúðleg — eru orð, sem öspart hafa verið notuð í umræðum unt þetta mál. Ekki vil ég væna neinn um óheilindi i því sambandi. Ég álít einfaldlega, að afstaða þeirra, sem harðast ganga frarn i því að afla fylgis frumvarpinu eins og það liggur fyrir, sé á hrapallegum misskilningi byggð. Og ákveðið segir mér svo hugur um. að sú afstaða eigi ekki hljómgrunn meðal meirihluta islenzku þjóð- arinnar — að ekki sé meira sagt. Þegar svo þetta hart umdeilda og þýðingarmikla mál kemur til endanlegrar afgreiðslu hæstvirts Alþingis, — þá hljótum við að treysta þvi, að alþingismenn, hver og einn, láti vandlega ihugun og samvizku sína — og ekkert annað — ráða afstöðu sinni. Sigurlaug Bjarnadóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.