Morgunblaðið - 05.02.1974, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 05.02.1974, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRUAR 1974 l»k THE OBSERVER -í&3\ Nýjasta eyríkið Eftir Hugh O’Shaughnessy EFTIR tvo daga, fimmtudaginn 7. febrúar, verður brezki fáninn dreg- inn niður á eynni Grenada á Karabiska hafinu, og eyjan bætist i hóp vaxandi fjölda sjálfstæðra smárikja. Heildarstærð Grenada og eyjanna tveggja — Carriacou og Petit Martinique — sem henni tilheyra, er aðeins 338 ferkiló- metiar, og ibúafjöldinn um 110 þúsund. Grenada kom fyrst við sögu þegar Kólumbus fann eyna í lok 15. aldar. í lok 18. aldar tóku Bretar Grenada, sem áður hafði lotið yfirráðum Frakka. Árið 1967 gekk svo Grenada, i Vestur-lndía rikjasambandið ásamt öðrum ey- rfkjum í Hléborða- og Kulborða- eyjaklösunum. Hlaut þetta ríkja- samband sjálfstæði í innanrikis- málum, en Bretar fóru áfram með utanríkis- og varnarmál þess. Nú fær Grenada algjört sjálf- stæði og sækist eftir aðild að Sameinuðu þjóðunum. Forsætisráðherra Grenada er Eric Gairy, formaður Sameinaða verkamannaflokksins. sem ræður 13 af 15 sætum fulltrúadeildar þingsins, eftirmikinn kosningasig- ur fyrir tæpum tveimur árum, þegar aðal kosningamál flokksins var fullt sjálfstæði. Þingmenn öldungadeildarinnar eru ekki kosnir, heldur skipaðir, en einnig þar nýtur flokkur Gairys meirí- hlutastuðnings. UNGFRÚ ALHEIMUR Gairy nýtur stuðnings verka- lýðssamtakanna, og þykir af- bragðs ræðumaður. Og þótt hon- um hafi á nýlenduárunum verið vikið úr embætti yfirráðherra vegna f jármálaspillingar. virðist það ekki hafa rýrt gildi hans í augum kjósenda. Ekki dró það úr vinsældum hans þegar hann árið 1970 var einn dómaranna í alþjóða fegurðarsamkeppni, sem haldin var i London, en þá var Ungfrú Grenada, Jennifer Hosten, kjörinn Ungfrú Alheimur. Gaf Grenada þá út sérstakt f rímerki til að minnast þessa merka atburðar í sögunni. Undanfarið ár hefur stjórnar- andstaðan ásakað Gairy fyrir harðstjóm og ofbeldi. Segir hún, að leynd hvili yfir fjármálum landsins, og að einkaleyni- þjónusta forsætisráðherrans minni helzt á „Tonton Macoutes" leyni- lögreglusveitir Papa Doc Duvaliers á Haiti. Auk þessara einkasveita Gairys eru á Grenada um 500 lögreglumenn starfandi. STJÓ RNARAN DSTAÐ AN Forusta stjórnarandstöðunnar er í höndum 22 manna ráðsins svonefnda, samtaka kaupsýslu- manna, menntamanna og kirkju- leiðtoga. Ráð þetta hefur svo nána samvinnu við samtök. er nefnast „New Jewel Movement" og berj- ast fyrir bættum kjörum blökku- manna. Hafa þessir tveir aðilar staðið að mótmælafundum á Grenada, ekki gegn sjálfstæði, heldur gegn sjálfstæði undir stjórn Gairys. Stjórnarandstaðan efndi til verkfalla i fyrra meðan Gairy sat fundi i London með brezku stjórn- inni til að ræða fyrirkomulag sjálf- stæðistökunnar. og var það gert til að rýra álit hans hjá Bretum. Ekki báru verkföllin tilætlaðan árangur. þvi brezk yfirvöld vilja losa sig við nýlendurnar á Kara- biska hafinu, og gerðu þvi ekkert til að draga sjálfstæðistökuna á langinn. Hafa verkföllin bitnað hart á mörgum fyrirtækjum, sem nú eiga við talsverða fjárhags- örðugleika að striða. Stjörnarand- staðan nýtur einnig stuðnings á Trinidad þar sem starfsmenn oliu- hreinsunarstöðva hafa stöðvað olíuf lutninga til Grenada og hafnarverkamenn hafa stöðvað aðra vöruflutninga til eyjarinnar. Ekki bætti það svo úr skák seint i janúar þegar dame Hilda Bynoe sagði af sér embætti ríkisstjóra og fulltrúa Bretadrottningar vegna deilnanna. ÁHRIF FRÁ KÚBU Deilurnar á Grenada hafa Irtil áhrif á umheiminn, en þó valda þær nokkrum áhyggjum i Banda- ríkjunum, sem óttast, að þær dragi dilk á eftir sér i öðrum ey- rikjum á þessu svæði, enda hafa Bandarikin þarna talsverðra hags- muna að gæta. Venezuela, sem nú býr yf ir gífurlegum olíuauði, hefur áhuga á að færa út áhrifasvæði sitt á þessum slóðum, og virðast Bretar þvi hlynntir. Þá eru þarna fjögur önnur samveldisriki, Jamaica. Trinidad-Tobago, Barba- dos og Gyana, sem öll hafa hlotið sjálfstæði og eru að bæta sam- skiptin við Kúbu, en auðsætt er, að áhrifa Kúbu á einnig eftir að gæta á Grenada. Hvað sem öllum deilum liður þá finnst Bretum nú kominn timi til að ibuar eyjanna i Vestur-lndium fari að ráða málum sinum sjálfir, og leysa eigin vandamál. Framtíð- in verður svo að skera úr um það hvort eyrikin geta staðið ein sér, eða hvort þau geta fundið ein- hvern þjóðernisgrundvöll eða sameiginlega hagsmuni, sem geta leitt til þeirrar samstöðu, sem smáríkjum er nauðsynleg. 7 KONA ÓSKAST í efnalaug, vön pressun. Simi 36292. BROTAMÁLMUR Kaupi allan brotamálm lang hæsta verði. Staðgreiðsla Nóatúni 27, simi 25891 BÍLAVIÐGEROIR. Tökum að okkur allar almennar viðgerðir. Bilaverkstæðið Bjarg, Bjargi við Sundlaugaveg Simi 38060 % GISTIHEIMILIÐ HÖFN, ÞING EYRI Af sérstökum ástæðum er Gisti- heimilið Höfn, Þingeyri, tilsölu. Upplýsingar í sima 8151. Þing- eyri. ÞORRAMATUR — VEIZLUMATUR Ma'tarbúðin, Hafnarfirði, sér um þorramatinn i þorrablótin, 16 teg- undir innifaldar Einnig köld borð og annan Veizlumat. Matarbúðin, Hafnarfirði. S. 51186. I|. JHargunblabit) A>mRRCfniDRR 1 mRRKRfl VDRR 3|a herh. Ibúð á Telgunum til leigu. Tilboð sendist blaðinu fyrirföstudag 8. febrúar merkt 11 Innrömmun Úrval af erlendum rammalistum. Matt og glært gler. Eftirprentanir. Límum upp myndir. Myndamarkaðurinn við Fischersund, sími 27850. Opið mánud. —föstud. 2—6. Fullkomið phílips verkstæði Fagmenn sem hafa sérhæft sig í umsjá og eftirliti með Philips-tækjum sjá um allar viðgerðir. Breytum sjónvarpstækjum fyrir Keflavík. u ' heimilistæki sf . SÆTÚIMI 8. SÍM1:1 3869. MWM diesel MAWHEIM Við getum ekki alltaf gert yður ódýrasta tilboðið. Það er okkur heldur ekki kappsmál. En við reynum alltaf að bjóða yður það bezta. Þannig er varahlutalagerinn okkar líka. Hann er beztur oa bað skiotir vður mestu þegar frá líður. Allar stærðir 15—3000 ha. Típa A-hestöfl D—232—V—6 141 D—232—V—8 188 D—232—V—12 282 TD—232—V—12 376 TBB—232—V—12 455 D—601—6 245 TD—601—6 327 TBD—601—6 382 D—602—V—12 430 TD—602—V—12 610 TBD—602—V—12 764 TD—602—V—16 810 TBD—602—V—16 1020 TD—440—6 610 TBD—440—8 900 TBD—440—6 1200 TBD—441—V—12 1800 TBD—441—V—16 2400 Sn. á mín. 2300 2300 2300 2300 2300 1800 1800 1500 1500 1500 1500 1500 1500 900 900 900 900 900 Ennfremur mj'ög þungbyggðar og hæggengar vélar frá 1300 til 3000 A-hestöfl eftir vali. Við höfum vinsamlega samvinnu við flest öll Dieselvéla- verkstæði á íslandi. Eigendur og vélstjórar MANN- HEIM-véla þurfa því ekki að leita langt yfir skammt eftir þjónustu frá Reykjavík — eða láta draga sig til Reykja- víkur til að fá smáviðgerðir. Það er líka heppilegra fyrir vélaeigendur að styðja við bakið á verkstæði í heima- plássi og fá þannig hjálp strax á staðnum. BETRI VÉL KOSTAR SVOLÍTIÐ MEIRA — OG MÁ ÞAO. SöyoHgttyjgiíyo3 reykjavik Vesturgötu 16, pósthólf 605, símar 13280 — 14680. Telex: „2057" STURLA IS" — Símnefni: „STURLAUGUR".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.