Morgunblaðið - 05.02.1974, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRUAR 1974
Matthías A.
Mathiesen:
Sparnaður rúmir 4 milljarð-
ar ef allir hefðu hitaveitu
Á FUNDI Alþingis sl. fimmtudag
mælti Matthias Á. Mathiesen
fyrir þingsályktunartillögu, sem
hann flytur ásamt 8 öðrum sjálf-
stæðismönnum um hröðun rann-
sókna og framkvæmda á nýtingu
jarðhita.
Tillagan er svohljóðandi:
„Álþingi ályktar að skora á
ríkisstjórnina að láta hraða svo
sem frekast má skipulegri athug-
un á því, hvar hagkvæmast er að
nýta jarðhita f stað olfu til húsa-
hitunar, og gera sem skjótast ráð-
stafanir til nýtingar hans í þessu
skyni.
Þá ályktar Álþingi að skora á
rfkisstjórnina að gera hið
bráðasta allar nauðsynlegar ráð-
stafanir til þess að hraða þeim
hitaveituframkvæmdum, sem
undirbúnar hafa verið."
I upphafi ræðu sinnar sagði
Matthías A. Mathiesen:
„Orkumál hafa verið mjög á
dagskrá um allan heim að undan-
förnu. Ástæðan fyrir því eru þær
aðgerðir, sem sfgilt hafa í kjölfar
deilna þjóðanna fyrir botni Mið-
jarðarhafsins. Olíuframleiðslurík-
in hafa gripið til, eins og það
hefur verið orðað, að olíuvopns-
ins, og má segja, að það hafi kom-
ið við allan heim, svo voldugt, sem
það er. Þetta ástand hefur að
sjálfsögðu haft mikil og óhagstæð
áhrif á þjóðarbúskap hinna ýmsu
rfkja, þar sem um takmörkun á
sölu olíu hefur verið að ræða auk
þess, sem á henni hefur orðið
mikil hækkun. Verst hefur þó
þetta komið við þær iðnaðarþjóð-
ir, sem eingöngu nota oliu sem
orkugjafa og ekki er enn útséð
um þær afleiðingar, sem þetta
kann að hafa.
Vissulega hefur olian verið
þýðingarmikill orkugjafi og færri
þjóðir eignast þær orkulindir en
vildu, en eftir þvf, sem tækninni
hefur fleygt fram, hefur
manninum tekizt að framleiða
orku frá öðrum orkulindum, sem
hafa þá verið tiltölulega auð-
beizlaðar, en vegna kostnaðar
mjög hægt I framkvæmdir farið.
En fátt er svo með öllu illt, að
ekki boði nokkuð gott, segir ís-
lenzkur málsháttur, og er von-
andi, að svo verði nú I þessu til-
viki, þegar til lengdar lætur ef
réttar ályktanir eru dregnar af
þessum atburðum og brugðizt við
I samræmi við það.
Vonandi verður oliuskorturinn
og sú hækkun á heimsmarkaðs-
verði hráolíu til þess, að við
hyggjum betur að okkur, gerum
okkur grein fyrir öðrum leiðum
til orkuöflunar og leggjum I
rlkari mæii áherzlu á fram-
kvæmdir það að lútandi, þannig
Á að takmarka aðgang
að lögmannastétt?
FRUMVARP til laga um mál-
flytjendur kom til fyrstu umræðu
í neðri deild Aiþingis I gær.
Frumvarp þetta var flutt á þing-
inu f fyrra, en þá mætti eitt
ákvæði þess allmikilii andstöðu
utan þingsins. I ákvæði þessu var
lagt til, að lögfræðingar þyrftu að
hafa starfað í tvö ár sem tilkynnt-
ir fulltrúar hjá starfandi lög-
manni til að öðlast réttindi til
málflutnings fyrir héraðsdómi.
Einnig átti þriggja ára starf I
ýmsum öðrum greinum að nægja.
Átti þetta ákvæði að koma fyrir
núgildandi ákvæði, sem er á þá
leið, að lögfræðingar skuli hafa
flutt 4 prófmál til að öðlast rétt til
málflutnings.
I frumvarpinu nú er gerð sú
breyting á þessu ákvæði, að nú er
lagt til að lögfræðingar þurfi að
hafa starfað hjá lögmanni I eitt
ár og taki að því loknu tvö próf-
mál. Olafur Jóhannesson dóms-
málaráðherra mælti fyrir frum-
varpinu, og tóku einnig til máls
þingmennirnir Stefán Gunn-
iaugsson (A) og Ellert B. Schram
(S), sem báðir voru andvígir
framangreindu ákvæði, eins og
nú er Iagt til að það verði.
Ólafur Jóhannesson sagði, að
með hliðsjón af þeim mótbárum,
sem fram hefðu komið við frum-
varpið á síðasta þingi, einkum frá
laganemum, væri ákvæðinu um,
hvernig lögfræðingar fái réttindi
til málflutnings, nú breytt. Væri
reynslutíminn styttur úr 2 árum I
1 ár og á móti gert ráð fyrir, að
flutt yrðu 2 prófmál. Væri með
þessu fyrirkomulagi sneitt hjá því
að leggja óeðlilegan stein I götu
þeirra lögfræðinga, sem vildu
leggja málfiutning fyrir sig.
Kvaðst hann vona, að það sýndi
sig, að menn sættust á þessa
niðurstöðu málsins.
Þá minntist ráðherra á, að e.t.v.
væri eðlilegast, að lögfræðingum
yrði gefinn kostur á framhalds-
námi við lagadeild Háskólans til
að læra það, sem á lögfræðiprófið
vantaði til að gera menn hæfa til
að flytja mál. Þá þyrftu meiri
kennslukrafta að skólanum. Væri
og e.t.v. heppilegast, að þessi
reynsla fengist í raunhæfu starfi.
Stefán Gunnlaugsson lýsti yfir
andstöðu sinni við umrætt ákvæði
frumvarpsins. Kvaðst hann ekki
sjá annað en með þessu fyrir-
komulagi væri það lagt i hendur
starfandi málflutningsmanna að
ákveða hverjir bættust I þeirra
hóp. Væri þetta liður I þeirri
óheillavænlegu þróun að tak-
marka aðgang manna í ýmsar
tekjuhæstu stéttir þjóðfélagsins.
Hér væri um veitingu opinberra
réttinda að ræða og væri afar
óeðlilegt fámennur hópur manna
með beina hagsmuni fengi I
hendur úrslitaáhrifin um veit-
ingu þeirra. Væri langlíklegast,
að þarna mundi frændsemi og
kunningsskapur mestu ráða um,
hverjir fengju þessi réttindi.
I greinargerðinni með grum-
varpinu væri sagt, að nauðsynlegt
væri, að menn fengju þjálfun I
gagnaöflun I málum og dömkröfu-
gerð. Ekki væri það ákvæði frum-
varpsins, sem gerði ráð fyrir, að
bankastjórar, sendiherrar,
alþingismenn, fulltrúar I
stjórnarráði og á skrifstofu
Alþingis o.fl. gætu fengið rétt til
málflutnings, ef þeir væru Iög-
fræðingar, I neinu sambandi vii*
þessa röksemd greinargerðar-
innar. Hér væri verið að veita
vissum stéttum I þjóðfélaginu for-
réttindi fram yfir aðrar.
Þjálfun, sem lögfræðingar
þyrftu til að verða málflytjendur,
ætti að vera i höndum opinberra
aðila. Væri það, sem ráðherra
hefði minnzt á, að lagadeildinni
yrði falið að annast þessa þjálfun,
eðlileg leið. Kvaðst hann vona, að
þingnefnd gerði breytingar á
frumvarpinu til að sníða af því
þessa vankanta.
Ellert B. Schram sagði, að lík-
lega hefðu margar athugasemdir,
sem fram komu við frumvarpið á
fyrra þingi, valdið því, að það var
ekki afgreitt þá sem lög. Það vekti
nú athygli, að ekki væri tekið
tillit til neinna af þeim athuga-
semdum nema einnar. T.d. hefði
Lögmannafélagið sett fram ítar-
legar athugasemdir, sem I engu
hefði verið skeytt.
Þá sagði hann, að framangreint
ákvæði um öflun málflutnings-
réttinda hefði verið gagnrýnt af
öllum umsagnaraðilum. Ekki
hefði sú gagnrýni verið byggð á
forsendum Stefáns Gunnlaugs-
sonar, heldur því, að störf hjá
starfandi lögmönnum væru svo
fá, að fáir ungir lögfræðingar
ættu þess kost að fara þá leið.
Flestir hefðu bent á þá leið, að
eðlilegast væri, að lagadeildin
annaðist þetta með námskeiðs-
haldi eða sérstöku prófi. Las Ell-
ert upp úr álitum frá stjórn Dóm-
arafélagsins, Lögmannafélaginu
og Orator, félagi laganema, máli
sinu til stuðnings. Kvaðst þing-
maðurinn vilja gagnrýna, að ekki
hefði verið tekið tillit til þessara
álitsgjörða nú, þegar frumvarpið
væri lagt fram að nýju.
Ólafur Jóhannesson taldi sjálf-
sagt, að allsherjarnefnd deildar-
innar, sem fengi frumvarpið til
meðferðar, tæki þau atriði, sem
fram kæmu hjá þingmönnunum
til athugunar.
Ekki væri rétt, að umsagnirnar
htfðu ekki verið skoðaðar. Höf-
undur frumvarpsins (Benedikt
Sigurjónsson hæstaréttardómari)
hefði ekki talið, að ástæða væri til
að taka frekara tillit til þeirra en
fram kæmi I frumvarpinu. Hann
hefði mikla reynslu sem lög-
maður og dómari.
Ráðherra kvaðst telja, að ekki
hefði kveðið mikið að takmörkun-
um í lögmannastétt fram tilþessa.
Frekar hefði verið gagnrýnt, að
ýmsir hefðu fengið réttindin, án
þess að ætla sér að gera málflutn-
ing að aðalstarfi. Ekki vantaði
lögmenn hér á landi. Væri óeðli-
legt að hafa þá of marga, því að
það gæti leitt til þess, að þeir ýttu
undir menn með að fára I mála-
ferli.
Að umræðu lokinni var frum-
varpinu visað til 2. umræðu og
allsherjarnefndar.
að hér verði um stundarfyrir-
brigði að ræða, sem verður til
góðs i næstu framtíð."
Síðan rakti þingmaðurinn verð-
mun á hitun húsa með jarðvarma
annars vegar og olíu hins vegar.
Nýjustu upplýsingar segðu, að
eftir 2—3 mánuði yrði olíuverðið
ekki lægra en 12,50 kr. líterinn,
jafnvel 12,70 kr. Yrði hitunar-
kostnaður með heitu vatni um
22—23% af hitunarkostnaði með
olíu. Væri sparnaðurinn á hverja
fjögurra manna fjölskyldu I
Reykjavík, sem nýti hitaveitu,
nærri 60 þús. kr. á ársgrundvelli.
Þá sagði Matthías:
„Eins og kunnugt er, eru hita-
veituframkvæmdir ráðgerðar I
nágrannabyggðarlögum Reykja-
vfkur, sem telja um 25 þús.
manns. Það er unnið að hitaveitu-
rannsóknum á Suðurnesjum og
fyrir Akranes, byggðarlögum,
sem telja 15 þús. íbúa. Er von-
andi, að ekki sé þess langt að bíða,
að um 40 þús. manns fái hitaveitu
til viðbótar við Reykvíkinga til
upphitunar híbýla sinna. En hvað
skyldi það kosta á 40 þús. íslend-
inga, sem nú bíða eftir hitaveitu-
framkvæmdum árlega? Jú, það er
um 750 millj., sem þessi byggðar-
lög greiða á ári, á meðan þau ekki
hafa fengið hitaveitu til sín, eða
um 60 þús. kr. á hverju fjögurra
manna fjölskyldu. Ef við reiknum
þetta dæmi áfram og gerum
okkur grein fyrir þvl, hversu
margir íslendingar búa við upp-
hitun híbýla sinna með olíu, þá
kemur I ljós, að þeir eru rúmlega
100 þús., og það eru þeir, sem
verða að taka á sig nú alla þá
olíuhækkun, sem átt hefur sér
stað og mun eiga sér stað á næstu
mánuðum. Þessa hækkun fá
þessir aðilar að engu leyti bætta,
því að kaupgjaldsvísitalan mælir
ekki nema að litlum hluta olíu-
verðshækkun. Grundvallarþáttur
framfærsluvlsitölunnar vegna
hitunarkostnaðar er byggður á
hjtunarkostnaði Reykjavíkur-
borgar, þ.e.a.s. gjaldskrá Hitaveit-
unnar, en, og það er eins og hefur
verið komizt að orði, vísitölufjöl-
skyldan býr I Reykjavík og notar
hitaveitu til upphitunar heima
hjá sér. Enda þótt staðreynd sé,
að helmingur landsmanna, eins
og ég gat um áðan, noti olíu til
húsahitunar. Hvaða byrðar er þá
verið að leggja á helming lands-
manna I krónutölu með þeirri
olluhækkun, sem nú hefur átt sér
stað. Reiknað er með því, að
notaðar séu 1973 til húsahitunar á
milli 170—190 millj. lítra af oliu
og miðað við hækkun úr 5.80 kr. I
12.50 kr. er hér um að ræða tölu-
vert á 2. milljarð kr., sem hér er
verið að Ieggja á þá landsmenn,
sem nota olíu.
Ef nú allt þetta fólk hefði hita-
veitu eða rafmagn með gjaldtaxta
I samræmi við hitaveitugjöld,
mundi sparnaður þess verða á 3.
milljarð kr., þannig að sparnaður
allrar þjóðarinnar, ef hún nyti
hitaveitu, væri rúmir 4 milljarðar
kr. og það er sú tala, sem fjárlög
ríkisins 1973 lögðu á landsmenn I
tekjuskatt".
Lárus Jónsson:
Réttlátari hús-
næðislánareglur
á landsbyggðinni
MÞIAGI
Lárus Jónsson (S) mælti á fundi
sameinaðs þings sl. fimmtudag
fyrir þingsályktunartillögu, sem
hann flytur ásamt Magnúsi Jóns-
syni (S), Pálma Jónssyni (S) og
Matthfasi Bjarnasyni (S) ogfjall-
ar um, að settar verði réttlátari
reglur I veitingu húsnæðislána á
landsbyggðinni.
Tillagan er svohljóðandi:
Álþingi ályktar að skora á rfkis-
stjórnina að láta endurskoða
reglugerð um úthlutun lána hús-
næðismálast jórnar 1 því skyní, að
fullt tillit sé tekið til sérstöðu
húsbyggjenda á landsbyggðinni,
þannig að fólk, sem hefur hús-
byggingar á eðlilegum árstfma,
miðað við aðstæður, þar sem það
býr, hafi jafna möguleika til hús-
næðisláns á þvf ári og húsbyggj-
endur á mesta þéttbýlissvæði
landsins.
I ræðu sinni sagði Lárus Jóns-
son m.a.:
Ég vek athygli á því, að þessi
tillaga fjallar aðeins um hluta
þess vanda, sem fólk stendur
frammi fyrir á Iandsbyggðinni,
þegar það er að koma yfir sig
húsnæði. En eins og flestum hæst-
virtum þingmönnum mun kunn-
ugt, þá eru húsnæðismál nú eins
og sakir standa I þjóðfélaginu í
dag einn mesti hemill á eðlilega
byggðaþróun I landinu. Hér er
einungis vikið að þætti þess
vanda, sem varðar sjálfar reglur
húsnæðismálastjórnar, og er ekki
hér fjallað um hluti, sem þó hafa
komið fram tillögur um að koma
þurfi til sérstök örvunarlán til
húsbyggjenda á landsbyggðinni.
Það er mál, sem hefur borið á
góma m.a. I þingnefnd og var von
manná, að kæmi m.a. á dagskrá
Framhald á bls. 31
Þingfréttir
stuttu
máli
A FUNDI efri deildar I gær mæll
Björn Jónsson félagsmálaráf
herra fyrst fyrir stjórnarfrum
varpi um Félagsmáiaskól
alþýðu. Var frumvarpinu síðai
vfsað til 2. umræðu og félagsmál,
nefndar.
Þá mælti Þorvaldur Garða
Kristjánsson (S) fyrir frumvarpi
sem hann flytur til breytingar
Iögum um Húsnæðismálastofnui
ríkisins. Verður skýrt nánar fr,
þessari ræðu Þorvalds hér í blað
inu síðar.
A fundi neðri deildar vori
frumvörp um málflytjendur o;
vínveitingar á vegum rikisins ti
1. umræðu. Frumvarp til breyt
ingar á þjúkrunarlögum fór
gegnum 2. umræðu áfundinum,