Morgunblaðið - 05.02.1974, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 05.02.1974, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 1974 15 Fulltrúi Páfagarðs heimsækir Pólland Varsjá, 4. febr. AP-NTB AGOSTINO Casaroli, erki- biskup, sem hefur með höndum utanríkismál í stjórn Páfagarðs í Róm, kom í þriggja daga opin- bera heimsókn til Póllands í dag. Er það í fyrsta sinn frá lokum heimsstyrjald- arinnar síðari, að fulltrúi Páfagarðs kemur þangað slíkra erinda, en til Pól- Talið er, að meira en 200 manns hafi farizt í brunanum í Sao I’aulo í Brazilíu fyrir helg- ina. Til þessa hafa fundizt 186 lík I rústunum, en búizt við, að mörg fleiri eigi eftir aðfinnast m.a. innilokuö f lyftum. Margir biðu bana, er þeir stukku út um glugga og af svölum efri hæða og sýnir myndin einn þeirra. Solzhenitsyn hótað lífláti Moskva 4. febr. AP. ALEXANDER Solzhenit- syn sagði á sunnudag, að hann hefði fengið hótanir frá sovézkum yfirvöldum um að hann og fjölskylda hans yrðu drepin. Var að skilja, að hótanir þessar hefði sovézka öryggislög- reglan sett fram. Solzhen- itsyn sagði, að hann yrði Ólga í Sao Paulo vegna brunans niikla Sao Paulo, Brazilíu, 4. febr. AP. í FRÉTTUM frá Sao Paulo í morgun ságði, að nú væri vitað með vissu, að 182 hefðu látizt í brunanum mikla þar í borginni á laugardag, en aðrar heimildir sögðu töluna á þriðja hundrað. Mikil ólga er í borginni vegna þessa bruna, og hermdu fregnir, að ýmsir háttsettir embættis- menn innan brunaeftirlitsins i borginni hefðu verið reknir eða ættu brottvísanir yfir höfði sér. Er þeim borið á brýn að hafa ekki framfylgt þeim reglum, sem eiga að vera i nýjum háhýsum um brunastiga og neyðarútganga, en eins og fram hefur komið var engu sliku til að dreifa í þessu húsi. Þá er borgaryfirvöldum leg- ið á hálsi fyrir slóðahátt í bruna- vörnum og bent á, að ibúar borg- arinnar séu nú 6 milljónir og ekki veiti af, að þar séu að minnsta kosti 70 slökkviliðsstöðvar, en sem stendur séu þær aðeins 13. var við stuðning og styrk hvaðanæva að og það væri sér mikil hvatning. „Kannski tekst þeim að eyðileggja bæði sjálfa sig og mig,“ sagði rithöfund- urinn „en sannleikanum geta þeir ekki tortímt.“ Solzhenitsyn sagði, að stm- hringingum væri haldið uppi til hans og fjölskyldu hans þar sem líflátshótanir væru settar fram og virtist sem sovézka öryggislög- reglan hefði hreinlega vakta- skipti við þessar upphringingar. Eins og skýrt hefur verið frá í Morgunblaðinu er þessi síðasta rógsherferð gegn Solzhenitsyn af því sprottin, að bók hans Gulageyjahafið hefur verið gefin út á Vesturlöndum, en þar segir hann frá fangabúðum Stalins og dregur til ábyrgðar ýmsa þá, sem enn eru i áhrifastöðum í Sovét- ríkjunum. Heikal: Vill ekki verða blaðafulltrúi Sadats EDLENT Kairó, 4. febrúar. AP. MOHAMMED Heikal, fyrrver- andi ritstjóri egypska blaðsins Al Ahram, inun hafa skýrt vinum sínum frá því í dag, að hann hafi alls ekki í hyggju að þiggja út- nefningu Sadats forseta sem hlaðaful Itrúi hans. Aftur á móti var það mál manna, að Heikal hefði ekki tjáð Sadat þessa ákvörðun sína, þar sem hann hefur ekki hitt forsetann að máli síðan á miðvikudaginn. Það var Sadat sjálfur, sem vék Krogh 1 fangelsi Washington, 4. febrúar. AP. EGIL Krogh jr., fyrrum starfs- maður Hvíta hússins, sem dæmd- ur var 24. janúar sl. í sex mánaða fangelsi fyrir aðild sína að inn- brotinu á skrifstofu læknis Daniels Ellsbergs á sínum tíma, gaf sig fram við lögregluna i Was- hington í dag til þess að byrja afplánun dómsins. Búizt er við, að hann geti orðið laus aftur eftir fimm mánuði, sýni hann af sér góða framkomu í fangelsinu. Krogh er 35 ára að aldri. lands var honutn boðið eft- ir að páfi hafði veitt utan- ríkisráðherra Póllands áheyrn í nóvember sl., fyrstum opinberra fulltrúa kommúnískra stjórnvalda þar í landi. Casaroli mun eiga viðræður við ýmsa forystumenn i Póllandi, og ræða, auk annars, möguleika á þvi, að komið verði á eðlilegu diplómatísku sambandi milli Pól- lands og páfagarðs. Ibúar Pól- lands, sem eru um 32 milljónir, eru að meirihluta rómversk- kaþólskrar trúar. Þegar eftir komuna til Varsjá hófust fundir Casarolis með pólska utanrikisráðherranum, Stefan Olszowksi og Aleksander Sakrzynski ráðuneytisstjóra, sem fjallar um pólsk kirkjumál. Brezhnev heim eftir velheppnaða Kúbuför Miami 4. febr. AP. LEONID BREZHNEV, flokksleið- togi Sovétríkjanna, er nú kominn heitn úr sjö daga heimsókn til Heikal úr starfi ritstjóra A1 Ah- ram, en sem slikur hefur hann orðið með þekktari blaðamönnum i Arabaheiminum og víðar. Óstaðfestar fregnir herma, að Heikal hafi borizt fjöldi atvinnu- tilboða frá blöðum í ýmsum Arabalöndum, sömuleiðis í Austur Evrópu og einnig frá Bandarikjunum. Þá hefur Gaddafy, Libyuforseti, að sögn, látið að því liggja, að honum þætti fengur að því að fá Heikal til starfa. Heikal var vikið úr starfi dag- inn eftir að þriðji leiðari kom í blaðinu, þar sem látinn var í ljós efi um, að heilindi væru að baki aðgerða Bandaríkjamanna i Mið- austurlandadeilunni, og sömu- leiðis var dregið i efa, að Kissing- er væri fær um að koma á varan- legum friði i þessum heimshluta. Segja stjórnmálasérfræðingar, að Sadat hafi með brottvisun Heikals viljað sýna frain á, að skoðanir blaðsins endurspegluðu ekki alltaf afstöðu egypsku stjórnarinnar, en A1 Ahram hefur jafnan verið talið hálfopinbert málgagn hennar. Antonioni gagnrýnd- ur í Kína Tokio, Peking, 4. febr. AP— NTB. FJÖLMIÐLAJlí Kina hafa ráð- izt af hörku gegn kvikmynda- gerðarmanninum italska, Michaelangelo Antonioni, fyrir kvikmynd, sem hann gerði um Kina árið 1972. Vekur nokkra athygli, hversu síðbúin þessi gagnrýni Kin- verja er, því að liðið er að minnsta kosti ár frá þvi opin- berir aðilar i Kína fengu myndina fyrst til umsagnar. Haft er eftir góðum heimild- um, að allir ritstjórar i Peking hafi séð myndina, en hún hefur ekki verið sýnd almenn- ingi og verður væntanlega ekki í bráð, megi marka af- stöðu stjórnvalda nú. „Dagblað Alþýðunnar'' birti heilsíðu grein um myndinaog Antonioni, þar sem sagði m.a., að hann hefði lagt alla áherzlu á að sýna það sem gamalt væri í Kína, en minna hirt um að sýna þann jákvæða árangur, sem náðst hefði frá þvi bylt- ingin var gerð. Jafnvel hefði hann atað framfarir þjóðar- innar auri. Sagði blaðið, að með þessu móti hefði Antoni- oni þjónað hagsmunum heims- valdasinna, og taldi einsýnt.að hann væri fjandsamlegur Kína. Meðal atriða, sem kvartað er yfir, að hafi fariðúrskeiðishjá Antonioni, eru eftirfarandi: Hann tók ekkert eftir þvi, að notaðar eru bæði litlar og stórar dráttarvélar við^bústörf i Kina, en sýndi hvar asni var notaður sem dráttardýr. Hann virti að vettugi áhrifamikil atriði i starfi samyrkjubúa, en beindi áhuga sínum fyrst og fremst að gömlu fólki. Loks segir, að Antonioni hafi f leyfisleysi kvikmyndað sýn- ingu á landbúnaðarafurðum og túlkað hana i mynd sinni sem „frjálsan markað ". Fréttastofan Nýja-Kína hefur tekið undir gagnrýni Dagblaðs alþýðunnar og birt kafla úr grein þess. Þar er m.a. vísað til ummæla formanns byltingarnefndarinnar í Lánhsien-sýslu i Honan, þar sem hann segir, að Antonioni hafi einungis dvalizt þar um slóðir i hálfan fjórða dag, en á þeim tima hafi honum tekizt að gera ofangreind mistök. Kúbu, þar sem hann hlaut hinar ágætustu móttökur. Aður en hann hélt heimleiðis undirrituðu þeir Fidel Castro og sovézki leiðtoginn sameiginlega yfirlýsingu, en ekki var birt að svo stöddu, hvað í henni stóð. Fréttaritarar telja víst, að þar sé kveðið á um vin- samleg og elskurfk samskipti Sovétríkjanna og Kúhu. Þeir Castro og Brezhnev áttu með sér fjölmarga fundi, meðan á heimsókninni stóð, og skýrði Castro fyrir honum þá uppbygg- ingu, sem hefði orðið á Kúbu sið- an byltingin var gerð þar fyrir fimmtán árum. Mikið hefur verið skrifað um heimsókn Brezhnevs til Kúbu i sovézkum og kúbönskum fjölmiðl- um og iðulega sjónvarpað um gervihnött beint til Sovétrikj- anna, þegar Brezhnev hélt þar ræður eða kom fram opinberlega. Er haft fyrir satt, að Brezhnev hafi óviða fengið jafn hjartanlegar móttökur og hann fékk í þessari Kúbuferð sinni, enda hafði hann verið i sýnu létt- ara skapi en venjulega í slíkuin utanlandsferðum. Þá hefur verið upplýst í Moskvu, að undirbúningur, sé hafinn að nýjum fundi þeirra Brezhnevs og George Pompidou, forseta Frakklands. Er búizt við, að Pompidou heimsæki Moskvu i lok þessa mánaðar og Andrei Gro- myko utanríkisráðherra leggi fyrir hann di'ög að dagskrá heim- sóknarinnar, þegar hann kemur við í París á leið sinni frá Banda- ríkjunum. Karpov vann Moskvu 3. febrúar AP. ANATOLY Karpov, einhver efni- legasti skákmaður Sovétríkjanna af yngri kvnslóðinni, sigraði í dag I einvíginu við landa sinn Lev Polugayevsky, og hefur þar með hlotið rétt til að halda áfrain í baráttunni um hver öðlist rétt til að skora á heimsmeistarann Bobby Fischer. Mikill fjöldi áhorfenda fylgdist með síðustu skákinni og gafst Polugayevsky upp eftir 41 leik, enda var staða hans þá orðin vonlaus, segja fréttaritarar. Polugayvesky tók ósigri sínum drengilega, að sögn AP, og óskaði Karopv til hamingju. Hann sagð- ist hafa gert mistök snemma i skákinni, sem hefðu leitt til þess, að vinningsmöguleika hefði hann ekki eygt, en um hrið haldið liann gæti náð jafntefli. Kai'pov er að- eins 22ja ára að aldri. Sovétmenn binda miklar vonir við hann og telja margir hann vera þann eina af sovézkum skákmönnum, sem gæti sigrað Fiseher.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.